Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 19
HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 Föstudaginn 24. febrúar verður hinn glæsilegi veitingastaður Lefolii vígður á Eyrarbakka „Það er allt hægt á Islandi" - segir Þórir Erlingsson, 21 árs veitingamaður. „Auðvitað er ég bjartsýnn. Það er allt hægt á íslandi,“ sagði Þórir Er- lingsson veitingamaður, þegar Al- þýðublaðið leit við hjá honum á Eyr- arbakka á dögunum. Þórir, sem er 21 árs, var þá að vinna með harðsnúnu liði að gagngerum endurbótum á húsnæði sem verður vígt á föstudag- inn. Þarmeð eignast Eyrbekkingar fyrsta flokks veitingahús á tveimur hæðum, með fallegu útsýni yfir ströndina. Þórir er brautskráður frá Hótel- og veitingaskólanum. Með- eigandi hans að Lefolii er Katrín Ósk Þráinsdóttir, tvftug að aldri. En hvaðan er þetta framandi nafn - Lefolii? „Hér var danskur kaup- maður með þessu nafni. Okkur þótti nafnið gott,“ segir Þórir. Eyrarbakki var lengi einn helsti verslunarstaður Islands og Lefolii var umsvifamikill á sínum tíma. Þórir og Katrín Ósk munu bjóða uppá fjölbreyttan matseðil á efri hæð hússins. Mest áhersla verður lögð á fískrétti, en einnig á pizzur, pasta og kjöt. A sunnudögum verður boðið uppá kökuhlaðborð. Neðri hæðin verður tekin í notkun á föstudaginn, og sú efri fyrir páska. A neðri hæðinni verður kráar- stemmning, en þar verður líka boðið uppá ýmsa smárétti. Þá mun Lefolii taka að sér að sjá um veislur og mannfagnaði, ekki bara á staðnum heldur líka útí bæ. „Við stefnum að því að geta reddað öllu,“ segir Þórir. Hann segir að Eyrbekkingar haft tekið því mjög vel þegar hann ákvað Katrín Ósk og Þórir voru í vikunni að leggja lokahönd á neðri hæð hins nýja veitingastaðar, og fengu dygga aðstoð. A-mynd.E.ói. Lefolii er til húsa í fallegu gömlu timburhúsi á Eyrarbakka, þarsem gott útsýni er yfir ströndina. A mynd:E.ói. „Hér er um að ræða heildar- könnun á gæðum umhverfis á Suðurlandi. Gæði neysluvatns, bæði í dreifbýli og þéttbýli, verður kannað og einnig mál eins og fráveitu- og sorpmál,“ segir Birgir Þórðarson, heilhrigðisfulltrúi Suð- urlands, í samtali við Alþýðublaðið um átakið „Hreint Suðurland" sem stendur til að hrinda af stað á Suðurlandi von bráðar. Birgir sagði mikla þörf á úrbót- um í þessum málum og þá sérstak- lega í sambandi við neysluvatn sem mætti víða vera betra. „Vatn- ið sjálft er gott en málið er að það er hreinlega skemmt á leiðinni. Frágangur vatnsbóla er lélegur og lagnakerfi geta verið slæm sem þýðir að þegar vatnið er komið í kranann, þá er það allt að því óneysluhæft.“ Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samvinnu við nokkur sveit- arfélög á Suðurlandi unnið að for- athugun vegna könnunarvinnu sem þessari. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og þykja þær styðja nauðsyn þess að unnið verði að slíkri könnun fyrir allt Suðurland. Birgir sagði ekki meiri þörf á þessu átaki á Suðurlandi frekar en á öðrum stöðum landsins heldur væri hér um frumkvæði þcirra á Suðurlandi að ræða. Samkvæmt Birgi mun átakið kosta um 15 til 16 milljónir króna sem verða að meginhluta greitt af þeim sveitar- félögum sem að verkinu standa. Þá mun Umhverfisráðuneytið leggja fram tvær miljónir króna. Birgir sagði að hinsvegar hefði komið á óvart að landbúnaðarráð- herra hafi ekki sýnt þessu máli neinn áhuga. „Það er Ijóst að nauðsynlegt er að vinna að umræddu verki, með- al annars vegna þróunar í at- vinnumálum, til dæmis matvæla- vinnslu, ferðaþjónustu og land- búnaði í framtíðinni,“ sagði Birg- ir. Birgir sagði að lokum að átakið yrði framkvæmt með upplýsinga- öflun, meðal annars með sýnatöku og greiningu á neysluvatni, skil- greiningu á núverandi ástandi og aðgerðum til úrbóta. Meðai þess sem er til sölu i Grænu greininni eru Barbídúkkur á ís- lenskum búningi. A-mynd: E.ÓI. við litla verslun sem móðir okkar, Helga Guðmundsdóttir, sér um rekstur á. Þar eru seldir þessir tré- munir og tréleikföng sem ég hanna og framleiði ásamt öðrum munum,“ sagði Svanur Ingvarsson. I versluninni Græna greinin má sjá ótrúlega fjölbreytt úrval muna frá listfengu handverksfólki á Suður- landi. Munimir eru unnir úr ull, tré, grjóti og leir. Þar em málverk, skart- gripir og Iistaverk máluð á silki, tré og þar fram eftir götunum. Svanur sagði að þama hefðu verið lífleg við- skipti fyrir jólin og nú biðu menn spenntir eftir að sjá viðtökur ferða- manna í sumar. Sá fjöldi fólks sem framleiddi gripi og seldi í umboðs- sölu í versluninni sýndi að margir byggju yfir listfengi og hæfileikum til að framleiða muni sem menn vildu eignast. Þetta fólk hefði beðið eltir tækifæri til að koma fram- Svanur Ingvarsson: Hannar og framleiðir leikföng og smáhluti úr tré. A-mynd: E.ÓI. leiðslu sinni á markað og nú væri það tækifæri komið. Aður en Svanur slasaðist hafði hann tekið virkan þátt í íþróttum og hélt því áfram þrátt fyrir fötlunina. Hann segir reynslu sína í íþróttum hafa hjálpað sér mikið til að takast á við fötlunina og nýta þá möguleika sem fyrir hendi em. Fjölbreyttar íþróttir standi fötluðum til boða og það sé um að gera að leggja ekki ár- ar í bát þótt menn verði fyrir því áfalli að fatlast. Svanur smíðaði sér handknúið reiðhjól sem vakið hefur mikla athygli og hann hefur hug á að smíða fleiri hjól og önnur hjálpar- tæki fyrir fatlaða. „Hjólið hefur reynst mér vel til að halda mér í þjálfun og sem tóm- stundagaman. Eg hef áhuga á að framleiða fleiri hjól því þetta hefur vakið áhuga hjá fötluðum. A keppn- isferðum erlendis hef ég líka séð ýmis hjálpartæki fatlaðra sem ég hef hug á að framleiða hér. Eg er með ýmsar hugmyndir í kollinum á því sviði. Ég vil endilega geta þess að Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur stutt ntig vel í framhaldi af því að ég smíðaði þetta handknúna reiðhjól. Ég er hef líka hug á að smíða sleða og fleira sem fatlaðir geta notað. Það er margt í gerjun hjá mér,“ sagði Svanur Ingvarsson. að ráðast í þetta fyrirtæki. „Fólkið er ánægt að fá sinn hverfispöbb. Það koma líka mjög margir ferðamenn til Eyrarbakka allan ársins hring. Núna síðustu daga hef ég talið tjórar rútur sem hafá rennt í gegnum bæinn. Auðvitað er langmest um ferðamenn yfir sumarið, og þá verður áreiðan- lega nóg að gera. En það verður opið allt árið.“ Aðspurður segist Þórir ekkert smeykur við að setja á laggimar fyr- irtæki á erfiðum tímum. „Maður er einfaldlega að búa sér til vinnu. Það þýðir ekkert annað en að reyna. Ég hef lika fengið gífurlega mikinn stuðning frá íjölskyldunni. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa.“ Þórir er fæddur og uppalinn á Eyr- arbakka, og segist hvergi annarsstað- ar vilja búa. „Mamma vill oft halda því fram að ég sé alveg rosalegur Eyrbekkingur," segir hann og brosir. „Hér er gott að búa. Maður þekkir alla í plássinu - mér þætti alveg von- laust að búa í blokk í Reykjavík þar- sem maður þekkir engan.“ Semsagt: Lefolii verður til í slag- inn klukkan tíu á föstudagskvöldið. „Hreint Suðurland“ Vatn er sums stað- ar óneyslu- hæft - segir Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Suður- lands. Heildarkönnun á gæðum umhverfisins. Kostnaður 18 milljónir. Um- hverfisráðuneytið leggur fram tvær milljónir en land- búnaðarráðuneyti ekki krónu. Helga Guðmundsdóttir í versluninni með haglega gert kirkjulíkan. A-mynd: E.ÓI. ________________________________ Verslunin Grœna greinin á Selfossi Selur listmuni handverksfólks á Suðurlandi Einn af framleiðendunum er Svanur Ingvarsson sem hyggur einnig á smíði hjálpartækja fyrir fatlaða. „Ég smíða hér á verkstæðinu leik- öng úr tré og ýmsa smáhluti sem tu til sölu í versluninni Græna ;reinin sem opnuð var í nóvember. >ar eru einnig seldur ýmis konar íeimilis- og listiðnaður sem hand- 'erksfólk hér á Suðurlandi framleið- r heima hjá sér úr íslenskum hráefn- im. Þetta er ákaflega spennandi 'erkefni og það eru yfir 40 framleið- :ndur sem hafa vöru sína í umboðs- ölu hér í búðinni,“ sagði Svanur ngvarsson á Selfossi í spjalli við Uþýðublaðið. Svanur slasaðist illa þegar hann 'ar 26 ára að aldri með þeim afleið- ingum að hann er lamaður fyrir neð- an mitti. Hann hefur hins vegar ekki látið þá fötlun aftra sér frá þátttöku í atvinnulífinu eða íþróttum. Svanur keppti í sundi á Olympíuleikunum í Barcelóna og í sleðastjaki á vetrar- Icikunum í Lillehammer. „Fyrir einu ári keyptum við Þröstur bróðir minn húsnæði af Selfossbæ og komum þar fyrir tré- smíðavélum og tækjum sem við átt- unt fyrir. Þröstur er í almennum smíðum og ég tek þátt í þeim verk- þáttum með honum sem henta mér og hann hjálpar mér svo í því sem ég þarf hjálp við. Sfðan innréttuðum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.