Alþýðublaðið - 31.01.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 31.01.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MMDUDID 20862. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SiguröurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Þjóðvaki brotlendir Landsfundur Þjóðvaka átti að verða sigurhátíð Jóhönnu Sig- urðardóttur, en snerist áðuren yfir lauk upp í beiskan, vand- ræðalegan og auðmýkjandi ósigur. „Hreyfing fólksins“ var andvana fædd - Þjóðvaki reyndist á undraskömmum tíma hafa tileinkað sér flokksræði af því tagi sem vart þekkist lengur hjá neinum af gamalgrónu stjómmálaflokkunum, að Kvennalistan- um einum undanskildum. Allt bar að sama bmnni: Helmingi færri mættu á landsfundinn en ráð var fyrir gert, rétt ríflega hundrað manns tóku þátt í formannskjöri, bullandi ágreiningur var um öll helstu stefnumál, hörð gagnrýni kom fram um ólýð- ræðisleg vinnubrögð og að endingu gekk stór hópur af fundi. Þetta er sá heimanmundur sem Þjóðvaki fékk með sér í kosn- ingabaráttuna. Á sunnudag vom síðan birtar niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi flokkanna. Þjóðvaki mælist nú með aðeins 16% og hefur því dalað ótrúlega mikið á skömmum tíma. Fyrir örfáum vikum var fylgi Þjóðvaka komið upp undir 30%. Á sama tíma er Alþýðuflokknum að vaxa ásmegin, og er nú kominn með 10% fylgi eftir mjög krappa lægð. Þrátt fyrir að fom draumur Jóhönnu Sigurðardóttur um for- mannsstól í stjómmálaflokki hafi nú ræst bendir ýmislegt til þess að hún hafí helstil litla stjóm á sköpunarverki sínu. Að sönnu hlaut hún rússneska kosningu hundrað manna hóps, en liðsafli Jóhönnu er sundurleitur í meira lagi einsog þegar er komið á daginn. Áhrifamestu liðsmenn Þjóðvaka virðast rekn- ir áfram af einum saman persónulegum metnaði og von um að persónuvinsældir Jóhönnu fleyti þeim til valda. Ásakanir um ólýðræðisleg vinnubrögð og gerræði við stefnumótun em til marks um að fyrirhugað „grasrótarlýðræði“ var aldrei annað en orðin tóm. í þessu sambandi hljóta menn líka að spyija um framboðslista Þjóðvaka. Margauglýst var á stofnfundi flokksins í haust, að listar yrðu lagðir fram á landsfundi. Það var ekki gert. í Alþýðu- blaðinu á föstudag var haft eftir félaga í Þjóðvaka að „kjör- nefndin er bara Jóhanna“. Þetta er semsagt hið virka lýðræði í hreyfíngu fólksins. Það þarf ekki að koma á óvart: skilningur Jóhönnu Sigurðardóttur á lýðræðishugtakinu virðist yfirleitt hafa verið fólginn í því, að lýðræði sé þá aðeins fullkomið þeg- ar hún sjálf ræður. Stefnuskrá Þjóðvaka er ennþá að mörgu leyti óskrifað blað, enda tókst ekki, vegna hatrammra deilna, að afgreiða allar til- lögur. Málflutningur Jóhönnu um þessar mundir ber hinsvegar öll merki lýðskmmarans, sem er reiðubúinn að kaupa sér stund- arvinsældir með því að gera að sínum öll mál sem líkleg em til að falla í kramið hjá kjósendum. Þannig setur hún fram full- komlega óábyrga stefnu í velferðarmálum, sem felur í sér einn risavaxinn félagsmálapakka án þess að fyrir liggi hver eigi að borga reikninginn. I Evrópumálum og landbúnaðarmálum er niðurstaðan moðsuða, og ekki að ófyrirsynju að einn lands- fundarfulltrúi sagði að Þjóðvaki hefði á undraskömmum tíma tileinkað sér hina eðlu list Framsóknar, og felur í sér að taka ekki afstöðu í veigamestu málum þjóðarinnar. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir réðst harkalega á ríkisstjómina á landsfundinum um helgina mátti greina spunahljóð tómleik- ans í röddinni. Ríkisstjómin hefur unnið látlaust að því, sagði hún, að gera ríka ríkari og fátæka fátækari. Svona úreltar klisjur héldu flestir að heyrðu til liðinni tíð. Og vart eru þær samboðn- ar stjómmálamanni sem fyrir einu misseri vék úr ríkisstjóm eft- ir að hafa verið þar í sjö ár samfleytt, og staðið að hverri einustu ákvörðun allan þann tíma. Málflutningur Jóhönnu er því miður haldlaust geip. Rökstólar „Kenning Ólafs Ragnars Grímssonar felur hinsvegar í sér að ljóð Davíðs Stefánssonar séu einn risavaxinn svindill frá upphafi til enda - rétt einsog fréttirnar í AlþýÖublaÖinu. Við nákvæma rannsókn hefur bókmenntadeild Alþýðublaðsins komist að annarri og jafnvel óvæntari niðurstöðu: Ljóð Davíðs Stefánsson- ar voru full af spámannlegri kynngi; þar má nefnilega lesa uppskriftina að stjórnmálaferli Ólafs Ragnétrs Grímssonar. í smáatriðum.“ Dillandi hlátur á Seltjarnarnesi Seltimingar vita ekki alveg hvað- an á þá stendur veðrið um þessar mundir. I skammdegisrökkri þung- búinna morgna berst iðulega dillandi hlátur úr eldhúsinu á Barðaströnd 5. Nágrannamir áttu víst ekki að venj- ast slíkri kátínu til skamms tíma enda húsbóndinn að Barðaströnd 5 þekkt- ur fyrir flest annað en hafa tilveruna í flimtingum. En skýringin á hlátrin- um sem liðast þessa morgna um Sel- tjamames er fundin: Þar situr Ólafur Ragnar Grúnsson og hlær hástöf- um yfir Alþýðublaðinu. Rannsóknablaðamenn Morgun- póstsins upplýstu semsagt lands- menn um það í gær, að fréttir Al- þýðublaðsins af framboðsmálum Al- þýðubandalagsins í Reykjanesi em gleðigjafi formannsins. Á föstudag- inn sögðum við ffá því, að bakvið tjöldin er hatrammlega tekist á um 2. sæti G-Iistans og hóta alþýðubanda- lagsmenn í Kópavogi - sem verið hafa dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnars - að sniðganga kosninga- baráttu og taka ekki sæti á framboðs- lista ef Sigríður Jóhanncsdóttir verður áfram í 2. sæti. Meðal annars hafði Alþýðublaðið eftir Flosa Ei- ríkssyni, formanni kjömefndar, að hann sæi enga ástæðu til að sitja áffam í nefndinni ef ekki yrði tekið tillit til Kópavogsbúa. Um þetta segir glaðbeittur dr. Ól- afur: „Þessi frétt í Alþýðublaðinu er bara einsog annað í því ágæta blaði, sem er skemmtilegt, fyndið og hressilegt á morgnana. En tengsl þess við veruleikann em svona álíka og skáldskapur Davíðs Stefánsson- ar sem Alþýðublaðið hefur líka skrifað mikið um.“ Bittinú. Ólafur Ragnar Grímsson er fjölhæfur maður, einsog alþjóð veit. Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti sem hann bregður sér í hlutverk bók- menntagagnrýnanda. Og hann ræðst ekki á garðinn þarsem hann er lægst- ur: setur fram splunkunýja kenningu um vemleikafirringu þjóðskáldsins frá Fagraskógi. Það er því ekki lítið afrek sem Ólafúr Ragnar hefur unnið milli hláturrokanna í skammdegis- rökkrinu á Seltjamamesi. Sumir eru friðlausir fæddir Sú var tíð að heil kynslóð íslend- inga sótti lífsskilning sinn að vem- legu leyti í skáldskap Davíðs Stef- ánssonar. Kenning Ólafs Ragnars felur hinsvegar í sér að ljóð Davíðs séu einn risavaxinn svindill frá upp- hafi til enda - rétt einsog fréttimar í Alþýðublaðinu. Við nákvæma rann- sókn hefur bókmenntadeild Alþýðu- blaðsins komist að annarri og jafnvel óvæntari niðurstöðu: Ljóð Davíðs Stefánssonar vom full af spámann- legri kynngi; þar má nefnilega lesa uppskriftina að stjómmálaferli Ólafs Ragnars Grímssonar. I smáatriðum. Dæmi eitt. Hér fyrr á öldinni var Ólafur Ragnar Grímsson ungur og efnilegur framsóknarmaður, pólit- ískur uppeldissonur sjálfs Eysteins Jónssonar sem ætlaði honum ríkið eftir sinn dag. En það fór nú einsog það fór: framsóknarmenn afþökkuðu hjálpræði Eysteins og Ólafur Ragnar leiddi unga framsóknarmenn útá pólitískt eyðihjam. Um þetta vitnar vísa Davíðs: Spurðu mig ekki um heimilishagi og heilög œttarbönd. - Sumir eru friðlausir fœddir ogflýja sín óskalönd. Útlegð og förustafur Dæmi tvö. Ólaf Ragnar bar næst að garði í litlum stjómmálaflokki sem hét Samtök ftjálslyndra og vinstrimanna. Hinn ungi foringi fór í framboð fyrir Samtökin í alþingis- kosningunum 1974 en hafði ekki al- veg árangur sem erfiði. Eigi að síður hafði hann uppi stór orð um að helga krafta sína þrotlausri uppbyggingu þessa litla flokks sem veitt hafði honum pólitfskt hæli. Með frómum fyrirheitum lokkaði hann til sín marga fyrrum félaga úr hreyfingu ungra framsóknarmanna, Möðruvel- lingana svokölluðu. Ólafur Ragnar hét því að stýra Samtökunum til sig- urs og gera þau að móðurskipi sam- einaðrar vinstrihreyfingar. En eina óveðursnótt yfirgaf stýri- maðurinn ungi skipið þarsem það hraktist í skerjaskarði stjómmálanna. Að lyktum liðaðist fleytan sundur á eyðiströnd en skipsbrotsmaðurinn bankaði óforvarendis uppá hjá Al- þýðubandalaginu. Þegar hann var spurður um hin fögm fyrirheit sem hann hafði gefið félögum sínum í Samtökum frjálslyndra og vinstri- manna svaraði hann að bragði með ljóði Davíðs: Spurðu mig hrnrki um leit mína og löngun né loforðin sem ég gaf. - Sumir verðskulda ekkert amtað en útlegð ogjorustqf. Til eru fræ Dæmi þrjú. I Alþýðubandalaginu sýndi Ólafur Ragnar strax aðlögun- arhæfileika sína, en þeir em aðals- merki hans í stjómmálum. Á fáum ámm kleif hann af einurð og festu valdastiga flokksins, og safnaði um sig röskum hirðmönnum sem vom reiðubúnir að vaða fyrir hann eld og brennistein. Og loks stóð hann á pól- itískum hátindi þegar hann náði Dagatal 31. janúar Atburðir dagsins 1926 Útvarpað í fyrsta sinn á íslandi. 1943 Umsátrinu um Stalíngrad lýk- ur, einum blóðugasta hildarleik allra tíma. 850.000 þýskir hermenn liggja í valnum og ótölulegur fjöldi sov- éskra hermanna og borgara. 1951 20 manns farast með flugvélinni Glit- faxa út af Vatnsleysuströnd. 1988 Kristján Jóhannsson kemur í fyrsta sinn fram á sviði Scala-ópemhússins í Mílanó. Afmælisbörn dagsins Franz Schubert austurrískt tón- skáld, 1797. Anna Pavlova rússnesk ballerína sem flutti til Lundúna og stofnaði eigin dansflokk, 1885. Nor- man Mailer bandarískur rithöfund- ur, 1923. Phil Collins ensk rokk- stjama sem hóf feril sem trymbill Genesis, 1951. Annálsbrot dagsins Finn Sigurðsson, nafnkenndan lög- réttumann, dreymdi marga síð- klædda menn og höfðu bækur í höndum, sumar opnar, en sumar hvolfdu niður. Sá á bjarginu sat, mælti að þessum mönnum burt- gengnum: Vil eg sálin vaki, í væmu ei gleymi sér, dauðann ber á baki, belldið holdið er, í einu andartaki æfin og lífið fer. Afstæðiskenning dagsins Sérhver heilagur á fortíð og sérhver syndari framtíð. Oscar Wilde. Orð dagsins Herðir vor mitt hugarþor, - hlær mér dirfska í barmi. Stend ég beinn og ögra einn öllum lífsins harmi. Jóhannes úr Kötlum. Undrun dagsins Mér hafði aldrei dottið í hug, að hann ætti eftir að láta í ljós í bundnu máli jafnmikinn sársauka vegna lífs síns og tilveru eins og síðar hefur komið í ljós. Etelríður Pálsdóttir, móðir Steins Steinarr. Málsháttur dagsins Lengi skal lífs biðja. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er býsna ævin- týraleg. Tvö svört peð hafa sótt langt inní herbúðir hvíts, studd léttleikandi biskupum, drottningu og hróki. Kranzl hefur hvflt og er skiptamun völdum í flokknum 1987 í bíræfinni hallarbyltingu. Hann bókstaflega stal heilum stjómmálaflokki fyrir augun- um á Svavari Gestssyni, handhafa arfleifðarinnar, og öðrum fulltrúum peysufatasósíalismans. Geri aðrir betur. En nú er Ólafur Ragnar búinn að vera formaður Alþýðubandalagsins í átta ár - og hann er að falla á tíma. Síðar á árinu verður Steingrímur J. Sigfússon kjörinn formaður, en eftir situr Ólafur Ragnar; rúinn stuðnings- mönnum, pólitískur bandingi gömlu kommanna. Það var því ekki alveg að ófyrirsynju sem vegfarandi á Barðaströnd heyrði þessar línur þjóðskáldsins útum eldhúsglugga hússins númer 5: Til eru frtr, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð en verða aldrei blóm. Burt með fífiið! Innskot að hœtti M. Sjúkdóms- greiningadeild Alþýðublaðsins hefur að vísu dálítið aðra skýringu á óstöðvandi hlátri Ólafs Ragnars þessa dagana. Þannig er mál með vexti að til er afar sjaldgæfur og furðulegur sjúkdómur sem lýsir sér í því að fómarlömb hans verða heltek- in af óstöðvandi hlátri þegar þau komast t uppnám. Frægasti „hlátur- sjúklingur" sögunnar er vitaskuld Þorleifur heitinn Repp sem gerði tilraun til að verja doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla á síðustu öld. Fjendur Þorleifs espuðu hann upp, þegar hann bjóst til að svara andmælendum, með þeim afleiðing- um að hann hló og ílissaði einsog vitfirringur frammi fyrir alvöm- þmngnum prófessorum akadem- íunnar. Eftir því sem hláturinn hækk- aði, jókst sálarangist Þorleifs sem aftur leiddi til þess að hann hló enn hærra og meira. Að endingu missti rektor þolinmæðina og hreytti útúr sér hinum fleygu orðum: Absit risus, abi scurra! Burt með hláturinn, burt meðfíflið! Þorleifur var dreginn úr salnum, emjandi af hlátri yfir vonsku heims- ins. Hlátur Ólafs Ragnars yfir óför- um Alþýðubandalagsins virðist þannig eiga rætur í samskonar sálar- angist. Af þrælum nam hann þref... Við þetta hefur bókmenntadeild Alþýðublaðsins ekki nema einu að bæta - nefnilega ljóðinu Frambjóð- andinn effir Davíð Stefánsson. Dæmi svo lesendur, hver fyrir sig, hvort vemleikinn og skáldskapur Davíðs eiga samleið með hinum ljóshærða draumi vorsins, Barða- strönd 5, Seltjamamesi: Hann brestur ekki viljann til þess valds, sem villir mönnum sýn, unz yftr lýkur. En vonlaust erað vœnta endurgjalds afveifiskataflokks, sem alla svtkur. Hann leitast við að dylja dauðasök og drottna þar, sem allt er lœvi blandið. Afþrœlum nam hann þref og login rök - og þessi maður ó að freLsa lartdið. yfir en Blatny er með svart og á leik- inn. Með snjallri fléttu færir svartur sér í nyt stöðu peðanna. Hvað gerir svartur? 1.... Hxe4! Nauðsynlegt til að skapa rými fyrir svarta biskupinn á b5. 2. fxe4 Dd2!! 3. He2 Gagnslaust er að drepa drottninguna. Endalokin em skammt undan. 3. ... Ddl+ 4. Hcl Bd3+ 5. Hc2 e2 Kranzl em allar bjargir bannaðar. Hann gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.