Alþýðublaðið - 25.01.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Hafnfirðingurinn Gestur G. GestSSOIl,
fyrsti varaformaður Sambands ungra jafnaðar-
manna og leiðtogi ungra jafnaðarmanna í
Hafnarfirði, í samtali við Stefán Hrafn Hagalín
„Annaðhvort
er maður
krati eða íhald((
Gestur G. Gestsson, 26 ára, er gaflari í húð og hár;
fæddur, skírður, fermdur og búsettur í Hafnarfirði. í stíl
við það alltsaman segir Gestur, að ef hann einhvem tím-
ann muni giftast sambýliskonu sinni, Kristínu Þórarins-
dóttur, þá fari athöfnin fram í Hafnarfirði. Gestur er til-
tölulega nýkjörinn sem fyrsti varaformaður Sambands
ungra jafnaðarmanna, hefur verið leiðtogi ungra jafnaðar-
manna í Hafnarfirði um árabil og stefnir á að klára nám í
hagfræði og stjórnmálafræði við Háskóla íslands í vor.
Stefán Hrafn Hagalín ræddi við Gest í gær um leið hans
inní flokkinn og framtíð hans þar; einangrun ungra jafnað-
armanna í Hafnarfirði; „fundameinlokur“; unga sjálfstæð-
ismenn; átökin í prófkjörinu á Reykjanesi; kosningastefnu
Alþýðuflokksins; lætin í kringum Jóhönnu; meinta öfund
í garð hanfirskra jafnaðarmanna; stöðu Guðmundar
Arna og jafnaðarmanna í Hafnarfirði; stóra og sterka
jafnaðarmannaflokkinn; Jóhann G. Bergþórsson;
„þægilega innivinnu“; kynjakvóta og innri skiptingu
stjómmálaflokka eftir kyni og aldri...; og sitthvað fleira.
-Hvenær og afhverju gekkstu til
liðs við jafnaðarmenn?
„Verandi Gaflari hefur maður í
raun bara um tvennt að velja: annað-
hvort er maður krati eða fhald. Þar
sem ég er ekki af Mathiesen-ættinni
og hafði horft upp á aðgerðaleysi
meirihluta sjálfstæðismanna og
óháðra - og síðan þann mikla upp-
gang sem varð í bænum þegar kratar
tóku völdin - þá varð það, ásamt því
að eiga samleið með helstu stefnu-
málum Alþýðuflokksins, til þess að
ég gekk til liðs við flokkinn."
-Að hverju hefurðu starfað inn-
an raða jafnaðarmanna?
„Störf mín innan raða flokksins
hóf ég sem formaður Félags ungra
jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Síðast-
liðið haust var ég svo kosinn sem
fyrsti varaformaður Sambands ungra
jafnaðarmanna."
-Hófstu störf sem íormaður í
Hafnarfirði; er framabrautin
virkifega svona hröð innan AI-
þýðuflokksins?
„Ég held það sé upp og ofan. Sá
hópur sem skipaði FUJ- stjómina f
Hafnarfirði þegar ég kom inn í starf-
ið var að stómm hluta til nýr í starf-
inu. Þetta var ferskur og skemmtileg-
ur hópur og því hægt að segja um
okkur flest að framabrautin hafi ver-
ið hröð.“
-Þú hefur dottið inn og út úr
starfmu. Afhverju?
„Pólitík og þátttaka í henni er fyrst
og fremst áhugamál hjá mér. Nám
og fjölskylda hafa forgang. Þess
vegna hefur maður verið misvirkur f
starfinu."
-Eg man fyrst eftir þér sem for-
manni Nemendafélags Fjöl-
brautaskólans i íhaldsbænum
Garðabæ fyrir átta árum. Varla
var það rökrétt framhald að
ganga til liðs við jafnaðarmenn?
„Nei, alls ekki. Rökrétt framhald
af formennsku Nemendafélagsins í
FG hefði verið formennska í Félagi
ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ.
Reyndar getur það vel verið, að ég sé
eini maðurinn sem hafi verið for-
maður í FG og ekki seinna rneir orð-
ið formaður eða stjórnarmaður Hug-
ins, Félagi ungra sjálfstæðismanna
þar í bæ.“
-Félag ungra jafnaðarmanna í
Hafnarfirði hefur á undanförnum
árum verið talsvert einangrað inn-
an Sambands ungra jafnaðar-
manna. Hversvegna?
„Þetta stafar fyrst og fremst af því,
að mikið hefur verið að gera á
heimavígstöðvum okkar í Hafnar-
firði. Það er alltof algengt, að Félög
ungra jafnaðarmanna á hverjum stað
leggi alla sína krafta í sameiginlegt
starf Sambandsins og ekkert sé að
gerast hjá þeini sjálfum. Sambandið
á að mínu viti fyrst og fremst að vera
samræmingaraðili milli félaga. Yfir-
stjórn SUJ á að styrkja starfið heima
í byggð, en ekki taka til sín alla
krafta félaga í tilgangslausum funda-
meinlokum."
-Tilgangslausar fundameinlok-
ur, hvað er það?
„Ég kalla það tilgangslausar
fundameinlokur, þegar allir kraftar
þess fjölmarga hæfileikafólks sem er
að finna innan raða Sambandsins
fara í tíða og langa fundi sem skila
litlu af sér. Þetta er að mínu mati einn
stærsti gallinn á skipulagi SUJ.
Vissulega er nauðsynlegt að funda,
móta stefnuna og ræða málin. Það
verður þó að gerast án þess, að í það
fari heilu og hálfu dagamir. Við
verðum að muna, að þátttaka í pólit-
ísku starfi er áhugamál þeirra sem
starfa innan SUJ - ekki atvinna.
Fundir verða því að vera skilvirkir,
þannig að allur sá tími sem fólk má
sjá af í þetta áhugamál fari ekki í til-
gangslitlar fundasetur. Sambands-
stjórnarfundurinn sem ungir jafnað-
armenn héldu fyrir rúmri viku er gott
dæmi um hvernig fundir eiga alls
ekki að vera. Hann var alltof lang-
dreginn og ómarkviss."
-Nú er þetta félag í Hafnarfirði
stærsta aðildarfélag SUJ. Er ekki
hægðarleikur fyrir ykkur að taka
völdin í krafti fulltrúafjölda ykk-
ar, frekar en að standa flest fyrir
utan og gagnrýna?
„Það er nokkuð til í þessu. Við
hefðum nefnilega hæglega getað
tekið öll völd innan æðstu stjómar
SUJ, sérstaklega áður en lögum
Sambandsins var breytt sfðastliðið
haust. Við hefðum kannski einnig
mátt beita okkur meira til að færa
Sambandið í það horf sem við vild-
um. En ég held að við höfum stigið
skref í þessa átt nú í haust þegar við
Hafnaríjarðarkratar fjölmenntum á
sambandsþingið. Einangmnin hefur
verið rofin.“
-Svo ég haldi mig áfram við
SUJ; hvað réttlætir aldursskipt-
ingu í stjórnmálaflokkum - og
bcinu framhaldi af því: hvað
finnst þér um kynjaskiptingu?
„Ég held, að með því að skipta
svona upp, sé auðveldara að virkja
fólk til þátttöku í stjórnmálum. Ungt
fólk hefur önnur baráttumál og ann-
að sjónarhom á lífið og tilveruna en
það eldra. Hvað varðar kynjaskipt-
ingu finnst mér, að ekki eigi að vera
neinar reglur i gangi um hana. Meta
á fólk af verðleikum. Ef það er haft í
heiðri þá kemur það að sjálfum sé að
álíka mikið er af kynjunum í valda-
stöðum innan flokkanna."
-Þú ert þá andsnúinn kynja-
kvótanum sem viðhafður er sem
vinnuregla innan SUJ og Alþýðu-
flokksins, eða hvað?
„Þesskonar reglur em settar á,
vegna þess hve konur hafa átt erfitt
uppdráttar innan flokkanna og þar af
leiðandi verið fámennar í valdastöð-
um þeirra. Slíkar reglur leysa hins-
vegar engan vanda að endanlegu.
Menn verða að spyrja sig hvers
vegna konur hafa lent í þessari að-
stöðu. Það er mitt mat að þær hafa
ekki verið metnar að verðleikum.
Konur hafa þurft að horfa upp sér
hæfileikalausari menn komast áfram
á kynferðinu einu saman. Þessu þarf
að breyta. Það á ekki að skipta máli
hvort þú ert karl eða kona. Einsog ég
sagði áðan: Fólk á að vera vegið og
metið eftir öðmm mælistikum en
kynferði."
-Mér hefur oft fundist að nokk-
ur öfund - og jafnvel óvild - hafi á
stundum ríkt innan Alþýðuflokks-
ins í garð jafnaðarmanna í
Hafnarfirði. Afhverju andar
köldu?
„Maður hefur svo sem fundið fyr-
ir þessu. Þegar við til dæmis tókum
okkur til í Hafnarfirði og fjölmennt-
um á sambandsþingið síðastliðið
haust ætlaði allt vitlaust að verða og
samsæriskenningar af öllum stærð-
um og gerðum tröllriðu þinginu. Af
hveiju þetta kemur til, er erfitt að
segja. Við Hafnarfjarðarkratar vinn-
um heiðarlega og látum verkin tala.
Þetta hefur skilað sér í því að flokk-
urinn er stærsta stjómmálaaflið í
Firðinum. Ég held að það megi læra
af þessu. Við eigum að koma upp úr
skotgröfunum og vinna saman að
því sem skiptir máli. Gera Alþýðu-
Ifokkinn að jafn öflugum flokki og
bræðrafiokkarnir í Skandinavíu eru.
Það gengur aldrei upp ef við af tómri
öfund rífum niður það sem vel er
gert í stað þess að læra af því.“
-Gamli draumurinn um stóra
jafnaðarmannaflokkinn blundar í
þér. Hvernig sérðu hann verða að
veruleika?
„Fyrst og fremst þurfum við jafn-
aðarmenn að læra að vera ósammála
og rífast, án þess að hlaupa í fjöl-
miðla eða kljúfa flokkinn. Til þess
að geta orðið fjöldahreyfmg gengur
skotgrafahernaðurinn einfaldlega
ekki upp. Auðvitað hljótum við að
vera ósammála um mörg mál. Við
verðum hins vegar að fara hafa vit á
því að rífast og skammast fyrir lukt-
um dyrum. Ná þannig sameiginlegri
niðurstöðu og standa saman út á við
sem sterk og öflug heild.“
-Nú er nýlokið prófkjöri Al-
þýðuflokksins á Reykjanesi þar
sem þú skipaðir þér í hóp stuðn-
ingsmanna Guðmundar Árna.
Eru engin sárindi í gangi af hálfu
Hafnfirðinga?
„Mín skoðun er sú, að við hefðum
verið með sterkari lista á Reykjanesi
ef Guðmundur Ámi hefði náð fyrsta
sætinu; það hefði komið betur út fyr-
ir flokkinn ef það hefði gengið eftir.
Það sem hinsvegar stendur uppúr
eftir þetta prófkjör er hin gífurlega
góða þátttaka. Nær níu þúsund
manns völdu á listann, tæpum þrem-
ur þúsundum fleiri en hjá Sjálfstæð-
isflokknum fyrir stuttu. Það sýnir
okkur hvað hægt er að gera ef vel er
að málum staðið. Ég held, að geti
enginn verið sár eftir svo glæsilegt
prótkjör. Þátttakan fór fram úr öllum
vonum og að stuðningsmönnum
flokksins hafi fjölgað þetta mikið í
Kópavogi er auðvitað árangur sem er
alveg frábær. Nú er það auðvitað
oddvita flokksins á Reykjanesi að
tryggja að þessi fylgisaukning skili
sér líka í kjörkassana. Þátttakan í
Hafnarfirði var einnig framar öllum
vonum sem undirstrikar sterka stöðu
flokksins þar. Við Hafnarfjarðarkrat-
ar emm ekkert fýluvinafélag og
munum nú snúa okkur af öllum
krafti að næsta verki, sem er að
tryggja góðan árangur flokksins í
komandi kosningum."
-Hvernig sérðu stöðu flokksins í
upphafi kosningabaráttu eftir um-
rótið í flokknum sem náði há-
punkti með Jóhönnu- og Guð-
mundarmálum?
„Prófkjörið sýndi og sannaði að
Guðmundur Árni stendur sterkt í
sínu kjördæmi. Ég held að allt fjöl-
miðlafárið í kring um hann hafi keyrt
svo um þverbak að fólk hafi ofboðið,
séð í gegnum moldviðrið. Það,
hversu vel hann kemur út, með tæp-
lega þijú þúsund og átta hundmð at-
kvæði í fyrsta sæti, hefur styrkt þá
trú rnína að fólk sjái í gegnum fjöl-
miðlafár af því tagi sem hann lenti í.
Almenningur er skynsamari en
margur hyggur. Sú staðreynd að Jó-
hanna skyldi kljúfa sig úr flokknum
á hinsvegar eftir að reynast okkur
jafnaðarmönnum erfið í næstu kosn-
ingum. Að flokkur tapi stjómmála-
manni, sem hefur notið stuðnings og
trausts langt út fyrir raðir flokksins
og verið með landsins vinsælustu
stjórnmálamönnum, hlýtur að verða
mikil blóðtaka. Afturámóti sé ég
ekki, að nokkur málefnaágreiningur
hindri það að þessi öfl geti síðar meir
sameinast. Það er allavega von mín.“
-Hvað með þessi læti í kringum
Jóhann G. Bergþórsson?
„Jóhann G. Bergþórsson er vanda-
mál Sjálfstæðisflokksins, en ekki
okkar Hafnarfjarðarkrata. Hitt er svo
annað mál, að gaman verður að sjá,
hverslags hótunum eða gylliboðum
forsætisráðherrann beitti fyrir sig til
að brjóta Jóhann. Það mun koma í
!jós.“
-Hvaða áherslur og stefnumál
eiga jafnaðarmcnn að setja á odd-
inn í kosningbaráttunni?
„Málefnalega stöndum við traust-
um fótum. Við eigum að undirstrika,
að Alþýðuflokkurinn er sá flokkur
sem tekur ábyrga afstöðu til mála.
Við lofum ekki því sem ekki verður
við staðið. Það er auðvelt mál að
segjast ætla efla velferðarkerfið,
segjast ætla auka atvinnu eða segjast
ætla jafna launamismun í landinu.
Alþýðuflokkurinn gengur skrefinu
lengra og segir líka hvemig á að gera
hlutina. Þetta er spurning um mark-
mið og leiðir. Á það held ég að við
eigum að leggja áherslu því fólk er
orðið þreytt á innihaldslausum lof-
orðum um paradís handan við næstu
kosningar svo lengi sem rétt - ef
þannig má taka til orða - er kosið.“
-Hver helduröu að úrslit alþing-
iskosninganna verði og sýnist þér
að einhverjar breytingar verði á
stefnu flokksins eða forystu á
næstu misserum?
„Þar sem ég er ekki skyggn hef ég
ekki hugmynd um hvemig næstu
kosningar fara. Hinsvegar er ljóst að
flokksmenn allir verða að lyfta grett-
istaki eigi flokknum að takast að
halda óbreyttum hlut í komandi
kosningum. Hvað stefnu flokksins
varðar þá á hún örugglega eftir að
breytast því það liggur í eðli jafnað-
arstefnunnar, að aðlagst breyttum
tímum og aðstæðum. Forystan á
náttúrlega líka eftir að breytast, hvort
það verður á næstu misserum eða
ekki hef ég ekki hugmynd um.“
-Hvað stendur uppúr í huga
þínum af atburðum síðasta árs í
stjórnmálum?
„Hrafnsmálið kemur fyrst upp í
hugann, enda einn furðulegasti
gjörningur seinni tíma. Innanflokks
er brotthvarf Jóhönnu úr flokknum
það sem stendur upp úr.“
Að lokum; þínar eigin framtíð-
aráætlanir - í stjórnmálum og
einkalífi - hverjar eru þær? Er at-
vinnustjórnmáiamaðurinn þér
hugnanlegt fyrirbæri?
„Mínar framtíðaráætlanir lúta
fyrst og fremst að þvf að ljúka námi.
Það er því vonandi að þær nái ekki
lengra en til næsla vors. Að vera at-
vinnustjómmálamaður er mér alls
ekki hugnanlegt. Ég held að til þess
að geta staðið í þeirri vinnu og álagi
- á þeim launum sem stjómmála-
mönnum á Islandi er boðið uppá -
verði maður að vera hugsjónastjóm-
málamaður. Ég er því algerlega
ósammála þingmanninum sem lýsti
vinnu sinni sem hugggulegri inni-
vinnu.“
A-mynd: E.ÓI.