Alþýðublaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 1
Formaður Neytendasamtakanna gekk út af landsfundi Þjóðvaka sátt náðist um þessa lendingu máls- ins, hefði Agúst stigið upp í pontu þrátt fyrir að búið væri að loka mæl- endaskrá og lagt það til að tillögun- um yrði vísað til stjómar. Það hefði svo verið samþykkt með einu at- kvæði. Þá mun hópur manna hafa gengið af landsfundinum eins og áð- ur sagði. Aðspurður hvort að hann væri hættur að starfa með Þjóðvaka sagði Njáll að hann ætlaði að sjá hvort að það væri ekki hægt að rétta þetta við. „Ef Ágúst segir sig ekki úr stjóm- inni, þá cr bara að gleyma þessu,“ sagði Njáll að lokum. Lagt á ráðin Jörundur Guðmundsson umboðsmaður og Mörður Árnason íslenskufræð- ingur bera saman bækur sínar á landsfundi Þjóðvaka um helgina. Búist var við 250 manns en aðeins helmingur þeirra lét sjá sig og rétt rúmlega 100 tóku þátt í formannskjöri. A- mynd: E.ÓI. Landsfundur Þjóðvaka endaði í illdeilum Krefjumst af- sagnarAgústs Einarssonar Jón: Þjóðvaki er því miður greini- lega ein deildin enn - líklega sú 5. - þarsem þeir rugludallar eru sem kalla sig félagshyggjumenn án þess að vera það. A-mynd: E.ÓI. Jón Kjartansson frá Pálmholti formaður Leigjendasamtak- anna segir skilið við Þjóðvaka Ósáttur við merði úr öðr- um flokkum „Ég, einsog margir fleiri, ber mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sig- urðardóttur. Og einsog margir fleiri batt ég miklar vonir við þessa hreyfingu. Þessvegna eru það mik- il vonbrigði að hún hefur ekki val- ið sér heppilega samstarfsmenn,“ sagði Jón Kjartansson frá Pálm- holti, formaður Leigjendasamtak- anna, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Jón, sem gekk út af landsfundi Þjóðvaka um helgina ásamt fleir- um, hefur nú formlega sagt sig úr flokknum. „Þjóðvaki er því miður greinilega ein deildin enn - líklega sú 5. - þarsem þeir rugludallar eru sem kalla sig félagshyggjumenn án þess að vera það,“ sagði Jón. Jón segir að fólkið sem beið nýrrar hreyfingar verði að bíða áfram. „Hreyfing sem ekki getur tekið af skarið í sjávarútvegsmál- um, atvinnumálum og málefnum heimilanna getur ekki verið hreyf- ing fólksins.“ Jón kvaðst afar ósáttur við þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í Þjóðvaka. „Það á ekki að fá merði úr öðrum flokkum til að stjórna vinnubrögðum. Ef þetta á að vera hreyfing fólksins verða sjónarmið fólksins að koma fram.“ Ólafur Ragnar segir fréttaflutning af ágreiningi alþýðubandalagsmanna á Reykjanesi tómt grín „Hver hefur sinn húmor" - segir Njáll Harðarson, sem gekk af fundi ásamt fleirum til að mótmæla „ólýðræðislegum vinnu- brögðum11. „Það voru um tuttugu manns eftir í salnum þegar við vorum höfðum yfirgefið fundinn,“ sagði Njáll Harðarson, einn af liðsmönnum Þjóðvaka, í samtali við Alþýðublað- ið, en hann og stór hópur samheija hans yfirgaf landsfund Þjóðvakans um síðustu helgi, til að mótmæla meintum ólýðræðislegum vinnu- brögðum sem þar voru höfð í frammi. þessi hópur mun krefjast þess að Ágúst Einarsson prófessor segi sig úr stjóm Þjóðvaka, en í hana var hann kjörinn um helgina. „Þetta snerist ekki um mikinn málefnaágreining. Hins vegar voru allar lýðræðisreglur þverbrotnar við stjómarkjör og Ágúst Einarsson kom í veg fyrir að breytingartillögur sem við vorum með við sjávarútvegs- stefnuna væm ræddar,“ sagði Njáll. Stjómarkjörið fór að sögn þannig fram að fundarmönnum var afhentur listi með 36 nöfnum, síðan áttu menn að merkja við þá sem þeir vildu sjá í stjóminni. Það er því augljóst að ekki sátu allir við sama borð þegar kom að framboði til stjórnar. Njáll sagði að mikill styrr hefði staðið um sjávarútvegstillögur Þjóð- vaka. Hann og fleiri hefðu verið með ákveðnar breytingartillögur, sem Jó- hanna Sigurðardóttir og Ágúst hefðu fallist á að yrðu bomar undir atkvæði fundarins. Hálftíma eftir að Njáll Harðarson, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Ágúst Einarsson á meðan allt lék í lyndi. A-mynd: E.ÓI. - segir Flosi Eiríksson formaður kjörnefndar flokksins í kjördæminu. Fullvíst að Sigríður Jóhannesdóttir verði áfram í 2. sæti. Alþýðu- bandalagsmenn í Kópavogi halda til streitu hót- unum um að sniðganga kosningabaráttuna. „Ólafi finnst þetta fyndið. Hver hefur sinn húnior," sagði FIosi Ei- ríksson, formaður kjömefndar Al- þýðubandalagsins á Reykjanesr að- spurður um þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í Morgun- póstinum í gær, að fréttaskýring Al- þýðubíaðsins á föstudag um fram- boðsmál Alþýðubandalagsins eigi enga stoð í veruleikanum. Orðrétt segir Ólafur Ragnar í Morgunpóstinum: „Þessi frétt í Al- þýðublaðinu er bara einsog annað í því ágæta blaði, sem er skemmtilegt, fyndið og hressilegt á morgnana. En tengsl þess við veruleikann em svona álíka og skáldskapur Davíðs Stefánssonar sem Alþýðublaðið hefur líka skrifað mikið um.“ Einsog Alþýðublaðið skýrði frá er hörð barátta milli alþýðubandalags- manna í Kópavogi og á Suðumesj- um um 2. sæti á lista flokksins í Reykjanesi. Suðumesjamenn leggja mikla áherslu á að Sigríður Jóhann- esdóttir skipi sætið áffam, en Kópa- vogsbúar hóta að sniðganga kosn- ingabaráttuna og taka ekki sæti á lista. Á sunnudagskvöld var fundur í kjömefnd, sem skipuð er fulltrúum Flosi: Ég held að þessi fram- boðsmál okkar séu þannig að við eigum að leysa þau heima í héraði en ekki í Al- þýðublaöinu. átta alþýðubandalagsfélaga í kjör- dæminu. Ólafur Ragnar Grímsson sat fund- inn og reyndi eftir megni að miðla málum, samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins. Allt bendir til að Sig- ríður skipi áfram 2. sætið en alþýðu- bandalagsmenn í Kópavogi halda til streitu hótunum um að taka sér „pól- itískt orlof‘. Meirihluti kjömefndar er á bandi Sigríðar, en Flosi hefur beitt sér mjög fyrir því að Valþór þyt meðal alþýðubandalagsmanna í Reykjanesi. Einn viðmælandi sagði að Ólafur Ragnar hefði lagt að flokksmönnum að ræða ekki við AI- þýðublaðið, og annar sagði að frétta- skýringin hefði „skapað talsvert heit- ar tilfinningar. Þar var hinsvegar engu logið. Nú er formaðurinn að læsa klónum í kjömefndina og því er honum í mun að forðast alla um- ræðu.“ Um næstu helgi verður gengið frá lista Alþýðubandalagsins á tjölskip- uðu kjördæmisþingi. Framboðsmál- in þarf því að leiða til lykta á allra næstu dögum. „Það er því miður 99% ömggt að Sigríður Jóhannes- dóttir verði áfram í 2. sæti. Viðhorf málsmetandi manna í Kópavogi hafa hinsvegar ekkert breyst,“ sagði al- þýðubandalagsmaður í Kópavogi í gær. Siá Rökstóla á blaðsíðu 2 Ólafur Ragnar lagði að al- þýðubanda- lagsmönnum á Reykjanesi að ræða ekki við Alþýðublaðið. Hlöðversson eða annar Kópavogs- búi fái 2. sætið. Flosi var spurður hvort eitthvað hefði verið rangt í fréttaskýringu Al- þýðublaðsins á föstudag. Hann stað- festi að rétt hefði verið eftir sér haft, en sagði ennfremur: „Eg held að jiessi framboðsmál okkar séu þannig að við eigum að leysa þau heima í héraði en ekki í Alþýðublaðinu." Samkvæmt heimildum blaðsins vakti fréttaskýringin nokkum úlfa- Eg tek ekki þátft í svona skrípaleik - segir Jóhannes Gunnarsson og telur öll eðlileg fundarsköp I hafa verið brotin á fundinum. ,Ég bað um orðið til að mótmæla þessum vinnubrögðum sem em and- stæð öllum eðlilegum fundarsköp- um. Eg fékk ekki orðið og þegar ég ítrekaði hvort ég fengi ekki að taka til máls var mér sagt að ég fengi það eftir að búið yrði að afgreiða málið. Eg tek ekki þátt í svona skrípaleik og þar af leiðandi ákvað ég að taka ekki frekari þátt í afgreiðslu mála á þess- um Iandsfúndi og fór heim til mfn,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Jóhannes sat landsfund Þjóðvaka á laugardag og fram eftir degi á sunnudag. Þá gekk hann af fundi eft- ir að breytingartillaga sem hann bar upp við landbúnaðarályktun fundar- ins fékkst ekki rædd. „Það hafði verið óskað eftir að breytingartillögum sem ég var með yrði vísað til stjórnar. Eg hef alltaf vanist því að ef vísa á breytingartil- Iögum eitthvert þá verði einnig að vísa aðaltillögunni þangað. Það verður að taka þetta allt í samhengi. Ég féllst á að mínum breytingartil- lögum yrði vísað til stjómar því ég taldi að aðaltillögunni yrði einnig vísað þangað til umljöllunar. Þegar ég hins vegar frétti að það ætti að vísa breytingartillögunum til stjómar en bera upp aðaltillöguna án þess að breytingartillögumar fengu fyrst eðlilega meðferð, bað ég um orðið um dagskrá til þess að mótmæla þessum vinnubrögðum en fékk ekki. Þetta er andstætt öllu því sem heitir eðlileg fundarsköp," sagði Jóhannes Gunnarsson. Hann sagðist aldrei hafa ætlað sér stóra hluti í pólitík og gengi ekki með þingmann í maganum. Sem for- maður Neytendasamtakanna hefði hann ekki áhuga á að fara á fram- boðslista neins stjómmálaflokks. Hann sagðist enn vera í Þjóðvaka. Hins vegar sætti hann sig ekki við það þegar eðlileg fundarsköp væm hunsuð og fá ekki að taka til máls til að gagnrýna það þegar óeðlilega væri farið með fundarsköp. „Eg botna bara ekkert í svona vinnu- brögðum," sagði Jóhannes. Jóhannes Gunnarsson: Ég botna bara ekkert í svona vinnubrögðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.