Alþýðublaðið - 25.01.1995, Page 8
Miðvikudagur 25. janúar 1995 14. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Framboðsraunir Alþýðubandalagsins
Það er Ijóst að
hér urðu sárindi
- segir Steingrímur J. Sigfússon um stöðu flokksins í Reykjavík. Stefnir að tveimur
þingmönnum á Norðurlandi eystra.
Steingrímur J. Sigfússon: Það urðu erfiðleikar í Reykjavík og ákveðinn
sársauki. Ég spurðist fyrir um það hjá þeim mönnum sem best þekkja til
þar hversu stór þessi hópur væri þar sem væri í óánægju. Mér var þá sagt
að þetta væru tveir til fjórir einstaklingar.
Ágúst Einarsson: Stefna Þjóðvaka verður skýr.
Formlegur stofnfundur Þjóðvaka
Listar ekki tilbúnir
„Ég tel þetta ekki svaravert. Þetta
er frétlaflutningur sem er kominn út
fyrir þau mörk, ef fréttaflutning
skyldi kalla. Eg sé ekki ástæðu til að
taka þátt í þessum spuna ykkar Al-
þýðublaðsmanna og fjarstæðu-
kenndum málflutningi af málum Al-
þýðubandalagsins,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon varaformaður
Alþýðubandalagsins í samtali við
Alþýðublaðið í gær.
Steingrímur var spurður álits á
þeim ummælum Stefaníu Þor-
grímsdóttur, sem situr í stjóm Sósí-
alistafélags Reykjavíkur, að fram-
boð Ögmundar Jónassonar og
Árni Steinar Jóhannsson: Verður í
2. sæti framboðslista Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi
eystra. Árni Steinar er garðyrkju-
stjóri á Akureyri og bauð sig fram
síðast fyrir Þjóðarflokkinn. Hann
kemur sem „óháður" á listann.
Bryndísar Hlöðversdóttur væri til
að bjóða skiptimynt í ríkisstjóm Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks
að loknum kosningum. Steingrímur
var þeirrar skoðunar að fréttir Al-
þýðublaðsins af málefnum Alþýðu-
bandalagsins, þar sem nafngreindir
flokksmenn hafa hver á fætur öðmm
Iýst ágreiningi og óeiningu innan
flokksins, væru gamlar fréttir sem
ekki væri mark takandi á.
„Ég held að það sé að skapast
mjög góð stemmning í kringum
samfylkingu þessara óháðu aðila
með Alþýðubandalaginu hér í
Reykjavík, á Norðurlandi eystra og
víðar. Við gengum frá framboðslista
á Norðurlandi eystra í mikilli ein-
drægni og meira að segja Alþýðu-
blaðinu hefur ekki tekist að þefa þar
uppi nokkurn ágreining og er þá
langt til jafnað. Og ég held nú og
vona að hlutirnir settlist hér í
Reykjavík. Það er hins vegar alveg
rétt og hefur svo sem ekki verið
reynt að leyna því, að það urðu erf-
iðleikar í Reykjavík og ákveðinn
sársauki. En ég vona að það fari nú
að jafna sig,“ sagði Steingrímur.
I framhaldi af þessu var Stein-
grímur spurður hvort það væri ekki
áhyggjuefni fyrir Alþýðubandalagið
þegar flokksfólk á borð við Auði
Sveinsdóttur, Stefaníu Trausta-
dóttur, Alfheiði Ingadóttur og
fleiri hefðu lýst því yfir að það vildi
ekki lengur vinna með flokknum.
„Það urðu hér sárindi og það er
Ijóst. Þið haftð greinilega náð í flesta
þá nafngreindu einstaklinga sem
maður hefur aðallega vitað af í því
sambandi. Þetta er ekki ný frétt
heldur sama gamla þriggja, fjögurra,
fimm, sex vikna gamla fréttin í raun
og veru um það,“ sagði Steingrímur.
Og ekki gaf hann mikið fyrir stað-
festar fréttir Alþýðublaðsins af il-
lindum innan Alþýðubandalagsins á
Austurlandi vegna framboðsmála:
„Ég spurðist fyrir um það hjá
þeim mönnum sem best þekkja til
þar hversu stór þessi hópur væri þar
sem væri í óánægju. Mér var þá sagt
að þetta væru tveir til fjórir einstak-
lingar, þar af einn sem hefði verið
búinn að ákveða að hverfa yfir til Jó-
hönnu. Þar er því mikið spunnið úr
litlum lopa.“
Árni Steinar á þing
Steingrímur J. Sigfússon leiðir
lista Alþýðubandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra. í 2. sæti list-
ans er Arni Steinar Jóhannsson,
garðyrkjustjóri á Akureyri, sem
bauð sig fram síðast fyrir Þjóðar-
flokkinn og kemur sem „óháður“ á
listann. I 3. sæti er Sigríður Stef-
ánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri,
og í 4. sæti Örlygur Hnefill Jóns-
son, lögmaður á Húsavík. Stein-
grímur er afar ánægður með þennan
lista og segir hann hafa verið ákveð-
inn í sátt og samlyndi. Hann gerir
ráð fyrir að flokkurinn fái þar tvo
menn kjöma í næstu kosningum.
„Við vorum hársbreidd frá því
síðast og Arni var með um ellefu
hundmð atkvæði, eða nær sjö pró-
sent. Það hálfa hefði verið nóg fyrir
okkur og við hefðum ekki þurft
nema brot af þeim atkvæðum til við-
bótar til að fá tvo menn. Við erum
nú með mjög sterkt framboð gagn-
vart Akureyri þar sem er Arni Stein-
ar í 2. sæti og Sigríður í 3. sæti.
Þetta þýðir að Sigríður, sem er að
mörgu leyti yfirburða manneskja í
akureyrskum stjórnmálum, yrði þá
varamaður tveggja þingmanna og ég
er illa svikinn ef Akureyringar eru
ekki spenntir fyrir þeim möguleika
að slá þarna tvær flugur í einu
höggi," sagði Steingrímur J. Sigfús-
son.
„Það er ekki von á því að fram-
boðslistar verði tilbúnir á fundinum,
enda er ennþá nægur tími til að klára
þá,“ sagði Agúst Einarsson, pró-
fessor og einn af framámönnum
Þjóðvaka, í samtali við Alþýðublaðið
í gær, er hann var spurður hvort
framboðslistar flokksins yrðu kynnt-
ir á fyrirhuguðum stofnfundi.
Þjóðvaki efnir til formlegs stofn-
fundar um næstu helgi í Súlnasal
Hótel Sögu. Fundurinn verður jafn-
framt landsfundur samtakanna. Þar
verður stefnuskrá samþykkt, stjóm
kosin og lög afgreidd. Agúst taldi
líklegt að fyrir samtökunum yrði for-
maður, en vildi að öðm leyti ekki tjá
sig um stjómarfyrirkomulag þeirra.
„Lögin verða afgreidd á fundinum,
þvf er of snemmt að tjá sig um fyrir-
komulagið," sagði Agúst.
Agúst sagði jafnframt að óform-
lega væri kosningabarátta samtak-
anna hafin, því farin hefði verið vel
heppnuð fundaherferð um landið og
fólkið streymdi í samtökin á degi
hverjum. „Annars fer hin opinbera
kosningabarátta hjá öllum flokkun-
um líklega af stað uppúr miðjum
febrúar." Agúst sagðist eiga von á
fjölmennum landsfundi. „Það er far-
ið af stað formlegt starf mjög víða
um land og við fáum mikinn hljóm-
gmnn við stefnu okkar.
Alþýðublaðið spurði Agúst út í
ummæli Þorsteins Hjartarsonar,
skólastjóra á Skeiðum og líklegs
oddvita Þjóðvaka á Suðurlandi, sem
höfð voru eftir honum í Sunnlenska
fréttablaðinu, að Þjóðvaki myndi
hvorki fylgja landbúnaðar- né Evr-
ópustefnu Alþýðuflokksins. Agúst
sagði að hann hefði ekki heyrt þetta
áður. „Ég hef þann sið að tjá mig
ekki um það sem ég hef hvorki heyrt
né séð. Stefnumálin verða lögð fram
á landsfundinum og þau verða skýr,“
sagði Ágúst að lokum.
Söfnun Samhugs í verki: 205 milljónir
Árangur landssöfnunarinnar Samhugur t verki vegna náttúurhani-
faranna í Súðavík hefur farið fram úr björtustu vonum. Símasöfnun stóð
vfir í fjóra daga og nemur heildartjárhæð söfnunarinnar nú 205.316.840
krónum. Þessi upphæð samanstendur af 6.496 framlögum inn á banka-
reikning númer 800 í Sparisjóðnum í Súðavík og 21.481 framlagi í síma-
númeri landssöfnunarinnar 800 5050. Hægt verður að leggja framlög
inn á reikning númer 800 í Sparisjóðnum í Súðavík frani til 3. febrúar.
Símanúmerið 800 5050 verður opið áfram fyrir þá sem vilja fá upplýs-
ingar um landssöfnunina og fyrir þá sem vilja setja framlög á greiðslu-
kort. Svarað verður alla daga milli klukkan 8 og 23 fram til 3. febrúar.
Aðstandendur söfnunarinnar þakka landsmönnum öllum sem sýndu
samhug sinn í verki. Margir eiga um sárt að binda eftir atburði vikunn-
ar á Vestfjörðum og mun söfnunarfé renna óskert til víðtækrar fjöl-
skylduhjálpar þar.
Mikil ólga innan Alþýðubandalagsins á Austurlandi út af framboðsmálum
„Hjörierfur vildi mig
ekki vid hlid sér"
- og um það fékk ég skýr skilaboð, segir Einar Már Sigurðsson varaþingmaður flokks-
ins. „Ég hef ákveðið að taka mér pólitískt orlof...Raunar munu það vera fleiri sem
ætla í pólitískt orlof svo hér er komin upp nokkur orlofssveit.“
Einar Már Sigurðsson varaþing-
maður Alþýðubandalagsins í Aust-
urlandskjördæmi segist hafa fengið
skýr skilaboð um að Hjörleifur
Guttormsson óskaði ekki eftir að
hafa hann áfram í öðru sæti á fram-
boðslista flokksins. Einar Már segir
fylgi flokksins hafa dregist stöðugt
saman á Austurlandi síðan 1978 og
það hljóti að vera Hjörleifi umhugs-
unarefni. Uppstillingamefnd hefur
ákveðið að Hjörleifur verði áfram í
efsta sæti og hefur það valdið mikilli
ólgu meðal flokksmanna eystra.
„Það er mitt mat að heilindi
manna hafi ekki verið nægileg til að
ég félli inn í þessa framvarðasveit
flokksins sem á að halda merki hans
á lofti. Ég hef heyrt í Ijölmiðlum að
Hjörleifur skilji ekkert í því hvað ég
er að segja. Hann hafi reynt að hafa
sem best samband við mig sem vara-
þingmann og ég tekið sæti hans á Al-
þingi nokkrum sinnum. Það er auð-
vitað mikil breyting frá því sem hann
hefur áður sýnt sínum varaþing-
mönnum. Ég hef líka reynt að halda
góðu samstarfi við hann og gét ekki
kvartað undan formlegu samstarfi
við hann. En hins vegar varð ég var
við ákveðnar breytingar á þessu þeg-
ar fór að nálgast framboðsmálin. Það
var augljóst að Hjörleifur hafði ekki
áhuga á að ég yrði við hliðina á hon-
um áfram þó svo að hann hafi aldrei
orðað það sjálfur við mig,“ sagði
Einar Már í samtali við blaðið í gær.
-Fékkstu skýr skilaboð um þetta?
, Já, ég held að þau hafi ekki verið
mjög óskýr. Hann hefur líka sagt f
viðtölum að mér hafi verið boðið að
sitja í þriðja sæti listans. Síðan heyri
ég í fjölmiðlum að Hjörleifur telur
helstu tafir á framboðinu hafi verðið
út af þessu. Það kemur mér mjög
spánskt fyrir sjónir því mín afstaða
hefur legið fyrir alveg frá því ég var
um þetta spurður. Það átti því ekki að
teija framboðið. Samkvæmt mínum
upplýsingum dróst að ganga frá
framboðinu vegna þess að menn
vildu ræða meira við Hjörleif og
hans framtíð."
„Ég sé í Morgunblaðinu að Hjör-
leifur segir að ég hafi farið gegn hon-
um í fyrsta sæti við prófkjör sem hér
var fyrir kosningarnar 1991. Þetta
orðalag sýnir að hann telur sig eiga
sætið og svo dirfist ég til að fara fram
gegn honum. Ég gaf kost á mér í for-
val samkvæmt þeim reglum sem
giltu. Þetta segir meira um Hjörleif
en mig. En þetta var býsna jöfn bar-
átta og munaði litlu á okkur. Hjör-
leifur fékk innan við 50% atkvæða í
fyrsta sætið og einhver hefði nú haft
hugfast þau úrslit fjómm árum síðar.
Flokkurinn fór aðeins niður í fylgi
hér við síðustu kosningar eins og
hann hefur gert látlaust síðan 1978,“
sagði Einar Már Sigurðsson.
I framhaldi af þessu var Einar Már
„Hjörleifur Guttormsson telur greinilega að sér dugi ekki minna en tuttugu
ár á Alþingi til að koma sinum málum fram," segir Einar Már Sigurðsson.
spurður hvort það væri hans skoðun
að tími Hjörleifs Guttormssonar sem
þingmanns væri í raun liðinn.
„Ég held að það sé alveg Ijóst að
það var tímabært að taka það til
skoðunar hvort hann væri ekki búinn
að sitja nógu lengi á Alþingi. Hann
er búinn að vera þar í sautján ár en
telur greinilega að honum dugi ekki
minna en liðlega tuttugu ár til að
koma sfnum málum fram.“
-Hvað ætlar þú að gera í stöð-
unni?
„Ég kýs að orða það svo, að ég hef
ákveðið að taka mér pólitískt orlof,
en það á fyrst og fremst við á kjör-
dæmavísu. Ég verð áfram virkur í
bæjarmálapólitíkinni. Raunar munu
það vera fleiri sem ætla í pólitískt or-
lof svo hér er komin upp nokkur or-
lofssveit," sagði Einar Már Sigurðs-
son.