Alþýðublaðið - 25.01.1995, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
Aimiiiiiiruiii
20859. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Skilaboð frá
Neskaupstað
Mikill styrr stendur um uppstillingu á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi, og áhrifamiklir flokksmenn hafa
opinberlega lýst vantrausti á Hjörleif Guttormsson. Sumir hafa
gengið svo langt að segja sig úr flokknum, og hafa hreinlega
kveðið upp úr með að þeir treysti sér ekki til að mæla með hon-
um til setu á Alþingi. Einar Már Sigurðsson, varaþingmaður
Hjörleifs á yfirstandandi kjörtímabili, hefur í fjölmiðlum ásak-
að Hjörleif um svik og óheilindi í samstarfí, en ljóst er að Hjör-
leifur beitti sér harkalega gegn því, að Einari Má yrði boðið
annað sæti listans. Svo djúpt ristir óánægjan með Hjörleif Gutt-
ormsson, að mikilvægir flokksmenn sem litið hefur verið til
sem framtíðarmanna Alþýðubandalagsins, hafa sagt sig úr
flokknum.
Þetta er mikið persónulegt áfall fyrir Hjörleif. En hin djúp-
rista óánægja með hann er ekki síður þungt áfall fyrir Alþýðu-
bandalagið, því Hjörleifur hefur verið í forystusveit flokksins
um árabil. Vantraustið á Hjörleif Guttormsson er þó ekki nýtt af
nálinni. Skemmst er að minnast þess, að hörð hríð var að hon-
um gerð þegar flokkurinn stillti upp lista fyrir kosningamar
1991. En þá lá við borð að Einari Má Sigurðssyni og Bimi
Grétari Sveinssyni, formanni Verkamannasambandsins, tækist
að fella Hjörleif út af listanum í prófkjöri. Nú var hinsvegar
ekki viðhaft prófkjör. Um allt kjördæmið hafa félagar í Alþýðu-
bandalaginu kvartað undan áhugaleysi hans á málefnum kjör-
dæmisins, þannig að það em í sjálfu sér lítil tíðindi, þó óánægja
með störf hans brjótist upp á yfírborðið. Hitt ber nýrra við, þeg-
ar í ljós kemur, að í sjálfu höfuðvígi hans og flokksins, Nes-
kaupstað, ríkir nú útbreitt vantraust á Hjörleif.
Oánægjan með Hjörleif Guttormsson er ofur skiljanleg. Hann
virðist líta svo á að hlutverk sitt á Alþingi sé fyrst og fremst að
berjast gegn því að ísland auki þátttöku sína í samstarfi Evrópu-
þjóðanna. Hann barðist manna harðast gegn aðild landsins að
Evrópska efnahagssvæðinu. Kjördæmið og fólkið sem hann
var kosinn fulltrúi fyrir sitja hins vegar á haka hins önnum
kafna Evrópuandstæðings. Það em þingmenn annarra flokka
sem sinna þeim. Nú em hinsvegar allir orðnir sammála um gildi
aðildarinnar að EES, og jafnvel fyrrum andstæðingar hennar
ljúka upp einum rómi um að í henni felist afar mikilvæg vöm
fyrir íslenskt atvinnulíf. Allir nema Hjörleifur, sem í hugum
manna er að verða að dínósámsi horfinnar hugmyndafræði,
sem féll með Berlínarmúmum. Bersýnilega gengur honum illa
að losa sig við farteskið, sem hann tók með sér eftir margra ára
nám í Austur-Þýskalandi.
En það vekur óneitanlega athygli, að þeir menn sem flokkur-
inn hefur litið til sem framtíðarforystu í héraði og jafnvel á
landsvísu, menn eins og Guðmundur Bjamason bæjarstjóri,
Smári Geirsson, Albert Einarsson og Einar Már Sigurðsson
treysta sér ekki til að sitja á sama framboðslista og Hjörleifur
Guttormsson. Sumir treysta sér ekki einu sinni til að vera með
honum í flokki. Hvers vegna ættu þá Austfirðingar að kjósa Al-
þýðubandalagið með Hjörleif Guttormsson í fararbroddi, þegar
hans eigin flokksmenn treysta honum ekki fyrir hagsmunum
kjördæmisins?
Þetta em óneitanlega skýr skilaboð frá kjama Alþýðubanda-
lagsins til kjósenda á Austfjörðum.
„Af persónulegum ástæðum“
^ Aríðiindi skllnhnð
(il þcimtetn dauða brn
Ijnsn « roynOí({lni Vjln+ '
X blni'BO. 4 pmiof t t nd finM
taújtlcgj lbls. 2.
>'■ , , dcymið t llj twiLuiuif-
.ía 'ZéfesÍÆ **.
SVólinnog lýðricðið
rn[rJ6fr ístdrJilunref.nn
n'OlnlWoncfnu bim uplnUiM
19»mlienji »IA lýilndli Iiuiilmn
þjóðfelniþ. Gnluúi bycdr á
etindi »tui wbi oiljyEli ií iýfl-
veJJluiSsictfru I fcjnst BU. 8-9
3. thl. 4. nrg
20. jnnúar 199:
Ritstjóni 0|
afgreiðsla
sími 17501
250 ki
Óháðir ganga til liðs
við Alþyðiibandalagið
Fjölmargir einstaklingar sem liafa veriö óháðir stjórnmálailokkum treysta kjöifcsluna 1 íslenskum stjómmalum.
' „nutLaúin fcenur veHt- vA A]þfðub»i».W<ip.1 i rötkw M renlion uj ikynsunjn ún-iit .n F.wl-r ubádc* i UðkI Dntp t Gi.uunKj.ií, lton.il U .oau þnð,
ráAtruntJi u-m nn úczi f gxr, utn ðluifln ble. 1-í.
A ur bJu....------------------------- —
X Au])lnn fiin'lui i'Júðrj og 6- bxrnni UuTulðUjvii r lorul- Uvuoð efor oiðairu atiu.” tepc Junr
nuttibuudinitJ diutoldb.£n imi nra uB byísje upp nun»u»julcjin
fr.unlimlimil vetOur þw r»IJ |i|>W3f4l*e efbt niflunUiðuieínu
I. Kujcui)nd <em fvngifl bcfur >Hi«qðnMnnnir i viir«rð.lrm.ihup
Muiiíð
áskritlarsímftMi
17500
Ríkisforstjórar ógna
Kolkrabbaveldinu
SlgnL. SMnltcppnÍMtnfaiinir buntuv )>w fitt % insit Kvafl iuh. lifirw ng |u civliwi l«,rUia»"Tvr m Srongrmirt J Sigfiu.nn hdúr
um Itjnjwir. ur eignoiiiiúl,. fcing Júilki-Jibui.’- vjrifir. I-jíl I ondJiookj'K Einn wVi.vlHub opnhcilt^n Iptþviyfu jllunnvfiit
lcugtl í llbi.Ji icrflur löKð befur lllau vepur Lundfl MúwiuMI bljfloiu urOofll ]nfl tn. afl incnn 1 um bicno niLiui. cfla áfdflanlcy
biun í ujipluú þíngJulds I Ibcirn ð oiirt livetiu tUU ciusokra lOc- borfl rifl Hoifl StjVirgoiiton og bfln tr |u icin ]ufl Jufi vcrifl iaii I
viini. cn Ujyrsltn er (din umin isetírfpiuniu 05 -Kofa.iiu cni ImMa l’ileson <« {nflo saniLqipni brndur iqdmtnd-i 1 hnJmn jfljnja
fyrir TÍiliHptnrtflhcrrv *d bdftni milal. fri nnfcirum tqrttncnda ttfcranin- SiraVippnÍMmfmm » iipplýBnpun,
Sícingrúiu. J. Sigfúiiuruc KOlfl HciciiJilirulijf luniia að það snt ana cjp -fynHai,a. cn ofl cfcii liafi vcofl nnkið liy^e i
Jcpad Kvllú- j’br biniluliUiiu, iim- tmlniin JcjnYjHpsrar iflusbtiiJuniu hfcjTslni lidut renfl f nnntlu um SFUbeefliuu rji.nsúfcnuiie
fcv-eml lieimifdnm VMtubl.iAtins tcm Kifi pwan.i túia viða i aronno- tvesigii ara tfcctð ng w miog li.nleg.
Framboðslisti Alþýðubaudalagsins á
Austurlandi samþykktur sambljóða
KC
kÁittturfanili Imm naurt ril fnntlir á
CgíKn.lcidum mUiitaulapLmJifid 18.
Jaiiiar or voru þar unadkomnir luB-
tniat fri drta nlþýfliiliinitiLigsfclflguni.
FinmaAur kjönlieiTÚiráncini, l'ntiircnn
Dcrpttua 1 Cglfmúfliim, Lytuia JjgifcH
og vjr M.ignus Strfliuson 1 FltknJOa-
Crfli akipoflnr fimdarttjófi ng Immddur
HcJgama li íicydkiiirði Kjlularricavú í
uppl1.1l> s.-jmJijUcU fiimliirúui cwiúfljr-
"t tauflningsltvc4(ii til Súfliftinja nj
aiuiarra VcadícDiiaga vcgna áfalla uad-
.m^cnebuu d jga.
A fimdnmm Jngdi uppstilliniinebiij
Lfimlxjiusnfln frun tjllnpi afl frimliniW-
lilU 'VJjlýflublllJlljgulil / kfúcJaanuiu f
kntn»ri.li aI|)raoskr.sninpiffl I ucfmhnni
ictuxiiu Arna f'iira Pcnjrulúmr Fartrui-,-
taka áfcviifflun ihii lioti lutaru niafl libibfin af þvi icm álwflifl v
þjflubandaljginu f Oðriun k|W Jot.uni
Miltil cnulorÐU-os sokni'liveiir uln i fiuuDnom tcm ondirscriluAi það
10-lifta Alþýflnbandalagsní i lofflandj koen-
Ragnor me.
83 prósenl
fjTSÍa sæti
Scinui tnofafl forval.
JiÝflubandalapiiat i N...
IjndskjflnLutJ vcsua
frain «m slöusiu helgi. H
at Atn.ilde Ijingmaflnr I
pifta birabipi i fyrtta
IbaaiLt cai 1 |<afl ia.ti fcU
177 aikrjTOlaf2U cflj B
1 bflm saiú Jonú Sis>
móiSvrraion van|>iii(Pnfl
txknifrxflmipcr á SigKifiri
únbuu ralflámli fvniu tii
h> tm bindJndL I þrtflja
l*nó Ann.1 Krittui fipn
fcjdki I fiútfla sa.LÍ loiu
prr0itrj.il obs JotD t i i |vji
wafá np i ímruo m I
Sigiabiúncult'nar.
Afl sopi Kjris Ciaim
fonn.iriii ufipsdllingame
U1 afl oufcuiicgn ilqcui t
os ikúa ul kjjí JnnuriSi |
niðurroðan lirjur fvrit
Við, sem vinnum á öðru litlu blaði, óskum
hérmeð Páli til hamingju með ritstjóra-
starfið; og jafnframt þær veglegu breyt-
ingar sem strax urðu á Vikublaðinu hans.
Þær breytingar eru svo athyglisverðar að
áhugamenn um fjölmiðla ættu ekki að láta
Vikublaðið framhjá sér fara. Hinn nýi rit-
stjóri hefur nefnilega bryddað uppá þeirri
nýbreytni að birta gamanmál og spaug á
útsíðum, - og kalla það fréttir.
Vikublaðið, hið virta málgagn Al-
þýðubandalagsins, fékk nýjan rit-
stjóra í síðustu viku. Kannski fór það
framhjá þjóðinni að mestu: en sú var
tíð að meir og stríðar gustaði um rit-
stjóra flokksmálgagns Alþýðu-
bandalagsins en flesta aðra á vi'gvelli
hinnar pólitísku umræðu. Þetta var
vitaskuld á velmektardögum Þjóð-
viljans; málgagns þjóðfrelsis, sósíal-
isma og verkalýðsbaráttu - muniði?
Sviptingar á Þjóðviljanum sáluga, að
ekki sé talað um ritstjóraskipti, urðu
tilefni langvinnra bollalegginga í
ijölmiðlum vikum og mánuðum
saman. En nú er Þjóðviljinn aðeins
til sem söguleg heimild: annarsvegar
í hillum vestur í Þjóðarbókhlöðu,
hinsvegar í kommóðuskúffu hjá vel-
viljuðum bankamönnum sent enn
hafa ekki fengið greiddar milljónim-
ar hundrað sem uppá vantaði þegar
þrotabúið var gert upp.
Nei, sú tíð er víst vel og rækilega
liðin að mannabreytingar á málgagni
Alþýðubandalagsins veki athygli.
Reyndar fóru ritstjóraskiptin svo
hljótt fram að ekki einu sinni Viku-
b 1 a ð i ð
sjálft sagði
frá þeim.
En til þess
að upplýsa
þann hluta
þjóðarinn-
ar sem
hefur allan
sinn dag-
lega vfs-
dóm úr Alþýðublaðinu þá skal hér-
með fært til bókar að það var Hildur
Jónsdóttir sem vék úr sessi fyrir Páli
Vilhjálmssyni.
Við, sem vinnum á öðru litlu
blaði, óskum hérmeð Páli til ham-
ingju með starfið; og jafnframt þær
veglegu breytingar sem strax urðu á
Vikublaðinu hans. Þær breytingar
eru svo athyglisverðar að áhuga-
menn um fjölmiðla ættu ekki að láta
Vikublaðið framhjá sér fara. Hinn
nýi ritstjóri hefur nefnilega bryddað
uppá þeirri nýbreytni að birta gam-
anmál og spaug á útsíðum, - og kalla
það fréttir.
Fullt nafn: Hjörleifur
Guttormsson
Helsta spaugfrétt Vikublaðsins á
föstudaginn var birtist á baksfðu
undir fyrirsögninni: Framboðslisti
Alþýðubandalagsins á Austurlandi
samþykktur samhljóða.
I fréttinni er svo sagt frá fundi
kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins
á Austurlandi þarsem téður fram-
boðslisti var samþykktur. Orðrétt,
leturbreyting er mfn: „Af hálfu upp-
stillingamefndar kom fram að Einar
Már Sigurðsson varaþingmaður
hefði af persónulegum ástæöum ekki
gefið kost á því að taka sæti á listan-
um og lýstu margir vonbrigðum sín-
um með það.“
Hljómar vel. En vekur að vfsu upp
eina spurningu frá þeim sem til
þekkja: Athverju talaði Vikublaðið
ekki við Einar Má Sigurðsson og
fékk nánari skýringar á þessum per-
sónulegu ástæðum? Svarið er auð-
vitað einfalt: Hinar persónulegu
ástæður Einars Más heita fullu nafni
Hjörleifur Guttormsson.
Við á Alþýðublaðinu tókum
ómakið af vinum vorum á Vikublað-
inu og heyrðum hljóðið í Einari Má.
Svör hans birtast á baksíðu Alþýðu-
blaðsins í dag. Þar segir varaþing-
maðurinn, aðspurður hvort tími
Hjörleifs á þingi sé liðinn: „Ég held
að það sé al veg ljóst að það var tíma-
bært að taka það til skoðunar hvort
hann væri ekki búinn að sitja nógu
lengi á Alþingi. Hann er búinn að
vera þar í sautján ár en telur greini-
lega að honum dugi ekki minna en
liðlega tuttugu ár til að koma sínum
málum fram.“
Já, þeir kunna að orða hlutina fyr-
ir austan. En þetta eru semsagt hinar
persónulegu ástæður sem Vikublað-
ið okkar var að tala um.
„Eindrægni og
sóknarhugur"
Það var meira grín í Vikublaðs-
fréttinni. Henni lauk á þessum orð-
um: „Mikil eindrægni og sóknarhug-
ur ríkti á fundinum sem
undirstrikaði það mark-
mið að vinna tvö þingsæti
á G-lista Alþýðubanda-
lagsins [á Austfjörðum] í
komandi kosningum.
Bravó! Að vísu neitar
varaþingmaðurinn að
vinna með þingmannin-
um, að vísu er Smári
Geirsson þungavigtar-
maður á Neskaupstað hvergi á listan-
um og vill ekkert af Hjölla vita, og að
vísu er Snorri Styrkársson, félagi
hans, búinn að segja sig úr Alþýðu-
bandalaginu vegna ofríkis Hjörleifs
- en að öðru leyti: eindrægni og
sóknarhugur.
Þetta er miklu meira en góð blaða-
mennska: þetta er bráðfyndin blaða-
mennska.
En við spyrjum hinn nýja ritstjóra
Vikublaðsins bara einnar samvisku-
spumingar: Ekki vill svo til að tftt-
nefnd frétt sé fremur afrakstur fax-
tækisins en ítarlegrar heimildavinnu
ritstjórnarinnar? Með öðram orðum:
Hvenær urðu þau ánægjulegu tíma-
mót í sögu íslenskrar blaðamennsku
að Hjörleifur Guttormsson gerðist
fréttaritari Vikublaðsins?
Tilraun til vidtals
Um daginn gerði blaðamaður Al-
þýðublaðsins heiðarlega tilraun til
þess að eiga símaviðtal við Hjörleif
Guttormsson um framboðsmálin á
Austurlandi. Hjörleifur er að upplagi
mikill geðprýðismaður, og vill til að
mynda miklu frekar glugga í góða
bók en standa í þrasi við menn.
Kannski hafði Hjörleifur barasta far-
ið öfugu megin framúr þegar Al-
þýðublaðið gerði tilraun til spjalls:
Austfjarðagoðinn mddi útúr sér fúk-
yrðaflaumi um fabúlur Alþýðublaðs-
ins, og ofsóknir á hendur Aiþýðu-
bandalaginu. Á Austfjörðum rikti
eindrægni og sóknarhugur meðal al-
þýðubandalagsmanna. Allt annað
væri lygi, óhróður, della og dylgjur.
Punktur. Hjörleifur neitaði einfald-
lega að taka mark á ummælum fé-
laga sinna í Alþýðubandalaginu - af
því þau birtust í þessu litla blaði hér.
Kaldar kvedjur
Sömu sögu er reyndar að segja af
Svavari Gestssyni. Að undanförnu
hafa margir helstu stuðningsmenn
hans sagt í samtölum við Alþýðu-
blaðið að Alþýðubandalagið sé
steindauður flokkur, þar sé ekkert
pólitískt starf unnið, þar hafi flokks-
forystan myndað bandalag til að
sniðganga fyrri ákvörðun um próf-
kjör og svo framvegis og svo fram-
vegis. Auður Sveinsdóttir, Stefanía
Þorgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir,
Stefanía Traustadóttir - allar hafa
þær verið burðarásar í flokknum sfn-
um. En af því þær segja Alþýðu-
bandalaginu til syndanna í Alþýðu-
blaðinu, þá er nú einfaldlega ekkert
að marka það. Segir félagi Svavar.
Hann sagði reyndar líka að ekkert
væri að marka fiokksblöð.
Kaldar kveðjur fyrmm ritstjóra
Þjóðviljans til - Vikublaðsins
kannski?!
Einsog gengur
Hrafn
Jökuisson
skrifar
Dagatal 25. janúar
Atburdir dagsins
1533 Hinrik VIII Bretakóngurgengu
að eiga Önnu Boleyn. 1732 Ni'u
manns fórust þegar snjóflóð féll á
bæinn Brimnes við Seyðisljörð.
Jafnmargir komust h'fs af. 1917
Bandaríkin kaupa Jómfrúareyjar af
Hollendingum fyrir 25 milljónir
dala. 1952 Sveinn Bjömsson, fyrsti
forseti íslands, lést. 1990 íslensku
bókmenntaverðlaunin veitt í fyrsta
skipti, og komu í hlut Stefáns Harðar
Grímssonar.
Afmælisbörn dagsins
Robert Burns skoskt stórskáld,
1759. William Sommerset Maug-
ham breskur rilhöfundur og leik-
skáld, 1874. Virgina Woolf bresk
skáldkona, 1882. Edvard Sche-
vardnadze fyrrum utanríkisráðherra
Sovétríkjanna og núverandi leiðtogi
Georgíumanna, 1928.
Annálsbrot dagsins
Vestmannaeyjar uppsigldust ei þetta
sumar sökum fiskleysis og sóttu til
Eyrarbakka kaupstefnu.
Eyrarannáll, 1692.
Bródurbetrungur
dagsins
Ef séra Ama [Þórarinssyni] var borið
á brýn, að hann hefði tamið sér að
umgangast sannleikann með hæfi-
legri léttúð, svaraði hann gjaman:
„Þið ættuð að kynnast honum Ágústi
bróður mínurn."
Margrét Jónsdóttir; Við Þórbergurefúr Gylfa
Gröndal.
Heimtufrekja dagsins
Gæfan er einsog konan: því meira
sem hún gerir fyrir oss, því meira
heimtum vér af henni.
Napóleon keisari.
Málsháttur dagsins
Kartnögl og njórafótur komast ekki í
himnaríki.
Njórafótur: klumbuíótur.
Ord dagsins
Opinberað eitt er snjallt
ætlað þér að sjáir.
Upp þú skera ávallt skalt
eins og hér þú sáir.
Matthías Jochumsson.
Skák dagsins
Indverjinn Anand og rússneski
Bandaríkjamaðurinn Kamsky em
líklegir til að bítast uin æðstu metorð
í skákheiminum næstu áratugi. An-
and er vel uppalinn heiðursmaður,
sóknarskakmaður af náð og teflir
einatt af ótrúlegum hraða. Kamsky
hinsvegar fór á mis við allt uppeldi,
en lýtur stjórn metorðasjúks föður.
Þeir feðgar eru jafnan til leiðinda og
armæðu hvar sem þeir koma. Kam-
sky, sem enn er bara um tvítugt, get-
ur aftur á móti tefit einsog engill. Við
lítum á skák Anands og Kamsky sem
tefld var á Indlandi árið 1990. Alit er
í uppnámi og svartur albúinn að
spinna mátnet. Anand, sem hefur
hvítt og á leik, snýr vöm í sókn með
einum bráðsnjöllum leik. Hvað gerir
hvítur?
1. Hdl!! Bg6 2. Hdd7 Hel+ 3.
Kg2 13+ 4. Kh3 Hvíti kóngurinn er
kominn í ömgga borg en hinn svarti
kollega hans er bráðfeigur. Kamsky
gafst upp með sínum venjulega fýlu-
svip.