Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 HI'YDIIHIíDID 20841. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Leynifélagið Kvennalistinn Sú var tíðin að Kvennalistinn var boðberi nýrra tíma í íslensk- um stjómmálum. í mörgum merkilegum málum var Kvenna- listinn ísbrjótur sem mddi nýjum hugmyndum farveg í gegnum stokkfreðið flokkakerfið. Starf listans hefurborið umtalsverðan árangur síðustu árin, þó ekki hafí konumar vermt mjúku stólana í stjómarráðinu. En aðrir flokkar hafa tekið „mjúku“ málin Kvennalistans upp og er skemmst að minnast sveitastjórnar- kosninganna í vor, þarsem helstu karlrembur landsins yfirbuðu hver aðra í mýkt og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín. Stórkostlegasti sigur í sögu Kvennalistans var kjör Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem borgarstjóra í Reykjavík. Undanfama mánuði hefur Kvennalistinn átt í mikilli tilvistar- kreppu. ísbijóturinn virðist hafa frosið fastur, ekki vegna erfiðs færis, heldur hefur hann orðið vélarvana á miðri leið, auk mik- illa deilna í brúnni um það hvert stefna skuli. Flokkur, sem áð- ur var róttækur, er nú íhaldssamur. Kvennalistinn virðist vera á móti öllum breytingum, svona einsog samfélagið sé ein parad- ís fyrir konur. Fastar í frösunum sínum hafa þingkonur Kvenna- listans enga skýra leiðsögn fyrir þróun íslensks samfélags, nema þá helst að vera á móti EES og ESB. Við brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr forystusveit listans á þingi hefur hreintrúarlínan náð yfirhöndinni. Evrópu- málin hafa gengið mjög nærri kviku listans, og er mikil óánægja meðal margra kvenna, sérstaklega þeirra yngri, með skort á umræðu og einstrengingshátt í því máli. Það sama gild- ir um efnahags- og atvinnumálastefnu listans í heild sinni. Á stundum virðist stefnan hafa verið skrifuð í þingflokksherbergi Framsóknar eða af Hjörleifí Guttormssyni. Nýja kreppueinkennið á flokknum em framboðsmálin fyrir næstu kosningar. Útskiptaregla Kvennalistans er mjög um- deild, en flokkurinn getur nú hrósað happi yfir því að sæti helsta fulltrúa íhaldsstefnunnar á Alþingi, Kristínar Einarsdótt- ur, losnar vegna þessarar reglu. Tvær af þremur þingkonum, sem kjömar vom í síðustu kosningum í Reykjavík, em því hættar. Kvennalistinn fékk þannig tækifæri til að endumýja ímynd sína og stefnumál. Kvennalistinn virðist á góðri leið með að kæfa þetta tækifæri í fæðingu. Vinkvennaveldið fer með skoðanakönnun um upp- röðun á lista einsog mannsmorð. Ætla mætti að Kvennalistinn hafí tekið Frímúrararegluna sér til fyrirmyndar í þessum efnum. I leynifélaginu Kvennalistanum fær engin að stunda opna bar- áttu fyrir þvf að komast á lista, því slíkt er svo ljótt og ókven- legt. í staðinn ræður mjög þröngur hópur kvenna uppröðuninni, þarsem gamlar vinkonur kjósa hver aðra, mest eftir trúnaði og fylgispekt við arf hreyfingarinnar. Ungar konur og frjálslyndar eiga því vart möguleika. Kvennalistinn er því ekki aðeins Ieyni- félag, heldur leynifélag innvígðra. Leynifélag þeirra sem eitt sinn vom róttækar, en em nú fulltrúar íhaldssemi og pukurs í ís- lenskum stjómmálum. Rökstólar Já, vondslega hefur oss veröldin blekkt. Ekki er nóg með að Ólafur Ragnar sé nú rígbundinn við stefnu Svavars og Stein- gríms, eins og hvert annað Ingjaldsfífl - heldur hafa sjálfstæðismenn gefið upp á bátinn allar fyrirætlanir um pólitískt kompaní með þessum lánlausasta föru- riddara íslenskra stjórnmála. Ró og næði í Víetnam Það er til marks um óöldina í Al- þýðubandalaginu að Olafur Ragnar Grímsson þurfti að fara alla leið til Víetnam til að komast í ró og næði. Þar gat hann um hrið gleymt and- streymi síðustu vikna, og látið sig dreyma um hin sælu ástarævintýri liðins sumars. I ágúst vissi Olafur Ragnar Gríms- son ekki betur en hann væri á leið í stjómarráðið, eftir að hafa verið fjar- verandi í fjögur löng ár. Staða hans hina sælu sumartíð var sannarlega talsvert önnur en nú. Fylgi Alþýðu- bandalagsins var með mesta móti, en Alþýðuflokkurinn hinsvegar í þann veginn að leggjast í gröftna. Stjóm- arheimilið var satt að segja ekki mjög kærleiksríkt um þær mundir, og sterk öfl í Sjálfstæðisflokknum vildu tjúfa tafarlaust samvinnuna við Alþýðuflokkinn. Staða Olafs innan Alþýðubandalagsins var sterk: Steingrímur Jóhann Jofaði að vera prúður og stilltur þangað til á næsta ári, og samþykkti jafnvel að fara um landið á Brúðubílnum - sem Einar Karl Haraldsson framkvæmda- stjóri flokksins útvegaði til þess að Iosna við Steingrím sem oftast úr bænum. Það eina sem skyggði á föls- kvalausa gleði hins Ijóshærða draums vorsins á Seltjamamesi var sú staðreynd, að honum var gert, samkvæmt flokkslögum, að láta af embætti formanns á næsta ári. Ólaf- ur Ragnar hafði að vísu útbúið fyrir löngu, í félagi við báða íylgismenn sfna innan Alþýðubandalagsins, áætlun um hvemig hann hyggðist halda völdum. Aætlunin var einföld eins og flestar snjallar hugmyndir: Hann ætlaði að leiða flokk sinn til sigurs í kosningum í vor, koma hon- um síðan í ríkisstjóm þar sem hann sjálfur yrði vitanlega í mikilvægasta ráðuneyti Alþýðubandalagsins. í kjölfar þessa áttu síðan alþýðu- bandalagsmenn að komast að þeirri niðurstöðu, að vart væri hægt að hrófla við þeim manni sem á nýjan leik hafði hafið flokk þeirra til vegs, virðingar og valda. Ólafur Ragnar ætlaði einfaldlega að láta breyta lög- um Alþýðubandalagsins. Hafði ekki Sesar látið kjósa sig ræðismann ár eftir ár, þvert ofan í virðulegustu lög- gjöf heims - og sjálfur Kim II-Sung var kjörinn leiðtogi lýðs síns til lífs- tíðar, svo nefnd séu tvö dæmi af full- komnu handahóft. Tilhugalíf með Birni Og jafnframt því sem Ólafi Ragn- ari gekk allt í haginn heima fyrir blómstraði rómantíkin millum hans og hins ólíklega pólitíska elskhuga - Björns Bjarnasonar. Tilhugalífið var að vísu einkum reist á sameigin- legri andúð þeirra á formanni Al- þýðuflokksins, en tilhugalíf var þetta eigi að síður og bar ávöxt á fallegu ágústkvöldi þegar gengið var frá rík- isstjóm Sjálfstæðisflokks og AI- þýðubandalags. Það munaði ekki nema því sem munaði. En blessuð ríkisstjómin lifði af þá síáturtíð sem Ólafur Ragnar hafði undirbúið, og hún lifir ennþá. En hinsvegar er mjög tekinn að dvína lífsþróttur hins væntanlega ríkis- stjómarflokks Ólafs Ragnars Gríms- sonar - og nú er svo komið að sjálf- stæðismenn hafa gefið vonbiðilinn hugumstóra uppá bátinn. Svavar Gestsson, sem nú er allt í einu orð- inn helstur forystumaður Alþýðu- bandalagsins aftur, upplýsti í sjón- varpi um helgina það sem reyndar flestir vissu: Að maddama Framsókn daðrar nú ákaflega við Davíð Odds- son bakvið tjöldin. Þetta vom fréttirnar sem Ólafur Ragnar fékk þegar hann kom frá Ví- etnam. Bádir fylgismennirnir farnir Ólafur Ragnar stendur nú rúinn fylgi innan flokksins sem hann lagði undir sig fyrir sjö árum. Báðir stuðn- ingsmenn hans sem eftir vom, Kjartan Valgarðsson og Mörður Arnason, hafa fært sig yfir á hinar fengsælu veiðilendur heilagrar Jó- hönnu. I Birtingu, sem löngum stát- aði af því að vera næststærsta Al- þýðubandalagsfélag landsins, er EINN maður eftir í stjóm! Þetta em örlög þess félags sem var stofnað til þess að vera bakhjarl Ólafs Ragnars í átökum hans við flokkseigendur AI- þýðubandalagsins. Hinn einmana stjómarmaður í Birtingu þarf alla- vega ekki að óttast deilur á fundum. Það hlakkaði gömin í Ólafi Ragn- ari þegar Jóhanna sagði skilið við Alþýðuflokkinn enda „óraði hann ekki fyrir því sem skeði,“ einsog Megas orti: Að einu vinir hans, fé- lagar og vopnabræður skildu hann eftir á köldum klaka, einmitt þegar stund hins sæla sigurs var nánast í sjónmáli. Og nú er Ólafur Ragnar bandingi Svavars og Steingrfms, enda má sjá að þeim slöttólfum líkar líftð. Alþýðubandalagið er aftur orð- ið eins og í þá gömlu og góðu daga þegar ekki vom þar uppivöðslusamir birtingarmenn að krefjast umbóta á elliærri stefnu flokksins. Ólafur Ragnar fær þau kaldhæðnislegu skilaboð frá Svavari og Steingrími, að honum sé velkomið að færa sig inn á „miðju Alþýðubandalagsins" - þar sem þeir félagar halda til, ásamt Hjörleifi Guttormssyni. Framlag Þjóðvaka til ís- lenskra stjórnmála Já, vondslega hefur oss veröldin blekkt. Ekki er nóg með að Ólafur Ragnar sé nú rígbundinn við stefnu Svavars og Steingríms, eins og hvert annað Ingjaldsfífl - heldur hafa sjálfstæðismenn gefið upp á bátinn allar fyrirætlanir um pólitískt komp- aní með þessum lánlausasta föm- riddara íslenskra stjómmála. Hann má horfa upp á Halldór Ás- grímsson stíga í vænginn við Björn Bjarnason og aðrar sjálfstæðishetj- ur sem láta eins og þeir hafi aldrei heitið Ólafi Ragnari hlutdeild f hjarta sínu. Og Ólafur Ragnar - sem er tals- vert eldri en tvævetur í pólitík - veit að maðurinn á bak við hugsanlegt stjómarsamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks heitir Jóhanna Sig- urðardóttir. Var það ekki hún sem kom og feykti f burtu skýjahöllu Ól- afs Ragnars og sundraði fylkingum vinstra megin við miðju? Ójú, svo mikið veit Ölafur þar sem hann ligg- ur tjóðraður við kaldan steininn: Að helsta framlag Þjóðvaka til íslenskra stjómmála verður að leiða maddömu Framsókn aftur að hásæti valdsins. Er nema von að Ólafi hafí fundist skemmtilegra og friðsælla í Víet- nam? Dagatal 20. desember Atburdir dagsins 1968 Bandariski Nóbelshöfundurinn John Steinbeck deyr. 1981 Sendi- herra Póllands í Washington leitar eftir pólitísku hæli í Bandaríkjunum. 1982 Rússneski pfanóleikarinn Art- hur Rúbenstein deyr, 92 ára að aldri. 1991 Jeltsín Rússlandsforseti til- kynnir að Rússar vilji ganga í NA- TÓ. Afmælisbörn dagsins Jón Baldvinsson, formaður Al- þýðuflokksins og ASÍ 1916-38, 1882. Sir Robert Menzies Ástralsk- ur stjórnmálamaður og forsætisráð- herra, 1894. Errol John leikskáld frá Trinidad, 1924. Jenny Agutter bresk kvikmyndaleikkona. Annálsbrot dagsins Brenndur fyrir galdur á alþingi Þor- bjöm Sveinsson úr Borgarfirði. Hengdur í Húnavatnsþingi Bessi Ei- ríksson fyrir þjófnað. Þá var og brenndur á alþingi Bjarni Bjamason úr Isaljarðarsýslu. Sjávarborgarannáll, 1677. Málsháttur dagsins Kvíðinn heftir hálfa framkvæntd. w Lokaorð dagsins Saa skyd! Hinstu orð Guðmundar rithöfundar Kambans, sem veginn var af dönskum „frelsisliðum“ þegar Þjóðverjar gáfust upp í Kaupmannahöfn í maí 1945. Hetjudáð dagsins Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins. Þorgeir Hávarsson eftir víg sauðamanns; Fóst- bræðra saga. Orð dagsins Sú er dstin heitust, sem bundin er meinum; er því bezt, að unna ekki neinum. Fomt viðlag. Skák dagsins Þegar biskupamir ná að vinna saman geta þeir sannarlega verið banvænn dúett. Það fékk Kevorkjan, sem hef- ur svart, að reyna í bréfskák sem hann tefldi við Gavrilov 1989-90. Svörtu mennimir em fremur illa í sveit settir en hóta að slátra hvíta peðinu á h4. En Gavrilov hefur sem- sagt hvítt og á leikinn. Hann setti í fimmta gfr og spændi upp svörtu stöðuna. Hvemig? 1. Bg5!! hxg5 Aðrir leikir em engu betri. 2. hxg5 Rd7 3. Bxf7! Glæsilegt. Guðsmennimir báðir gengnir í dauðann og hafa þannig tryggt sigur hvíts. Kevorkjan gafst upp. Skákin hefði getað teflst: 3. ... Kg7 4. f6+ Rxf6 5. gxf6+ Kxf6 6. Dg6 mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.