Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 7
Priðjudagur 4. október 1994 PENiNGAMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Endir bundinn á blómaskeið sem staðið hefur yfir á SKULDABRÉFAMÖRKUÐUM helstu iðnríkja heims undanfarin ár: Verðlækkun á erlendum skuMabréfamöikuðum Ifebrúar síðastliðnum lauk blómaskeiði sem staðið hef- ur yfir á skuldabréfamörkuð- um helstu iðnríkja heims und- anfarin ár. Það sem batt enda á þetta tímabil voru vaxtahækk- anir sem virðast hafa komið að- ilum á mörkuðum í opna skjöldu beggja vegna Atlants- ála. Vextir hafa síðan hækkað með hléum allt frá því í febrúar og haft í för með sér verulega lækkun á markaðsverðmæti skuldabréfa sem fyrir hafa ver- ið á markaði. Vextir hafa hækkað mikið og óvænt, og í mörgum löndum samtímis. Langtímavextir hafa hækkað um ! til 5 prósentustig, og verðbréf fallið í verði um 10 til 20%. Þetta kemur fram í grein í septemberhefti Hagtalna mán- aðaríns. Þar segir að svo virð- ist sem nokkrir samverkandi þættir hafi valdið vaxtahækk- uninni, nteðal annars væntingar urn aukna verðbólgu. Sveiflur þær sem væntingar urn aukna verðbólgu valda á skuldabréfa- mörkuðum erlendis eru ekki eins þekktar hér á landi og er- lendis, því hér eru skuldabréf til lengri tíma nær öll verðtryggð nema tveggja ára ríkisbréf. Engu að síður eru dæmi um slíka sveiflu hérlendis en hún átti sér stað í sumar þegar ávöxtunarkrafa tveggja ára rík- isbréfa hækkaði um það bil 1,3 prósentustig. Orsökin var mikið framboð af ríkisbréfum á eftir- markaði vegna væntinga um meiri verðbólgu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Ýmsir óttast að skortur verði á spamaði í heiminum á næst- unni. Lánstjáreftirspurn einka- geirans eykst að jafnaði í upp- sveiflunni, eins og þegar hefur sýnt sig í Bandaríkjunum, og hraður vöxtur í þróunarríkjum dregur til sín fjármagn frá iðn- ríkjunum. I Bandaríkjunum hefur láns- fjárcftirspum einkageirans ver- ið að aukast samfara vaxandi framleiðslu. Auk þess er hall- inn á viðskiptajöfnuði meiri nú en í fyrra sem gefur til kynna að Bandaríkin séu að ganga á spamað umheimsins. I Þýska- landi hefur spamaður almenn- ings farið minnkandi sem skýr- ir hvers vegna samdráttur hefur ekki orðið þar í verslun þrátt fyrir skattahækkanir og í Japan hefur ríkisstjórnin aukið útgjöld og lántökur sínar til að reyna að örva efnahagslífið. Við þessa skýringu geta ver- ið ýmis mótrök. Halli á ríkis- sjóðum innan OECD og hjá hinu opinbera fer nú minnkandi og er jafnvel minni en í upphafi góðærisins á níunda áratugn- um. Haliinn mun væntanlega minnka jafnt og þétt með að- haldssamri stefnu í ríkisfjár- málum sem nú er almennt fylgt innan OECD að Japan frátöldu. Á sama tíma kunna lántökur í einkageiranum að einkennast af fyrirhyggju í ljósi reynslunn- ar af eftirköstum sem fylgdu hamsleysinu í uppsveiflunni á síðari hluta níunda áratugarins. Jafnframt ætti sparnaður að aukast eftir því sem afkoma fyrirtækja batnar. Á hinn bóg- inn er eftirspum hins opinbera eftir lánsfé enn mikil og þrýstir það vöxtum upp á við. Sums staðar hafa fjárfestar jafnvel sýnt vissa kauptregðu, svo sem í Svíþjóð, þar sem stórfyrirtæki hafa hótað því að kaupa ekki ríkisskuldabréf, nema dregið verði verulega úr rekstrarhalla og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hækkun skammtímavaxta hafi einkum orðið í Bandaríkjunum hafa framvirkir samningar geftð til kynna að búist sé við að skammtímavextir muni fara hækkandi á helstu mörkuðum, og að þeir muni verða hærri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þannig var því spáð í byrjun febrúar síðast liðnum að þrigg- ja mánaða ávöxtun á peninga- markaði í Þýskalandi myndi verða 4,5% í júní 1995, en í lok júlí síðast liðnum hafði spáin hækkað í 5,5%. í Bretlandi hækkaði sams konar spá um 1,8 prósentustig, í Bandaríkjun- um 1,6 stig og 0,5 stig í Japan. Þessi breytta framtíðarsýn hef- ur haft áhrif á ávöxtunarkröfu skuldabréfa og heldur henni uppi. Orsakir þessara breyttu vænt- inga um þróun skammtíma- vaxta eru mikill kraftur í efna- hagslífi í Bandaríkjunum og hraðari bati í Þýskalandi en gert var ráð fyrir. í þessu samhengi er tekið mið af því á markað- inum að seðlabankar bregðast að jafnaði við verðbólguþrýst- ingi, sem gjarnan er fylgifiskur uppsveifl- unnar, með því að hækka skammtíma- vexti. Margir fjárfestar voru afar bjartsýnir á árinu 1993 og við- skipti með skulda- bréf blómstruðu. Þeir stofnuðu í vaxandi mæli til skulda til að fjármagna fjárfest- ingar sínar á verð- bréfamörkuðum, og oft voru bréfin sem keypt voru lögð að veði fyrir lánunum. Ávöxtunarkrafa langra ríkisskulda- bréfa náði sögulegu lágmarki í Banda- ríkjunum, Japan og víða í Evrópu og skuldabréf hækkuðu því rnikið í verði, einkum í Evrópu. Ljóst er að eftir- spumin eftir skulda- bréfum sem fyrr- nefndir lántökufjárfestar sköp- uðu varð þess ekki síst valdandi að verð á evrópskum skulda- bréfum hækkaði árið 1993. Þegar ávöxtunarkrafan fór að hækka í febrúar síðast liðnum hófu aðilar á markaðinum að selja það sem þeir áður safnað upp á árinu 1993, einkum þeir fjárfestar sem höfðu fjármagn- að kaup sín með lántökum. Þannig má halda því fram að bólan sem þessir lántökufjár- festar stuðluðu að því að mynd- aðist 1993 hafi sprungið, að minnsta kosti í Evrópu. Þessir aðilar hafa síðan haldið að sér höndum á þessu ári. Allar skýringamar gætu falið í sér hluta ástæðunnar fyrir því að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hækkaði óvænt og mikið á ár- inu 1994. Skýringin sem vísar til skorts á sparnaði virðist vega minnst en væntingar um skannntímavexti í framtíðinni gæti verið mjög mikilvæg skýr- ing. Skýringin sem vísar til áhrifa lántökufjárfesta á mark- aðinn á að líkindum betur við um Evrópu, einkurn Þýskaland, en verðbólguskýringin á hins vegar betur við um Bandaríkin. Skammtímavextir gefa haft tvíræð áhrif á ávöxtunarkröfu skuldabréfa. Ef væntingar auk- ast um að skammtímavextir muni haldast háir í framtíðinni, eða fara hækkandi, hlýtur það óhjákvæmilega að þrýsta ávöxtunarkröfu skuldabréfa upp á við. Ef skammtímavextir eru hins vegar hækkaðir af seðlabanka til að slá á verð- bólgu og fjárfestar hafa trú á aðgerðinni ætti ávöxtunarkrafa skuldabréfa að lækka, að því gefnu að væntingar skapist ekki um hætrí skammtímavexti í framtíðinni. I greininni í Hag- tölum mánaðarins er bent á að samfylgni langtímavaxta rnilli iðnríkjanna hefur verið að auk- ast á undanfömum árum og svo kunni að vera að þekking fjár- festanna á því hafi átt sinn þátt í að ávöxtunarkrafan hækkaði nánast samtímis á öllurn þrem- ur iðnaðarsvæðunum, Evrópu, Norður- ameríku og Japan, eða að minnsta kosti leitt til þess að væntingar um framtíðarefna- hagsþróun vom endurskoðaðar samtímis. Landmœlingar Islands bjóða sérstaka viðhafnarútgáfu korta aföllu landinu í vönduðu bandi. Kortin, sem eru 87 að tölu, eiga uppruna sinn að rekja allt til síðustu aldamóta er land- mœlingamenn danska her- foringjaráðsins kortlögðu land- ið á árunum 1901 til 1944. Kortin hafa verið endur- skoðuð reglulega e. grunnur þeirra er engu að síður upp- runalegur og því sögulega merki- legur. Brátt munu kort þessi heyra sögunni til og er því um einstaka eign að rœða, svo og gjöf fyrir vini og samstarfsmenn. Landmœlingar íslands hjóða einnig áskrift að öllum korta- flokkum stofnunar- innar, svo og vönduð innrömmuð kort. " Y'-- ' Y'AAv Takmarkad upplag LANDMÆUNGAR /SLAJMDS f- / / / Landmœlingar íslands Laugavegi 178 105 Reykjavík sími 91-681611.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.