Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. október 1994 ~.7Zy— TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 HÚSNÆÐISSTOFNUN þakkar húsbréfunum þá staðreynd, að raunverð íbúða í fjölbýlishúsum stendur í stað þrátt fyrir andbyr í efnahagsmálum: Ibúðareigendum forðað fra ófamaði - segir SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON forstjóri Húsnæðisstofnunar Raunverð íbúða í fjölbýl- ishúsum stóð í stað á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þrátt fyrir andbyr í efnahagsmálum undanfarin ár hefur raunverð íbúða í fjölbýl- ishúsum ekki leitað niður á við. Að vísu hefur það sveiflast nokkuð, meðal annars hækkað á þessu ári eftir lækkun í fyrra, en skýr tilhneiging til lækkunar hefur ekki komið fram“, segir Þjóðhagsstofnun í Hagvísum sem komu út á dögunum. „Þetta er frábrugðið þróun- inni í nálægum löndum. Þar hafði efnahagslægðin mikil áhrif á íbúðarverð. Líklega er skýringin að hluta fólgin í hús- bréfakerfinu hér á landi. Það hefur án efa haldið uppi íbúða- verði í lægðinni. Á hinn bóginn hafa stór einbýlishús og at- vinnuhúsnæði lækkað mikið í verði. Fátt bendir tii að miklar breytingar séu framundan á fasteignamarkaðnum", segir í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, hefur látið hafa eftir sér að húsbréfakerfið sé gallað og þarfnist endurskoð- unar við. „Mér sýnist þetta mat Þjóð- hagsstofnunar gefa glöggt til kynna styrk húsbréfakerfisins, sem hefur, samkvæmt þessu forðað stórkostlegu verðhruni á íbúðum almennings, einkan- lega á þéttbýlissvæðunum, og þannig átt stóran þátt í að forða miklum fjölda íbúðaeigenda frá stórfelldum ófamaði í fjármál- um þeirra“, sagði Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins, þegar Alþýðublaðið bar þessa um- sögn Þjóðhagsstofnunar undir hann í gær. „Ég hygg að enginn hafi séð fyrir að húsbréfakerfið gæti og SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON, forstjóri Húsnœðisstofnunar ríkisins: „Mér sýnist þetta mat Þjóðhagsstofnunar gefa glöggt til kynna styrk húsbréfakerfisins, sem liefur, samkvœmt þessu forð- að stórkostlegu verðhruni á íbúðum almennings.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ótason myndi virka á þennan veg og það er auðvitað mikið fagnað- arefni að það skuli hafa gert það. En það er ekki síður at- hyglisvert, sem Þjóðhagsstofn- un segir, að í ýmsum nálægum löndum hafi efnahagslægðin haft mikil áhrif á íbúðaverð, sannarlega til lækkunar, með tilheyrandi erfiðleikum fyrir al- menning. Þar eru húsbréfakerf- in hvergi rekin af hinu opin- bera, heldur hvarvetna af einka- fyrirtækjum, til dæmis í Dan- mörku þar sem mikið verðhrun varð. Þama kemur fram glögg- ur munur á því, að ekki er sama í hvers hendi húsbréfaútgáfan og sala húsbréfa er“, sagði Sig- urður E. Guðmundsson. Taílæ Þjóðhagsstofnun Raunverð íbúða í fjölbýli % á höfuðborgarsvæðinu 17. ársfundur aðildarríkja LUNDÚNASÁTTMÁLANS hófst í gær í London. Síðastliðið ár samþykktu aðildarríkin 72, að banna algjörlega vörpun geislavirks úrgangs í sjó frá skipum. Rússar hafa einir aðildarríkja ekki skrifað undir þessa samþykkt og GREENPEACE-samtökin bera þá þungum sökum: Halda Rússar áftam að menga höfin? ársfundur aðildar- ríkja Lundúna- Msáttmálans hófst í gær í London. Síðastliðið ár samþykktu aðildarríkin 72, að banna algjörlega vörpun geisla- virks úrgangs í sjó frá skipum. Rússland mun vera eina aðild- arríkið sem ekki hefur viljað skrifa undir þá samþykkt. í kjölfar þessarar samþykktar og viðbragða Rússa gegn henni hafa bandarísk, japönsk og norsk stjómvöld staðið í samn- ingaviðræðum við rússnesk stjórnvöld. Búist er við að niðurstöður viðræðna ríkjanna - meðal ann- ars hvernig skuli farið með geislavirkan úrgang á Kóla- skaga - verði kynntar næst- komandi miðvikudag. Greenpeace-samtökin hafa haft stöðu áheymarfulltrúa á fundum Lundúnasáttmálans frá árinu 1983. Þrír fulltrúar þeirra em áheyrnarfulltrúar á 17. árs- fundi aðildarríkja sáttmálans þessa dagana. I tilefni af árs- fundinum sendu grænfriðungar frá sér yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Skömmu fyrir ársfund að- ildarríkja Lundúnasáttmálans árið 1993 stóðu Greenpeace- samtökirí rússneskt skip að verki við að kasta geislavirkum úrgangi í Japanshaf. Á meðan rússnesk stjórnvöld neita að samþykkja bann við að varpa geislavirkum úrgangi í sjó er ástæða til að óttast, að þau muni grípa til slíkra ráðstafana á ný. Áður hafa Greenpeace- samtökin komið upp um, að sovéski flotinn kastaði umtals- verðu magni af geislavirkum úrgangi í Karahaf og Barents- haf. Greenpeace-samtökin, sem hafa fylgst náið með þróun mála í Rússlandi, telja brýnt að Rússland santþykki bann Lund- únasáttmálans. Tæknilegar lausnir em fyrir hendi, en hing- að til hefur skort pólitískan vilja.“ Til skýringar er rétt að geta þess, að Lundúnasáttmálinn er alþjóðlegur sáttmáli um vamir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það. Sáttmálinn var gerð- ur í London árið 1972, en und- irbúningsfundur hafði verið haldinn um vorið sama ár í Reykjavík. Sáttmálinn tekur til allra heimshafanna. Undanfarin ár hefur þróunin verið sú, að í stað þess að setja reglur um los- un eiturefna í hafið skuli banna slíkt með öllu. CARGOLUX semur við COSMOS Cargolux hefur gert samning við Cosmos Airways í Indlandi um flugstarfsemi milli Lúxemborgar og Indlands. Áætlunar- flug með vömr hófust 9. september síðastliðinn. Ein af Bo- eing 747-200 þotum félagsins er á fömm milli staðanna... 4.972 LAUKAR í körfu Blóma- val efndi til lau- kaleiks á sýning- unni Is- lensk blóm 1994 í Perlunni á dögun- um. Gestir áttu að giska á tölu lauka sem komið var fyrir í körfu. Mikill fjöldi lausna barst. Einn reyndist getspakari en aðrir, Gunnar Júhanncs- son sem giskaði á töluna 4.972 laukar, - sem var hárrétt tala. Gunnar íekk að laununt úttekl á blómlaukunt fyrir 10 þúsund krónur. Á meðfylgjandi mynd má sjá Bjarna Finnsson í Blómavali afhenda Gunnari Jóhannessyni ávísun á laukaút- tekt í Blómavali. Á milli þeirra er kona Gunnars, Erna Guð- mundsdóttir... EYKON hættir á þingi „Ég hef nú, að vandlega athuguðu máli, ákveðið að gefa ekki kost á mér til þingsetu að þessu sinni með framboði í próf- kjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík í lok októbennánaðar. Þrátt fyrir þessa ákvörðun mun ég ekki draga mig í hlé úr stjómmálabaráttunni. Þvert á móti laka áfram fullan þátt í að vinna að framgangi sjálfstæðisstefriunnar eins og ég hef gert síðustu áratugi", segir Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis- maður, í bréfi sem hann sendi Alþýðublaðinu... Eyjamenn íslenska ZOLTAN Unnið er að því öllum árum í Eyjum að gera handboltakapp- ann Zoltan Belanyi að íslenskum ríkisborgara. Hann hefur verið hér á landi síðan 1991 og þykir mörgum hann besti homamaður landsins. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari hefur látið hafa eftir sér að hefði Belanyi íslenskan ríkisborgararétt yrði hann tekinn í æfingahópinn fyrir HM í handbolta næsta vor. Fréttir í Eyjum segja utanríkisráðu- neytið taka jákvætt í málið, en ákvörðunarvaldið er endan- lega í höndum Alþingis... WILLY CLAES - NATO-stjóri Á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins í New York í síðustu viku var gengið frá ráðningu Willy Cla- es, utanríkisráðherra Belgíu, í stöðu aðalframkvæmdastjóra NATO. Hann tekur formlega við embætti 15. október og gegnir stöðunni í 4 ár með möguleika á framlengingu í eitt ár til viðbótar. Hlaut Claes almennt lof og fullan stuðning ráð- herra og fulltrúa ráðhena sem fundinn sóttu... HEILDSÖLUBAKARÍIÐ gerir það gott Odýri brauða- og kökumarkaðurinn, Heildsölubakaríið, hefur nú starfað um tveggja ára skeið að Suðurlandsbraut 32 og í biðstöð SVR á Hlemmtorgi við almennar vinsældir. Haukur Leifur Hauksson, eigandi fyrirtækisins, hefur nú opnað þriðju búðina að Grensásvegi 26. Þar hefur Borgar- bakaríi verið breytt í Heildsölubakarí. Þar em allar vömr bakaðar á staðnum. Viðtökur viðskiptavina síðastliðin tvö ár hafa verið slíkar að Haukur telur rökrétt framhald að opna tvær búðir á næsta ári, - aðra í Kópavogi og hina í Hafnar- firði... FYLKIR fær borgartryggingu Á fundi borgarráðs nýlega var lagt fram bréf borgarritara varðandi borgarsjóðsábyrgð til íþróttafélagsins Fylkis vegna skuldabréfa að tjárhæð 100 milljónir króna. Erindið hlaut samþykki borgarráðs. Fylkir er að ráðast í byggingum mikils íþróttahúss á athafnasvæði sínu... Ljóöabók eftir BALDUR Ut er komin ljóðabókin Rauðhjallar hjá Bókmenntafélaginu Hringskuggum. Þetta er níunda ljóðabók Baldurs Oskars- sonar, fyrrverandi fréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. í Rauð- hjöllum er að finna 40 fmmort ljóð og 15 þýðingar. meðal annars á ljóðum eftir Lorca og fom kínversk skáld. Kápu- mynd bókarinnar er eftir Gylfa Gíslason myndlistarmann. Bókin er 87 blaðsíður og kostar 1.478 krónur í bókabúðum. en 1.000 krónu til félaga í Hringskuggum...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.