Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 9
HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Núverandi landbúnaðarkerfi vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda segir Tryggvi L. Skjaldarson, bóndi í Þykkvabæ, í viðtali við Sœmund Guðvinsson. Tryggvi, sem skipar 3. sæti A-listans á Suðurlandi, setur fram tillögur að róttækum breytingum, þar á meðal að beingreiðslum verði breytt í búsetustuðning til allra bænda jafnt Bændurnir eru fórnarlömb kerfisins „Mér vitanlega er ekki til neitt það stéttarfélag á Islandi sem hefur barist eins ötullega við að drepa sína eigin félagsmenn eins og Stéttarsamband bænda. Sú stefna sem rekin er frá Hagatorgi er að ganga frá bænda- stéttinni. Bændumir eru fórnarlömb kerfisins," sagði Tryggvi L. Skjald- arson, bóndi á Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, sem skipar þriðja sæti framboðslista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi, í samtali við Alþýðublaðið. Tryggvi er maður sem ekki fer í launkofa nteð þá skoðun sína að nú- verandi landbúnaðarkerll vinni gegn hagsmunum jafnt bænda sem neyt- enda. Það hafi verið gerð skelfileg mistök í landbúnaðarstefnunni með þeim afleiðingum að margir bændur sitji í helgreipum miðstýringar og of- stjórnar. Kerfið hafi hins vegar tekið að sér að gæta hagsmuna einstakra stórbænda sem hann kallar land- greifa með tilvísun til hinna svo- nefndu sægreifa. En Tryggvi lætur ekki við það sitja að gagnrýna núver- andi kerfi heldur er hann með tillög- ur til úrbóta eins og fram kemur í eft- irfarandi viðtali. En hvað er hann sem bóndi að gera í Alþýðuflokkn- um, flokki sem sagður er sérstakur óvinur bænda? Krati aftur í ættir „Ég held nú raunar að flestir bændur séu kratar án þess að vita af því. Þetta eru upp til hópa jafnaðar- menn. En ég er krati aftur í ættir og afkomandi mikilla jafnaðarmanna. Ég hef oft sagt það með stolti að langamma mín á Húsavík, Helga Þorgrímsdóttir, haft verið ein af þeim sem lögðu grunninn að Al- þýðuflokknum á sínum tíma með því að betjast gegn því að fjölskyldur væru boðnar upp og skipt út eins og hverjunt öðrum gripum. Ég á rætur mjög langt aftur í jafnaðarhugsjón- inni þarsem réttlæti ogjafnrétti milli fólks er sett á oddinn. Ég var í sveit sem strákur hjá miklum framsóknar- mönnum norður í Reykjadal sem var ákaflega gott fólk og þar hætti ég að vera götustrákur úr Reykjavík. Menn voru hagmæltir þama fyrir norðan og mikið lesið. Ég las gamlar ís- lenskar skáldsögur sem gerðust upp til sveita og varð meiri íslendingur fyrir bragðið. Annars hef ég alltaf átt erfitt með þessa skilgreiningu milli krata og framsóknarmanna þvt mér finnst mjög margir framsóknarmenn vera miklir jafnaðarmenn. Ég velti því oft fyrir mér hvað fór úrskeiðis milli þessara tveggja hópa og hef engar aðrar skýringar en þá þegar menn fóiu að mynda það bákn Sambandið sem snerist síðan í höndum þessara manna og raunar gegn hagsmunum bænda,“ sagði Tryggvi. SUelfileg mistök Við víkjum talinu að málefnunt landbúnaðarins og byrjum á að tala um opinberan stuðning við þessa at- vinnugrein. Tryggvi bendir á að landbúnaður er styrklur beint og óbeint í löndum alls staðar í kringum okkur. Það sé staðreynd sem ekki verði horft fram hjá. En hann telur að þessi stuðningur sé á algjörum villi- götum hér á landi. „Eins og ástandið er hér gengur mönnum annað hvort eitthvað annað til en að koma einhverju viti í þetta hjá okkur eða þá þeir hafa gert mikil „Eg legg til að tekinn verði upp búsetustuðningur og hann verði sá sami hvar sem búið er án tillits til hvaða búgrein eða búgreinar er um að ræða á viðkomandi býlum.“ mistök. Ég hallast á þá skoðun að mönnum hafi orðið á í messunni og gert skelfileg mistök. Þeir hafi ekki séð afleiðingamar fyrir. Það var ekk- ert verið að hagræða neitt með bú- vörulögunum. Menn eru að tala um að verjast innflutningi og þess vegna þurfi að auka samkeppnishæfni í landbúnaði hér. Það gerist ekki með þvf að bændum sé stýrt frá Haga- torgi. Það gerist með þvf að hver og einn bóndi geti stundað samkeppnis- búskap. Ef menn ætla að komast út úr þeim vanda sem landbúnaðurinn er í verður að afnema alla þessa framleiðslustýringu. Það eru hreinar línur. Og það verður að vera sam- keppni á öllurn sviðum landbúnaðar. Það tryggir aðhald í rekstri, tryggir að rnenn þurfa að vanda sinn búskap og það tryggir lægra verð til þeirra sem kaupa framleiðsluna. Þetta er hins vegar ekki leiðin sem menn hafa verið að fara,“ sagði Tryggvi ennfremur. Tryggvi L. Skjaldarson vildi und- irstrika að ekki væri hægt að afnema stuðning við landbúnaðinn meðan hann nyti opinbers stuðning í ná- grannalöndum. Slikt mundi rústa landbúnaðinn og það vildi enginn verða til þess. En hann vill breyta fyrirkomulaginu. Beingreidslur til útvalinna „Það sem þarf að koma hér á er búsetustuðningur í stað bein- greiðslna til einstakra búgreina sem ekki em markaðstengdar. Bein- greiðslur eru bara til útvalinna, þeirra sem eiga samninga. Þeir sem hafa mestan framleiðslurétt fá þessa pen- inga og þá er ég að tala fyrst og fremst um kúabúskap og sauðfjárbú- skap. Astandið í sauðljárbúskapnum er skelfilegt og þar eiga menn enga möguleika á að lifa af. Menn geta verið með góða ijárstofna og ffnar aðstæður. Þeir geta framleitt meira kjöt fyrir minna verð í mörgum til- fellum sem styrkir stöðu þeirra ef þeir ætla að flytja kjöt úr landi sem ég hef trú á að sé raunhæfur mögu- leiki. En þetta gengur ekki upp með núverandi kvótakerfi. Það er útilok- að. Við getum sagt sem dæmi að það sé verið að boða menn í hundrað metra hlaup. Sumir era á takkaskóm en aðrir settir í skíðaskó og síðan eiga þeir að hafa jafna möguleika í hlaupinu. Það gengur ekki upp. Það sem hefur gerst með kvótan- um er að verðgildi jarða skiptist í tvennt. Það era annars vegar jarðir sem hafa kvóta og hins vegar kvóta- lausar jarðir. Kvóti upp á hundrað þúsund lítra af mjólk er 12 til 13 milljóna króna virði. Það sem er að gerast er að þeir sterku era að éta upp þá veikari." Kvótabændur á höfudból- um í framhaldi af þessu fóra umræð- umar að snúast frekar um leiðir til úrbóta. Tryggvi hefur velt þessum málum mikið fyrir sér og er með ákveðnar tillögur sem hann setti fram á eftirfarandi hátt: „I fyrsta lagi á að afnema alla framleiðslustýringu í landbúnaði. Samkeppni á öllum sviðum tryggir aðhald í rekstri og lægra verð til neytenda. I öðra lagi komi búsetu- stuðningur í stað beingreiðslna til einstakra búgreina og hann sé ekki markaðstengdur. í þriðja lagi verða samkeppnislög að tryggja að tekið verði á undirboðum sem sannanlega standa ekki undir framleiðslukostn- aði. Ég skal skýra þetta nánar og taka framleiðslustýringuna fyrst. Fram- leiðslustýring hefur bragðist öllunt nema þeim sem hagnast sjálfir á framleiðslutengdum beingreiðslunt. Margir bændur bregða búi vegna vonlausrar samkeppnisaðstöðu gagnvart þeim sem hafa stærri kvóta. Það má leiða rök að því að í mjólkur- framleiðslu sé að skapast svipað ástand og þegar höfðingjar sem stærstu sverðin áttu sátu höfuðból og röðuðu venslafólki á hjáleigur í kring. f dag getur vel settur kúabóndi keypt upp kvótalitla bændur í krafti aðstöðu sinnar, deilt aðstöðunni til venslafólks ef hann vill og notað til þess peninga sem ríkið borgar. Hvað varðar sauðfjárræktina er það svo að þrátt fyrir þessar bein- greiðslur er hún á heljarþröm. Menn era að drepa svart nauðugir viljugir og það er ekkert að marka magntölur um neitt kjöt nema kjúklinga og svín. Þar er meira mál að standa í svartri slátran bakvið hús.“ Búsetustudningur „Ég legg til að tekinn verði upp búsetustuðningur og hann verði sá sami hvar sem búið er án tillits til hvaða búgrein eða búgreinar er um að ræða á viðkomandi býlum. Regl- urnar þurfa að vera einfaldar og hugsaðar til að jafna aðstöðu en ekki til að viðhalda mismunun. Við skulum nefna tölur. í fjárlög- um 1995 fara að minnsta kosti 5,5 milljarðar til þessa landbúnaðar- geira. Ef sú upphæð færi í búsetu- stuðning í staðinn þá kæmi að minnsta kosti um 1,2 milljónir króna á hvert býli í landinu. Breytingar á fjárlögum geta síðan tekið mið af þróun ytri skilyrða og þessi tala get- ur verið orðin önnur árið tvö þúsund. Samhliða þessu þarf að setja upp einhvers konar öryggisnet eða sjóð til að gera mönnuni kleift að hætta búskap með sæmilegri reisn í stað þess að Ijúka búskap sem öreigar. En samhliða þessu verða menn að fá að framleiða kjöt svo lengi sem einhver vill kaupa það. Það þýðir ekki að framleiða mat eða aðra vöra sem ekki er hægt að selja. Tími þessara stóru milliliða er liðinn, þegar menn framleiddu burtséð frá þörfum mark- aðarins og ríkið tryggði greiðslur. Menn laga sig ekki að þessum breyttu aðstæðum nema hver bóndi fái að gera það fyrir sig. Svo ég víki að samkeppnislögun- unt þá er alltaf að koma betur í Ijós bg þá ekki síst í vetur, að þessi lög virka ekki. Það er ósamrýmanlegt hugsjón jafnaðarmanna að fjársterkir aðilar geti valið sér vettvang að vild til að koma samkeppnisaðilum ffá með undirboðum sem ckki standast framleiðslukostnað. Sterkir aðilar geta í dag tekið fyrir hvaða grein sem þeir vilja og rústað hana. Menn standa berskjaldaðir. Ég sé ekkert að því að menn geti boðið fram ódýrar búvörar. En það á hiklaust að vera hægt að krelja menn um það að þeir sýni fram á með útreikningum að þetta vöraverð standist. Alveg eins og ef menn geta ekki haldið niðri kostnaði eiga aðrir að fá að spreyta sig.“ Bændur eru gott fólk „Ég get séð fyrir mér að ef þessar breytingar næðu fram yrði það nokk- uð áfall fyrir stærstu framleiðend- urna sem era að fá lungann úr því ijármagni sem fer til landbúnaðar. Þetta er upp til hópa sama fólkið og byggði upp fyrir verðtryggingu. Þetta er fólkið sem var búið að koma sér vel fyrir þegar hún var tekin upp. Ég vorkenni þeim ekki neitt sem missa þessi forréttindi og fá bara sömu krónutölu í búsetustuðning og aðrir. Geti þeir ekki rekið sín hag- kvæmu bú áfram þá þeir um það. Ég kalla þetta landgreifa. Þetta era alls ekki vondir menn, ég er alls ekki halda því fram, en þeir vilja tryggja sína hagsmuni. Þetta þykja kannski róttækar hug- myndir en ég hef orðið þess var að bændur vilja hlusta á mig. Menn sem hafa engan rétt til að framleiða og búa afskekkt eða það sem kallast af- skekkt í dag sjá ekkert annað en svartnætti framundan við núverandi kerfi. Ég hef varpað fram spumingum eins og þeirri hvað gerist ef ríkið hætti að borga Búnaðarfélag íslands og með búnaðarsamböndum út um allt land. Bændur fengju þetta bara beint sent hluta af búsetustuðningi. Auðvitað verður allt vitlaust þegar maður fer að tala um þetta. Menn minna á ráðunautana og sýnatöku úr þessu og hinu og þar fram eftir göt- unum. En það er ekkert þarna sem ekki er hægt að gera í einkageiran- um. Ég get kallað á dýralækni og því gæti ég ekki eins kallað til ráðunaut ef þörf krefur? Hvað nteð tölvumar og Intemet? Upplýsingaflæðið er fyrir hendi og ntenn úti í sveit geta náð sér í allar upplýsingar án þess að tala við þá á Hagatorgi. Eina sam- bandið við Hagatorgið er að menn þar era að reyna kvelja einhver gjöld út úr bændum sem þeir eiga að borga í pottinn og hafa jafnvel verið að mismuna mönnum í þeim efnum eft- ir því hve hollir þeir era kerfinu. Á íslandi býr mikið af góðum bændum. Þetta er gott fólk að upp- lagi og bændur era kratar í raun og veru þó að þeir viti það ekki. Það þarf að gefa þessu fólki tækifæri til að stunda sinn búrekstur á eigin ábyrgð og framtíðin verður síðan að skera úr urn það hvemig hlutimir þróast. En það sem ég hef nefnt er miklu vænlegri leið til að hjálpa bændum til sjálfsbjargar en þetta fyr- irkomulag sem er í dag þar sem bændur era fómarlömb kerfisins. Og ég er mest hissa á hve lengi bændur era tilbúnir til að standa upp og verja það kerfi sem vinnur gegn þeirra hagsmunum," sagði Tryggvi L. Skjaldarson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.