Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 1
Skoðanakönnun Skáís meðal kjósenda á Suðurlandi Meirihlutinn vill sækja um aðild að ESB 52,6% kjósenda á Suðurlandi vilja að íslendingar láti á það reyna með aðildarumsókn, hvernig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið. Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn í kjördæminu sem fylgir þessari stefnu. 52,6% kjósenda á Suðurlandi vilja kanna með aðildarumsókn hvernig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið. Þetta kem- ur fram í skoðanakönnun sem Skáís gerði á Suðurlandi um síð- ustu helgi. Spurt var: Finnst þér að Islendingar eigi að láta á það reyna með aðildarumsókn, hvernig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið? Af 500 manna úrtaki náðist í 361 eða 72,2%. Af þeim svöruðu 45,2% spurningunni játandi en 40,7% neitandi. Aðeins 12,5% kváðust ekki viss og 1,7% neituðu að svara. Af þeim sem afstöðu tóku, eru 52,6% hlynnt aðildarum- sókn en 47,4% á móti. I þessu sam- bandi er athyglisvert að þeir flokk- ar sem eiga þingsæti í kjördæm- inu, Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag, hafa allir lýst sig andvíga við- ræðum við Evrópusambandið um aðildarumsókn. Af þeim flokkum sem bjóða fram í kjördæminu 8. aprfl er það aðeins Alþýðuflokkur- inn sem er hefur á stefnuskrá sinni, að láta á það reyna með aðildar- umsókn, hvernig samningum er hægt að ná við ESB. Siá síðu 15. GÓLFEFNAMARKAÐUR •SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 • Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardagá kl. 10 -16. PARKET MOTTUR DREGLAR TEPPI FLÍSAR Lúövík Bergvinsson ásamt sambýliskonu sinni, Guðfínnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, og Theodór syni hennar. A-mynd: E.ÓI. „Ég er einfaldlega að sækja um vinnu hjá sunnlenskum kjósendum " - segir Lúðvík Bergvinsson, 1. maður á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi. flokkurinn sem geti tekið afstöðu og ákvarðanir sem byggir á skynsemis- grunni. Flokkurinn er ekki bundinn af hagsmunabandalögum sem hinir flokkamir eru bundnir af.“ Sjá ítarlegt og hressileat viðtal í miðopnu. „Ég lít einfaldlega svo á að ég sé að sækja um vinnu hjá almenningi í Suðurlandskjördæmi. Hafi lagt þar inn umsókn. Síðan er það fólksins að ákveða hvort það ræður mig eða ekki. Eg lft ekki á þingmennsku sem þægilega innivinnu heldur er ég að sækja unt að verða full- trúi þessa fólks á Alþingi í tiltekinn tíma og taka þátt í afgreiðslu mála þar sem stærstu ákvarðanirn- ar eru teknar,“ segir Lúðvík Bergvinsson 1. maður á lista Alþýðu- flokksins í Suðurlandi. Alþýðublaðið í dag er helgað málefnum Suður- lands, og er dreift í öll hús í kjördæminu. Lúðvík Bergvinsson er þn'tugur lögfræðingur, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir pólitfk og jafnan haft skoðun á því sem er að gerast. Kannski hefur alltaf blundað í mér þessi hugsjón að það sé hægt að gera eitthvað í málunum. Taka þátt í að gera gott þjóðfélag betra. Eg vil frekar vera gerandi en þolandi í þjóðfélag- inu,“ segir Lúðvík. Hann kveður tvær meginástæður fyrir því að hann gekk til liðs við Al- þýðuflokkinn. „Annars vegar er ég kominn af kratafólki. Hins vegar er það vegna þess að mér hefur virst, að þetta sé Skoðanakönnun Skáls á Suðurlandi Þinamenn Suður- lands fá falleinkunn hjá kjósendum Meðaleinkunn þingmanna Suður- lands 4,5. Eggert Haukdal neðstur með 3,7. Hæsta einkunn 5,9. Kjósendur á Suðurlandi gefa þingmönnum sínum ekki háar einkunnir fyrir störf þeirra. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Skáís gerði í kjördæminu um síðustu helgi. Af 500 manna úr- taki náðist í 361. Svarendur voru beðnir um að gefa þingmönnum kjördæmisins einkunn, frá 0 og uppí 10, fyrir störf þeirra. Það er skemmst frá því að segja, að allir fengu þingmennirnir undir 5 í meðaleinkunn að Þorsteini Páls- syni, fyrsta þingmanni kjördæm- isins, einum undanskiidum. Og hans einkunn var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir: 5,9. Meðaleinkunn þingmanna kjör- dæmisins var aðeins 4,5. Lægstur var Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti „Suðurlandslistans“. Hann fékk 3,7 í meðaleinkunn. Litlu hærri voru Margrét Frí- mannsdóttir, Alþýðubandalagi, og Jón Helgason, leiðtogi Fram- sóknar. Þau fengu bæði aðeins 4,1. Guðni Agústsson, þingmaður Framsóknar, fékk 4,6 og Árni Johnsen, 2. maður á lista Sjálf- Falleinkunn: Guðni Ágústsson, oddviti Framsóknar, fékk 4,6. stæðisflokksins, fékk 4,7. Meðaleinkunn þingmanna er því aðeins 4,5. Sjá blaðsíðu 5, Blaðið í dag ■ Bændur eru fórnarlömb kerfisins Tryggvi Skjaldarson 3. maður á A-lista ■ Falleinkunn hræðslubandalagsins ■ Lefolii - nýr veitinga- staður á Eyrarbakka ■ Verzlun Guðlaugs Páls- sonar opin á nýjan leik ■ Viðtal við Bergstein Einarsson í Set ■ Miklir möguleikar í Hveragerði ■ Bangsímon á Selfossi ■ Barbídúkkur í upphlut

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.