Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Hvað segja bóksalar vítt og breitt um landið um metsöluhöfundana í jólabókaflöðinu? „Hallgrímur Helgason hefur tekið gríðarlegan sölukipp" - segir Erling Erlingsson í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Mannakynni Vilhjálms Hjálmarssonar fikra sig í metsölu- hæðir, en sem fyrr tróna Ólafur Jóhann Ólafsson, Vigdís Grímsdóttir og Fríða Á. Sigurðardóttir á vinsældatoppi. Sem fyrr eru það Sniglaveisla Ól- afs Jóhanns Ólafssonar, Granda- vegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og íluktum heimi eftir Fríðu A. Sig- urðardóttur sem tróna á vinsælda- toppi íslenskra skáldsagna. Úti á landi er Vilhjálmur Hjálmarsson að fikra sig upp metsölulistana með sín Mannakynni. I ævisagnaflokkn- um eru Halldóra Briem, Óskar Halldórsson, Guðmundur Böðv- arsson, Jakobína Sigurðardóttir, Gunnar Dal og Aðalheiður Hólm Span mest keypt og erfitt að sjá hver skarar þar framúr. Þorgrímur Þrá- insson mokar út báðum bókunum sínum í barna- og unglingabóka- deildum. Mikil umfjöllun og góðir dómar um bók Hallgríms Helga- sonar, Þetta er allt ad koma, virðist nú vera farin að skila sér og hún hef- ur tekið sölukipp í búð Máls og menningar við Laugavegipn, Hag- kaup í Kringlunni og á Isafirði. I kjölfar toppanna þriggja í íslenska skáldsagnahópnum (Olafs Jóhanns, Vigdísar og Fríðu) kemur Einar Kárason nteð Kvikasilfur. Pétur Gunnarsson, Guðbergur Bergsson og Sigurjón Birgir Sigurðsson - alias Sjón - eru í rólegheitunum þar á eftir. Pétur þykir selja furðulftið og kemur það á óvart. Megas með Bjöni og Svein hreyfist lítt úr hillum bókabúðanna, sömuleiðis Þórunn Valdimarsdóttir með sínar Höfuö- skepnur og Arni Bergmann með Þorvald víðförla. Þetta kom meðal annars fram í máli bóksala um land allt sem Alþýðublaðið ræddi við í gær. Sem fyrr ber að hafa í huga að jólasalan er vart hálfnuð; vikan fyrir jól er sölumest. Bóksalar kvarta lítið yfir afsláttartilboðum matvöruversl- ana á bókum; skoða fyrirbærið sem staðreynd er menn verði að sætta sig við. Aberandi meiri hreyfing er á bókasölunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við á landsbyggðinni þar sem h'tið hreyfist fyrren rétt fyrir jól. Mál og menning „Fyrir það fyrsta vil ég minnast á, að Þetta er allt að kotna eftir Hall- grím Helgason hefur tekið gríðar- legan sölukipp; sérstaklega eftir að frábærir dómar um bókina og aukin umfjöllun fór að skila sér. Eg held að verið sé, að prenta nýtt upplag af bókinni hans. Fríða Á. Sigurðar- dóttir með / luktum heimi hefur hinsvegar verið að seljast best hjá okkur. Þar á eftir koma Kvikasilfur eftir Einar Kárason og Guðbergur Bergsson með Ævinlega. Síðan er Ólafur Jóhann Ólafsson og Snigla- Hallgrímur Helgason: Bók hans um hina rammíslensku Ragnheiði Birnu, hefur fengið góða kynningu og frábæra dóma. Það skilar sér nú í sölukipp. A-mynd: E.ÓI. veislan auðvitað að seljast vel. Það verður þó að hafa í huga þegar sölu- tölur hjá Máli og menningu er skoð- aðar, að viðskiptamannahópur okkar er öðruvvsi samansettur en annars- staðar; til okkar koma svo margir fé- Iagsmenn og við seljum mest af bók- um sem Mál og menning gefur út. I ævisagnaflokknum hafa Jakobína Sigurðardóttir og Gunnar Dal selst best. Þar á eftir koma Óskars saga Halldórssonar, minningar Að- alheiðar Hólm Spans og einnig hef- ur Lárus hómópati komið á óvart. Annars finnst mér ævisögurnar ekki eins sterkar og áður. Krummi hefur til að mynda selst sáralítið hjá okkur og Guðmundur Árni er steindauð- ur. Bókin Oli í Olís mjatlast aðeins. Svo er til að nefna bækur einsog bókina um Pálma í Hagkaup sem mér finnst persónulega vera hneyksli. Þetta er að stofni til tíma- ritsgrein sem er blásin út í 90 blað- sfðna bók með haug af myndum og risastóru letri,“ sagði Erling Erlings- son, aðstoðarverslunarstjóri Máls og menningar á Laugavegi. Hagkaup „Salan hjá okkur hefur litast af þessum tilboðum sem vom í gangi. Mér finnst salan vera mikið betri en í fyrra. Þær skáldsögur sem hafa selst best em Sniglaveisla Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, Kvikasilfur eftir Einar Kárason og einnig seld- ust Þetta er allt að koma eftir Hall- grím Helgason ogAugu þín sóut mig eftir Sjón ágætlega. I ævisögunum seljast best Gunnar Dal, Óskar Halldórsson, Halldóra Briem og Guðmundur Böðvarsson. Af öðr- um bókum er til dæmis hægt að nefna Bankabókina eftir Örnólf Árnason. Krummi finnst mér lítið hreyfast og sömuleiðis Guðmundur Árni, en Oli í OIís hefur farið nokk- uð. Báðar bækumar hans Þorgríms Þráinssonar hafa rnikið selst. Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien seldist líka upp á tilboðs- dögunum, en það gerðu nú svo margar bækur. Eg hef ekkert heyrt um að framhald verði á þessum til- boðum,“ sagði Auður Einarsdóttir bóksölustjóri í Hagkaup í Kringl- unni. Akureyri „Það em rólegheit hjá okkur og við emm svona að jafna okkur eftir skellinn sem kom með afslætti Hag- kaups urn daginn. En við keyrum á hálfurn dampi ennþá, sala virðist vera færast nær jólum með hverju ár- inu. Saga Akureyrar eftir Jón Hjaltason er söluhæsta bókin hjá okkur og síðan kemur Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann. Á lista sem við tóku saman í gær voru þær efstar. í þriðja sæti var Saga Halldóru Briem, íjórða sæti Fjöll og finiindi eftir Ömar Ragnarsson, fimmta sæti Mdnnakynni Vilhjálms Hjálmars- sonar, sjötta sæti Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og svo kornu ýmsar bækur einsog bókin um Guðmund Böðvarsson og nokkrar bama- og unglingabækur. Bækurum menn einsog Óla í Olís, Hrafn Gunnlaugsson og Guðmund Árna hreyfast Iftið, en þó var Óli aðeins farinn af stað. En þetta er ósköp ró- legt ennþá," sagði Stefán Jónasson í Bókabúð Jónasar á Akureyri. Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7 eftir skáldkonuna er annað eða þriðja vinsælasta heimilisfang ís- lenskra skáldsagnaunnenda þessi jólin. A-mynd: E.ÓI. ísafjördur „Mér finnst ekki hafa gengið nægilega vel með íslensku skáldsög- urnar. Það em hinsvegar óvenjulega margir titlar í þessunt flokki núna og því getur verið að salan^ dreifist meira. Sniglaveislan eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson hefur selst best og sömuleiðis I luktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og Kvika- Þama sá ég margan efnilegan starfsmanninn því þau vom fljót að komast upp á lagið með réttu hand- tökin,“ sagði Finnur Geirsson for- stjóri Nóa-Síríus í samtali við blaðið. Hann fékk heimsókn nokkurra toppa úr pólitík og atvinnulífi í gær og þeir lögðu hönd á plóginn við sælgætis- framleiðsluna. „Þetta átak er hugsað sem áminn- ing til okkar allra um að hérlendis er framleidd góð vara á samkeppnis- hæfu verði, liður í átakinu ÍS- LENSKT JÁ, TAKK. Það voru þing- menn, ráðherrar og forkólfar atvinnu- lífsins sem lögðu hönd á plóginn við að minna okkur á að það er atvinnu- skapandi að kaupa íslenskt," sagði silfur eftir Einar Kárason. Efstu dagar Péturs Gunnarssonar ler minna. Guðbergur Bergsson með Ævinlega, Höfuðskepnur eftir Þór- unni Valdimarsdóttur og Þorvald- ur víðförli Árna Bergmanns seljast trúnna. Augu þín sáu mig eftir Sjón hreyfist lítið, en Þetta er allt að kotna eftir Hallgrím Helgason er farin af stað og selst ágætlega. I ævi- sögunum selst best Jakobína Sig- urðardóttir sem er hér norðan af ströndum og síðan kemur saga Ósk- ars Halldórssonar. Af öðmm bók- um er að nefna Ómar Ragnarsson, Útkall Alfa TF-SIF, Hvíta risann og Þeirfiska sem róa,“ sagði Gunnlaug- ur Jónasson, verslunarstjóri í Bóka- verslun Jónasar Tómassonar á ísa- ftrði. Vestmannaeyjar „Það er ljóst að ég lendi í því sama og aðrir; bóksala er minnkandi og fólkið hér fer mikið til Reykjavíkur. Mér finnst ástandið verra en í fyrra og ég sé ekki hvemig við getum bmgðist við þessu. Samgöngur héð- an em til dæmis það góðar að ef svona mikill afsláttur er boðinn í Reykjavík þá er mjög skiljanlegt að fólk leiti þangað. Annars er salan frekar jöfn. Það fer mjög lítið af ís- lenskum skáldsögum en í ævisögun- unt seljast Óli í OIís og Óskars Rannveig Guð- munds- dóttir félags- mála- ráðherra lék á alls oddi í sæl- gætis- verk- smiðj- unni. Halldórsson best,“ sagði Dóra Guð- laugsdóttir, eigandi Bókabúðarinnar í Eyjum. Neskaupstadur „Það er skárra ástandið núna í bókasölunni hjá mér, en fyrir stuttu. Staðreyndin er hinsvegar sú að við seljum sáralítið af bókum. Mér sýn- ist salan alltaf fara seinna og seinna af stað og þrátt fyrir að salan sé svip- uð núna og í fyrra þá gerist þetta allt síðustu fjóra til fimm dagana fyrir jól. Það er helst að Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, Snigla- veisla Ölafs Jóhanns Ólafssonar Kvikasilfur eftir Einar Kárason og bókin hans Ómars Ragnarssonar seljist. Annars em Mannakynni eftir Vilhjálm Hjálmarsson sennilega söluhæsta bókin hjá okkur. Vil- hjálmur er náttúrlega héðan og fólk kann að meta slíkar bækur. Kaupfé- Iagið hér er síðan með 25% afslátt af tíu vinsælustu bókunum og við get- um ekkert gert í þvf. Kaupfélagið er auðvitað á hausnunt, en á meðan höldum við bara okkar striki. Eg á til dæmis ekki von á að við fömm útí svona kjötsölu einsog konan þama í Árbænum í Reykjavík, við nennum því ekki,“ sagði Fríður Bjömsdóttir, sölustjóri bókadeildar Bókaverslun- ar Brynjars Júlíussonar á Neskaup- stað. Helga Guðrún Jónasdóttir hjá Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins, en hún vann að undirbúningi heimsókn- arinnar í Nóa-Siríus. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra, Benedikt Davíðsson forseti ASÍ, Halldór Ásgrímsson for- maður Framsóknartlokksins, Stein- grímur J. Sigfússon varafomtaður Alþýðubandalagsins, Salome Þor- kelsdóttir forseti Alþingis, Ögmund- ur Jónasson formaður BSRB, Jó- hanna Sigurðardóttir oddviti Þjóð- vaka og fleira mektarfólk tók til hendi í verksmiðju Nóa-Siríus f gær. Herferðin ÍSLENSKT, JÁ TAKK stendur nú yfir öðm sinni og var þetta liður í herferðinni. Toppamir í gottinu Kjarasamningar eru lausir eftir 16 daga. Hvað segja verkalýðsforingjarnir? Hlíf í Hafnarfirði: Lægstu laun hækki um 10 þúsund Sigurður T. Sigurðsson: Ég er mjög svartsýnn á samningamálin. Verkamannasambandið: Vinnuveitendur eru þreyttir Björn Grétar Sveinsson: Ekki enn verið settar fram kröfur uppá grjótharða peninga. „Ég er mjög svartsýnn á samn- ingamálin. Það sent kom frá ríkis- stjóminni núna olli mér nokkmm vonbrigðum. Þessar ráðstafanir sýna að vísu ákveðinn vilja en ég er ekki ánægður með að þeir sem betur mega sín fái bættan sinn hag meðan hinir verst stöddu eru skildir eftir. Afnám ekknaskatts er eflaust gott mál en hann leggst þó ekki á fyrr en viðkomandi á eign upp á einar ellefu milljónir," sagði Sigurður T. Sig- urðsson fotmaður Hlífar í Hafnar- firði. Sigurður sagðist frekar hafa sætt sig við þetta útspil ríkisstjórnarflokk- anna ef þeir hefðu haft þennan svo- kallaða ekknaskatt áfram en hækkað mörkin eitthvað, en sagt jafnframt að 40 þúsund króna mánaðarlaun væm ekki til að lifa af. Það yrði að gera eitthvað fyrir það fólk. Einnig ef skattleysismörkin hefðu hækkað svolítið meira og ekki hefði verið farið f vitlausan enda á skatteftirgjöf lífeyris. Auðvitað ætti iðgjaldið að vera skattfrjálst. Sigurður var spurður hvenær hann ætti von á að eiginlegar samninga- viðræður færu í gang? „Þær hljóta að fara í gang milli jóla og nýárs ef menn vilja ekki sjá þjóðfélagið rústast. Ég vil persónu- lega láta reyna á að þeir lægst laun- uðu fengju tíu þúsund króna hækkun á ntánuði. Krónutalan væri látin gilda og svo dæi hún út einhvers staðar, hvernig sem það væri útfært. En það er alla vega ljóst að við get- um ekki haldið svona áfram. Þetta ástand mótmælir sér sjálft. Það er alltaf svo að þegar búið er að hækka við þá sem betur mega si'n og komið að þeim sem minna mega sín fara allir raftar á flot, gargandi og gólandi um að ekki megi fara á stað með neina kröfugerð, þegar þeir em búnir að fá sitt. Þetta gildir líka urn blaða- menn,“ sagði Sigurður. Hann sagðist vilja leggja áherslu á 10 þúsund króna launahækkun, hækkun á skattleysismörkum og létta vægi launaliða í lánskjaravísi- tölunni. Þá þurfi einnig að koma til aðgerða í húsnæðismálum. Viðræður hafa farið fram milli Dagsbrúnar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keílavíkur unt sam- vinnu íkjarasamningunum. Sigurður T. Sigurðsson sagði að það gæti far- ið svo að þessi félög fæm saman til samninga og það væri í sjálfu sér ekkert vantraust á Verkamannasam- bandið. „Staðan er þannig hjá okkur að deildirnar em í viðræðum um st'n sér- mál sem við höfum kallað svo. Þar er um að ræða fiskvinnsludeild, deild verkafólks í byggingaiðnaði og deild sem sér unt samskipti við opinbera aðila. Fundir em bókaðir vegna þess- ara viðræðna allt til 22. desember. Hins vegar hatá ekki verið settar fram kröfur upp á gijótharða peninga „Starfshópar hafa verið að vinna sína kröfugerð og við höfum rætt við Dagsbrún um samvinnu við kom- andi viðræður um nýja kjarasamn- inga. Það hefur lítið komið út úr því ennþá. En það er margt sem þarf að laga fyrir utan lægstu launin,“ sagði Ragna Bergmann formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar. Ragna sagði að ýmsar kröfur fæm ennþá því við viljum taka sérkröf- urnar fyrst,“ sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamanna- sambandsins í samtali við blaðið. Bjöm var spurður um viðbrögð at- vinnurekenda. Hann sagði þá vera ákaflega þreytta. Þeir virtust koma illa inn í góðærið. Hins vegar væri ekki farið að reyna vemlega á samn- ingsvilja vinnuveitenda. Það sem sameiginlega inn til Alþýðusam- bands íslands og auk þess væri Framsókn í Verkamannasamband- inu. Hún sagði að mikil óánægja væri í félaginu nteð mikið atvinnu- leysi sem bitnaði haif á konum. En í heildarpakkanum væm ýmsar kröfur sem Alþýðusambandið yrði að taka á. „Við vomm með kröfu unt afnám vægi þyngst á þessari stundu væri að tryggja starfsöryggi 1' fiskvinnslunni. „Við emm á tímaáætlun með þessar viðræður. Við gerðum áætlun um mánaðamótin maí-júní á sam- bandsstjórnarfundi og samkvæmt henni verðum við í viðræðum um sérmálin í desember og fram í janú- ar,“ sagði Björn Grétar Sveinsson. tvísköttunar á lífeyri og ríkisstjórnin hefur þar komið til móts við okkur. Hækkun persónuafsláttar var hins vegar alls ekki nógu mikil. Það em ýmis atriði í þessum bandormi ríkis- stjómarinnar sem horfa til bóta en annað þarf að sækja í hendur ríkisins eins og alltaf,“ sagði Ragna Berg- mann. Verkakvennafélagið Framsókn: Vill samvinnu við Dagsbrún Ragna Bergmann: Margt sem þarf að laga fyrir utan lægstu launin. Steingrímur J. Sigfússon og Sal- ome Þorkelsdóttir hjálpast að við konfektkassana. Veltuaukning í íslenskum iðnaði á fyrstu átta mánuðum þessa árs er 8% miðað við sama tíma í fyrra. Samfellt samdráttarskeið var árin 199! til 1993. Margt bendirtil að þessa aukn- ingu megi ekki síst rekja til jress að almenningur leggi sífellt meiri áherslu á að velja íslenskt. A-myndir: E.Ól. Jóhanna Sigurðardóttir oddviti Þjóðvaka fer fimum höndum um molana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.