Alþýðublaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 8
MWBUBLJm Þriðjudagur 31. janúar 1995 17. tölublað - 76. árgangur Verð i lausasölu kr. 150 m/vsk Ögmundur Jónasson formaður BSRB og frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins. „Búnir að fá nóg af þessum prelátum," segir deildar- stjóri Sýsluskrifstofunnar á Húsa- vík. A-mynd: E.ÓI. Starfsfólk Sýslu- skrifstofunnar á Húsavík sendir bréf til Ögmunds Jónassonar Vantraust á Ogmund „Dómgreindarleysi og skynsemisskortur hjá Ögmundi,11 segir Pálmi Pálmason deildarstjóri um framboð formanns BSRB fyrir Alþýðubandalagið. „Það eru flestir búnir að fá nóg af þessum prelátum sem sitja í 4 til 12 nefndum og tveimur störfum með fleiri hundruð þúsunda króna á mán- uði.“ sagði Pálmi Pámason, deild- arstjóri á Sýsluskrifstofunni á Húsa- vík, í samtali við Alþýðiiblaðiö í gær. Sjö af þeim starfsmönnum skrifstof- unnar sem eru í BSRB hafa sent Ög- mundi Jónassyni bréf það sem þeir lýsa vantrausti á hann. Astæðan er sú að Ögmundur hefur nú þegið 3. sæt- ið á framboðslista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. „Við teljum Ögmund ekki geta sinnt okkar hagsmunamálum ef hann sest inn á þing. Hvað gerist ef hann sest í ríkisstjóm? Er hann þá ekki beggja vegna borðsins?“ sagði Pálmi ennfremur. Pálmi benti jafnframt á að Kristín Astgeirsdóttir alþingismaður hefði mótmælt kröftuglega þeim hug- myndum að fækka alþingismönnum úr 63 í 50 á þeim forsendum að þetta væri svo mikil vinna. Svo ætlaði Ög- mundur bara að gegna báðum þess- um veigamikilu embættum. „Þetta er ekkert annað en dómgreindarleysi og skynsemisskortur,“ sagði Pálmi. Hann kvað starfsmennina á sýslu- skrifstofunni hafa sent afrit af bréf- inu á aðrar sýsluskrifstofur landsins til þess að fleiri tækju upp á því að senda inn mótmæli við framboði Ögmundar. Bréfið er á þessa leið: „Hr. Ögmundur Jónasson formað- ur BSRB. Bréf þetta er ritað til yðar í tilefni þeirra frétta að þér séuð hér með búinn að lýsa yfir framboði yð- ar til Alþingis við næstkomandi kosningar. Samkvæmt fréttum er þetta framboð „Alþýðubandalagsins og óháðra“. Þér segið að þátttaka yð- ar sé „ópólitísk" við undirrituð telj- um að svo geti engan veginn talist. Við teljum að starf formanns BSRB sé fullt starf og að þingmannsstarfið sé það einnig, þar af leiðandi sjáum við ekki hvemig þér ætlið að starfa fyrir samtök okkar svo viðunandi sé. Að auki má benda á að augljós hætta er á hagsmunaárekstrum og ljóst er að samtök okkar hafa ekki efni á því að hafa í forystu aðila sem ekki getur beitt sér af fullu afli. Af ofansögðu má ljóst vera að við undirrituð getum ekki treyst forystu yðar og lýsum hér með yfir vantrausti á yður. Undirrit- að: Starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Húsavík." Átök og ágreiningur á Þjóðvakafundinum Uppskeruhátíðin sem brást Mun færri sóttu fundinn en höfðu skráð sig. Afgreiðsla mikilvægra málaflokka með þeim hætti að fjöldi fólks gekk af fundi. „Þama varð til ósköp lítið flokks eigendafélag fyrrnm félagsmanna Birtingar og Alþýðuflokks með dressing frá Flokki mannsins. Við kosningu stjórnar var beitt sömu brögðum og tíðkuðust í Alþýðu- bandalaginu fyrir 1980 og má segja að það hafi komið óþægilega á óvart. Það var ekki að sjá að þama væri mikið nýtt eða mikil siðbót á ferð- inni,“ sagði einn af viðmælendum blaðsins sem sat stofnfund Þjóðvaka um helgina. Stofnfundurinn var ekki sú upp- skeruhátíð sem Jóhanna Sigurðar- dóttir og fylgismenn hennar höfðu vænst. Um 250 manns hafði skráð sig til þátttöku en af þeim mættu ekki nema um 130 við setningu fundarins. Síðdegis á sunnudag var fjöldi fundarmanna kominn undir hundraðið. Ágreining- ur blossaði upp þegar ganga átti frá ályktunum í nokkmm málaflokkum og hópur manna gekk á dyr í fússi. Sumir þeirra hafa sagt sig úr Þjóð- vaka. Við lok landsfundarins var Jó- hanna Sigurðardóttir kosin for- maður Þjóðvaka með 108 atkvæðum, Svanfríður Jónasdóttir varafor- maður og Ágúst Einarsson ritari. Það skyggði það nokkuð á gleði forsvarsmanna Þjóðvaka að kurr var kominn upp meðal ýmissa fylgis- manna hreyfingarinnar vegna ólýð- ræðislegra vinnubragða við umræður um framboðsmál. Þorlákur Helga- son, náinn bandamaður Jóhönnu, lýsti því opinberlega yfir að þröng- sýni ríkti við val á framboðslista og gerði tilraun til að komast í 5. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík en var hafnað. Sundurleitur hópur Það var sundurleitur hópur sem mætti til leiks á landsfund Þjóðvaka á laugardaginn. Þama mátti sjá all- marga kunna einstaklinga sem áður höfðu starfað undir merkjum Al- þýðubandalagsins og Alþýðutlokks- ins. Ennfremur fólk sem var í Banda- lagi jafnaðarmanna á sínum tíma auk einstaklinga sem ekki hafa fest rætur í neinum flokki eða haft þar stutta viðdvöl. Þá munu nokkrir hafa kom- ið þama aðeins fyrir forvitnis sakir. Meirihluti fundarmanna var af höf- uðborgarsvæðinu. Framsöguræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur var vel tekið en hins vegar kom var ekkert í ræðunni sem kom mönnum á óvart enda fyrst og fremst um að ræða ítrekun á fyrri yfirlýsing- um hennar um tilganginn með stofn- un Þjóðvaka. Hitnar í kolunum Þegar farið var að afgreiða álykt- anir málefnahópa við framhald fund- arins á sunnudaginn fór að hitna í ............ kolunum. Ágúst Fréttaskýring Einarsson stýrði þeim hópi sem móta átti stefnu í sjávarútvegsmál- um. Hópurinn klofnaði í afstöðunni til sjávarútvegsmála en meirihlutinn samþykkti ályktun sem lögð var fyrir landsfundinn. Þegar ályktunin kom þar til af- greiðslu var eins og sprengju hefði verið varpað í salinn. Margir vom af- ar ósáttir með þessa ályktun og breyt- ingartillaga var lögð fram. Sú tillaga fékkst hins vegar ekki rædd en þess í stað samþykkt með 40 atkvæðum gegn 38 að vísa tillögunni til stjómar Þjóðvaka. Við þessa meðhöndlun reiddust fylgismenn tillögunnar, tóku saman pjönkur sínar og stormuðu á dyr. Fyrir útgöngumönnum fór Kári Jónasson úr Sandgerði og hyggst hann skoða nánar hvort framhald verði á aðild hans að Þjóðvaka. Jóhannes fór heim Ekki óx eindrægni fundarmanna þegar kom að ályktun um landbúnað- armál.Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna lagði fram breytingartillögu við ályktun- ina. Sú tillaga fékkst ekki rædd, held- ur var ákveðið að vísa henni til stjómar en bera ályktunina upp. Jó- hannesi blöskraði þessi málsmeðferð sem hann telur skýlaust brot á öllum venjulegum fundarsköpum eins og fram kemur í viðtali við Jóhannes hér í blaðinu. Hann taldi sig ekki eiga neitt frekara erindi á fundinum og fór heim. Forystumenn Þjóðvaka. Svanfríður Jónasdóttir varaformaður og Ágúst Einarsson ritari ræða við Guðrúnu Árnadóttur fundarstjóra á landsfund- inum. A-mynd: E.ÓI. Frambodsmál í óvissu Á undirbúningsfundi Þjóðvaka í haust var sagt að framboðslistar yrðu lagðir fram á landsfundinum. Þetta gekk ekki eftir. Engir framboðslistar vom lagðir fram og er ástæðan ein- faldlega sú að engir framboðslistar em tilbúnir. Ymsir liðsmenn Þjóð- vaka segja fullum fetum að mætir menn og gæðakonur hafi vikum sam- an beðið við símann eftir því að Jó- hanna hringi og bjóði sæti á fram- boðslista. Það hafi hins vegar ekki heyrst í Jóhönnu og nú séu margir þeir sem vildu gefa kost á sér í frarn- boð orðnir afhuga því. Jóhanna vilji fáum hleypa nærri sér til að taka ákvarðanir í framboðsmálum og þar ætli fámenn klíka að velja og hafna. Stjórnarkjör Mörður Árnason var formaður kjömefndar og þegar kosningar hóf- ust í stjórn kom í ljós að á kjörseðli vom aðeins nöfn þeirra sem nefndin var búin að ákveða að tækju sæti í stjóm. Þeir sem vildu koma öðmm að urðu þá að handskrifa nöfn þeirra á seðilinn. ,J>essi gömlu trikk hafa meira að segja verið aflögð í Alþýðu- bandalaginu og hafa ekki sést þar eft- ir 1980,“ sagði einn fundarmanna við blaðið. Auk þeirra þriggja sem kjörin vom í aðalstjóm vom 36 kosnir í stjóm Þjóðvaka. Heidarlegra vinnubragda krafist Stjómmálaályktun fundarins er stutt og almennt orðuð. Þar segir f upphafi: „Þjóðvaki er sjálfsprottin hreyfmg fólks sem hefur tekið höndum saman um breyttar áherslur og vinnubrögð í íslenskum stjómmálum. Þjóðvaki leggur áherslu á að viðhöfð verði heiðarleg og ábyrg vinnubrögð í stjómmálum, opinberri stjómsýslu og atvinnuh'fi. Meginmarkmið hreyf- ingarinnar er að vinna að öflugri at- vinnuuppbyggingu, jafnrétti í tekju- og eignaskiptingu, og að spoma við söfnun auðs og valds í fárra manna hendur.“ I ályktuninni segir ennfremur að með þessari hreyfmgu sé leystur úr læðingi kraftur fólksins sjálfs sem muni sameina félagshyggjufólk í öfl- uga hreyfingu. Þjóðvaki klofinn í sjávarútvegsmálum Meirihlutinn ræður - segir Ágúst Einarsson prófessor. Hópur manna gekk af fundi þegar naumur meirihluti ákvað að senda breytingartillögu til stjórnar Þjóðvaka. „Það var fjallað ítarlega í nefnd um sjávarútvegsmál og önnur atvinnu- mál. Þar varð niðurstaðan sú að sam- þykkja eina aðaltillögu með nokkmm breytingum og vfsa öðmm breyting- artillögum til stjómar. Það vom greidd atkvæði um þetta f nefndinni og samþykkt með tuttugu og einu at- kvæði gegn tíu að leggja þetta svona fyrir landsfundinn. Þeir sem verða undir hafa rétt til að endurvekja sínar tillögur og það gerði hópur manna sem kom með breytingartillögu sem var ásamt öðmm breytingartillögum við nefndarálit vísað til stjómar til frekari skoðunar," sagði Ágúst Ein- arsson prófessor í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Ágúst sagði að landsfundur Þjóð- vaka um helgina hefði verið vel heppnaður og skemmtilegur. Það kámaðí þó gamanið síðdegis á sunnu- daginn þegar samþykkt var með naumum meirihluta, eða fjörutíu at- kvæðum gegn þijátíu og átta að vísa breytingartillögu við sjávarútvegs- ályktun Þjóðvaka til stjómar. Nokkur hópur manna gekk út í mótmælaskyni og vom Suðumesjamenn þar áber- andi. Ágúst Einarsson sagði að eðli- lega hefði verið staðið að afgreiðslu málsins á fundinum og menn yrðu að una úrslitum í atkvæðagreiðslu. „Afgreiðsla á sjávarútvegstillögun- um var alveg í samræmi við það sem gerst hafði áður í nefndinni og í sam- ræmi við vilja þingsins enda var það þingið sem tók ákvörðun um málið. Hins vegar em sjávarútvegsmálin alltaf tilfmningamál og það var mjótt á munum í atkvæðagreiðslunni þann- ig að sumir tóku úrslitin óstinnt upp. Við þvf er ekkert að segja. Niðurstaða í svona hreyfmgu hlýtur að fást með atkvæðagreiðslu," sagði Ágúst. Hann var spurður hvort þama hefði verið tekist á um hagsmuni trillukarla og annarra smærri útgerða annars vegar og hins vegar stórútgerða sem hann væri talsmaður fyrir. „Þetta snýst ekkert um það. Efnis- lega snýst breytingartillagan um að skipta landinu upp í byggðasvæði, skipta upp strandveiði- og djúpveiði- flota, færa togskip útaf gmnnslóð og taka upp sóknarmark á línu, net og handfæri. Þetta em mjög margháttað- ar tillögur sem vom ekki nákvæm- lega útfærðar þannig að þær vöktu mjög margar spumingar. Það var því almennur vilji fyrir því að þær kæmu ekki í þessu formi inn í sjávarútvegs- stefnuna heldur fæm til nánari skoð- unar hjá Þjóðvaka.“ Ágúst var spurður hvort ekki hefði komið til greina að ræða þessi mál til lykta. „Þetta var afgreitt í nefndinni með þeim hætti sem ég hef lýst og síðan hafa menn rétt til að koma aftur upp með tillögur. Ég kom fram með til- lögu í samræmi við nefndarálitið og að þetta færi til stjómar því það vom margir sem vildu ekki að þetta hyríi út af borðinu og aðrir vildu ekki að breytingatillögumar yrðu samþykkt- ar. Ef þingið hefði viljað greiða at- kvæði um tillöguna sem slíka og sam- þykkja hana eða fella þá hefði þingið fellt þessa frávísunartillögu og tekið hana til atkvæða. Það er ekkert sem segir að það sé betri málsmeðferð eða ekki. Það er ekkert óalgengt að málum sé vísað til nánari skoðunar stjórna enda bara venjuleg málsmeðferð. Þingið tók þá afstöðu og menn verða að sætta sig við það þvf meirihlutinn ræður í þessu máli,“ sagði Ágúst Ein- arsson. Átökin á landsfundi Þjóðvaka Þvermóðska og spilling Agústs - er ástæðan fyrir því að uppúr sauð, segir Guðbjörn Jónsson Þjóðvakamaður. „Allt þetta havarí sem varð á landsfundinurn tengist þvermóðsku og spillingu Ágústs Einarssonar. Það var búið að leggja fram ómælda vinnu til að komast hjá svonalöguðu en það er engu líkara en Ágúst hafi keypt Þjóðvaka. Lýðræðisleg vinnu- brögð vom ekki viðhöfð á þessu landsfundi," sagði Guðbjörn Jóns- son í samtali við Alþýðublaðið. Guðbjöm er nú starfsmaður Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum en hefur komið við sögu ýmissa félaga- samtaka. Hann gagnrýnir mjög framgöngu Ágústs Einarssonar pró- fessors á landsfundi Þjóðvaka þegar fram kom breytingartillaga við ályktun um sjávarútvegsmál. „Það var samkomulag í vinnu- hópnum um sjávarútvegsmál fyrir landsfundinn, að þar yrðu málin rædd til þrautar. Vinnuhópur á lands- fundinum náði hins vegar ekki sam- eiginlegri niðurstöðu en ákveðið að þessir mismunapunktar sem þarna vom kæmu fram í breytingartillögu. Ágúst Einarsson lagði þetta til sjálf- ur. Meðan að almennar umræður voru á fundinum eftir að búið var að loka mælendaskrá gerði Ágúst sam- komulag við einn af flutningsmönn- um og Jóhönnu Sigurðardóttur um að þessi tillaga kæmi til atkvæða og var meira að segja mjög jákvæður um að henni yrði bara bætt við. Síðan gerist það um tíu mínútum seinna að hann labbar sig í ræðustól og gerir þá tillögu að þessar breyt- ingartillögur fari til stjómar og það var naumlega samþykkt. Þama braut Ágúst á öllum sínum félögum sem hann hafði verið að vinna með, braut samkomulagið við Jóhönnu og hann braut fundarsköp því ekki má koma með dagskrártillögu eftir að búið er að loka mælendaskrá. Ágúst valtar yfir allt sem heitir siðferði og lýð- Guðbjörn Jónsson: Allt þetta havarí sem varð á landsfundinum tengist þvermóðsku og spiilingu Ágústs Einarssonar. A-mynd: E.ÓI. ræði. Það gengu að ég held allir Suð- umesjamennimir út og margt af landsbyggðarfólkinu," sagði Guð- bjöm Jónsson. Hann sagðist engu vilja spá um hvaða áhrif þessi átök hefðu á Þjóð- vaka til langframa. Þetta væri innan- hússmál í stjóm Þjóðvaka. Það væri verið að fara á stað með hreyfingu sem ætlaði að beita lýðræðislegum vinnubrögðum og berjast gegn sið- spillingu. Stjóm Þjóðvaka þyrfti að byrja á að hreinsa til í sínum innstu röðum. Eina leiðin til að sýna að Þjóðvaki stæði við orð sfn um bar- áttu gegn siðspillingu væri að láta Agúst Einarsson segja af sér í stjórn hreyfingarinnar. Sjálfur kvaðst Guð- björn ætla að bíða og sjá til fram á næsta landsfund, enda hefði hann aldrei ætlað sér mikla þátttöku í Þjóðvaka þótt hann væri þar enn fé- lagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.