Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. október 1994 /LI'ÍMflllll Fjárhagur REYKJAVÍKURBORGAR er bágborinn eftir síðasta kjörtímabil íhaldsins. í árslok 1990 var peningaleg staða borgarsjóðs jákvæð um 1.264 milljónir en nú er staöan orðin slæm: Versnaði um 8,2 milljarða - Halli á rekstri borgarsjóðs 2,5 milljarðar á þessu ári Þróun heildarskulda borgarsjóðs að meðaltali á hvern íbúa miðað við stöðu íárslok á verðlagi í lok júní 1994. falli af skatttekjum miðað við stöðu í lok hvers árs (áœtluð út- koma 1994 og 1995). RÆÐUTÍMI og RÆÐUFJÖLDI á síðasta Alþingi var mjög misjafn eftir þingmönnum: Steingrímur Jóhann sló alla út í málgleði - í öðru sæti er FRIÐRIK SOPHUSSON og í þriðja SVAVAR GESTSSON. Þrír málglöðustu þingmenn Alþýðubandalagsins töluðu 17 klukkustundum lengur en allur þingflokkur Kvennalistans Peningaleg staða borgar- sjóðs Reykjavikur hef- ur versnað um 8.2 milljarða króna frá árslokum 1990 þegar hún var jákvæð um ! .264 milljónir. Nú er hún hins vegar neikvæð um 6,9 milljarða og er áætlað að hún eigi eftir að versna um að minnsta kosti 660 milljónir til ársloka 1994. Samkvæmt spá unt útkomu þessa árs verður 2,5 milljarða króna halli á rekstri borgarsjóðs og skulda- staðan 12 milljarðar í árslok. Þetta kemur fram í skýrslu um úttekt á íjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á föstudaginn. End- urskoðun Sigurðar Stefáns- sonar Itf. var falið að gera þessa úttekt og jafnframt að vinna að tillögum urn breytta meðferð Ijármála borgarsjóðs og stofnana hans eftir því sem ástæða þætti til. Úttektin nær til borgarsjóðs og borgarfyrir- tækja. Auk þeirra upplýsinga sem að framan greinir um stöðu borgarsjóðs kemur fram að frá árinu 1990 hefur skuldastaða borgarsjóðs aukist frá því að vera um 45% af skatttekjum í um 105% í júnflok 1994, þeg- ar miðað er við heildaráætlun yfirstandandi árs. Þegar litið er á samstæðu- efnahagsreikning Reykjavík- urborgar sést sama þróun. Vegna versnandi stöðu borg- arsjóðs á liðnum árum hefur peningaleg staða Reykjavíkur- borgar í heild versnað. Skuldir umfram peningalegar eignir eru orðnar nær þrír milljarðar króna 30. júní 1994. f árslok> 1990 var staðan aftur á móti jákvæð um liðlega þrjá millj- arða króna á núverandi verð- lagi. Þannig hefur heildarstaða versnað um tæpa sex milljarða króna á liðnu kjörtímabili. Skýringin á versnandi stöðu borgarsjóðs er einkum sú, að kostnaður við rekstur og fram- kvæmdir hefur verið langt umfram skatttekjur. Afleið- ingin er minna svigrúm til framkvæmda í nánustu fram- tíð vegna aukinnar greiðslu- byrði og kostnaðar við rekstur málaflokka, sem hefur aukist hraðar en skatttekjur á síðustu árum. Rekstrarútgjöld hafa aukist svo, að þau taka til sín allar tekjur borgarinnar og rúmlega það. Fé til framkvæmda er því ekkert nema lánsfé. Allar framkvæmdir borgarinnar á þessu ári eru fjármagnaðar með lánsfé. Rekstur og framkvæmdir umfram skatttekjur hafa eink- um verið kostaðar af lánsfé, sem í meginatriðum má greina í þrennt, skuldir við banka, skuldir við eigin fyrir- tæki og langtímaskuldir. Frá 1990 til ársloka 1993 hafa skuldir við eigin fyrirtæki nær fjórfaldast og langtímaskuldir hafa aukist um 180%. Skuldir við banka hafa verið nær óbreyttar á tímabilinu. Athyglisvert er að skoða hvernig greiðslubyrði lána sem hlutfall af skatttekjum hefur breyst á liðnum árum. Þannig var heildargreiðslu- byrði langtímaskulda sem hlutfall af skatttekjum ársins aðeins 0,32% árið 1991. Áætl- uð útkoma 1994 er 2,73%, en stefnir í 10,12% á næsta ári, miðað við áætlaðar skatttekjur 1995. Skatttekjur á hvem íbúa hafa rýmað á undanfömum ámm. Árið 1990 voru þær 107 þúsund krónur og þá var ráðstafað sjö þúsundum króna umfram skatttekjur á íbúa. 1 fyrra vom skatttekjur á íbúa 98 þúsund krónur en 28 þús- undum var ráðstafað umfram skatttekjur á hvem borgarbú- ar. Fé sem eytt er umfram skattpeninga hefur þannig fjórl'aldast á fjómm árum, úr sjö þúsundum í 28 þúsund á mann. Sé litið á sömu tölur sem hlutfall af skatttekjum hvers árs, verður staðan mun verri. Þá kemur í ljós, að árið 1990 var 5,5% ráðstafað um- fram skatttekjur, en 1993 var þetta hlutfall orðið 31,6% og hafði því nær sexfaldast á fjómm árum. Mjög hefur gengið á veltufé borgarsjóðs. Hin mikla lækkun hreins veltufjár á tímabilinu, sem nemur 1.679 milljónum króna, skýrist að mestu leyti af útgjöldum borg- arsjóðs umfram skatttekjur. í árs- byrjun 1993 var hreint veltufé borgarsjóðs nei- kvætt um 500 milljónir króna, á verðlagi í lok júní 1994.1 árshluta- reikningum er hreint veltufé borgarsjóðs nei- kvætt um 3,3 milljarða króna. Á einu og hálfu ári hefur hreint veltu- fé borgarsjóðs því rýrnað um 2,8 milljarða. I skýrslunni kemur fram að staða fyrirtækja og stofnana Reykja- víkurborgar, að undanskildum bílastæðasjóði og lífeyrissjóði, hefur almennt verið góð á undanförnum ár- um. Flest borgar- fyrirtæki hafa trausta eiginfjár- stöðu og góða greiðslustöðu. Steingrímur Jóhann Sig- fússon er sá þingntaður sem oftast tók til máls á síðasta þingi og hann á líka lengstan samanlagðan ræðutíma þingmanna. Kemst enginn þing- maður með tæmar þar sem Steingrímur hefur hælana í þess- um efnum. Hann tók 344 sinn- um til máls og talaði samtals í 41 klukkustund og 24 mínútur. Sá þingmaður sem á næst lengstan ræðutíma er flokks- bróðir hans, Svavar Gestsson. Félagi Svavar talaði þó „aðeins“ í 25 klukkustundir og níu mínút- ur samanlagt og tók 309 sinnum til máls í pontu. Málgleði Al- þýðubandalagsmanna er raunar áberandi því þriðja lengsta ræðu- tíma á Jóhann Ársælsson eða samanlagt 24 klukkustundir og hann fór 288 sinnum í ræðustól. Þessir þrír málglöðustu þing- menn sem allir eru úr Alþýðu- bandalaginu töluðu samtals í 90 klukkustundir og 33 mínútur. Til samanburðar má geta þess að fimm manna þingflokkur Kvennalistans talaði samtals í 73 klukkustundir og 31 mínútu. Bendir þetta til þess að fullyrð- ingar um að konur séu málugri en karlar eigi ekki við rök að styðjast. Alla vega ekki þegar Steingrímur Jóhann Sigfússon er annars vegar. í fjórða sætiyfir langorða þingmenn er Olafur Þ. Þórðar- son Framsóknarflokki með 22 klukkustundir og 23 mínútur. í fjórða sæti kemur loks kona sem er Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir Kvennalista sem talaði í 20 klukkustundir og ljórar mín- útur. Eftirtaldir þingmenn eiga samanlagaðan ræðutíma milli 16 og 20 klukkustundir: Friðrik Sophusson, Kristín Ástgeirs- dóttir, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, Olafur Ragnar Grímsson, Hjörleifur Gutt- ormsson og Anna Olafsdóttir Björnsson. Sem fyrr segir tók Steingrímur Jóhann Sigfússon oftast til máls eða 344 sinnum. Næst oftast tal- aði Friðrik Sophusson eða 323 sinnum og Svavar Gestsson er í þriðja sæti en hann tók 309 sinn- um til máls. Aðrir þingmenn náðu ekki 300 skipta markinu. Af ráðhemum ríkisstjórnarinn- ar talaði Friðrik Sophusson oft- ast og lengst eða 323 sinnum í samtals 19 klukkustundir og 14 mínútur. Össur Skarphéðins- son tók hins vegar sjaldnast til máls eða 103 sinnum og talaði samtals í liðlega sjö klukku- stundir. Sighvatur Björgvins- son talaði styst ráðherranna eða í samtals sex klukkustundir og 40 mínútur en hann fór 117 sinnum í pontu. Af einstökum þingmönnum, fyrir utan varaþingmenn, hélt Salóme Þorkelsdóttir fæstar ræður eða aðeins fjórar og tók sá ræðuflutningur liðlega 15 mínút- ur. Síðastliðinn vetur voru fluttar samtals 7.461 ræða auk andsvara og tók sá flutningur liðlega 580 klukkustundir. Meðalræða tók 4:40 mínútur. Ólafur Ragnar Grímsson tók langoftast til máls um fundarstjórn og fleira eða 63 sinnum og talaði í liðlega tvær og hálfa klukkustund. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-2.fl. 25.10.94 - 25.10.95 kr. 284.388,70 1981-2.fl. 15.10.94 - 15.10.95 kr. 172.170,20 1982-2.fl. 01.10.94 - 01.10.95 kr. 121.042,20 1987-2.fl.A 6 ár 10.10.94 - 10.10.95 kr. 31.865,20 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. september 1994 SEÐLABANKIÍSLANDS Alþýðublaðsmynd Vinningstölur laugardaginn: 1. okt. 1994 VINNINGAR 5 af 5 a +4af 5 a 4 af 5 m 3 af 5 FJOLDI VINNINGA 197 5.904 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 8.671.835 100.703 6.172 480 Aðaltölur: 0® (l8)(25)(33 BÓNUSTALA: 13 Heildarupphaeð þessa viku: kr. 13.426.560 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.