Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Menning Skáldsagan er tölvuvírus Geirlaugur Magnús- son sendi nýverið frá sér ljóðabókina „Þrisvar sinnum þrettán“. Stefán Hrafn Hagalín átti samtal við skáldið í gær og þeir fóru um víðan völl... Geir- laugur segist yrkja undir áhrifum „frá krepputalinu í hel- vítis fjölmiðlunum“ og aðeins tvær góð- ar ljóðabækur hafa komið út á árinu. -Geirlaugur? , Já. Það er hann.“ Komdu sœll, ég heiti Stefán Hrafn Hagalín, blaðamaður á Alþýðublað- inu, og œtlaði að eiga við þig stutt samtal... Vœriþað ílagi? ,Já, já. En þú verður þá að Ieyfa mér að fara fram og kveikja mér í sígarettu...“ (Og skáldið fer og kveikir sér í einni Gauloises - sterk- ustu líkkistunöglum á jarðríki - sam- kvæmt traustum heimildum blaðs- ins. Snýr aftur.) -Hvernig unir heimsmaður á borð við þig - sem verið hefur langdvöl- um í Frakklandi, Póllandi og Rúss- landi - sér í smábœ á borð við Sauð- árkrók? Leggst dreifbýlið vel iþig? ,Jaaaaa, ég held að það séu alls- staðar smábæir. Eg er ekki heims- borgari frekar en aðrir menn. Eflaust hefúr þetta flakk mitt í kringum 1970 þó haft einhver áhrif á mig og kannski hef ég tekið breytingum við það. Eg veit það ekki. En menn verða ekki heimsborgarar afþví að ferðast. Staðir eru eitthvað sem lifir sjálfstæðu lífi innra með manni.“ -Hvað gerirðu þama Ijóðskáldið á Sauðárkróki? Er það rétt skilið að þú sért kennari? „Eg kenni frönsku, íslensku og svolitla heimspeki við Fjölbrauta- skólann héma; er svona fúskari og þykist stundum vita dálítið meira en aðrir um suma hluti. Nei, ég sigli ekki undir fölsku flaggi hér á Sauð- árkróki. Þetta heitir að vera sjálfs- gagnrýninn." -Um hvað ertu að yrkja í Þrisvar sinnum þrettán? Er einn ákveðinn þráður i gegnum alla bókina eða... „Það er kannski svolítið erfitt að segja frá því... Bókin er þrískipt. Upprunalega kom þetta til vegna þess sem ég var vinna og þá í tvennu lagi. Annarsvegar var ég að yrkja út- frá ýmsum stöðum sem ég hafði komið á. Eg var svolítið í því, að fara sem leiðsögumaður með túristum um landið og í þessum fyrsta hluta er ég að segja frá þeirn áhrifum sem ég hef orðið fyrir á þessum ferðum mín- um. Þetta spannar allt frá eldhús- borðinu hér heima til Moskvu. Hins- vegar var ég síðan að yrkja kreppu- Ijóð. Maður verður nefnilega fyrir áhrifum frá krepputalinu í helvítis fjölmiðlunum. Utfrá þessum yrkis- efnum mínum - stöðunum og krepp- unni - spratt síðan þriðji hluti bókar- innar sem einskonar ntálamiðlun. Þar er ég í raun að yrkja um yrkisefn- in og Ijóðlistina sjálfa. Maður er allt- af að nota orð og þau eru svo vand- meðferðin; taka stundum völdin af manni." -Hvernig yrkirðu, seturðu þig í stellingar og skapar Ijóðvœnt and- rúmsloft eða er þetta að gerjast i þér daga og nœtur? „Ég byrja yfirleitt á ljóðunum með penna og lýk þeim í tölvu. Ljóðin byrja oftast með einhverri setningu eða orði - einhverju sem maður hef- ur heyrt eða séð - og maður fer að spinna í kringum þetta. Það er margt lík með djassi og póesíu: Þetta er spuni. Ef við lítum til dæmis á Líkt og aðrir í nýju bókinni þá er það gott dæmi um hvemig Ijóðin kvikna: fangaverðir elska hann einkum kliðmjúkafugla í gylltum búrum dumbrauða fiska í gruggugum kerjum mœlir daga sína í túrum og sjálfsaumkvun elskar þó framar öðru nagdýrin sem éta stöðugt hvort annað veslast síðan upp afsígráðugum hanni undarlegir eru draumar hans umfriðsœld auðnanna gcesku vargsins Þetta ljóð kom þannig til að konan mín sagði mér frá því, að stjúpsynir mínir hefðu eitt sinn átt hamstra sem em að því er mér skilst afar merkileg dýr. Síðan gerðist það að karlhamstur- inn át alla fjölskyldu sína og dó síðan úr harmi stuttu síð- ar. Þessi saga var búin að velkjast lengi í mér og kom svona út.“ -A sitthvorum staðnum í nýju bókinni eru tilvitnanir í T.S. Eliot, bandarískan frumkvöðul nútíma Ijóða- gerðar, og André Breton, einn höfuðpaur súrrealist- anna... Eru þetta hetjurnar; þín áhrif? „Nei, það held ég ekki. Ekkert frekar en aðrir. Ég að vísu les mjög mikið af Ijóð- um og þeir hafa haft áhrif á mig, en ekkert meira. Að suntu leyti fara báðir þessir menn í taugamar á mér.“ -Ég frétti að Gyrðir El- íasson hafi verið einn nem- enda þinna í Fjölbrauta- skóhmwn. Fer vel á með ykkur - er Gyrðir gott skáld? „Hann var nemandi minn einn vetur og jú, jú, það fer ágætlega á með okkur. Annars lærði ég fullteins- mikið af honum og hann af mér.“ -Hvað finnst þér um önn- ur skáld - sérílagi þessa kóma afyngri kynslóðinni? „Já, já. Þetta er ein af þessum gildruspumingum - er það ekki? Það em náttúr- lega mörg ágætis skáld; Is- ak Harðarson, Sigurlaugur Elíasson, Oskar Ami og fleiri. Ég held hinsvegar, að það svo- lítil stöðnun í ljóðlistinni. Annars er eríitt að átta sig á þessu. Mér virðist sem ljóðið komi mönnum ákaflega lítið við. Ég held samtsem áður, að Ijóðlistin sé ekki dauð og hef fulla trú á, að nú fömm við að sjá stærri sveiflur. Gömlu ljóðin em farin að láta kveða að sér aftur og menn sækja í þá hefð sem fyrir er. Undan- fama áratugi hefur skapast önnur hefð en þessi gamla og þessi nýja hefð hefur sennilega ekki þróast mjög vel og þama er stöðnun." -Hvað með skáldsöguna - er staðanþar einsog íIjóðinu? „Ég vil helst ekki úttala mig um skáldsöguna sem virðist nú bara vera tölvuvíms hér á fs- landi. Það er orðið svo auðvelt að slá á tölvuna og svo birtast orðin á skjánum. Þetta sýnist allt svo áreynslulaust og létt.“ -Fylgistu með holskeflu jólabókamarkaðarins? Hvern- ig lístþér á? „Ég hef ekki orðið var við þessa holskeflu og hvað þá flóðin. Mér sýnist lítið koma út af ljóðabókum. Ég fylgist kannski ekki nægilega vel með þessari neðanjarðarútgáfu, en það er mjög lítið að gerast. Það hafa komið út tvær góðar ljóðabækur á árinu: Stokkseyri eftir ísak Harðarson og Rauð- hjallar eftir Baldur Óskarsson sem er eitt athyglisverðasta ljóðskáld okkar og afar van- metinn. Ég var síðan að sjá tímaritið Andblæ sem mér skilst að einhvetjir ungir menn séu að gefa út. Mér leist ekki illa á þá útgáfu. Það em alltaf einhverjir...“ -Heyrðu já, þetta er bara orðið mjög gott. , Já. Þú biður þá um að senda mér blaðið þegar þetta kemur út. Það hefur eitthvað brugðist hjá ykkur dreifingin héma á landsbyggðinni. Erfitt að nálgast Al- þýðublaðið." -Já, einmitt. Við vorum annars um daginn að hugsa um fara tölusetja hvert einasta eintak. Gera blaðið að -Þakka þér. svona alvöru rariteti. „Mér líst vel á það - og eiginhand- arárita það?“ -Kannski. ,Þakka þér fyrir spjallið.“ Vinningstölur laugardaginn: |___17-des. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING EB 5 af 5 1 1.985.300 a +4af 5 3 115.090 a 4 af 5 94 6.330 3 af 5 2.927 470 BÓNUSTALA: 33 Heildarupphæð þessa viku kr. 4.301.280 UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91-68 1S 11 LUKKULlNA 9910 00 - TEXTAVARP 451 ORÐSENDING TIL TEKKAREIKNINGSEIGENDA OG VIÐTAKENDA TÉKKA Um næstu áramót falla öll Bankakort úr gildi Eins og fram kom í kynningu á Debetkortum fyrr á þessu ári var ákveðið að tékkaábyrgð Bankakorta félli úr gildi um þessi áramót. Jafnframt verður ekki hægt að nota Bankakort í Hraðbönkum frá sama tíma. Debetkortin taka við hlutverki Bankakortanna um áramótin og verða þau framvegis hin nýju tékkaábyrgðarkort og hraðbankakort. Þetta á einnig við um viðskiptavini íslandsbanka, þó hann hafi ekki gefið út Bankakort áður. Nauðsynlegt er að framvísa Debetkorti við greiðslu með tékka til að tékkaábyrgð banka og sparisjóða gildi. Tékkaábyrgðin gildir um tékka sem eru að fjárhæð 10.000 kr. eða lægri. Nú þegar hefur stór hluti tékkareikningseigenda, eða um 85 þúsund einstaklingar, fengið Debetkort. Sölu- og þjónustuaðilar hér á landi, sem taka við Debetkortum, eru um 2.500. Mundu að hafa Debetkortið ávallt meðferðis þegar þú greiðir með tékka. debet kort FIÖGUR KORT í EINU BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ISLANDSBANKI L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna n SPARISJOÐIRNIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.