Alþýðublaðið - 31.01.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 31.01.1995, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 Ff Drepið mig! Drepi mig! í haust handtók norska lögreglan 41 árs Palestínu- konu í Osló. Þetta var fræg hryðjuverkakona, Souhaila Sayeh, sem sautján árum áður hafði lifað af þegar þýsk sérsveit batt enda á eitt frægasta flug- rán sögunnar í Mogadishu. Framburður Sayeh þykir varpa nýju ljósi á alþjóðlegt net hryðjuverka. Myndimar af ungu konunni urðu að eins konar tákni fyrir hryðju- verkin sem heimsbyggðin óttaðist ákaflega á seinni hiuta áttunda ára- tugarins. Hún lá nánast helsærð á bömm cn var ekki á því að gefast upp. „Við niunum sigra,“ hrópaði hún hástöfum, „og líka þótt þið drepið mig.“ Þvínæst rétti hún upp hendina og gerði sigurmerki með fingmnum. „Kill me, kill me!“ æpti hún án afláts. Þetta var í lokin á harmleik sem kom heiminum í opna skjöldu. Nokkmm mínútum áður hafði sér- sveit úr þýsku lögreglunni bjargað áttatíu og tveimur farþegum og áhafnarmeðlimum sem voru gíslar fjögurra hryðjuverkamanna frá Pal- estínu. Það tók aðeins fimm mínútur að ráða niðurlögum Paiestínumann- anna á flugvellinum í Mogadishu í Sómalíu 18. október 1977. Sérsveitin sprengdi upp dyr flugvélarinnar, réðist inn í farþegarýmið og hóf skothríð úr vél- byssum. I valnum lágu þrír flugræningjanna. Aðeins fjórir gíslanna og einn lögreglumaður særðust lítillega. Björg- unaraðgerðin heppnað- ist fullkomlega. Þegar Helmut Schmidt, kansl- ara Þýskalands, bámst fréttirnar komst hann við. „Ég hafði ekki búist við þessu,“ sagði hann. Hið skelfilega flug Lufthansavél- arinnar „Landshut“ hafði staðið í fimm daga. Henni var rænt á flug- vellinum í Palma de Mallorca 13. október. Síðan var flogið um Róm, Larnaka, Bahrein, Dubai og Aden og Ioks til Mogadishu. A leiðinni var flugstjórinn, Júrgen Schumann skotinn til bana af flugræningjun- um. (11 Upplýsingabæklingur um sumarstarf í Reykjavík 1995 í lok aprfl kemur út upplýsingabæklingurinn „Sumarstarf í Reykjavík 1995“. Verður bæklingnum dreift til allra barna í Grunnskólum Reykjavíkur. Félög og samtök sem standa fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í Reykjavík geta fengið birta kynningu á starfsemi sinni. Lokaskil á efni er 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 622215. ■■■■ íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur i“ Viðtalstímar borpartulllpúa í Reykjavfk I upplýsingaþjónustu ráðhússins ertekið á móti bókunum og þar eru veittarfrekari upplýsingar um viðtalstíma borgarfulltrúa í síma 563 2005 Alfreð Þorsteinsson mánudaga frá kl.12-13 í húsi Rafmagnsveitu Reykjavíkur Suðurlandsbraut 34, sími 560 4600 Árni Sigfússon þriðjudaga frá kl.15:50-17 í ráðhúsinu Árni Þór Sigurðsson miðvikudaga frá kl. 10:30-12 á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, sími 552 7277 Guðrún Ágústsdóttir föstudaga frákl.10-12 í ráðhúsinu Guðrún Zoega föstudaga frá kl.11-12 í ráóhúsinu Guðrún Ögmundsdóttir miðvikudaga frá kl.13-15 í ráðhúsinu Gunnar Jóhann Birgisson mánudaga fró kl.10-11 í ráðhúsinu Hilmar Guðlaugsson mánudaga frá kl.11-12 í ráðhúsinu Inga Jóna Þórðardóttir fimmtudaga frá kl.10-12 í ráðhúsinu Jóna Gróa Sigurðardóttir þriðjudaga frá kl.11-12 í ráðhúsinu Pétur Jónsson miðvikudaga frá kl.14-15 í ráðhúsinu Sigrún Magnúsdóttir miðvikudaga frá kl.10:30-12 í ráðhúsinu Steinunn V. Óskarsdóttir mánudaga frá kl.13-15 á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, sími 562 2215 Vilhjálmur P. Vilhjálmsson þriðjudaga og föstudaga frá kl.10-11 í ráðhúsinu Haust í Þýskalandi Þetta var hið svokallaða „haust Þýskalandi“. Það ríkti upplausn f Sambandslýðveldinu og borgarar voru fullir skelfingar yfir válegum at- burðum. Atburðarásin hófst 5. sept- ember. Liðsmenn Rauðu herdeild- anna (RAF) rændu Hanns Martin Schleyer, formanni þýska vinnuveit- endasambandsins, á miðri götu í Köln. I árásinni vom fjórir fylgdar- menn Schleyers drepnir. Hryðju- verkamennimir heimtuðu að ellefu félagar þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsi, þar á meðal Andreas Baa- der, stofnandi RAF. Yfirvöld voru ekki á því að láta undan. Hryðjuverkamennimir gripu til þess ráðs að hafa samband við fé- laga sína í svokallaðri Þjóðarfylkingu til frelsunar Palestfnu (PFLP). Sam- tökin töluðu sig saman um að efna til flugráns til að leggja enn frekari áherslu á kröfumar. Morguninn sem til- kynnt var í útvarpi að flugránið hefði mistekist fundust lík þriggja helstu foringja RAF í Stamm- heim- fangelsinu í Stuttg- art. Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jan- Carl Raspe höfðu svipt sig lffi. Það var á kreiki orðrómur að þau hefðu verið myrt og olli miklum óróa; samkvæmt fram- burði félaga þeirra og eft- irgrennslan alþjóðlegrar rannsóknamefndar er óyggjandi að þau fyrir- fóm sér. Daginn efitir fann lög- regla yfirgefna Audi-bif- reið í bænum Miilhausen í Elsass. I skottinu var líkið af Hanns Martin Schley- er. Hann hafði verið drep- inn með þremur byssu- skotum í höfuðið. I Mogadishu vom lík þriggja hryðjuverkamanna. Leiðtogi þeirra, Zohair Yousif Akache (23 ára), lá dauður í flugstjóm- arklefanum. Hin fagra unnusta hans, Nadia Duaibes (22 ára), beið bana á klósettinu. Þriðji flugræninginn, Nabil Harb (23 ára), dó af skotsámm strax og komið var með hann út á flug- völlinn. Aðeins ein þeirra lifði og lifir enn - unga konan sem lá æp- andi á bömnum. Viðtalstímar borgarstjóra eru á miðvikudögum milli kl. 10 og 12. Panta þarf tíma í síma 563 2000 kl. 8:20 daginn áður. SMsíofa borgarstjóra Souhaila Sayeh borin nánast hi flugvélinni í Mogadishu. Hún ga „kill me, kill me" og varð fyrir vil araba. Hún hefur sagt frá að Palest- ínumenn hafi ætlað að ræna fsraelskri farþegaflugvél Nairobi í Kenya 1976, en áætl- unin farið út um þúfur vegna þess að Mossad, leyniþjónusta Israels, komst á snoðir um hana. Hún hefur upplýsingar um sprenginguna í júmbóþotu Pan-Am flugfélagsins yfir Lockerbie 1988, en þar biðu 270 manns bana. Sayeh segir að hryðjuverkaforinginn frægi, Abu Nidal, hafi staðið þar að baki. Sayeh á Mallorca nokkrum dögum fyrir flugránið. Hún smyglaði hand- sprengjum í snyrtitösku. Sayeh leysir frá skjódunni A jreim tíma varð hún þekkt út um allan heim undir nafninu sem stóð í fölsuðu vegabréfi frá íran: þá hét hún Soraya Ansari. Undanfarin ár hefur hún búið í Noregi undir sínu rétta nafni: Souhaila Sami Andrawes Sayeh. 13. október síðastliðinn knúðu lögreglumenn dyra á heimili hennar í Osló. Eftir mikla leit hafði þýsku lögregl- unni tekist að hata upp á henni. Hún var handtekin og flutt til yfírheyrslu. I fyrstu vildi hún mjög erfið viðskiptis. Hún brotnaði hvað eftir annað sam- an, fáldi sig undir borði, í sífellu bruddi hún verkjatöflur, enda þjáist Souhaila Sayeh enn af skotsárunum sem hún hlaut í Mogadishu: byssukúlu í gegn- um lunga og nokkrar kúlur sem varð að nema úr fæti hennar í miklum skurðaðgerðum. Að sögn lækna þjáist hún af stöðug- um verkjum og verður oft að notast við hækjur. Þýska lögreglan er þess fysandi að fá ýmis svör um flugránið: Nutu flug- ræningjamir stuðnings einhverra rík- isstjóma? Eða veittu einhveijar leyni- þjónustur aðstoð? Hvaða alþjóðasam- tök hryðjuverkamanna tóku beinan eða óbeinan þátt? Smátt og smátt fór viðhorf Sayeh að breytast. Að kvöldi 3. nóvember barði hún á klefadymar í fangelsinu í Drammen og vildi fá að tala við Lennart Kyrdalen lögregluforingja. Hún sagðist hafa ákveðið að leysa frá skjóðunni. Framburður Sayeh varpar ekki að- eins nýju ljósi á hildarleikinn í októ- ber 1977, heldur dregur hún upp glögga mynd af starfsháttum alþjóð- legra hryðjuverkasamtaka, sam- keppni milli þeirra og samstarfi. í frá- sögn hennar verður þetta að smá- heimi þar sem allir virðast þekkja alla. Og það gerði líka Sayeh. Hún þekkti vel Wadi Haddad, foringja PFLP, sem fyrir dauða sinn 1978 hafði skipulagt ótal tilræði og hiyðju- verk. Hún þekkti Mundir el-Kassar sem þekktur er fyrir að útvega hryðju- verkamönnum vopn og situr nú í fangelsi í Madrid, ákærður fyrir að hafa látið Palestínuaröbum í vopn sem notuð vom til að ræna farþega- skipinu Achille Lauro 1985. Hún var persónulega nákomin Carlos, öðm nafni Ilich Ranu'rcz Sánchez, hinum illræmda hryðju- verkamanna sem sagður er bera ábyrgð á meira en áttatíu morðum og handtekinn var í Súdan í fyrra. Það er sagt að Carlos hafi farið á fjömrnar við Sayeh og viljað eiga hana fyrir konu. Hin dularfulla Monika Haas Markverðast þykir þó þýsku lög- reglunni að heyra framburð Sayeh um kynsystur sína, Monika Haas. Þessi 46 ára kona hefur lengi legið undir gmn um að hafa flutt vopn til Mall- orca í október 1977 og fært þau flug- ræningjunum. Monika Haas hefur þvemeitað að hafa átt nokkum þátt í flugráninu. Gmnurinn sem að henni hefur beinst hefur hingað til byggst á flugmiðum og skráningarseðlum hótela á Mall- orca, auk þess sem upplýsingar um hana hafa fundist í skjalasafni Stasi, leynilögreglu Þýska alþýðulýðveldis- ins. En það hefur ekki verið nóg til að leiða Monika Haas fyrir rétt. Allt þar til Souhaila Sayhe kom til sögunnar. Frásögn hennar hefur staðfest gmn þýskra lögreglumanna. Hún hefur sagt frá konu sem hún þekkti undir nafninu „Amal“ og birtist á hótelher- bergi Zohair Akache á Mallorca stuttu fyrir flugránið. Konan ýtti á undan sér bamavagni. I honum var bam, en líka maigar dósir utan af ensku sælgæti. I dósunum segir Sayeh að vopnin hafi verið falin. Vegna þessa framburðar vttr Monika Haas loks handtekin 8. nóv- ember síðastliðinn. Þessar tvær konur sem nú em á fimmtugsaldri eiga margt sameigin- legt. Mótunarár þeirra vom hinn óróa- sami sjötti og sjöundi áratugur og báðar urðu þær smátt og smátt þeirrar skoðunar, eins og fleira róttækt ungt fólk, að unnl væri að breyta heimin- um með vopnavaldi. í fyrstu vildi reyndar hvomg þeiira beita vopnum, aðeins leggja málstaðnum lið, en báð- ar urðu á endanum handbendi sam- viskulausra byltingarmanna. Sayeh er Palestínukona af kristnum ætium, fædd í Líbanon. Henni tók það

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.