Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 Bókadómur Veglegt og eigulegt rit Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur 1870-1940. Bærinn vaknar. Síðari hluti. Iðunn 1994. Fyrir þremur árum kom út fyrsta bindið af Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Bókin hlaut afar góðar viðtökur og hlaut meðal annars íslensku bók- menntaverðlaunin. Annað bindi, sem Guðjón skrifar um sögu Reykja- vfkur frá 1870- 1940, er ekki síðra en hið fyrra þó ekki sé bókin tilnefnd til bókmennta- verðlauna núna. inngangi sínum að Birgir Hermannsson skrifar fyrra bindinu sagði Guðjón meðal annars: „Það var haft að leiðarljósi við þessa söguritun að hún mætti vera við alþýðuhæfi án þess þó að slegið sé af fræðileg- um kröfum.“ Hann kallaði söguna einn- ig „hvunndagssögu" þar sem dregin er upp mynd af bæjar- lífinu en ekki rakin saga ákveðinna stofnana. Guðjóni hefur tekist ætlunarverk sitt einstak- lega vel. Bækurnar eru báðar lipurlega skrifað- ar, vel unnar og spanna vítt svið mannlífsins. Ríkulegar myndskreyt- ingar gefa bókunum afar skemmtilegt yfirbragð. Textinn er mun minni en VISA BMM— VISA ISLAND Álfabakka 16,109 Reykjavík, sími 567 1700 RAÐGREIÐSLUR TIL 24 MÁNAÐA RAÐGREIÐSLUR VISA hafa reynst afar örugg og vinsæl leiö til greiðsludreifingar vegna kaupa á dýrari munum, svo sem húsbúnaði, heimilistækjum, innréttingum og jafnvel bifreiðum. Með RAÐGREIÐSLUM VISA getur þú jafnað út greiðslubyrði þinni á þægilegan og ódýran hátt á allt að 24 mánuði eftir því sem þú hefur þörf fyrir ... og söluaðili samþykkir. $ INNKA UPA TRYGGING og framlengdur ábyrgðartími búnaðar og tækja. Láttu RAÐGREIÐSLUR VISA létta þér róðurinn... OG OSKIN RÆTIST! ætla mætti af stærð bók- anna, bæði vegna mynd- anna sem taka hálfu og heilu síðumar og ekki síð- ur vegna hönnunar bók- anna; miklum spássíum sem oft og tíðum era not- aðar undir athugasemdir, myndir og myndatexta. Enginn ætti því að láta stærð bókanna hræða sig frá því að leggja til atlögu við Sögu Reykjavíkur. Eflaust mun mörgum farið eins og mér að byrja að skoða myndimar og lesa myndatextana og búta úr sögunni hér og þar. Bókin skiptist í nítján kafla um afmörkuð við- fangsefni og er hver kafli sjálfstæð eining þannig að ekki þarf að lesa bókina frá byrjun til enda, heldur er hægt að grípa inn í bók- ina eftir áhugasviði hverju sinni. Bókin er 450 blað- síður með ítarlegri tilvís- ana- og heimildaskrá auk nafnaskrá, atriðisorða- skrá, myndaskrá og skrá yfir félög, fyrirtæki, staði og stofnanir. Auðvelt er þessvegna að fletta upp á því sem Iesandinn hefur áhuga á. Bókin hefst í þeim þrengingum sem fylgdu fyrri heimsstyrjöldinni og hvemig ríki og bær reyndu að bregðast við. Næst er spænska veikin, inngangur að fróðlegum kafla um heilbrigðismál og tilraunum til að bæta hreinlæti í bænum. Ut- gerð og fiskvinnsla fá sinn kafla, enda var Reykjavík stærsti útgerð- arstaður landsins á þess- um árum. Deilur um virkjanir, og sú bylting sem rafmagnið olli jafnt í hversdagslegu liti og fyrir iðnaðinn, fær ítarlega um- fjöllun. Verslunarstéttin fær einnig sinn kafla. Stjómmál, stéttaátök og starfsemi verkalýðsfélaga fá sína umfjöllun og þar kannski ekki margt nýtt að finna. Öðru máli gegn- ir um viðfangsefni sem lítið hefur verið fjallað urn hingað til í sögubók- um fyrir almenning eða kennslubókum. Hér nýtur hvundagssagan sín best. I þessu efni má nefna skipulagsmál, þróun byggðar og húsnæðismál, meðal annars um bygg- ingarstíl. Eins og við er að búast tók það Islendinga nokkum tíma að tileinka sér hugsunarhátt borgar- búa og skipuleggja byggðina, í stað þess að róta henni upp á tilvilj- anakenndan hátt. Borgir era manngert umhverfi og hentar hefðbundin at- burðasaga ekkert sérstak- lega vel til að lýsa þróun- inni. Myndirnar eru ómissandi hluti af þessari sögu og gera frásögn Reykjavík var litin hornauga, jafnvel af Reykvíkingum sjálf- um. Innst inni voru þeir sveitamenn og dreymdi um sveit- ina. Reykjavík var eiginlega ill nauð- syn. Hin afar veg- lega Saga Reykjavík- ur er ef til vill tákn um þessa breyt- ingu. Við getum nú litið til baka og sagt sögu borgarinnar í fullri sátt við þá þróun sem orðið hefur. Guðjóns skýrari en ella væri mögu- leiki. Íþróttalíf bæjarins, löggæsla og innreið bílamenningar fá hvert sinn kaflann, en menningar- og skemmt- analíf fær tvo kafla, sem segir þó nokkra sögu um mat höfundar á því sem máli skiptir að segja frá. A þennan hátt er dregin upp skemmti- leg mynd af bæjarlífinu í sinni fjöl- breytilegustu mynd. Kaffthús og veitingastaðir voru auðvitað stór- kostleg framfaraskref í sögu þjóðar sem alla sína tíð hafði búið í fá- breyttu landbúnaðarsamfélagi. Eins og gefur að skilja óttuðust margir borgarmenninguna og hætturnar sem henni fylgdu fyrir íslenskt þjóð- emi - og jafnvel framtíð kynstofns- ins! Atök Reykjavíkur og lands- byggðar voru mikil og gerir Guðjón þeim góð skil. Þessi togstreita í menningu Islend- inga er auðvitað enn til staðar. Reykjavík var litin homauga, jafnvel af Reykvíkingum sjálfum. Innst inni vora þeir sveitamenn og dreymdi um sveitina. Reykjavík var eiginlega ill nauðsyn. Hin afar veglega Saga Reykjavíkur er ef til vill tákn um þessa breytingu. Við getum nú litið til baka og sagt sögu borgarinnar í fullri sátt við þá þróun sem orðið hef- ur. Fyrstu kynslððir borgarbama, en ekki innflytjenda eða barna þeirra, eru nú að vaxa úr grasi. Saga Reykjavíkur 1870-1940, síð- ari hluti er afar veglegt og eigulegt rit. Guðjóni tekst furðu vel að sam- ræma fræðilegar kröfur og að vera við alþýðuhæfi, en þetta er alls ekki auðvelt. Það eina sem ef til vill er ekki við alþýðuhæfl er verðið á bók- inni, kr. 14.801. Bókina er þó hægt að kaupa með afborgunum sem flestir ættu að ráða við. Hitt er víst að Saga Reykjavfkur er góð fjárfesting og höfðingleg gjöf. Höfundur er stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.