Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 12
MÞYBUBIMD Þriðjudagur 20. desember 1994 193.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Dræm þátttaka í skoðanakönnun Kvennalistans Aðeins 100 til 150 tóku þátt í könnuninni. Farið með niðurstöðurnar eins og hernað- arleyndarmál. Niðurstöður skoðanakönnunar Kvennalistans um hverjir skuli skipa efsta sæti listans fyrir Alþingiskosn- ingamar næsta vor lágu fyrir í gær, en farið er með þær eins og hemað- arleyndarmál í herbúðum listans. Niðurstöðumar vom ekki bindandi vegna þess, að innan við 60% skráðra Kvennalistakvenna í borg- inni tóku þátt í könnuninni. Uppstill- ingamefnd hefur þvf óbundnar hend- ur um að koma með tillögu um það á félagsfundi hveijar munu skipa list- ann. Nefndin hefur verið boðuð á fund í dag og mun þar fara yfir stöðuna, en enn hefur ekki verið rætt formlega við þær konur sem gáfu kost á sér í skoðanakönnun þessari um útkom- una. Uppstillingamefnd hefur einnig um það fijálsar hendur hvort hún greinir félagsfundi, eða yfirleitt nokkmm, frá niðurstöðum könnun- arinnar. Kristín Jónsdóttir, sem á sæti í uppstillingamefndinni, sagði við Al- þýðublaðið að búast mætti við því að félagsfúndur yrði ekki kallaður sam- an fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sá félagsfundur mun svo að endingu taka um það ákvörðun hvemig list- inn verður skipaður. Heyrst hefur að ungar konur hafi komið vel út úr skoðanakönnuninni og mun það væntanlega styrkja bar- áttu þeirra lyrir ömggu þingsæti, þrátt fyrir að kjörið sé á engan hátt bindandi. Eins og Alþýðublaðið hefur áður greint frá, þá er hugur í ungum kon- um í Kvennalistanum að ná sætum ofarlega á lista og gaf Þómnn Svein- Kristín: Erfir efsta sætið frá Ingibjörgu Sólrúnu. Elín: Talið að hún verði efstu konum nú skeinuhætt. Þórunn: Stefnir að ör- uggu þingsæti. Tekst sú ætlan? bjamardóttir, framkvæmdastjóri Kvennalistans, það upp að hún stefndi á öruggt þingsæti. Þar mun hún hitta fyrir báðar núverandi þing- menn listans. Fleiri konur stefna hátt og má þar nefna Elínu G. Olafsdótt- ur, fyrrnm borgarfulltrúa listans og töldu viðmælendur blaðsins fyrir rúmri viku, að hugsanlega gæti hún orðið núverandi þingmanni, Guð- rúnu Halldórsdóttur skeinuhætt. Hins vegar áttu flestir von á því að Kristínu Ástgeirsdóttur yrði ekki skákað og að hún myndi ótvírætt erfa efsta sætið frá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, sem tók við starfi borgarstjóra Reykjavíkur síðastliðið vor. Um 300 konur munu vera flokks- bundnar í Kvennalistanum í Reykja- vík. Ljóst þykir að fremur fámennur hópur kom að þessari skoðanakönn- un, eða eitthvað á milli 100 til 150 konur. Haiidór vill mynda stiórn með Davíð - segir Svavar Gestsson alþingismaður. Hann tel- ur að forysta Framsóknarflokksins muni nota framboð Jóhönnu sem afsökun fyrir að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Eftir að Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að bjóða fram aukast líkumar á því að til að mynda vinstri stjóm þurfi marga flokka. Framsóknar- flokkurinn hljóp frá slíku samninga- borði vorið 1983. Ég tel að í rauninni hafi Jóhanna aukið líkumar á því að Davfð hafi völdin áfram því það Ijölgar afsökunum Framsóknar til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um,“ sagði Svavar Gestsson alþing- ismaður í samtali við blaðið. Svavar telur að forysta Framsókn- arflokksins sé að undirbúa myndun stjómar með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Hann nefnir ýmis merki til stuðnings þeirri skoðun: „Það hafa verið vissar áherslur síðustu mánuðina hjá Framsókn sem em bersýnilega til hægri. Ég nefni í fyrsta lagi yfirlýsingar sem frarh hafa komið frá formanni flokksins um breytingar á vinnulöggjöfinni. í öðm lagi nefni ég hvemig þeir hafa sett upp sín mál við afgreiðslu íjárlaga til þessa. I þriðja lagi er svo þetta fram- boð Jóhönnu eins og ég nefndi. Framsóknarflokkurinn telur það verða erfitt að mynda margra flokka Einstæður bókaflokkur Lærdómsrit Bókmenntafélagsins 30 sígild rit og einu betur ! Fást í helstu bókaverslunum. Verð flestra rita aðeins kr. 1.927,- Sendum einnig í póstkröfu. stjóm og hún verði illa starfhæf. Það er greinilegt að Davíð er farinn að spila á þetta,“ sagði Svavar. Hann var spurður hvort hann teldi Halldór fúsari til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn en Steingrímur Her- mannsson var. Svavar svaraði því til að bersýnilega væm áherslur Hall- dórs öðm visi en Steingríms. En er það ekki svo að fyrir nokkmm miss- emm vom taldar líkur á samstjóm Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks að loknum kosningum? „Það vom fyrst og fremst almenn- ar vangaveltur en engar efnislegar líkur sem menn gátu leitt að því. Það er hins vegar hægt að leiða ýmisleg efnisleg rök að þessu með Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Hitt er bara það sem flýgur í vindinum og enginn innistæða fyrir.“ Svavar var spurður hvort það kæmi til greina að Alþýðubandalag- ið færi í stjóm með Sjálfstæðis- flokknum. „Alþýðubandalagið og forverar þess hafa tekið þátt í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. En aðalatriðið er auðvitað hvort pólitíkin sé þannig að á því séu líkur. Eg held að það sé ekki hægt að segja að svo sé eins og sak- ir standa. Okkar jöfnunar- áherslur em miklu róttækari en við reiknum með að Sjálfstæðisflokkurinn þoli,“ sagði Svavar Gestsson. Hann sagðist vera viss um að fjöldi framsóknar- manna hefði engan áhuga á að flokkurinn færi í stjóm með Sjálfstæðisflokknum þótt forysta flokksins væri þess fýsandi. ö” ; ■ ^ -N f Mannger&ir Htll ti: \'S3x(í & /o\. SrEPHEN W. HAWKING Saga tímans tofmiextxrtium is / & & 'fr < • x yuíwifxí'. nöunvMvrmtAötatk SAUUEL johnsoh Vandræðaskáld (ý V ív' /giTX /y j Aáof IARD6KHt.tr UAHC<J$ YdUWS ClCErtO MARCÚS TðUlVC CfCtRO FHlPnBICH MIETZSCHÉ Handan Um vlnáttuna Um elllno góðs og ills 3 iplpSl 0 @ ItlÞ ilUKZKA BðXKlRNTAItlAG nis*ijiii.2X)fáOkMw«*i*ióiÁii mm L-:;Á'; □ ARISTÓTELES: Um skáldskaparlistina □ NOAM CHOMSKY: Mál og mannshugur □ MARCUS TULLIUS CICERO: Um vináttuna □ MARCÚS TÚLLÍUS CÍCERÓ: Um ellina □ FRANK FRASER DARLING: Óbyggð og allsnægtir □ RENÉ DESCARTES: Orðræða um aðferð □ ALBERT EINSTEIN: Afstæðiskenningin □ ERASMUS FRÁ ROTTERDAM: Lof heimskunnar □ GOTTLOB FREGE: Undirstöður reikningslistarinnar □ SIGMUND FREUD: Um sálgreiningu □ KARL VON FRISCH: Berabý □ JOHN KENNETH GALBRAITH: Iðnríki okkar daga □ GODFREY HAROLD HARDY: Málsvörn stærðfræðings □ STEPHEN W. HAWKING: Saga tímans (ný útg. 1993) □ DAVID HUME: Rannsókn á skilningsgáfunni □ DAVID HUME: Samræður um trúarbrögðin (UPPSELD) □ SAMUEL JOHNSON: Vandræðaskáld □ JOHNLOCKE: Ritgerð um ríkisvald □ FRIEDRICH NIETZSCE: Handan góðs og ills □ GEORGE ORWELL: Dýrabær □ PLATON: Ríkið (tvö bindi kr. 5.990,-) □ PLATÓN: Gorgías (ný útgáfa 1991) □ PLATÓN: Menón □ PLATÓN: Síðustu dagar Sókratesar □ CHARLES PERCY SNOW: Valdstjórn og vísindi □ HUGH TREVOR ROPER: Galdrafárið í Evrópu □ VOLTAIRE: Birtíngur (UPPSELD) □ MAX WEBER: Mennt og máttur □ ÞEÓFRASTOS: Manngerðir □ ÞORLEIFUR HALLDORSSON: Lof lyginnar HIÐISLENSKA BOKMENNTAFELAG fS' SIÐUMULA 21-108 REYKJAVIK- SIMI 588 90 60 • FAX 567 90 95 Ráðherr- ar á rök- stólum Utanríkisráðherrar Rúss- lands og íslands, þeir Andrei Kozyrev og Jón Baldvin Hannibalsson, náðu um það samkomulagi í gær að efna til viðræðna sérfræðinga landanna um sjávarútvegs- mál um miðjan janúar í Murmansk. Eftir þær við- ræður var ákveðið að koma á þríhliða viðræðum um smuguveiðar með þátttöku Norðmanna. Ráðherrarnir hittust í Moskvu og undirrituðu sam- eiginlega yfirlýsingu um grundvallarreglur í sam- skiptum landanna, þar sem meðal annars er ákvcðið að setja á laggimar nefnd til að greiða fyrir samstarfi fyrir- tækja og einstaklinga á við- skiptasviðinu. Ráðherrarnir ræddu vítt og breitt um viðskiptasam- starf ríkjanna og þá sérstak- lega ný tækifærí til örvunar viðskipta á sviði sjávarútvcgs og jarðvarma. Þeir ræddu cinnig tiltekna þætti alþjóða- mála, sérstaklcga samruna- ferílinn í Evrópu, samstarfið innan Atlantshafssamvinnu- ráðsins, „Samstarf í þágu friðar,“ samstarf Rússa og Bandaríkjamanna og Rússa ogNATO.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.