Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 7
HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Sighvatur Bjarnason forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir í viðtali við Sœmund Guðvinsson, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé mjög góður fyrir sjávarútveginn EES skapar meiri verðmæti og fleiri störi „Ég hef sagt það og segi það enn, að ég tel nauðsynlegt að menn fari í viðræður við ESB til að átta sig á því hvað er í pottinum,“ segir Sighvatur. „Við erum mjög ánægðir með EES-samninginn. Vegna þessa samnings erum við samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum með sölu á flökum í neytendapakkningum sem skapar meiri framleiðsluverðmæti og fleiri störf. Það er engin spurning að EES-samningurinn er mjög góður fyrir sjávarútveginn,“ sagði Sighvat- ur Bjarnason, forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í viðtali við Alþýðublaðið. Sighvatur var spurður hvort hann leiðsla í sjálfu sér og við teljum þetta vera framtíðina. Þetta er allt pakkað beint í hendur neytandans en ekki þessar grófpakkningar sem við höf- um verið mikið í. Þetta skapar meira framleiðsluverðmæti og fleiri störf sem hlýtur að vera eitt af markmið- unum með rekstrinum hjá okkur sem og með EES-samningnum.“ Sérðu þennan ávinning í fleiri greinum flskvinnslunnar í land- inu? „Eg held að það séu að skapast Sighvatur: Erum mjög hamingjusamir með EES-samninginn. yrði var við ávinning af samningnum um Evrópska efnahagssvæði, sem mætti mikilli andstöðu á sínum tíma. Sighvatur sagði að ávinningurinn væri augljós. „Auðvitað ftnna allir fyrir ávinningi samningsins um EES þó að það sé erfitt að mæla hann ná- kvæmlega. Við erum til dæmis í fyrsta sinn samkeppnisfærir í salt- fiskinum og búum nú við sömu skil- yrði og Norðmenn sem ekki var fyr- ir hendi áður. Þá finnum við áhrif samningsins sérstaklega á þorskflök- unum. Allur þessi flakamarkaður sem við höfum verið að vinna á und- anfarin ár er að opnast fyrir okkur. Við erum að framleiða neytendap- ökkuð saltflök í íjögur hundmð gramma pakkningum og emm nú loksins að verða samkeppnisfærir. Við emm að fá samninga sem renna stoðum undir reksturinn. Ætlunin var að taka ákvörðun í upphafi þessa árs um það hvort við hættum þessari framleiðslu. En við teljum okkur núna vera komnir með þannig samn- inga að hægt er halda þessu áfram. Þetta má rekja beint til þess að við emm samkeppnisfærir út af EES- samningnum. Þess vegna eram við mjög hamingjusamir með þennan samning." Er þetta þá orðin hagkvæm framleiðsla? „Já, þetta er mjög hagkvæm fram- mun betri skilyrði til að flytja út fersk flök en áður var. Við höfum meðal annars verið að vinna í því undanfama mánuði en flutningurinn hefur verið ákveðið vandamál. Það er of dýrt að flytja þetta með flugi og síðan þurfum við að geta haft reglu- legar afhendingar. En EES-samning- urinn og þær tollalækkanir sem komu með honum hafa tvímælalaust gert það að verkum að það er korninn mun betri gmndvöllur fyrir þessu en var áður. Þá em menn að sjá fram á að flytja út flök í staðinn fyrir heilan fisk sem bæði eykur verðmæti fisks- ins og skapar aukna atvinnu í landi. EES- samningurinn er óumdeilan- lega mjög góður fyrir sjávarútveg- inn. Það er enginn spurning." Ert þú fylgjandi því að við göng- um lengra og sækjum um aðild að ESB? „Ég hef sagt það og segi það enn að ég tel nauðsynlegt að menn fari í viðræður við ESB til að átta sig á því hvað er í pottinum. Ég er ekki viss um hvort menn þurfi að sækja um aðild en alla vegar er nauðsynlegt að menn þreifi á því hvað við vinnum og hveiju við höfum að tapa. Þó að ég sé enginn sérstakur ESB-sinni þá held ég að við höfum ekki efni á því þjóðarinnar vegna að kanna ekki hvað er í pottinum. Það væri mjög merkilegt ef við gerðum það ekki. Síðan þarf þjóðin að skera úr. Ég held að það sé mikilvægt að stjóm- málamenn treysti þjóðinni. Þeir hafa treyst henni til að kjósa sig og þá verða þeir að treysta þjóðinni til að vega það og meta hvort við eigum að ganga í ESB eða ekki.“ Kvótakerflð og fiskveiðistjórn- un er stöðugt deiluefni. Finnst þér að þar þurfi eitthvað að laga? „Ég held að kvótakerfið sé sem slíkt ágætt kerfi að flestu leyti. Það er alla vega besta kerfið sem ég hef séð hingað til. Mér finnst tillögur fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum lýsandi dæmi um hvernig Vestfirðingar hafa snúið sér í kvótakerfinu. Þeir ætluðu sér aldrei að samþykkja þetta kerfi eða laga sig að því. Það má segja að allir aðrir landsfjórðungar hafi verið að aðlaga sig að kvótakerfinu undanfarin tíu ár og hafa náð mjög góðurn árangri í því. Vestfirðingum hefur aldrei dott- ið í hug að gera það nema þá kannski þeir á Guðbjörginni frá fsafirði. Svo þegar þeir sitja nú í miklum erfið- leikum eiga hinir að borga brúsann. Ég get alls ekki sætt mig við þessa tillögur þeirra og finnst þær raunar hálf kjánalegar því þær geta ekki gengið upp. Mér finnst merkilegt að menn í þessum hóp sem eiga að hafa talsverða reynslu í sjávarútvegi skulu vera að birta þetta." En er það ekki galli á kvótakerf- inu að menn eru að henda fiski í sjóinn? ,Jú, vissulega em það agnúar á kerfinu og það verður að finna lausn- ir á því vandamáli. Ég held að það sé raunar ekkert kerfi til sem getur komið í veg fyrir þetta. Hins vegar er ég sammála tillögu þess efnis að menn reyndu frekar að koma með þennan fisk í land. Hann væri síðan seldur á markaði þar sem sjómenn og útgerðarmenn fengju eitthvað lít- ið brot af söluverði en hitt færi í Haf- rannsóknarstofnun. Ég gæti full- komlega sætt mig við það. Ég held að það sé ekki til það kerfi sem kem- ur í veg fyrir að menn hendi fiski þegar búið er að veiða upp í það magn sem menn áætla.“ Viltu þá hafa þetta utan kvóta að einhverju leyti? „Ég vil fyrst og fremst að menn geti komið með þetta í land. Þá vit- um við hvað við emm að veiða mik- ið af þorski á hverju ári og það sem veitt væri umfram kvóta gerði það að verkum að hægt væri að stunda haf- rannsóknir hér á íslandi. Þetta framlag sem Hafrannsóknar- stofnun fær er til skammar fyrir þjóðina svo ég tali nú ekki um fyrir sjávarútveginn. Það er ekki hægt að gera neinar athuganir eða uppbyggi- legar rannsóknir á lífríkinu sjálfu „Auðvitað finna allir fyrir ávinningi samningsins um EES þó að það sé erfitt að mæla hann nákvæmlega. Við erum til dæmis í fyrsta sinn samkeppnisfærir í saltfiskinum og búum nú við sömu skilyrði og Norðmenn sem ekki var fyrir hendi áður.“ vegna þess að það em ekki til pen- ingar f þá hluti. En þetta er það sem skiptir okkur hvað mestu máli á þessu landi. Við getum ausið pen- ingum í einhverja íþróttahöll í Laug- ardal en ekki þetta.“ Þarf ekki sjávarútvegurinn sjálfur að leggja þarna til fé? „Atvinnugreinin þarf sjálf að taka þátt í þessu og ég vil að þróunar- gjaldinu verði í framtíðinni varið til að fjármagna Hafrannsóknarstofnun. Ég vil sjá að þessi afli sem menn em að henda í sjóinn komi á land þar sem sjómenn og útgerðarmenn skipta kannski á milli sfn 20 prósent- um af söluverðmæti á mörkuðum en hitt færi í Hafró.“ Hvað segir þú um þá gagnrýni þeirra sem gera út vertíðarbáta að hlutur þeirra fari sffellt minnk- andi meðan togararnír fá stöðugt stærra hlutfall til sín? „Þetta er auðvitað alveg rétt. Hér í Vestmannaeyjum hafa bátamir verið uppistaðan í útgerð alveg frá upp- hafi. Togaraútgerð hefur aldrei verið hér að neinu marki ef svo má segja. En kvótinn er sífellt að safnast á út- gerðir frystitogara vegna þess að þær eru hagkvæmari en aðrar og geta keypt upp aflaheimildimar. Síðan er annað að héðan hefur verið stundaður talsverður útflutn- ingur í gámum, sérstaklega á karfa. Það fæst gott verð fyrir karfa á Þýskalandsmarkaði og þetta er hag- kvæmasta leiðin í dag til að flytja út þennan fisk. En þá er sett kvótaálag á karfann sem gerir það að verkum að menn em að missa frá sér heimildir. Þetta á verða til þess að menn flytji síður út í gámum og vinni aflann frekar í landi sem er mjög göfugt markmið. En það er þá spuming hvort ekki eigi að setja svipað kvóta- álag á útgerðir frystitogara því ekki er þeirra afli unnin í landi. Það verð- ur að jafna mun betur samkeppnis- skilyrðin milli bátaútgerðar og frystitogaranna. Þetta er mjög ójafnt eins og það er í dag og stefnir í sífellt meiri ójöfnuð eftir því sem meira er skorið niður. Við í Vinnslustöðinni emm vænt- anlega með sjö báta í viðskiptum sem em á netum. Áðan hringdi einn skipstjórinn í mig og var alveg í vandræðum því það var kominn svo mikill þorskur á miðin og við era að reyna að veiða ufsa. Þessi bátur þarf ekki nema viku á þorskveiðum til að klára kvótann og hvað á hann svo að gera? Menn eru því alltaf að flýja út úr þessu en útgerðir frystitogara virðast alltaf geta keypt meiri og meiri kvóta vegna þess að reksturinn er svo hagkvæmur." Hvað fínnst þér um þær tak- markanir sem á að setja á sókn vertíðarbáta undir 30 tonnum? „Ég held að við séum flestir sam- mála því að hrygningarstoppið er nauðsynlegt og sé af hinu góða þótt það hafi kannski verið erfitt að lifa með það fyrst. Hins vegar er mjög erfitt að ákveða að banna bátum und- ir 30 tonnum að vera með net í janú- ar og febrúar. Ég geri ráð fyrir að þetta sé gert til að reyna að koma í veg fyrir að net séu í sjó þegar koma brælur. En veður f þessum mánuðum em mjög misjöfn, stundum gott veð- ur og stundum ekki. Það er því mjög blóðugt fyrirþessar útgerðir að lenda í því að vera stoppaðar þegar kannski loksins er veður til veiða. Það er hag- kvæmast að veiða þorsk og yfirleitt allan ufsa sem fer í salt á tímabilinu frá október til febrúarloka vegna þess að neyslan fer fram fyrir jól og páska. Það sem veitt er eftir febrúar er yfirleitt selt á lægra verði á mörk- uðunum því þá em kaupendur búnir að fá nóg. Þess vegna geta þessar út- gerðir lent í því að fá ekki hæsta verðið fyrir sinn fisk. Það er líka spuming hvort mikið réttlæti sé fólg- ið í því,“ sagði Sighvatur Bjamason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.