Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 Sigþóra Guð- mundsdóttir skipar 6. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins á Suðurlandi Pólitíkin eri blóðinu „Það hefur alltaf verið mikið rætt um pólitík á heimiiinu og ég hef alltaf fengið heitustu fréttirnar úr bæjarpólitíkinni beint af fund- um,“ segir Sigþóra Guðmunds- dóttir, sem skipar 6. sæti fram- boðslista Alþýðutlokksins á Suð- urlandi. „Pabbi hefur alltaf verið í pólitík og þetta hefur einhvern veginn alltaf fylgt mér - jjólitíkin er sennilega í blóðinu.“ I samtaii við Alþýðublaðið sagðist Sigþóra vera jákvæð á gengi flokksins og segir efstu sætin vera skipuð ungu fólki sem sé mjög gott. „Það virðist sem unga fólkið hafi fram að þessu gleymst í kjör- dæminu, allavega í Vestmannaeyj- um. Það er alltaf sama kynslóðin, 35 til 60 ára, sem hefur verið ráð- andi í pólitíkinni og það hefur vantað meira að unga fólkið væri með,“ sagði Sigþóra. Helstu áhugamál hennar í pólit- ík eru skóla- og íþróttamál. „Það þarf að efla samskipti félaga hér á Suðurlandi og í skólamálum þarf einnig að bæta ýmislegt. Þó fjar- námið hafi bætt ýmislegt og gefið fólki möguleika á að stunda nám úti á landi, þá er ástandið samt ekki nógu gotL“ Sigþóra er á fullu í knattspyrn- unni en hún hefur verið fyrirliði 1. deildar liðs ÍBV í kvennaknatt- spyrnu í fjögur ár. Húrt byrjaði í boltanum sex ára gömul og hefur ekki getað slitið sig frá honum síð- an. Lið hennar keppti á innan- hússmóti í knattspyrnu sem fram fór í Garðabæ um síðastliðna helgi, en hún segir heppnina ekki hafa verið með þeim stelpum og ekki gengið eins vel og vonir höfðu staðið til. „Við urðum Islandsmeistarar í 2. flokki árið 1989 og síðan fórum við í 2. deildina og byrjuðum meistaraflokkinn þar. Við vorum í 2. sæti þar og komumst upp í 1. deild.“ Sem stendur starfar Sigþóra í slipptöku í skipalyftunni í Vest- mannaeyjum en hún stefnir að því að fara í fjarnám í sumar í Kenn- araháskólanum. Umhverfismál sveitarfélaga Ríkisstjómin setur 2 milljarða í fráveitur Allt að 200 milljónir á ári til úrbóta á fráveitum sveitarfélaganna. Framkvæmdir styrktar um fimmtung. Heimild fyrir sér- stakri aðstoð við sveitarfélög sem búa við erfið skilyrði, eins og á Suðurlandi. Ríkisstjómin hyggst veija allt að tveimur milljörðum á næsta áratug til að styrkja framkvæmdir í fráveitu- málum sveitarfélaga. Þetta kemur fram í frumvarpi, sem Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Hámark greiðslna úr ríkissjóði verður 200 milljónir á ári, og meginreglan er sú, að styrkur geti numið allt að 20 prósentum við styrkhæfa framkvæmd. Þá er gert ráð fyrir heimild til að styrkja sérstak- lega þau sveitarfélög, sem búa við þannig aðstæður að úrlausn fráveitu- mála er sérstaklega erfið og dýr fyrir þau. „Eg vona að Alþingi nái að af- greiða þetta stjómarfrumvarp, enda er hér um mikið framfaraspor að ræða,“ sagði Össur Skarphéðinsson í samtali við Alþýðublaðið. „Með þessu hefur ríkisstjómin staðið við yfirlýsingar sínar um að gera það sem í hennar valdi stendur til að hrinda framkvæmdum við fráveitur af stað. Fráveitur em að vísu alfarið á verksviði sveitarfélaga, en þær em mjög íjárfrekar og því eðlilegt að rík- ið reyni með þessum hætti að hvetja til þeirra. Framkvæmdir af þessu tagi em líka mjög mannaflsfrekar og ættu því að duga vel til að skapa atvinnu meðan á þeim stendur." Með framvarpinu tekur umhverf- isráðherra í raun upp tillögur, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hef- ur sett fram. „Ég hef átt mjög gott samstarf við sveitarfélögin, og ekki síst þá Þórð Skúlason og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Fmmvarpið er í samræmi við óskir sambandsins," sagði Össur. Hann hvað mikilvægt að í því væri að finna heimild til að aðstoða sérstaklega þau sveitarfélög, sem vegna staðsetningar eiga erfitt með að framkvæma nauðsynlegar úrbætur. „An sérstaks stuðnings við þau er mörgum þeirra nánast ókleift að ráðast í framkvæmdimar. Eftir umræður á þingi sunnlenskra sveit- arfélaga að Kirkjubæjarklaustri í sumar lýsti ég yfir, að það væri nauð- synlegt að taka sérstaklega á þeirra málum. Ég nefni til dæmis að lang- flest sveitarfélög á Suðurlandi búa við erfiðar aðstæður að þessu leyti. Með heimildaákvæðinu er staðið við þær yfirlýsingar." sagði Össur að lokum. Össur: Fráveitur eru að vísu alfarið á verksviði sveitarfélaga, en þær eru mjög fjárfrekar og því eðliiegt að ríkið reyni með þessum hætti að hvetja til þeirra. A-mynd: E.ÓI. Menntaskólinn að Laugarvatni stendur í stórræðum og setur upp Fiðlarann á þakinu Menning í návígi við náttúruna ii MM Nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni em stórhuga og frum- sýndu þannig í gærkvöldi Fiðlarinn á þakinu eftir Joseph Stein í tengslum við árshátíð skólans sem haldin var að sýningu lokinni. Leikstjóri Fiðlarans er Ingunn Jensdóttir og tónlistarstjóm er í höndum Hilmars Amar Árnasonar. Alþýðublaðið sló á þráðinn til Fann- eyjar Snorradóttur, stallara nem- endafélags Menntaskólans að Laugar- vatni, og forvitnaðist um sýninguna. „Það em um sextíu manns sem koma ffam í þessu leikriti byggðu á sögu Sholom Aleikheim um Tevje, mjólkursala í gyðingaþorpi í Rússland. Við ætlum að sýna í viku: Föstudaginn 24. febrúar í Menntaskólanum að Laugarvatni klukkan 21:00, sunnudag- inn 26. febrúar í félagsheimilinu Gunn- arshólma í Austur-Landeyjum klukk- an 15:00 og 21:00, mánudaginn 27. febrúar í félagsheimilinu í Kópavogi klukkan 21:00, miðvikudaginn 1. mars í grunnskólanum á Þorlákshöfn klukk- an 21:00 og svo er það fimmtudaginn 3. mars í félagsheimilinu að Flúðum klukkan 15:00 og 21:00. Stíf dagskrá." Afhverju sýnið þið viðamikið verk sem þetta? „Það er sterk leiklistarhefð hér við skólann og við setjum upp leikverk í tengslum við árshátíðina á hveiju ári. Annað hvort ár reynum við svo að hafa sýninguna stóra og mikla.“ Og berið þá mikla menningarlega ábyrgð í kjördæminu? ,Jú, og við reynum að standa undir vonum fólks og hafa leikverkin góð svo fólk haldi áffam að flykkjast á sýn- ingamar okkar. Annars verður tap á öllu saman. Þetta er dálítið erfitt núna vegna kennaraverkfallsins, en við kýl- um samt á það.“ Er Menntaskólinn að Laugar- vatni góður skóli? ,Alveg frábær. Nú emm við héma meðal annars að ala upp tilvonandi stórleikara; gríðarlega hæfileikamikið fólk sem er núna að setja upp magnað verk. Ingunn leikstjóri á miklar þakkir skilið fyrir sína toppvinnu í kringum verkið." Eruð þið ekki með einhvem leið- indastimpil á ykkur? ,Jú, því miður. Það em tuttugu ár síðan við fengum þennan villinga- stimpil á okkur og það virðist alveg sama hvað við reynum, við hreinlega losnum ekki við hann. Við emm orðin hundleið á þessu. Skólinn er alltaf að verða betri og betri, en samt er talað af óviiðingu um hann. Osanngjamt." Hvað með þig, var Laugarvatn „eini skólinn"? , Já. Mér datt ekki í hug að fara ann- að. Fólk kemur hingað hvaðanæva af landinu og það sýnir samheldnina, að þrátt fyrir verkfallið hefur ekki einn einasti maður farið heim á leið.“ Er það gott fyrir menningarstigið að vera svona útí sveit; í snertingu við náttúrana - landslagið og mold- ina? „Ömgglega. Þú sérð nú hvað við er- um að gera héma. Þetta er yndislegt. Menningin þrffst best t' návígi við nátt- úruna.“ Leikfélag Selfoss sýnir Bangsímon Fyrir 3 ára og uppúr „Við hjá Leikfélagi Selfoss fmmsýndum bamaleikritið Bang- símon um síðustu helgi við afar góðar undirtektir. Það sem okkur fannst skemmtilegast er hvað leik- ritið höfðar til stórs hóps eða alveg frá þriggja ára aldri og upp úr. Það kom líka í ljós að fullorðna fólkið hefur ekki síður gaman af en böm- in,“ sagði Katrín Karlsdóttir á Selfossi í spjalli við Alþýðublaðið. Katrín leikstýrir Bangsimon en Sigríður Karlsdóttir, systir henn- ar, þýddi leikritið. Það er eftir enska höfundinn A.A. Milne en leikgerð verksins á Selfossi er þýdd úr sænsku og er um fmmflutning að ræða hér á landi. Leikendur em sex en alls unnu um 20 manns við upp- setningu sýningarinnar. Þeir sem em komnir vel til vits og ára muna margir enn eftir frá- bæmm upplestri Helgu Valtýs- dóttur, á sögunni um Bangsimon í útvarpinu. Því er ekki að efa að margir fullorðnir hafa gaman af að endumýja kynnin við Bangsimon með bömum sínum eða bamaböm- um með því að sækja sýninguna á Selfossi. Það kom fram í samtalinu við Katrfnu Karlsdóttur að Leikfélag Selfoss starfar af miklum krafti. Fyrir jól sýndi félagi Beðið eftir Godot og nú standa yfir æfingar á íslandsklukkunni sem verður fmm- sýnd um miðjan mars. A - 1 i s t i n n Suðurlandi A - 1 i s t i n n Suðurlandi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.