Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 Með fjölskyldunni. Lúðvík, Guðfinna og Theodór. - segir Lúðvík Bergvinsson, 1. maður á framboðslista Alþýðuflokksins á Suðurlandi, í hressilegu viðtali við Sœmund Guðvinsson. „Öll reynsla kemur að góðu gagni í .stjómmálabaráttunni. A námsámn- um vann ég alla algenga verka- mannavinnu og stundaði líka sjó- mennsku. Ég var mikið í fótboltan- um og náði því að verða íslands- meistari með 5. flokki ÍBV. Seinna komst ég svo í meistaraflokk og keppnisandi íþróttanna hefur alltaf fylgt mér og á sinn þátt í að ég vil vera gerandi í pólitík en ekki bara áhorfandi. Eftir að ég lauk embættis- prófi starfaði ég sem fulltrúi hjá embætti bæjarfógeta og síðan sýslu- manns í Eyjum. deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu rfkisins og svo hér hjá umhverfisráðuneytinu. Þetta er ferillinn í stuttu máli og nú sæki ég um vinnu hjá kjósendum á Suður- landi." Lúðvík Bergvinsson, yfirlög- fræðingur umhverfisráðuneytisins, er ekki dæmigerður lögfræðingur eða embættismaður í útliti og fasi. „Alþýðuflokkur- inn hefurallt frumkvæði í pólitískri um- ræðu hér á landi og auðvitað áttar fólk sig á því að þetta er eini flokkurinn með einhverja alvöru framtíðarsýn." Glaðbeittur og hress ungur maður, frjálslega klæddur og talar hreint út um hlutina. Stundum er sagt að Vest- mannaeyingar þekkist alls staðar úr fjöldanum vegna þess hve þeir eru hressir og ákveðnir í framgöngu og þessi lýsing á vel við Lúðvík. Enda fer það ekki milli mála að hann er Vestmannaeyingur í húð og hár því ég mátti sitja undir löngum fyrirlestri um ágæti Eyjanna og þá sem þar búa áður en hið eiginlega viðtal hófst. En í upphafi var hann að svara þeirri spurningu hvað hann hefði fengist við um dagana áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálum með framboði fyrir Alþýðuflokkinn. „Ég hef alltaf verið dálítið fyrir það að breyta til. Það var góður skóli að starfa við embætti fógeta í Eyjum undir stjóm Kristjáns Torfasonar sem síðan varð dómsstjóri Héraðs- dóms Suðurlands þegar réttarfars- breytingin varð. Ég hélt áfram við sýslumannsembættið í Eyjum eftir að Georg Kr. Lárusson varð sýslu- maður fram á sumarið 1993. Þá var hringt í mig frá Rannsóknarlögreglu nkisins og óskað eftir að ég leysti Þóri Oddsson af sem deildarstjóri í þeirri deild sem annast meðal annars rannsókn alvarlegra ofbeldisverka. Þórir fór í sérstakt verkefni sem tók um hálft ár. Mér líkaði vel hjá RLR og þar er mikið af mjög hæfu starfs- fólki. En eftir dvölina þar fannst mér kominn tími til að breyta til og sótti þá um hér í ráðuneytinu.“ LognmoUan á ekki vid mig Hvað gerir yfirlögfræðingur umhverfisráðuneytisins? Er hann aðallega í því að lögsækja um- hverfisböðla? „Það er hluti af starfinu. En þetta er mjög ijölbreytt starf. Vinna við samningu laga sem heyra undir þennan málaflokk, fara yfir reglu- gerðir, úrskurða í kærumálum, ráð- gjöf inn í allar deildir ráðuneytisins og þannig mætti lengi telja. Þetta er allt annað en ég hef fengist við áður. En ég fékk góða reynslu í starfinu mínu í Eyjum því þar vann ég fyrst meðal annars sem dómari meðan fógetaembættið var starfandi og síð- an fór ég að flytja mál fyrir hönd rík- issaksóknara þegar sýslumannsemb- ættið var stofnað." Hvarflaði ekki að þér eftir laga- prófið að opna skrifstofu og fara að praktisera? „Nei, ég var alltaf ákveðinn í að reyna að afla mér reynslu hjá ríkinu. Þetta er svo miklu mun fjölbreyttara starf sem er til dæmis unnið hér hjá ráðuneytinu en á lögmannsstofu þar sem stór hluti starfsins er innheimta af einhverjum toga. Slík lognmolla á ekki við mig og starfið hér er góður undirbúningur undir hvað sem ég tek mér fyrir hendur í framtíðinni." Vil fremur vera gerandi en þolandi En hvað rekur þig úr starfi sem þú ert ánægður með f pólitík sem mörgum finnst einkennast af sí- felldu þrasi, vanþakklæti, Iöngum vinnudegi og lágum Iaunum? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir pólitík og jafnan haft skoðun á því sem er að gerast. Kannski hefur alltaf blundað í mér þessi hugsjón að það sé hægt að gera eitthvað í málun- um. Taka þátt í að gera gott þjóðfé- lag betra. Ég vil frekar vera gerandi en þolandi í þjóðfélaginu. Þeir sem eru gerendur í pólitík eru jafnan að marka þá leið sem þjóðarskútan fer og mér virðist sem sjónarmið þeirrar kynslóðar sem ég tilheyri mættu fá að njóta sín meira í þeirri stefnumót- un. Þeir sem hafa verið í íþróttum era veikir fyrir öllum ögrunum. Það þekki ég á sjálfum mér. Það er kannski misjafnt af hvaða ástæðum menn fara út í pólitík og ástæðurnar eflaust jafn margar og mennimir era margir. En allir hljóta þeir þó að gera þetta að meira eða ntinna leyti af áhuga á að taka þátt í því sem er að gerast.“ Alþingi þarf ad endur- spegla ólík vidhorf Nú ert þú að fara í slag við ýmsa „Kannski hefur alltaf blundað í mér þessi hug- sjón að það sé hægt að gera eitthvað í málun- um. Taka þátt i að gera gott þjóðfélag betra." þaulreynda stjórnmálamenn í kjördæminu. Verður þú ekki bara afgreiddur sem reynslulaus ný- græðingur sem lítið mark sé tak- andi á? „Ég er yngri en hinir, það verður ekki af mér skafið. En þessir menn sem eru reyndir í dag byrjuðu ekki heldur sem menn með reynslu. Ég hef raunar gert svolítið grín að þessu viðhorfi og sagt að nái ég inn á þing séu þar 62 þingmenn til að halda í hönd mér svo ég geri enga vitleysu. Annars held ég að sjónarmið þeirrar kynslóðar sem ég er af geti ekki ann- að en bætt þá umræðu sem fer fram á Alþingi. Það era fáir þar sem era í sporam þess fólks sem þarf að hafa hvað mest fyrir lífinu. Sjónarmiðum þeirrar kynslóðar er ekki gert hátt undir höfði í þinginu sem er miður. Alþingi þarf að endurspegla sem flest viðhorf til að þroska þá umræðu sem þar fer fram.“ Af hverju hallaðist þú að Al- þýðuflokknum? „Það era tvær meginástæður fyrir því. Annars vegar er ég kominn af kratafólki. Hins vegar er það vegna þess að mér hefur virst, alla vega hina síðari ár, að þetta sé flokkurinn sem geti tekið afstöðu og ákvarðanir sem byggir á skynsemisgranni. Flokkurinn er ekki bundinn af hags- munabandalögum sem hinir flokk- amir eru bundnir af. Ég hef til dæm- is spurt sjálfstæðismenn að því hvcr sé stefna flokks þeirra í sjávarútvegs- málum, landbúnaðarmálum og Evr- ópumálum. Þeir segjast ekki vita það en séu samt sjálfstæðismenn. Ég hef spurt hvað fái fólk með 70 þúsund króna mánaðarlaun til að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Ég fæ engin svör önnur en þau að það sé samt sjálf- stæðisfólk. Mér fínnst vanta ansi mikið inn í svona röksemdafærslu. Fyrir skömmu hitti ég einn af fyrr- verandi borgarfúlltrúum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og við fórum að ræða saman. Hann fór að núa mér því um nasir að ég værí í röngum flokki. Ég sagðist ekki hafa verið til- búinn til þess að gefa mínar skoðanir uppá bátinn með því að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þá svaraði hann: „Það skiptir ekki öllu máli. Það er miklu praktiskara að vera að fara um borð í sökkvandi skip? „Sú almenna umræða sem fór fram um flokkinn á haustmánuðum um siðferði í íslenskri pólitik var holl að mínum dómi. Fámennið hér gerir það að verkum að það er mjög stutt á milli stjómmálamanna og kjósenda. Þessi umræða hefur því ekki bara áhrif innan Alþýðuflokksins heldur ekki síður innan annarra flokka^ Það voru bomar sakir á Guðmund Arna Stefánsson og hann sagði af sér eftir að hafa gert glögga grein fyrir sínum málum. Hann skapaði þar með for- dæmi sem eftir var tekið því hingað til hafa ráðherrar ekki sagt af sér þótt á þá hafi verið bomar þyngri sakir en þær sem Guðmundur Ámi varð fyrir. Sökkvandi skip, sagðirðu. Flokk- ur eins og Alþýðuflokkurinn getur aldrei til lengri tíma mælst með fylgi uppá nokkur prósent. Alþýðuflokk- urinn hefur allt framkvæði í póli- tfskri umræðu hér á landi og auðvit- að áttar fólk sig á því að þetta er eini flokkurinn með einhverja alvöra framtíðarsýn. Þar getum við horft á stefnu flokksins í landbúnaðarmál- um, sjávarútvegsmúlum og Evrópu- málum. Það er sama hvar borið er niður í stóra málunum. Þar hefur flokkurinn haft framtíðarsýn og það hefur sagan staðfest. Ég er ekki viss um að allir þeir sem tjáðu sig um EES-samninginn á sínum tfma vilji að þeim ummælum sé haldið á loft. Það er hins vegar ljóst að viðhorf Al- þýðuflokksins falla ekki kramið hjá sérhagsmunahópum. Stefna Alþýðu- flokksins stendur fyrir velferð al- mennings en ekki hagsmunum sér- hópa.“ Grundvallaratridi ad auka og bæta menntun Þú talar um framtíðarsýn. Hvernig búum við okkur best undir framtíðina? Lúðvík Bergvinsson Fæddur: 29. apríl 1964. Foreldrar: Bergvin Oddsson skipstjóri og María Friðriks- dóttir. Menntun:Stúdent frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi. Lagapróf frá Háskóla Islands 1991. Fjölskylda: í sambúð með Guðfinnu Jóhönnu Guðmunds- dóttir sem á soninn Theodór Gunnar sex ára. Starf: Yfirlögfræðingur umhverfisráðuneytisins. Framtíðaráform: Hefur sótt um starf hjá kjósendum í Suður- landskjördæmi sem þingmaður Alþýðuflokksins. Áhugamál: Þjóðmál, skák, bridge, fótbolti og aðrar íþróttir. sjálfstæðismaður. Flokkurinn skaf- far svo vel.“ Kannski þarna sé kom- inn hluti skýringarinnar á því hversu stór hluti kjósenda fylgir þessum flokki án þess að flokkurinn fylgi neinni stefnu.“ Holl umræda um siðferdi í pólitík Alþýðuflokkurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu á kjörtímabil- inu og umræðan oft neikvæð í garð flokksins. Það hefur verið deilt um ýmsar ráðstafanir sem forystumenn flokksins hafa beitl sér fyrir, ráðherra sagt af sér vegna gagnrýni á störf hans og skoðanakannanir sýndu um tíma fylgishrun. Runnu ekki á þig tvær grímur og varstu ekki hræddur um að þú værir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.