Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 & hagenuk Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80. Söludeild Kringlunni, simi 91-63 66 90. Söludeild Kirkjustræti 27, sími 91-63 66 70 POSTUR og á póst- og símstöðvum um land allt. OG SIMI á tilboösveröi Traust viðgerða- og varahlutaþjónusta. Greiðslukjör. Tilboðsverð kr.: 19.947,- Staðgr. m. vsk. Vínarbrauð með glassúr Ingólfur Margeirsson Þjóð á Þingvöllum Vaka-Helgafell 1994 Sama daginn og bók Ingólfs Marg- eirssonar „Þjóð á Þingvöllum" kom út var birt svört skýrsla um skipulags- leysi í umferðarmálum þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum 17. júní. Allt að fimmtán þús- und manns sátu fastir í bílum sínum og kom- Birgir Hermannsson skrifar annað en söguleg blekking sem lítið sem ekkert á sam- eiginlegt við söguskoðun upplýstra nútíma íslendinga. Þessari samfellu í sögu þingsins er vandlega haldið til haga af þ i n g i n u sjálfú, enda má lesa á þingskjölum að 1064 ár ust aldrei á þjóðhátíðina, fyrir utan nú vesenið á þeim sem þangað komust. Ingólfur Margeirsson sat í þjóðhátíð- amefnd og minnist vart á þessi alvar- Iegu mistök nema í einum mynda- texta eða svo. Það þarf kannski ekki að undra að höfundur vilji gleyma þessu og firra sig ábyrgð. I annan stað hefur komið í ljós að fjármál hátíðar- innar fóm úr böndum. Framkvæmd hátíðarinnar virðist talandi dæmi um það sem - ef eitth vað - getur gert út af við lýðveldið ísland: Fyrirhyggju- leysi, skort á raunhæfri áætlanagerð og sóun á almannafé. A þessi ósköp er auðvitað ekki minnst í bókinni enda vart hátíðinni, þjóðhátíðamefnd- inni og þar með höfundi, auk þjóðar- innar sjálfrar, til mikils sóma á fimm- tíu ára afmæli lýðveldisins. Það væri synd að segja áð mikil stemmning hafi myndast í kringum afmæli lýðveldisins. Þjóðhátíðar- nefndin var skipuð seint og í hug- myndafátækt sinni datt henni helst í hug að stefna þjóðinni til Þingvalla. Framlag Alþingis á hátíðinni var aumkunarvert. Til að vera með sam- þykkti forsætisnefnd þingsins að halda afmælisfund á Þingvöllum án þess að neinn sæi í sjálfu sér þörfina á því, enda var áhugaleysi þingmanna á þessari uppákomu algert. Margir þeirra ræddu það opinskátt sín á milli að mæta alls ekki á fundinn, heldur eyða deginum með fjölskyldu sinni heima í héraði. Flestir mættu þeir þó af skyldurækni eða hégóma og sátu eina af hlálegustu samkomum í sögu þingsins. Það kom líka á daginn að þingmenn vissu alls ekkert hvað ræða skyldi á Þingvöllum og „redduðu" málinu fyrir hom nokkmm dögum áður en þingfundurinn var haldinn. Ingólfur Margeirsson hefur aðeins hástemmdari lýsingu á þingfundin- um: „Það vakti því sérstakar tilfinn- ingar í bijósti þeirra þúsunda gesta sem sátu eða stóðu á Lögbergi á hálfr- ar aldar afmæli lýðveldisins að horfa á Alþingi nútímans samankomið á grasflötunum fyrir neðan Lögberg. Tenging hins foma Alþingis og lög- gjafarþings samtímans var augljós og sterk. Og niður sögunnar er þungur.“ Menn sjá svo sem það sem þeir vilja sjá, og heyra það sem þeir vilja heyra, en þessi „tenging" er auðvitað ekkert séu frá stofnun Alþingis. Þetta er svo sem saklaust ef ntenn taka það ekki of bók- staflega að Alþingi hafi ver- ið endurreist á síðustu öld. Þegar Islendingar stofn- uðu lýðveldi trúðu þeir því í einlægni að þeir væm að endurreisa þjóðveldið, sem hefði verið eins konar lýð- veldi. Ingólfúr Margeirsson trúir þessu einnig og tekur það skýrt fram í bókinni. Kannski trúir meirihluti þjóðarinnar þessu, þó vart hafi það mikið tilfinninga- legt gildi. „Gmnnhugmynd þjóðhátíðamefndar," skrifar Ingólfur, „var sú að lýð- veldisaffnælið væri ekki að- eins veisluhöld og hátíð sem þjóðin kæmi saman á Þing- völlum, heldur efldi þjóðar- vitund, söguskilning og þýðingujtess að vera sjálf- stæður Islendingur í full- valda ríki og vekti umræðu um stöðu íslands í samfélagi þjóðanna.“ Ef þetta var markmiðið, mistókst það hrapallega, enda virðast nefndarmenn hafa verið uppfullir af rómantfskum þjóðemishugmyndum sem í nútímanum geta ekki fram- leitt neitt annað en inni- haldslaust orðagjálfur. Af því var enda nóg á afmæli lýðveldisins. Bók Ingólfs Margeirsson- ar er í samræmi við hátíðina sem hún á að lýsa; yfir- borðsleg, innihaldsrýr, há- stemmd - jafnvel grátklökk á stundum. Bókin er slétt og felld og afskaplega fallega myndskreytt. Fleiri myndir og færri orð hefðu stórlega bætt bókina. Bókin hefur einhvem helgisögublæ yfir sér; allt var fallegt og eining ríkti. Þetta er sykursæt helgi- saga, löðrandi í glassúr. Þess vegna er hún líka ótrúverð- ug;__________________________ Höfundur er stjórnmálafræö- ingur og aðstoðarmaður um- hverfisráðherra. Topp 20 listar Japis og Skífunnar: Spoon slær í gegn Skífan „Það er fátt sem kemur á óvart á sölulistanum hjá okkur; þetta er allt samkvæmt áætlun sýnist manni. Það er einna helst, að hljómsveitin Spoon komi þama sterk inn. Af íslenskum seljast aðeins Diddú og Bubbi betur. Spoon er enda með mjög góða og markaðsvæna plötu sem fengið hef- ur góða auglýsingu og jákvæða um- fjöllun. Mér sýnist salan á heildina litið vera svipuð og í fyrra og vera á líkum tíma og þá,“ sagði Þorsteinn Bender, verslunarstjóri Skífunnar í Kringlunni. Japis „Salan hefur verið ágæt. Mjög viðunandi. Það er kannski að hún hafi farið örlítið seinna af stað en í fyrra. Ég er samt sannfærður um, að þetta jafnist allt út þessa síðustu daga fyrir jól. Spoon er að fara mest af þessum íslensku hljómsveitum og þeir geta held ég þakkað það Emil- íönu Torrini; fólk er mjög hrifið af henni og það er hún sem er að selja þessa plötu. Síðan er það Unun sem ég vil minnast á. Það er mjög góð plata og er tekin að seljast; sennilega Sölulisti Skífunnar 1. Diddú, Töfrar 2. Bubbi, Þrír heimar 3. Bítlarnir, Life after BBC 4. Nirvana, Unplugged in New York 5. Mariah Carey, Merry Christmas 6. Heyrðu V, ýmsir 7. Reif í sundur, ýmsir 8. Hárið, úrsamnefndum söngleik 9. Trans Dans III, ýmsir 10. Cranberrys, No need to argue 11. Kenny G., Miracles 12. Reif í skeggið, ýmsir 13. Ellefu jólalög, ýmsir 14. Senn koma jólin, ýmsir 15. Pulp Fiction, kvikmynd 16. Pearl Jam, Vitology 17. Spoon, Spoon 18. Björgvin Halldórsson, Þó líði... 19. Minningar III, ýmsir 20. SSSól, Blóö Sölulisti Japis 1. Spoon, Spoon 2. Minningar III, ýmsir 3. Mannakorn, Spilaöu lagið 4. Guðmundur Ingólfsson 5. Unun, Æ 6. Kolrassa krókr., Kynjasögur 7. Pálmi Gunnarsson, Jólamyndir 8. Olga Guðrún, Babbidí-bú 9. Skagfirska söngsveitin, Kveðja... 10. Svanhildur, Litlu börnin leika sér 11. Haukur Morthens, Hátíð f bæ 12. Olympía, Olympía 13. Gunnar Kvaran 14. Utangarðsmenn 15. Birthmark, Unfinished Novels 16. Siggi Björn, Bísinn á Trinidad 17. Bubbleflies, Pinocchio 18. Bryndís Halla Gylfadóttir 19. Bragi Hlíðberg, I léttum leik 20. Tómas R. Einarsson, Landsýn besta plata þessa árs - mjög tónleikahald og annað hefur góð skemmtileg. Þau hinsvegar komu hreyfing á hana,“ sagði Jóhannes dálítið seint inná markaðinn, en eftir Ágústsson, verslunarstjóri Japis. Hagenuk ST 900 KX er þráðlaus sími sem hentar vel við ólíkar aðstæður, á heimiiinu jafnt sem vinnustaðnum í honum er 20 númera skammvals- minni, endurval, stillanleg hringing og 24 stafa skjár. Hægt er að nota Hagenuk símann í rafmagnsleysi. Tilboðsverð kr.: 35.900, Staðgr. m. vsk. Bókadómur Bókin er slétt og felld og afskaplega fallega myndskreytt. Fleiri myndir og færri orð hefðu stórlega bætt bókina. Bókin hefur einhvern helgisögublæ yfir sér; allt var fallegt og eining ríkti. Hagenuk MT 2000 GSM farsíminn er traustur og fjölhæfur en jafnframt einfaldur í notkun. Skjárinn er óvenju stór og leiðbeiningarnar birtast jafnóðum og síminn er notaður. Trompið er svo innbyggður símsvari sem tekur við töluðum skilaboðum eða talnaboðum, ef hringt er í hann úr tónvalssíma. Hægt er að lesa eigið ávarp inn á símsvarann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.