Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 Júdas!“ „Drepum þennan 22. desember eru liðin hundrað ár síðan Alfred Dreyfus höfuðsmaður var dæmdur í ævilanga útlegð fyrir njósnir. Þetta mál setti allt á annan endann í Frakklandi, skipti þjóðinni í tvær fylkingar og enn veldur það geðshræringu. Dreyfus rekinn úr hernum meö smán í garði Ecole militaire 5. janúar 1895. Samt hrópaði hann: „Lifi Frakkland!" Það lýsir því máski vel hversu Dreyfus-málið er enn viðkvæmt í Frakklandi að það hefur verið mestu erfiðleikum bundið að koma fyrir styttu af liðsforingjanum, minnis- merki um mesta, erfiðasta og sárs- aukafyllsta hneykslismál í franskri sögu. 1985 gerði myndhöggvarinn Louis Mittelberg styttu af Dreyfus. En þá var bjöminn ekki unninn, því enginn kærði sig í raun um að horfa á verkið út um gluggann hjá sér. Fyrst voru uppi áform um að setja styttuna upp fyrir framan Ecole mi- litaire, herskólann í nágrenni Eiffel- tumsins þar sem em höfuðstöðvar franska hersins í París. Herforingjar sögðu þvert nei, jafnvel þótt það hefði einmitt verið þama að Dreyfus var sviptur liðsforingjatign en síðar end- urreistur áratug síðar. Dómsyfirvöld vildu heldur ekki sjá styttuna á Place Dauphine, andspænis dómhöllinni í hjarta Parísar. Ekki vildu stjómendur skólans Ecole poly- technique heldur hafa styttuna tyrir augunum, og em þó fáir frægari sem hafa setið þar á skólabekk en einmitt Dreyfus. Niðurstaðan var loks sú að minnis- merkinu var komið fyrir svo lítið bar á innan um blómskrúðið í Tuilieres- garði, steinsnar frá Louvre-safninu. Þar var styttan þangað til í október að Jacques Chirac, borgarstjóri í París, ákvað að reyna að finna henni verð- ugan stað í borgarmyndinni. Ymsir höfðu orðið til að beita hann þrýstingi jjegar dró nær því að hundrað ár væm liðin síðan Dreyfus var smánaður og dæmdur í útlegð. Að endingu tókst Chirac að finna minnismerkinu stað við Raspail-breiðgötuna í sjötta hverfi Parísar, nánar tiltekið á Pierre Lafue- torgi þar sem halda til rónar og sægur af dúfum sem em þegar teknar til við að drita á styttuna. Staðarvalið hefúr að vissu leyti táknræna merkingu, þótt ekki sé hún augljós: Þama í grendinni stóð Cherche-Midi her- fangelsið, en þar sat Dreyfus í varð- haldi eftir að hann var handtekinn. Fangelsið sjálft var rifið 1961. Allt þetta sýnir hversu viðkvæmt Dreyfús-málið er enn í hugum Frakka, þótt liðin sé heil öld. Oefað hefur dagblaðið Le Monde rétt fyrir sér þegar það segir að málið sé ennþá þjóðarógæfa sem helst verði borin saman við hemám Þjóðveija í seinni heimstyijöldinni, samstarf ótal Frakka við þýsku hemámsyfirvöldin, ófarimar í Alsírstríðinu og atburðina í kjölfar þess þegar Frakkland stóð á barmi borgarastyrjaldar. Kjami málsins var andúð á gyðing- um sem var landiægari en Frakkar hafa yfirleitt kært sig um að viður- kenna, og það fjömtíu ámm áður en Adolf Hltler lét til skarar skríða. Fran^ois Léotard vamarmálaráð- herra gekk svo langt að fullyrða um daginn að sögulega séð væri óhugs- andi að tengja ekki Dreyfus-málið við Auschwitz og útrýmingarbúðir nas- ista. „Drepum alla gydinga!" Það sem Frakkar kalla þriðja lýð- veldið stóð frá 1871 til 1940. Yfir þennan tíma fellur skuggi Dreyfus- málsins sem segja má að hafi fært lýðveldið út að brún hyldýpisins og skipti frönsku þjóðinni í tvær and- stæðar fylkingar sem hötuðust ákaf- lega. Öðm megin var eins konar bandalag hers, kirkju, konugssinna og ýmissa afturhaldsafla, hinu rnegin vom lýðveldissinnar, vinstrimenn og frjálslyndir menntamenn. Upphaf málsins, l’affaire eins og það er kallað í Frakklandi, var þegar hreingemingakonan Marie Bastian var að róta í mslakörfu á skrifstofu Maximillian von Schwartzkoppen, hemaðarfulltrúa í sendiráði Þýska- lands í París. Bastien var á mála hjá frönsku leyniþjónustunni og í ruslak- örfunni fann hún lítið minnisblað sem skrifað var á frönsku. A þessu fræga minnisblaði sem þekkt er undir nafn- inu bordereau vom upplýsingar um málefni franska hersins, einkum þó um nýja fallbyssu sem var í smíðum. Engin undirskrift var á blaðinu utan Iítið ,,D“. Leyniþjónustu hersins var strax ljóst að upplýsingamar gátu ekki komið frá neinum sem ekki þekkti vel til innan herráðsins. Þetta virtist allt liggja í augum uppi: Gyðingahatur var útbreitt innan hersins og meðal starfsmanna hans var ekki nema einn gyðingur - Alfred Dreyfus. Þegar við bættist að hann var ættaður frá Als- ace-héraði á mörkum Þýskalands og Frakklands virtist málið liggja ljóst fyrir. Dreyfus hlaut að vera skúrkur- inn. Minnismerkið um Dreyfus sem helst enginn vildi sjá út um glugg- ann hjá sér. 15. október 1894 var höfuðsmað- urinn handtekinn. 1. nóvember birti dagblaðið La Libre Parole, sem þekkt var fýrir gyðingahatur, grein undir fyrirsögninni: „Landráð - gyðingur- inn A. Dreyfus handtekinn.“ I grein- inni stóð, og það var hreinn uppspuni, að Dreyfus hefði játað á sig sökina; það væm óyggjandi sannanir fyrir því að hann hefði svikið leyndarmál franska hersins í hendur Þjóðveijum. Auguste Mercier, hershöfðingi og vamarmálaráðherra, lét leiða Dreyfus fyrir herdómstól 19.desember. Réttar- höldin fóm fram bak við luktar dyr og vom hreinn farsi. Farið var með létt- vægustu grunsemdir eins og það væm óhrekjandi sannanir. Dreyfus fékk varla að halda uppi vömum fyrir sig og dómaramir sjö vom ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Dómur var kveðinn upp 22. desember; hann hljóðaði upp á ævilanga útlegð og að Dreyfus skyldi rekinn úr hemum með skömm. Laugardaginn 5. janúar 1895 var hópur manna samankominn í vetrar- kuldanum í garði Ecole militaire. Þama vom fulltrúar allra sveita setu- liðsins í París, en að auki hafði ríkis- stjómin boðið blaðamönnum og sendifulltrúum erlendra ríkja til at- hafnar þar sem herinn skyldi gera upp sakir við Dreyfus. Bakvið girðingar reyndi forvitinn múgur að sjá hveiju fram fór. Stuttu fyrir níu um morguninn var Dreyfus leiddur út í garðinn. Darras hershöfðingi las honum pistilinn: „Alfrcd Dreyfus, þér emð ekki verð- ugur þess að bera vopn. Því sviptum við yður allri tign í nafni frönsku þjóðarinnar." Dreyfus stóð hnarreist- ur, lítill vexti og með gleraugu. Þá gekk fram liðsforingi sem reif af hon- um öll einkennismerki og henti þeim í götusteinana. Þvínæst tók hann tók hann sverð höfuðsmannsins smánaða og braut það á kné sér. Utan girðing- arinnar átti lögregla í mestu erfiðleik- um með að halda aftur af múgnum sem hrópaði: „Drepum jDennan Júdas, drepum alla gyðinga.“ Þá var eins og Dreyfus væri öllum lokið og hann tók að hrópa: „Her- menn, Jáð hafið dæmt saklausan mann. Eg sver við nafn konu minnar og bama að ég er saklaus.“ Svo bætti hann við, hvellum rómi: „Vive la France!" Upp kemst um dómsmord Þetta sjónarspil var æsilegra en fallöxin skrifaði þjóðemissinninn Maurice Barrés. Þessi rithöfundur og pólitíkus sem enn er í miklu uppá- haldi hjá frönskum hægriöfgamönn- um lagði til að í nafni hins hreina kyn- þáttar yrðu gyðingar útilokaðir úr frönsku þjóðlífi. 21. febrúar var Dreyfus fluttur til Djöflaeyju, fanganýlendu undan strönd Frönsku-Guayana. Þar átti hann hræðilega vist næstu fjögur árin. Barres var hæstánægður og skrifaði kaldhæðnislega: „Heimili gyðinga er þar sem hagsmunum þeirra er best borgið." Sjálft málið sem næstum gerði út af við þriðja lýðveldið hófst þegar fá- mennur hópur málsvara Dreyfusar tók að beijast fyrir því að hann fengi uppreisn æm. Strax 1896 var Dreyfus svo farinn að heilsu að fangaverðir hans sendu fyrirspum til Parísar og spurðu hvað skyldi gera við líkams- leifar hans. Þá gerði nýr yfirmaður leyniþjónustu hersins, Georges Picquart, uppgötvun sem olli straumhvörfum. Hann komst að því að tvö skjöl sem höfðu haft úrslita- áhrif um að Dreyfus var dæmdur vom vægast sagt tortryggileg. Picquart fór að bera saman rithand- arsýnishom og fljótlega fann hann nýjan sökudólg, Charies Ferdinand WaLsin-Esterházy majór. Þessi ná- ungi hafði steypt sér í miklar skuldir við spilaborð og með spákaup- mennsku á verðbréfamarkaði. Til að bjarga sér hafði hann gengið á mála hjá Schwartzkoppen hemaðarfulltrúa þýskra. Þessi uppgötvun Piquarts vakti engan fögnuð. Honum var sagt að þegja og stuttu síðar var hann sendur til Túnis. Loks var hann settur út af sakramentinu vegna afglapa í starfi. Vamarmálaráðuneytið og herráðið vildu fyrir alla muni ekki taka upp mál Dreyfusar. Þá kom til kasta Georges Cle- menceau, stjómmálaskömngsins og orðháksins sem síðar varð leiðtogi Frakka í heimstyijöldinni fyrri. Cle- menceau fór að spyrja óþægilegra spuminga um Esterházy. Herforingj- ar dóu ekki ráðalausir. Þeir komu því til leiðar að Esterházy lagði sjálfur mál sitt fyrir herdómstól sem sýknaði hann af öllum gmn. Hægri pressan hlóð hann lofi og fagnaði því að nú væri laus allra mála góður maður sem hefði næstum orðið „fómarlamb gyð- inga“. Tveimur ámm eftir að Esterházy var sýknaður birti L’Aurore, málgagn Clemenceaus, einhverja frægustu blaðagrein allra tíma. Undir fyrir- sögninni J’accuse (Eg ákæri) skrifaði rithöfundurinn Emile Zola opið bréf til Félix Faure forseta. Bréfið birtist á forsíðu, Clemenceau lét dreifa blað- inu í 300 þúsund eintökum sem var metupplag. Allt gekk af göflunum. Zola þurfti að greiða þessa hetjudáð sína dým verði. Hann var einna ffemstur og ffægastur ffanskra rithöfunda, en það var ráðist á hann á götum. Hann var strikað- ur burt úr félagatali frönsku heiðursfylking- arinnar, dæmdur í eins árs fangelsi og gert að greiða háa sekt. Til að forðast fangelsi flýði Zola til Englands. Rit- höfúndurinn Fran^ois Mauriac minntist þess síðar að þegar hann barn var látinn pissa í kopp var koppurinn kallaður ,2ola“. Frakkar ganga af göflunum Nú var hneykslið farið að skekja sjálfar undirstöður samfélagsins. A götunum börðust Dreyfussinnar við þá sem fjandsköpuðust út í Dreyfus og stuðningsmenn hans. Þjóðin skipt- ist í tvær fylkingar, annars vegar vom Dreyfusards, hins vegar Antidreyfus- ards. Fjölskyldur vom klofnar í tvennt, menn misstu vinnuna vegna skoðana sinna, í þingsölum slógust þingmenn með hnefum og hnúum. Um fátt hefur verið meira skrifað en þessa atburði. Menn hafa reynt að svara því hvemig fremur lítilfjörlegur liðsforingi og njósnamál sem á yfir- borðinu virðist hálfgerð sápuópera hafi getað vakið upp svo heitartilfinn- ingar. Skýringa er náttúrlega að leita í frönsku samfélagi þessara ára. Þriðja lýðveldið var stofnað eftir herfilegan ósigur Frakka í stríðinu við Þjóðveija 1871. A sama tíma bámst Parísarbúar á banaspjótum þegar Parísarkomm- únan svokallaða var kveðin niður í miklu blóðbaði. Afleiðingin var með- al annars mikið hatur á Þjóðveijum og ólga sem kraumaði undir yfirborði sem var að vissu leyti nokkuð glæsi- legt. Blöð vom full af heift í garð and- stæðinga sinna, stjómmálamenn leystu oft deilur sínar með því að heyja einvígi, stjómleysingjar myrtu og sprengdu og sáðu hatri og tor- tryggni. Atvinnuleysi var mikið og kjör lágstétta afar bág. Fjánnála- hneyksli vom algeng og oft var kaup- sýslumönnum af gyðingaættum kennt um. Stór hluti þjóðarinnar hafði því enga ást á þriðja lýðveldinu; ástandið var kannski ekki ósvipað því og þegar drjúgur hluti Þjóðveija hat- aðist út í Weimarlýðveldið þremur áratugum síðar. Herforingjar, klerkar og konugs- sinnar höfðu með sér eins konar bandalag sem sveifst einskis til að klekkja á lýðveldissinnum. Mitt í glundroðanum var herinn tákn um röð og reglu. Hann gaf fyrirheit um að einhvem tíma yrði hægt að hefna ófaranna frá 1871. Herforingjar litu stórt á sig og álitu sig bestu syni þjóð- arinnar. Margir Frakkar vom á sama máli. Dreyfus hafði tilheyrt þessari for- réttindastétt og verið kastað út í ystu myrkur. Samt sveik hann aldrei lit og í angistarfúllum bréfum sem hann skrifaði á Djöflaeyju verður honum tíðrætt um heiður Frakklands og hinn ágæta her. Rétt eins og í Þriðja ríkinu nokkr- um áratugum síðar var þörf á hentug- um óvini. Sá óvinur var gyðingdóm- urinn og helstu táknmyndir hans, byltingarmaðurinn Marx, Rotschild- tjölskyldan sem var voldug í fjár- málalífi - og svo Dreyfús, þessi, Júd- as“ sem hafði svikið hinn glæsta her. Margir sagnfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið lán fyrir Frakkland að á þessum ámm höfðu hægri öfgamenn þar engan leiðtoga á borð við Mussolini og Hitl- er sem hefðu getað teymt þjóðina áfram til frekari óhæfuverka. Franskar kristallsnætur Franskir gyðingar höfðu öðlast jjegnréttindi á tíma Loðvíks XVI. Hundrað ámm sfðar gekk þjóðin nán- ast af göflunum í taumlausri haturs- herferð gegn þeim. Rit gyðingahatar- ans Edouard Drumont vom prentuð í risaupplögum og jafnvel lesin í skól- um. Þar var kennt hvemig mætti þekkja gyðinga úr fjöldanum á bognu nefi, pírðum augum og samanbitnum tönnum og þeim lýst sem hræsnumm og svikumm. I flugritum var skrifað að í stór- borgum væm flestar vændiskonur gyðingar sem hefðu fengið það hlut- verk að smita kristna menn af kyn- sjúkdómum og gera þá þannig ódug- andi til að geta böm. Lokatakmarkið væri að gera Frakka að þrælaþjóð. Á ámnum 1897 til 1899 vom upp- þot gegn gyðingum f París og einnig í borgunum Nancy, Rennes, Mont- pellier, Toulouse og Poitiers. Um margt minnti það á kristallsnóttina sem nasistar efndu til 1935. Óður múgur fór um, bæði verkamenn og smáborgarar, réðist á verslanir gyð- inga, braut rúður og rændi og ruplaði og gekk í skrokk á eigendunum. I An- gers og Rouen greip riddaralið í taum- ana; La Libre Parole, málgagn DmmonLs, skammaðist yfir því að þar hefði verið ráðist gegn „göfúgri reiði þjóðarinnar". Frökkum hefur ekki verið alltof sýnt um að rifja upp þennan dapur- lega kafla í sögu sinni. Um þessar gyðingaofsóknir er lítið fjallað í frönskum skólabókum. Sagnfræðing- urinn Jean-Denis Bredin, einn helsti sérfræðingur um Dreyfusmálið, hefur skrifað að Frökkum sé gjamt að hugsa um hlutina í sögulegu sam- hengi. Hins vegar vilji þeir frekar bregða upp fegraðri mynd af sögu sinni en horfa raunsæjum augum á at- burði eins og byltinguna, Napóleons- stríðin, nýlendukúgun eða samstarfið við nasista. Dreyfus fær uppreisn æru Á síðustu ámm 19. aldarinnar höfðu ýmsir nafntogaðir lýðveldis- sinnar og menntamenn tekið höndum saman um að fá mál Dreyfusar tekið upp á nýjan leik. Þar má auk Cle- menceaus nefna rithöfundana Anat- ole France og Marcel Proust, mál- arann Claude Monet og sósfalista- foringjann Jean Jaurés. Þrýstingurinn varð á endanum slík- ur að málið var aftur dómtekið sumar- ið 1899. Dreyfus var fluttur heim til Frakklands og kom fýrir dóm í Renn- es, gamalmenni fyrir aldur ffam sem talaði samhengislaust veikum rómi. En það var óhugsandi að hinum mikla her hefði skjöplast, sekt Drey fusar var eins og trúarsetning. Reyndar var al- veg ljóst að Esterházy og enginn ann- ar var sökudólgurinn, en samt var Dreyfus dærndur á nýjan leik; af „mannúðarástæðum“ var dómurinn mildaður í tíu ár. „Frakkland er horfið af lista siðmenntaðra þjóða,“ skrifaði Daily Mail í London af þessu tilefni. Nokkm síðar andaðist Félix Faure forseti. Eftirmaður hans Emile Lou- bet vildi koma málinu út úr heimin- um, án þess þó að móðga herinn. Hann ákvað að náða Dreyfús, en það var ekki fýrr en 1906 að hann fékk uppreisn æm. Hann var hækkaður í tign og gerður að majór og fékk orðu heiðursfylkingarinnar. Hins vegar hafnaði Dreyfus boði um að athöfnin færi fram í garði Ecole militaire þar sem hann hafði verið smánaður ellefu áram áður. Dreyfus andaðist 1936 og hélt tryggð við herinn alveg fram í andlátið, enda var hann enginn sér- stakur fijálslyndismaður þótt margir helstu formælendur hans væm það. Þessi úrslit málsins urðu til þess að styrkja stöðu hinna fijáls- lyndari og lýðveldissinn- aðri afla í Frakklandi. Stjómvöld náðu smátt og smátt betri tökum á hem- um sem lengi hafði feng- ið að fara sínu fram nán- ast óáreittur. Staða kirkj- unnar breyttist einnig þegar þegar þingið setti lög um aðskilnað ríkis og kirkju 1905. Upp frá því dvínuðu ítök klerka í skólum ríkisins. Verstu og bestu hlidar Frakka Ekki einungis varð Dreyfusmálið til að skerpa mjög skil- in milli hægri- og vinstrimanna í Frakklandi, heldur getur það enn valdið geðshræringu með þjóðinni. Snemma á þessu ári skrifaði Paul Gaujac, yfirmaður sagnfræðideildar ffanska hersins, að sakleysi Dreyfúsar hefði aldrei verið sannað, það væri í raun ekki annað en „kenning“. Fyrir vikið var Gaujac snimendis vikið úr starfi. Léotard vamarmálaráðherra var ekki mjög sýnt um að herinn færi aftur að rífast um Dreyfus. Það em liðin hundrað ár og þessa dagana er margt rætt og ritað um l’affaire. I Invalides-höll, sem einnig hýsir stríðsminjasafn Frakklands, hef- ur verið sett upp sýning þar sem er rifjað upp öfgafullt gyðingahatur Dreyfustímans. Þar em meðal annars myndir og plaköt þar sem gyðingum er lýst sem höggormum, svi'num, öp>- um og halakörtum. Frakkar halda semsagt áfram að skoða sjálfa sig í ljósi þessa einkenni- lega máls sem Frangois Mauriac sagði eitt sinn að bæri vott um skelfi- legan einstrengingshátt. Og hann skrifaði ennfremur: „Það sýnir ljóslif- andi eðli okkar - verstu hliðar okkar og þær göfugustu.“ Byggt á Der Spiegel og The Dreyfus Affair eftir Guy Chapman / eh. t’J: L’AURORE J’Aecjise...! LETtBE #U PRESIDENT DE U REPUBLIQUE Par ÉMII»E ZOLA umtt g—rgjgrygrs~'11" W mii SiSS „Ég ákæri"; fræg grein Emile Zola. Eftir að hún birtist varð hann að flýja land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.