Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 5
HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Skoðanakönnun Skáls meðal kiósenda á Suðurland Kjósendur á Suðurlandi gefa þingmönnum sínum ekki háar einkunnir fyrir störf þeirra. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Skáís gerði í kjördæminu um síðustu helgi. Af 500 manna úrtaki náðist í 361. Svar- endur voru beðnir um að gefa þingmönnum kjördæm- isins einkunn, frá 0 og uppí 10, fyrir störf þeirra. Það er skemmst frá því að segja, að allir fengu þingmennimir undir 5 í meðaleinkunn að Þorsteini Pálssyni, fyrsta þingmanni kjördæmisins, einum undanskildum. Og hans einkunn var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyr- ir: 5,9. Meðaleinkunn þingmanna kjördæmisins var að- eins 4,5. Lægstur var Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og oddviti „Suðurlandslistans“. Hann fékk 3,7 í meðaleinkunn. Litlu hæni voru Margrét Frí- mannsdóttir, Alþýðubandalagi, og Jón Helgason, leiðtogi Framsóknar. Þau fengu bæði aðeins 4,1. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknar, fékk 4,6 og Árni Johnsen, 2. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins, fékk 4,7. Meðaleinkunn þingmanna er því aðeins 4,5. Á meðfylgjandi töflum sést hvernig skipting ein- kunna var. Þannig gáfu 307 kjósendur Þorsteini Páls- syni einkunn. Hann fékk 0 hjá 23 kjósendum, en það jafngildir 7,5% svarenda. 22 gáfu honum hinsvegar hæstu einkunn. Þorsteinn fékk annars lítið af mjög há- um eða lágum einkunnum. Hvorki fleiri né færri en 48, eða 15,7% gáfu Áma Johnsen 0 í einkunn, samanborið við þá 17 sem gáfu honum hæstu einkunn. Algengasta einkunn hans var 5. 65 svarendur, eða 21,3% gáfu honum þá einkunn. Að- eins um 20% gáfu honum 8 eða hærra, og verður það að teljast lítið, þegar haft er í huga að fylgi Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi var nimlega 35% í síðustu kosningum. Guðni Ágústsson fékk sárafáar háar einkunnir. Að- eins 12% gáfu honum 8 eða meira, og það getur ekki talist mjög gott vegamesti fyrir nýjan oddvita Fram- sóknar í kjördæminu. Til samanburðar má geta þess að um 23% gáfu Guðna 0 til 2 í einkunn. Meðaleinkunn Jóns Helgasonar, 4,1, hlýtur að teljast nokkurt áfall fyrir hann. Jón hefur verið leiðtogi Fram- sóknar í kjördæminu um langt skeið og hverfur af þingi í vor. Aðeins 11 % gáfu honum hæstu einkunnir, frá 8 til 10. Rétt innan við 30% kjósenda á Suðurlandi gefa Jóni hinsvegar 0 til 2. Margrét Frímannsdóttir fær sömu falleinkunn og Jón Helgason, 4,1. 16 svarendur gefa henni 0 og 28 til við- bótar aðeins 1 eða 2. Flestir gáfu Margréti 5 í einkunn, eða 57 svarendur. Eggert Haukdal er „fúxinn“ í hópnum. Hann hefur verið afar umdeildur að undanfömu, og hann er sá þingmaður sem fékk langflest núll. Fimmti hver þátt- takandi í könnuninni gaf Eggert lægstu einkunn. Að- eins 3,3% gáfu honum 10. Fæstir treystu sér til að gefa Jóni Helgasyni einkunn, eða 286. Guðni Ágústsson fékk einkunnir frá 291 kjós- anda, Margrét Frímannsdóttir frá 295 kjósendum, Egg- ert Haukdal frá 299, Ámi Johnsen frá 305 og Þorsteinn Pálsson fékk einkunnir frá 307 svarendum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.