Alþýðublaðið - 20.12.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Síða 1
Viö Páll erum ekkert sér- staklega líkir - segir Stefán Guð- mundsson og útilokar ekki framboð gegn Páli Péturssyni. „Á þessari stundu er best að segja sem minnst, ég á eftir að ræða við mitt stuðningsfólk fyrir norðan," sagði Stefán Guðmundsson, alþing- ismaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, aðspurður um hvort hann hygðist sækja að Páli Pét- urssyni, alþingismanni, í prófkjöri Framsóknar fyrir norðan. Páll Pét- ursson skipar nú fyrsta sæti flokks- ins, en Stefán annað sætið. „Ég fer norður strax og ég er kominn í jólafrí og þá mun ég skoða hvemig landið liggur.“ Stefán sagði að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann sæktist eftir fyrsta sætinu, fyrst þyrfti hann að kanna hugi fólks í kjördæminu. „Eg segi þér satt og rétt um það að ég er ekki búinn að taka um þetta ákvörð- un. Þegar ákvörðunin liggur fyrir mun ég ekki leyna henni.“ Stefán bjóst við að ákvörðun hans lægi fyrir milli jóla og nýárs. Alþýðublaðið spurði Stefán hvort fyrir lægi einhver ágreiningur þeirra flokksbræðra, hans og Páls og svaraði hann því til að það hlyti hver maður að sjá, að hann og Páll Pétursson væm ekk- ert sérstaklega ltkir. Bpksalar ánægðir með síðustu daga: Omar Ragnarsson á toppnum á Suðurlandi Bóksala hefur verið allnokkur und- anfarna daga og svo virðist sem marg- ar titlar séu að seljast jafnt og þctt. Auður Einarsdóttir, bóksölustjóri Hagkaups í Kringlunni, sagði að und- anfarna daga hefði bóksala verið ágæt í Hagkaup, jafnvel þó svo að miðað væri við sölusprengjuna um daginn. Þá var fullt út úr dyrum þrjá daga í röð, enda verðið á bókunum 25 til 30% lægri en annarsstaðar. Auður kvaðst ekki vita til þess að það stæði til að lækka verðið aftur fyrir jól. Ingibjörg Guðmundsdóttir, umsjónarmaður rit- fangadeildar Kaupfélags Arnesinga, segir allt líta út fyrir ágætis bóksölu í ár. Hún sagðist rétt í þcssu hafa verið að skoða heildarútskrift á sölunni og í gær þá vantaði söluhæstu bókina, „Fólk og fimindi,“eftir Omar Ragn- arsson, ekki nema tíu bækur í að slá út söluhæstu bókina frá því í fyrra. „Sniglaveisla“ Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, fylgir svo fast í kjölfarið, en á þessum tveimur söluhæstu bókum munar einungis tíu eintökum. Annars sagði Ingibjörg að mjög jöfn sala væri í um 150 titlum þetta árið, þó hinar söluhæstu skæra sig úr. Kaupfélag Ar- nesinga var með umtalsverðan afslátt á bókum í tvo daga fyrir rúmri viku og sagði Ingibjörg að salan hefði haldið sér þctta líka ágætlcga cftir það. Ingibjörg átti heldur Ómar: Er á toppn- tkki von á bví um á Suðurlandi. að vcrðið >rði lækkað aftur fyrir jól. Erling Erlingsson, aðstoðar- verslunarstjóri Máls og menningar á Laugavegi, hafði nóg að gera þegar Al- þýðublaðið hafði samband við hann um fímmleytið í gær. Salan hefði tekið kipp, enda sagði Erling að ef það seld- ust ekki bækur á þessari stundu þá seldust þær aldrei. Aðspurður um hvaða bækur scldust bcst sagði hann að margir titlar seldust jafnt og þétt. Jólaskap Emilíönu Torrini „Hæ, þetta er Emil- íana! Varst þú að reyna hringja í mig? Strákarnir í rútunni sögðu víst að ég væri sofandi. Við vorum að koma frá Akureyri þar sem við spiluðum um helgina. Hvað segirðu? IMei, ég vissi ekki að Diddú og Bubbi væru einu íslensku flytjendurnir fyrir ofan okkur hjá Skífunni og að við værum efst hjá Japis. Frábært. Nú verðum við enn stoltari yfir því, að hafa gert þetta sjálf með því taka lán fyrir plötunni og allt það. Jú, þetta hefur allt gerst ofsalega hratt. Mér líður eiginlega stundum einsog ég sé inní steypubíl á kafi i steypumixinu. Nei, nei, vinir mínir koma ekkert öðruvísi fram við mig, en ég verð stundum fyrir smá áreitni á böllunum. Svo eru stundum einhverjir ógeðslegir pervertar að hringja í mig heim á nóttunni. En þetta er rosaiega skemmtilegt og við öll í hljómsveitinni deilum þessu. Reynum bara að leiða lætin hjá okkur og einbeita okkur að tónlistinni. Annars skil ég ekki afhverju ég fæ mesta athyglina og flestar myndirnar. Höskuldur (höfuðpaur Spoon) er alveg jafngott myndefni og ég - ef ekki betra. En við erum ósköp róleg hljómsveit; ekkert i því að rústa hótelherbergi og þannig. En þetta hefur verið erfitt hjá mér vegna skólans; þeir eru mjög stífir í skólanum á mætingarkvótanum og poppið nýtur ekki skilnings. A- mynd: E.ÓI. Stjórnendur fýrirtækja athugið! Lœsing símtœkja, númer í rninni faxtœkja og val til útlanda 1. janúar 1995 verður 00 fyrir val til útlanda tekið í notkun. Samhliða verður áfram hægt að nota 90 fyrir val til útlanda til 1. apríl 1995. Fyrirtæki og aðrir notendur með eigin búnað til að læsa fyrir dýrari símtöl, þurfa að láta gera nauðsynlegar breytingar vegna nýju númeranna. Fyrirtæki með læs- ingu á vali til útlanda þurfa að láta gera breytingar vegna 00. Bent er á þjónustuaðila símakerfa og innan- hússtöðva til að láta framkvæma þessar breytingar. svæði geta nú auglýst ný sjö stafa símanúmer í stað þess að auglýsa eldri númer ásamt svæðisnúmeri (91). Þegar hringt er frá útlöndum til höfuðborgarsvæðisins á að velja sjö stafa númerið strax á eftir landsnúmerinu 354. Vinsamlegast athugið að sjö stafa númer utan höfuðborgarsvæðis hafa ekki verið tekin í notkun. Það verður gert 3. júni 1995 og breytast þá einnig númer fyrir farsíma, boðtæki og Símatorg. Stefán: Skoðar málin jólafríinu fyrir norðan. Sjö stafa símanúmerin voru tekin í notkun á höfuð- borgarsvæðinu 1. desember síðastliðinn. Hinsvegar verður hægt að nota gömlu númerin samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995. Símnotendur eru hvattir til að nota nýju númerin. Einnig er sérstaklega bent á að breyta númerum í minni faxtækja áður en eldri núm- erum verður vísað til símsvara. Fyrirtæki á höfuðborgar- Á símstöðvum er hægt að fá bækling með upplýs- ingum um númerabreytingarnar. mundu! ' sso stafa simanumer PÓSTUR OG SÍMI - segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar um meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Ég spurði hver væri stefna núver- andi meirihluta bæjarstjórnar í at- vinnumálum og hvað hann hefði gert til að auka varanlegan kvóta í bæn- um. Svar Magnúsar Gunnarssonar formanns bæjarráðs var að bærinn tæki vel á móti fyrirtækjum sem kynnu að koma til bæjarins og það hefur verið samþykkt bæjarábyrgð til kaupa á Rússafiski. Hann er svo gæfulegur að hann gerir ekki einu sinni greinarmun á Rússafiski og varanlegum kvóta,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfírði í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hinn nýi meirihluti í bæjarstjórn er harðlega gagnrýndur fyrir áhuga- leysi og úrræðaleysi í atvinnumálum í ályktun sem samþykkt var á fundi í Hlíf fyrir skömmu. Sigurður formað- ur segir að það þurfí að rífa meiri- hlutann upp á rassinum og fá hann ti) að gera eitthvað í atvinnumálunum því þeir gerðu ekkert til að bæta ástandið til frambúðar. „Það hlálega er að þrátt fyrir þessi svör Magnúsar Gunnarssonar um að bærinn taki vel á móti fyrirtækjum þá er staðreyndin önnur. 1 júlí fékk ný steypustöð úthlutað lóð þar sem ætlunin var að fara í framkvæmdir og síðan rekstur. I september fékk stöðin leyfi til að hefja framkvæmdir en fyrir nokkrum dögum var ekki búið að leggja þangað heitt eða kalt vatn, það var ekki búið að leggja raf- magn, ekkert frárennsli og ekki einu sinni búið að leggja veg að ióðinni. Lóðin var alls ekki úthlutunarhæf. Hvaða skilning leggja menn íJtað að taka vel á móti fyrirtækjum? Ég bara spyr,“ sagði Sigurður. Hann sagði gagnrýni sína beinast jafnt að Alþýðubandalaginu sem Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjóm. Meirihiutinn hefði lítið sem ekkert gert til að auka atvinnu í bænum og raunar tafið fyrir framgangi mála eins og dæmið með steypustöðina sýndi. Rússafiskur komi ekki í stað- inn fyrir kvóta sem sjálfstæðismenn hefðu gefið burtu úr bænum á sínum tíma. Það þyrfti að fá varanlegan kvóta en meirihlutinn í engu sinnt því máli. Sigurður: Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar gerir ekkert í at- vinnumálunum. Þeir gera ekkert í atvinnumálunum

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.