Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Þing Norðurlandaráðs * Deittum bann við þrávirkum efnum - Skil ekki afstöðu Svía, segir Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. Um- hverfisverðlaun Norðurlandaráðs á loka- stigi. Sérstakt heimskautaráð stofnað. Össur: Sagði danska þingmannum að við íslendingar værum því ekki óvanir að Danir skömmuðu okkur þegar þeir legðu ekki í Svía; það hefði verið velþekkt á alþjóðavettvangi að þegar menn vildu ráðast á Kína þá Stofnun sérstakts heimskautaráðs, fjárhagsaðstoð við umhverfisvemd á grenndarsvæðum Norðurlandanna, sérstök árleg verðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir frumkvæði á sviði um- hverfis- og náttúmvemdar, og frum- kvæði íslendinga um gerð sérstaks samnings gegn notkun og losun þrá- virkra lífrænna efna vom á meðal þess sem umhverfisráðherrar Norð- urlanda ræddu á fundum sínum með- an þing Norðurlandaráðs stóð yfir í vikunni. Umhverfisverdlaun Nordurlandaráds „Þetta var mjög árangursríkur fundur," sagði Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra í samtali við Alþýðublaðið. „Við gengum frá formlegri tillögu okkar um að Norð- urlandaráð taki upp árleg verðlaun á sviði umhverfis- og náttúmvemdar, sem á að veita einstaklingum, fyrir- tækjum eða stofnunum sem skara fram úr á þessum sviðum. Þau verða með svipuðu sniði og bókmennta- og tónlistarverðlaun ráðsins, og verðlaunaupphæðin verður 350 þús- und danskar krónur. Um þessar mundir er verið að tilnefna í dóm- nefndina, sem á að hefja störf síðar í þessum mánuði, og íslendingar munu skipa sína tvö fulltrúa í dóm- nefndina síðar í mánuðinum. Við samþykktum jafnframt að sérstakt tema verði Iagt til gmndvallar verð- laununum á hveiju ári, og á þessu fyrsta ári fengu íslendingar því fram- gengt að tema ársins verði vemdun hafs og náttúru." Heimskautarád Norðurlöndin hafa um skeið haft uppi hugmyndir um stofnun sérstaks heimskautaráðs. Hver urðu afdrif þeirrar tillögu á þingi Norðurlandaráðs? „Það var samþykkt að stefna að því að setja upp slíkt ráð. Norður- löndin, ekki síst Island og Grænland, hafa um hríð viljað stofna sérstakt heimskautaráð, með aðild annarra landa sem liggja að norðurheim- skautinu, það er að segja Kanada, Rússlands og Bandaríkjanna. Við höfum jafnframt viljað setja upp sér- staka skrifstofu fyrir ráðið, til að efla völd þess og getu til að sinna málefn- um heimskautasvæðanna, ekki síst mengunarvömum og málefnum fmmbyggja. En nú þegar eiga öll þessi lönd með sér mikið samstarf um þau málefni. Það hafa hinsvegar verið Bandaríkjamenn, sem hafa dregið lappimar og ekki tekið þeim hugmyndum mjög vel; meðal annars hafa þeir ekki viljað setja upp sér- staka stofnun eða skrifstofu í kring- um það, væntanlega til að gefa því ekki of mikil völd. En á þinginu í vikunni var samþykkt að leita eftir stofnun heimskautaráðs, sem yrði þá án sérstakrar skrifstofu, að minnsta kosti í byijun. Ég lagði til við kollega mína af Norðurlöndum að Græn- lendingar fengju 6 milljónir króna til að undirbúa sérstakan fund í Kanada um málið, og það var samþykkt. Þetta em ákveðin tímamót, og ein- dreginn stuðningur Islendinga við málið var mjög þakkaður af Græn- lendingur." Össur kvað umhverfisráðherrana jafnífamt hafa varið dijúgum tíma í að ræða hvemig Norðurlöndin gætu knúið lfam endurbætur í mengunar- vömum á grannsvæðum landanna. En í sumum Eystrasaltslandanna í hémðum Rússlands sem liggja að Norðurlöndum er mengun stórfellt vandamál, sem í vaxandi mæli er tekin að hafa mjög neikvæð áhrif á Norðurlöndum. I Eystrasalti hefur mengunin þegar mjög mikil áhrif, og hmn laxastofna þar er rakin til henn- ar. Hörd ordaskipti „Upphaflega fóru menn af stað með háar hugmyndir, og'vildu jafn- vel setja sérstakan umhverfisskatt á íbúa Norðurlanda sem yrði varið til átaks í mengunarvömum grann- svæðanna. En niðurstaðan varð sú, að í fyrstu yrði þess ífeistað að fá norrænar bankastofnanir til að sinna fjármögnun á endurbótum í mikiu ríkari mæli en hingað til. Þetta verk mun hinsvegar aldrei vinnast, nema til komi vemlegur fjárhagslegur stuðningur, og hann verður auðvitað að koma frá hinum Norðurlöndun- um, sem eiga mestra hagsmuna að gæta í þessum efnum.“ Það vakti athygli að þingheimur klappaði þegar þú lentir í snörp- um orðaskiptum við danskan þingmann, og sagðir að Islending- ar væru því ekki óvanir að þegar Danir þyrðu ekki að skamma Svía, þá skömmuðu þeir íslend- inga. Þetta spannst út af ágrein- ingi Svía og Islendinga vegna til- lögu um bann við losun þrávirkra efna. I hverju liggur ágreiningur- inn? „Við höfum haft ffumkvæði á al- þjóðavettvangi að tillögu um samn- ing um takmörkun á losun þrávirkra, lífrænna efna, og Noregur, Finnar og Danir stutt það mjög dyggilega. Sví- ar hafa í sjálfu sér ekki lagst gegn þessu, en þeir hafa sett fram þá skoð- un, að betra sé að reyna að ná smærri svæðisbundnum samningum um slíka takmörkun. Ég tel það sjálfur út í hött, og skil ekki rökin. En sænski ráðherrann, Anni Lindh, gat því miður ekki verið við umræðuna á sjálfu þinginu, þegar málið kom til umQöllunar; hún á ung böm heima- fyrir og þurffi eðlilega að hvata for skömmuðu þeir Albani. A-mynd: E.ÓI. sinni til þeirra. Ég lenti því í því að svara fyrir Svía, sem formaður ráð- herranefndarinnar um umhverfis- mál, og átti í sjálfu sér erfitt með að skilja afhveiju Dorte Bennedsen, danski þingmaðurinn, hellti skömm- um yfir mig út af máli sem ég átti sjálfúr frumkvæði að. Svo ég sagði henni það skýrt og skorinort, að við Islendingar værum því ekki óvanir að Danir skömmuðu okkur þegar þeir legðu ekki í Svía; það væri vel- þekkt á alþjóðavettvangi að þegar menn vildu ráðast á Kína þá skömm- uðu þeir Albani." Skögultennur ad vopni Mér er sagt að kollegar þínir hafi fært þér afar mcrkilega gjöf. Er það rétt? „Það er hárrétt. Ég var að ljúka störfúm sem formaður ráðherra- nefndarinnar og kollegi minn frá Grænlandi, Ove Rosen Olsen færði mér að gjöf gríðarstóra hauskúpu af rostungi með tveimur fimagildum skögultönnum. Svo með þær að vopni ætti mér ekki að vera neitt að vanbúnaði í kosningabaráttunni framundan." Kosningarnar 8. apríl Sjúkir skulu kjósa viku fyrr Dómsmálaráöuneytið hefur nú til- kynnt um skilmála þá scm menn þurfa að uppfylla til að tcljast vera í framboði til Alþingis við kosningamar 8. apríl 1995. Framboð skal tilkynna til hlutað- eigandi kjörstjómar eigi síðar en klukkan 12 á hádegi fimmtán dögum fyrir kjördag. Það mun vcra föstudag- inn 24. mars. Framboðslista skal fylgja skrifleg staðfcsting allra scm á listanum era svo og skrifleg yflrlýsing tilskilins fjölda kjósenda í hlutaðeigandi kjör- dæmi. Beiðnir um nýjan listabókstaf skulu hafa borist dómsmálaráðuncyt- inu eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur ÚL Sveitarstjómir skulu leggja fram kjörskrár almenningi til sýnis tíu dög- um fyrir kjördag. Kjörskrá er nú samin miðað við skráð iögheimili laugardag- inn 18. mars. Utankjörfundarafgreiðsla vegna alþingiskosninganna hefur jiegar hafist hjá sýslumönnum og hreppstjór- um, svo og í sendiráðum og hjá ræðis- mönnum, samkvæmt nánari ákvæðum hlutaðeigandi kjörstjóra. Sérstök athygli skal vakin á því að ósk um atkvæðagreiðslu vegna sjúk- dóms, fötlunar eða bamsburðar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en klukkan 12 á hádegi laugardaginn 1. apríl. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en laugardaginn 18. mars. Menningardagar á Egilsstöðum Djassgoðinn gefurtóninn I dag verður blásið til mcnningar- daga á EgUsstöðum og það er djassgoð- inn Ami ísleifsson sem gefur tóninn í Valaskjálf í kvöld. Menningardagamir standa þeir yfir til 14. mars mcð marg- víslegum viðburðum. Á morgun, laugardag, er Skfðadagur fjölskyldunnar á brún Fjarðarhciðar þar sem skíðadeild Hattar stendur fyrir íeikjum og öðru sprelli. Síðdegis venður opnuð sýning Myndlistarfélags Fljóts- dalshéraðs og um kvöldið vcrður feg- ursta stúlka Austurlands krýnd að Hót- el Valaskjálf með stórdansleik í kjölfar- ið. Laugardaginn 11. mars frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs Dagbók Önnu Frank í leikstjóm Guðjóns Sig- valdasonar cn Halldóra Malín Péturs- dóttir fer með hlutverk Önnu. Meðal annarra viðburða á Menningardögum má nefna Listahátíð unglinga og dorg- dag á Lagarfljóti þar sem rennt verður fyrir Lagarfljótsorminn. Þá stendur til að efna til ískappreiða ef tíðarfar leyfir og kvikmvndin A köldum klaka verður sýnd í fyrsta sinn á Austuriandi. RAÐAUGLYSINGAR ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn í Alþýðu- húsinu, Hafnarfirði, mánudaginn 6. mars, klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Alþingiskosningarnar 1995: Framsöguerindi Guðmundar Árna Stefánssonar. 3. Önnur mál. Stjórn fulltrúaráðsins. UNGIR JAFNAÐARMENN Sæluvist í sveitinni! Kosningastjórn Ungra jafnaðarmanna efnir til sæluvistar í sveitinni um helgina (föstudaginn 3. mars til sunnudagsins 5. mars) í bústöðum sem leigðir hafa verið við Bifröst í Borgarfirði. Tilgangur með ferðinni er að þjappa saman ungum frambjóðendum og öðrum ungum jafnaðarmönnum sem taka þátt í baráttunni fyrir kosningarnar 8. apríl. Með öðrum orðum: Allir eru velkomnir. Þar sem aðeins er hægt að koma 50 manns fyrir í bústöðunum þremur eru áhuga- samir hvattirtil að skrá sig fyrir hádegi í dag, föstudag, á skrifstofum SUJ í síma 552- 9244, þar sem Baldur Stefánsson, kosningastjóri Ungra jafnaðarmanna, tekur á móti pöntunum. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 1995 í Efri þingsölum Scandic Hótels Loftleiða og hefst kl 14■ 00. Dagskrd: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórríarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeildd 2. haið frd og með 9. mars kl. 14:00. Dagana 10. og 13. til 15. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.