Alþýðublaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Sjálfsvald Pallborðið Margir finna fyrir því að hafa ekki stjóm á aðstæðum í lífi sínu og finna til vanmáttar gagnvart hinu flókna og óútreiknanlega samfélagi. Mörg- um finnst sem smátt og smátt hafí þeir misst úr höndum sér öll tækifæri til að hafa áhrif á sitt nánasta um- hverfí í hendur atvinnustjómmála- manna og kerfisk- arla. Og þetta er ekki einungis til finning sem fólk hefur, þetta er stað- reynd sem það stendur frammi fyrir. Hver kannast ekki við hinar endalausu undir- skriftasafnanir gegn ýmsum framkvæmdum hins opinbera, sem atvinnustjómmála- mennimir og kerfiskarlamir taka við? Þeir hlæja að ,Jcverúlöntunum“ og fara sínu frarn eins og ekkert hafi í skorist. Svo halda þeir því ffam að „engin stórvirki hafi verið unnin án andstöðu almennings.“ Erþetta lýð- ræðið sem við viljum búa við, góðir íslendingar? Höfum við ekki ein- hversstaðar farið út af sporinu þegar svo er komið? Við borgum til ríkisins í formi skatta og hvað svo? Höfum við ein- hver sérstök áhrif á hvemig þeim peningum er varið? Þeim er meðal annars varið til að halda uppi hér á landi svo óhagkvæmum atvinnuveg- um að ísland býr við lægstu ffam- leiðni sem þekkist í hinum vestræna heimi. A meðan er ráðist að mennta- kerfinu og háskóli landsins er í önd- unarvél sökum fjársveltis. Er það þetta sem fólkið vill? Er þetta demó- kratía, eða stjóm lýðsins? Hið alltumlykjandi vald ríkisins hefur alið þjóðina upp í þeim anda að ekkert geti orðið nema fyrir tilstuðl- an þess. Þannig byrja allir á að fara með kröfu á hendur ríkinu þegar eitt- hvað á að gera. Það er eðlilegt. Þegar fólkið hefur það á tilfinningunni að það ráði ekki sjálft ferðinni, þá miss- ir það tengslin við samfélagið og sér ríkisvaldið sem einhverskonar pabba, sem sæki í sína endalausu sjóði vasapeninga fyrir bömin sín. Fólk er firrt frá þeirri staðreynd að það borgar launin hans pabba, þar sem það hefur annars ekkert með gjöminga hans að gera. Þessu mótmæl- hin nýja kyn- Magnús Árni Magnússon slóð jafnaðar- manna af krafti. Við getum ekki skrifar þolað það lengur að réttur einstak- linganna í þessu þjóðfélagi sem kallar sig lýðveldi, einskorðist við misvægan kosningarétt á fjögurra ára fresti og pópúlískar kröfugerðir kóna á borð við Ögmund Jónasson, sem er fljótur að kasta hlutleysis- grímunni þegar hann sér tækifæri til þess að verða einn af valdhöfunum. Þess vegna boðum við hugmynd- ina um sjálfsvald. Það snýsl um að teygja lýðræðið alla leið að einstak- lingurn sjálfum. Samfélag fijálsra manna verður að snúast um það að einstaklingar sýni frumkvæði, taki sig saman og geri út um samfélags- leg málefni á lýðræðislegan hátt í sínum hópi. I þessu felst meðal ann- ars að frjálsum félagasamtökum verði í stórauknum mæli falin um- sjón með verkefnum sem nú em í höndum hins opinbera. Leik- og gmnnskóli em til að mynda alveg borðleggjandi dæmi um svið þar sem foreldrar eiga að hafa meira að segja um hvemig málum er háttað. Þegar komið er ofar í skólakerfið ætti valdið að færast í síauknum mæli til nemendanna sjálfra, því fyr- ir hverja er skólinn ef ekki fyrir nem- endur? I dag miðast allt hins vegar við að takmarka áhrif nemenda á skólakerfið, eins og sjá má í tillögum menntamálaráðherra um Viti menn „Þessu mótmælir hin nýja kynslóð jafnaðarmanna af krafti. Við get- um ekki þolað það lengur að réttur einstaklinganna í þessu þjóðfé- lagi sem kallar sig lýðveldi, einskorðist við misvægan kosningarétt á fjögurra ára fresti og pópúlískar kröfugerðir kóna á borð við Ögmund Jónasson, sem er fljótur að kasta hlutleysisgrímunni þegar hann sér tækifæri til þess að verða einn af valdhöfunum.“ hlutverk nemendafélaga. Önnur hugmynd er sú að einstak- lingar geti sjálfir ákveðið á ársgrund- velli í hvað tekjusköttum þeirra er varið. Þeir eiga að geta valið það sjálfir, hvort það er íþróttafélagið, söfnuðurinn, skólinn eða hvaðeina sem þeim sjálfum hugnast og upp- fyllir ákveðin skilyrði um viðtöku- bæra aðila og upplýsingaskyldu gagnvart borgurum og stjómvöld- um. Hveijum er betur treystandi til að byggja upp sitt nánasta umhverfi af natni og hugkvæmni en borgurun- um sjálfum? Er okkur virkilega ekki treystandi til annars en að kjósa stjómmálaflokka, sem fæstir endur- spegla neinar hreinar línur, á fjög- urra ára fresti? Einnig felst í þessari hugmynd að einstaklingamir sjálfir semji um sinn vinnutíma og geri sína eigin kjarasamninga, sem þó bijóti ekki í bága við ákveðnar lágmarks- upphæðir og hámarks vinnuálag. Sjálfsvaldið kemur aldrei alveg í stað fulltrúalýðræðis, þar eð ríkis- og sveitarstjómir munu áfram hafa næg verkefni til að fást við, en ekki má gleyma því að samhygð og jöfnuður eiga rétt eins heima í srnæm og óformlegri einingum. Sjálfsvald er aðferð til að hámarka áhrif einstak- lingsins á eigið líf. Ég boða frekari útskýringar af hálfu nýrrar kynslóðar jafnaðarmanna á næstunni. Höfundur er heimspekinemi og situr í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands. Þessi frétt í Alþýðublaðinu er bara einsog annað í því ágæta blaði, sem er skenunti- legt, fyndið og hressilegt á morgnana. En tengsl þess við veruleikann eru svona álíka og skáldskapur Davíðs Stef- ánssonar sem Alþýðublaðið hefur skrifað mikið um. Ólafur Ragnar Grímsson aö fjalla um fréttir Alþýðublaösins af meintum framboðsraunum Alþýðubandalagsins í Reykjanesi. Morgunpósturinn í gær. Það er ekki einleikið hvernig þessir forystumenn komu fram á þessum fundi. Hann var einsog illa leikin amerísk bíómynd. Þórarinn V. Þórarinsson um framkomu Guðmundar jaka og fleiri verkalýdsleiötoga á fundi með VSÍ. Morgunpósturinn í gær. Grein í stórblaðinu New York Times: Hvergi fleiri lögfræðingar en á íslandi. Fyrirsögn í DV í gær. Kvennalistinn mælist varla annarsstaðar en í Reykjavík. Frétt í DV i gær um nýja skoðanakönnun. Kvennalistakonur á Reykjanesi hafa nú lagt fram hinn „kórrétta" fram- boðslista sinn. Helga Sigur- jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi sigraði sem kunn- ugt er í forvali, en hún féll ekki í kramið hjá flokksfor- ystunni og því var haldið nýtt forval. Þar bar Kristín Halldórsdóttir sigur úr být- um einsog lög gerðu ráð fyr- ir. Hún er á sínum stað í 1. sæti listans, en síðan koma Bryndís Guðniundsdóttir kennari í Hafnarfirði, Krist- ín Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri í Mosfellsbæ, Birna Sigurjónsdóttir að- stoðarskólastjóri í Kópavogi og Jóhanna B. Magnús- dóttir umhverfisffæðingur í Mosfellsbæ. Konumar sem skipa fimm efstu sætin á listanum em því allar menntakonur, og ekki er aldursdreifingin mikil: Þær em á aldrinum 44—55 ára. Fylgi Kvennó á Reykjanesi er nú með alminnsta móti, enda finnst flokkurinn varla í skoðanakönnunum annars- staðar en í Reykjavík... Slöpp mæting á lands- fundi Þjóðvaka kom nokkuð á óvart enda höfðu forystumennimir búist við að minnsta kosti 250 fund- argestum. Reyndin varð sú að einungis 130 létu sjá sig á laugardaginn og var l'und- arsalurinn hálftómur. Á sunnudag vom enn færri. Aðeins 108 tóku þátt í for- mannskjöri og við af- greiðslu stefnumála voru innan við 80. Síðan gengu um tíu manns af fundi og þá vom aðeins eftir tæplega 70. Þess má geta að til þess að manna framboðslista um Um langt skeið nutu Hannes bóndi og háfættu kjúklingarn- ir hans gifurlegrar hylli í sýslunni - eða allt þar til Stefán á næsta bæ við Hannes og fjölskyldu varð sér útum langkú. Hinu megin land allt þarf 126 frambjóð- endur... Við getum sagt þær ánægjulegu fréttir fyrir ljóðavini og bókmennta- áhugamenn að senn er von á tveimur nýjum ljóðabókum frá Máli og menningu. Höf- undarnir em báðir í hópi okkar virtustu skálda, Ingi- björg Haraldsdóttir og Thor Vilhjálmsson. Þau lásu úr nýju bókunum á skáldakvöldi Besta vinar ljóðsins í síðustu viku, og hlutu frábærar undirtektir. .Sjaldgæft er að stóm for- lögin gefi út ljóðabækur á þessum árstíma, en bæði Ingibjörg og Thor eiga dyggan og traustan hóp les- enda... Ogeð dagsins „Gamlar hefðir þurfa ekki endilega að vera góðar. Sumar em þess eðlis að þær mættu vel falla í gleymsku. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég tilheyri mjög fámennum minnihluta jæssarar þjóðar þegar ég held því fram að þorramatur sé slík hefð. En það verður bara að hafa það.. .Það skiptir miklu máli hvernig matur lítur út. Fagurgrænt grænmeti, blóðrautt nautakjöt eða litríkir ávextir endurspegla líf og ferskleika. Það gerir þorramatur ekki. Hann er litlaus, náfölur, grár og gugginn og hefur yfir sér óheil- brigt yfirbragð.. .Þorramatur ilmar ekki. Það er af honum óþefur. HrúLspungar, súrt slátur og annað af því tagi lyktar líkt og mjólkur- vara sem gleymdist í ísskápnum áður en maður hélt í langt frí til út- landa.. .Annar þorramatur, svo sem hákarl, minnir aftur á móti einna helst á einhver efni sem hægt væri að nota ef salemið stíflaðist.“ Steingrímur Sigurgeirsson, mat- hákur Moggans, lýsti skoöunum sínum á þorramattæpitungulaust í dálki sínum „Matur og vín" siðast- liðinn sunnudag. Fimm á förnum vegi Fylgdist þú með landsfundi Þjóðvaka? Særún Ægisdóttir, verslunar- maður: Nei, ég hef engan áhuga á Þjóðvaka. Bjarni Ólafsson, eftirlaunaþegi: Nei, landsfundur Þjóðvaka fór alveg fram hjá mér. Lárus Karl Ingason, Ijósmynd- ari: Nei, bara sjávarútvegsumræð- unni í ijölmiðlum. Vermundur Þórðarson, smið- ur: Nei, ekki neitt, ég hef voðalega lítinn áhuga á Þjóðvaka. Þórey Sigurðardóttir nemi: Nei, Þjóðvaki er ekki mitt áhugamál. Landsfundir eru nokkurskonar brúðkaups- afmæli og Iandsfundur Þjóðvaka um helgina var því nokkurskonar brúðkaup. Frammistaða Agústs [Einarssonar] hefur því verið ámóta og brúðguma sem má sjá á eftir brúðurinni útúr svefnherberginu með formælingar á vör. Palladómur eftir Ás í Morgunpóstinum í gær um Ágúst Einarssonar, þarsem sérstaklega var fjallað um frammistöðu hans við að búa til sjávarútvegsstefnu Þjóðvaka. Hún varð til þess að 10 menn gengu af fundi. Veröld ísaks uvs Ar1 Skipsskaðinn skelfilegi sem varð er 1.513 manns drukknuðu þegar Tit- anic sökk árið 1912, erekki mesta manntjón á sjó sem orðið hefur. Langt því ffá! Titanic-slysið er til að mynda dvergvaxið við hliðina á þeim harmleik sem átti sér stað 33 árum síðar, árið 1945, þegar þýska skipinu Wilhelm Gustloff var sökkt á Eystrasalti í sprengjuárás rúss- neska kafbátsins S-13. Tæplega 8 þúsund manns - mestmegnis konur og böm - drukknuðu eftir að þýska skipið Gustloff sökk. Það er næstum því fimmfaldur sá ijöidi sem hlaut vota gröf í Titanic á hafsbotni. Byggt á staðreyndasafni vlsindaskáld- sagnahöfundarins Isaac Asimov.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.