Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MENNING Þriöjudagur 4. október 1994 UTBOÐ Póst- og símahús á Flúðum Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í bygg- ingu og fullnaðarfrágang á póst- og símahúsi á Flúðum. Húsið er 129 mz og 401 m3. Útboðsgögn verða afhent frá þriðjudeginum 4. október á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, og á skrifstofu stöðvarstjóra Pósts og síma á Selfossi, gegn 20.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á fasteignadeild Pósts og síma þann 25. október kl. 14.00. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Funaborg v/Funafold, s. 879160 Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Nóaborg v/Stangarholt, s. 629595 Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280 Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023 í 50% starf e.h.: Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verk- ið „Ölkelduhálssvæði, vegur og borplan". Verkið felst í að leggja 3,8 km vinnuveg af Hellisheiði að fyrirhuguðu borstæði Hitaveitu Reykjavíkur á Ölkeldu- hálssvæði og byggja þar upp borplan. Helstu magntölur eru: Jöfnun undir burðarlag: 25.000 m2 Burðarlag: 16.000 m3 Verkinu skal lokið 25. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Nýtt starfsár STYRKTARFÉLAGS ÍSLENSKU ÓPERUNNAR hefst fomnlega annað kvöld í Óperunni: Ingveldur Yr syngur á fyrstu tónleikunum Fyrstu tónleikarnir á nýju starfsári Styrktarfélags íslensku óperunnar verða haldnir annað kvöld, 5. október, klukkan 20:30 í ís- lensku óperunni. Þar koma fram Ingveldur Yr Jónsdóttir messósópran og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ljóð eftir Manuel de Falla, aríur úr óperum eftir Ri- chard Strauss, Rossini og Bizet auk ýmissa erlendra laga meðal annars úr þekktum söng- leikjum. Ingveldur Ýr stundaði framhaldsnám við Tónlistar- skólann í Vínarborg og Man- hattan School of Music í New York. Hún hefur haldið ljóða- tónleika bæði hér á landi og er- lendis, meðal annars í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi og Islensku óperunni. Ingveld- ur Ýr hefur tekið þátt í mörgum óperuuppfærslum í Mið- Evr- ópu, til að mynda í Rakaranum frá Sevilla, Brúðkaupi Fígarós, La Scala di seta og í eins manns óperunni Ms. Donni- thorne 's Maggot. Síðastliðinn vetur þreytti Ingveldur Ýr frumraun sína á íslensku óperu- INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIRmessósópran synguráJyrstu tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar á itýju starfsári. Þarna má sjá Ingveldi Yr bera hœst í hlutverki sínu í Valdi örlaganna. sviði í Évgení Ónegín. A eftir hafa fylgt hlutverk í Niflunga- hringnum og nú síðast í óperu Þjóðleikhússins Á valdi örlag- anna þar sem hún hefur slegið eftirminnilega í gegn. Kristinn Öm Kristinsson hefur numið píanóleik á Islandi og í Banda- ríkjunum. Hann hefur starfað við tónlistarkennslu frá árinu 1982 og gegnir nú skólastjóra- stöðu hjá Tónlistarskóla ís- lenska Suzukisambandsins, auk þess að kenna við Tónlistar- skólann í Reykjavík. ^^amband alþýðuflokkskvenna: I Kvöldverðarfundur | haldinn á fimmtudag I I I I I Fyrsti fundur Sambands alþýðuflokkskvenna á þessum vetri verður haldinn á veitingahúsinu Lækjarbrekku, II. hæð, fimmtudaginn 6. otkóber, klukkan 19:00 til 21:00. Kvöldverðarfundur þessi er opinn öllum alþýðuflokkskonum og meginefni dagskrár kvöldsins er umræða um stjórnmálaástandið. Fjölmennum! - Stjórnin. Vesturbyggð Byggingafulltrúi Staða byggingafulltrúa í Vesturbyggð er laus til umsókn- ar. Um er að ræða mjög áhugavert og krefjandi starf í nýju sameinuðu sveitarfélagi á sunnanverðum Vestfjörðum. Gerð er krafa um tæknimenntun samkvæmt bygginga- lögum. Umsóknarfrestur er til 12. október 1994. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 94- 1221. Bæjarstjóri. Svartur blettur á siðmenntuðu þjóðfélagi Nú gefst landsmönnum tækifæri til að sjá leikþáttinn Þá mun enginn skuggi vera til eftir Björgu Gísladóttur og Kol- brúnu Ernu Pétursdóttur. Leikþátturinn var sýndur á Nordisk Forum í ágúst síð- astliðnum og fékk þar mjög góðar viðtökur. Það eru Menningar- og frœðslu- samband alþýðu og Stíga- mót sem standa að sýning- unni ásamt höfundunum. Leikstjóri er Hlín Agnars- dóttir og sá hún jafnframt um leikmynd og búninga ásamt höfundum. Leikþátturinn tekur um 30 mínútur í flutningi og ætlun- in að sýna hann á vinnustöð- um og hjá félagasamtökum á höfuðborgarsvæðinu. Enn- fremur er fyrirhugað að fara með hann í leikferðir út á landsbyggðina. Að sögn að- standenda hentar leikþáttur- inn vel til sýningar í kaffi- eða matartímum eða í lok vinnudags á vinnustöðum og á fundum hjá félagasamtök- um. Leikþátturinn Ijallar um sifjaspell og afleiðingar þess á áhrifamikinn og eftirminni- legan hátt. Hann gefur áhorf- endum kost á að auka skiln- ing sinn á þessu viðkvæma málefni, sem er eitt best varðveitta leyndarmálið í samfélagi okkar og svartur blettur á siðmenntuðu þjóð- félagi. Eina persóna leikþáttarins er kona sem gerir upp fortíð sína við óvenjulegar aðstæð- ur, rifjar upp atburði úr æsku og lýsir áhrifum jæiirar hræðilegu reynslu sem hún upplifði. Konuna leikur Kol- bnin Ema Pétursdóttir. Það er von aðstandenda að takast niegi að auka umræðu um sifjaspell og orsakir þess og afleiðingar, því fræðsla og upplýst umræða er grund- völlur þess, að forða megi börnum og unglingum frá lífsreynslu veldur þeim óbætanlegu tjóni. Aðstand- endur vilja þó geta þess að sýningin er ekki við hæfi bama. Áhugasömum er bent á að Menningar- og fræðslusam- band alþýðu sér um sölu á leikþættinum og em allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu MFA í sfrna 91- 814233.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.