Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1
Sjómenn búnir að fá sig fullsadda á eignatilfærslu fiskimiða til útgerðarmanna Fara bakdyramegin til að eignast kvótann - segir Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambands íslands og telur veiði- leyfagjald geta stöðvað þessa þróun. „Við tókum strax undir þessar hugmyndir um að festa sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum í stjóm- arskrána. Sjómannasamtökin hafa hins vegar verið frekar á móti veiði- leyfagjaldinu sem Alþýðuflokkurinn vili koma á en ég segi það hiklaust að það em ekki margar aðrar leiðir eftir. Utgerðarmenn em að fara inn bak- dyramegin til að eignast kvótann og það gera þeir með aðstoð vissra stjómmálaafla," sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands, í samtali við Alþýðublaðið. Samtök sjómanna em mjög uggandi vegna þeirrar þróunar að útgerðarmenn virðast vera að öðl- ast eignarrétt á fiskikvótanum þrátt fyrir ákvæði laga um að hann sé sameign þjóðarinnar. „Það fer ekkert milli mála hvað er að gerast og það er skoðun samtaka sjómanna að það verði að spyma við fæti áður en eignarréttur útgerðar- manna á kvótanum verður að vem- leika. Eg brást mjög hart við fmm- varpi sjávarútvegsráðherra sem fram kom fyrir jólin um veðsetningu kvót- ans. Að vísu er verið að taka veð- setningu í aflaheimildum en þar er ekki stuðst við lög eins og þetta er í dag. En þama átti að læða þessu inn í lög og ég tel að harkaleg viðbrögð sjómanna haft stoppað málið. Þetta var bara enn ein tilraun tiltekinna stjómvalda til að festa eignarrétt út- gerðarmanna í sessi,“ sagði Sævar Gunnarsson. Sævar sagði að útgerðarmenn versluðu með veiðiheimildir og sjó- mönnum væri gert að taka þátt í kvótakaupum án þess fá neitt í stað- inn. Með þessum hætti væri verið að rústa áratuga gömlum hlutaskipta- lögum sjómanna. Allar tilraunir til að fá leiðréttingu á þessu hefðu reynst árangurslausar. Ef ekki næðist utan um þetta kvótabrask myndi Sjó- mannasambandið snúast gegn fisk- veiðistjómunarlögunum eins og þau væm. „Það er alveg ljóst að sjómanna- stéttin er að borga veiðileyfagjald í stómm stíl til útgerðarmanna. Sjó- menn em að borga útgerðunum skatt til að fá að veiða aflann. Þetta er orð- ið mjög alvarlegt mál og það er alveg ljóst að við látum þetta ekki yftr okk- ur ganga lengur. Mælirinn er fullur," sagði Sævar Gunnarsson. Sævar: Sjómannastéttin borgar veiðileyfagjald til útgerðarmanna. A-mynd: E.ÓI. Verðandi Málgagn ungra jafn- aðarmanna á Suður- nesjum er samferða Alþýðublaðinu í dag Alþýðublaðið í dagM Okkur hefur tekist að ræna frá þeim sak- leysinu, skrif- ar Guðmundur Andri Stöðugleiki til frambúðar, er umfjöllun- arefni Jóns Baldvins Hanni- balssonar Paiiborðið 3 Leiklist, skáldskapur og tónlist, er meðal efnis í umfjöllun um nýjasta Vikupiltar 2 Vestfirska fréttablaðið Kratar negla Sighvat - sem horfir nú vökulum aug- um yfir Silfurtorgið á ísafirði og allra flokka kvikindi, tutt- ugu og fjóra tíma á sólarhring. Vestfirska fréttablaðið segir að kratar á ísafírði hafí tekið upp „alþjóðlega siði í sinni kosningabaráttu og neglt upp sfóra mynd af foringja sínuni utan á Krata- höilina á Isafirði.“ Þar er átt við vegg- mynd af Sighvati Björgvinssyni ráð- herra.Blaðið segir að þetta hafi vakið mikla athygli vegfarenda í miðbæ Isa- fjarðar á laugardaginn sem hafí deilt um hvort Vestfjarðakratar væru með þessu að feta í fótspor stuðningsmunna Stalín, Kim il Sung og Lenín eða bara banda- rískra kapítalista. „Einn vegfarenda varpaði fram þeirri spurningu hvort þetta flokkaðist undir umhverfisfegrun eða sjónmengun og hvort leitað hefði verið leyfis umhverfisráðherra,“ segir Vestfirska. „Hvað sem því líður, þá er nú búið að negla Sighvat upp á vegg með tiiheyrandi slagorðuni og horfir hann vökulum auguni yfir Silfurtorgið og á allra fiokka kvikindi, tuttugu og fjóra tíma á sólarhring.“ Skriíslofa Albvöudolásins Sighvatur: Negldur á Kratahöllina. Ljósmynd: Vestfirska fréttablaðið Kvennalistinn með opnunarhátíð Helga mætirekki ,J^ei, ég ætla ekki að mæta á þessa hátíð sem Kvennalistinn heldur vegna opnunar kosninga- skrifstofu. Eg hef heldur ekki hugs- að mér að starfa fyrir Kvennalistann fyrir þessar kosningar," sagði Helga Sigurjónsdóttir kennari í Kópavogi í samtali við Alþýöublað- ið. Kvennalistinn í Reykjaneskjör- dæmi hefur opnað kosningaskrif- stofu að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Sérstök opnunarhátíð verður á sunnudaginn af þessu tilefni. Kosningastýra Kvennalistans í kjördæminu er Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Framboðslisti Þjóðvaka á Vesturlandi „ Tilbúinn fyrir kjördag" „Þetta þokast. Listinn verður til- búinn fyrir kjördag. Við erum að fylla í göt og fínpússa," sagði Run- ólfur Ágústsson, lögfræðingur í Borgamesi, í samtali við Alþýðu- blaðið um ffamboð Þjóðvaka á Vest- urlandi.Almennt hefur verið talið að Runólfur muni skipa efsta sæti list- ans. Hann vildi hvorki játa því né neita. Sagði að ekkert væri frágengið fyrr en búið að væri að afgreiða list- ann og samþykkja. Ekki hefur verið stofnuð sérstök deild Þjóðvaka á Vesturlandi. Run- ólfur Ágústsson sagði að tenglahóp- ar væru að störfúm og síðan myndu félagsmenn koma saman og afgreiða framboðslistann. Bjóst hann við að listinn sæi dagsins ljós innan skamms. Sígilt FM Útvarpsstjóri frá Bylgjunni Útvarpssfiiðin Sígilt FM 94,3 hefur ráðið Hjört Hjartarson sem útvarpsstjóra í stað Markúsar Arnar Antonssonar. Hjörtur er tæknifræðingur að mennt og hef- ur að undantörnu starfað sem rekstrarstjóri Bylgjunnar og fréttastofu Stöðvar 2. Sígilt FM hóf útsendingar í til- raunaskyni í nóvember og sendir út sígilda tónlist af ýmsu tagi allan sólarhringinn. Útvarpsstöðin er í eigu Jóhanns Briem og segir hann viðtökur almennings hafa verið góðar. Sendingar nást á höfuð- borgarsvæðinu og er reksturinn fjármagnaður með auglýsingum. I TMM Menning 4 Ég er ekki barn náttúr- unnar, segir Ingibjörg Haraldsdóttir Viðtai 5 Alþýðuflokkurinn virð- ist blómstra ef marka má gríðarfjölda auglýs- inga um flokksstarf Alþýðuflokkurinn 6 Sjúkir skulu kjósa fyrr, segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu Alþingiskosningar 7 Hressileg orðaskipti á þingi Norðurlandaráðs Danirvanirað skamma slendinga umhverfismála. „Ég lenti í því að svara fyrir Svía, sem formaður ráðherra- nefndarinnar um umhverfis- mál, og átti í sjálfu sér erfitt með að skilja afhverju Dorte Bennedsen, danski þingmað- urinn, hellti skönimum yfir mig út af máli sem ég átti sjálf- ur frumkvæði að. Svo ég sagði henni það skýrt og skorinort, að við Islendingar værum því ekki óvanir að Danir skömm- uðu okkur þegar þeir legðu ekki í Svía; það væri velþekkt á alþjóðavettvangi að þegar nienn vildu ráðast á Kína þá skömmuðu þeir Albani,“ segir Össur Skarphéðinsson um snörp orðaskipti um umhverf- ismál á þingi Norðurlanda- ráðs. Þinginu lauk hinsvegar í sátt og samlyndi, og Össur sagði mörg mikilvæg umhverfismál hafa komið til umræðu og af- greiðslu. Hann nefndi stofnun sérstaks heimskautaráðs, fjár- hagsaðstoð við umhverfis- vernd á grenndarsvæðum Norðurlandanna, sérstök ár- leg verðlaun Norðurlandaráðs fyrir frumkvæði á sviði um- hverfis- og náttúruverndar, og frumkvæði Islendinga um gerð sérstaks samnings gegn notkun og losun þrávirkra líf- rænna cfna. Sjá viðtal á blaðsíðu 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.