Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Viti menn Heimili dökku fiðrildanna er bók sem ég átti erfitt með að leggja frá mér fyrren ég hafði lokið henni. Ritdómur Súsönnu Svavarsdóttur í Mogganum í gær. Sitjandi og rausandi við tölvu- skjá um liðna tíð og skoðana- skipti fer ekki hjá að minning- unni um Þjóðviljann sáluga skjóti upp í hugann. Osköp saknar maður þess að hafa ekki sjálfsörugga og einsýna kommana að rífast við. Þjóðviljinn var svo yndislega sjálfumglaður og kjánalegur að aldrei þraut deiluefnin á meðan hans naut við. Oddur Ólafsson i Tímanum i gær. Agirdas Brazauskas, forseti Litháens, bað í gær þing ísraels afsökunar á morðum á gyðingum í landi sínu í síðari heimsstyrjöldinni. Frétt í Mogganum í gær. Kvótabraskið í sömu sporum og fyrir sjómannaverkfall. Fyrirsögn í Tímanum í gær. Menn eru sammála um að okkar listi var sterkari. Gísli Marteinn Baldursson formaður Vöku. Vaka beið algert afhroð í kosningum háskólastúdenta fyrr í vikunni. MP í gær. Dómararnir höfðu einn ásetning og hann var sá að við töpuðum. Viggó Sigurðsson þjálfari eftir tapleik Stjörnunnar gegn KA í fyrra- kvöld. DV í gær. Er ekki líklegt að nýr flokkur Inga Björns heiti Vikivaki? Loki í DV að tjá sig um fréttir af við- ræðum Inga Björns og fyrrum Þjóð- vakamanna um framboðsmál. Veröld ísaks Rainer Maria Rilke - yfírburða- maður í þýskum ljóðskáldaflokki - var fyrstu sex æviárin meðhöndlað- ur af móður sinni sem stúlka. Hún kallaði son sinn Soflíu og hélt hon- um daginn inn og daginn út í háhæl- uðum skóm, kjólum og pilsum - að stúlknasið. Þetta gerði móðirin til að bæta sér upp dótturmissi nokkrum árum áðuren Rilke fæddist. (Faðir hans sá hinsvegar að sér, reyndi að afmá þessa femínísku hlið sonar síns og skráði hann ellefu ára gaml- an í herskóla.) Talandi um stráka í kjólum, er vert að segja frá því, að bandarfski hershöfðinginn Douglas MacArthur var hafður í stúlknaföt- um til átta ára aldurs. Þrátt fyrir að vera afar karlmannlegur í öllu at- gervi uppfrá því var hann mestalla ævina bundinn móður sinni órjúfan- legum böndum. Að eyða óvissunni... Á flokksþingi okkar jafnaðar- manna í byijun febrúar var samþykkt ályktun um „Leiðir til jöfiiunar lífs- kjara“. Aðalat- riðin voru þessi: 1. Efnahags- batinn - sem við áætluðum um 10 milljarða króna - yrði nýttur til jöfnunar lífskjara í kjarasamning- um. 2. Samið verði um fasta krónutölu; hinir lægstlaun- uðu fái sérstakan kaupauka, upp að tilteknu tekjumarki. 3. í ljósi þess árangurs stjórnar- stefnunnar að verðbólgan er því sem næst horfin, vildum við taka jákvætt undir kröfur um afnám lánskjara- vísitölunnar í núverandi mynd. Það myndi forða því að umsamdar kjara- bætur týndust í hækkun lánskjara skuldugra heimila. 4. Alþýðuflokkurinn hvatti til samstöðu um leiðir til að afnema tví- sköttun lífeyrisgreiðslna. Niður- staða samninganna varð skattfrá- dráttur fyrir 4% iðgjaldagreiðslur launþega, sem jafnframt hækkar skattleysismörkin yfir 60.000 krón- ur. 5. Alþýðuflokkurinn lagði til að samstarfshópur á vegum stjómvalda og aðila vinnumarkaðarins kannaði sérstaklega leiðir til að lœkka til- kostnað og þjónustugjöld í banka- ketftnu, og verðmyndun þar sem einokun eða fákeppni gætir: Þar má nefna tillögur um lœkkun á orku- verði, símakostnaði, flutnings- kostnaði, fargjöldum og trygginga- kostnaði. Ad festa stöðugleikann í sessi Aðfaranótt þriðjudagsins, þegar yfirlýsing ríkisstjórnarinnar lá fyrir og aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamninga, var ljóst að allt hafði þetta gengið eftir. Þar með höfðu stjómvöld, verkalýðs- hreyfingin á Is- landi og samtök atvinnurekenda innsiglað þann sameiginlega vilja sinn að hverfa af braut falskra lífs- kjara; verðbólgu, gengisfellinga og skuldasöfnunar. Þessir aðilar hafa tekið höndum saman um að tryggja þess í stað stöðugleika til frambúð- ar. Verkalýðshreyfingin á fslandi á ekki síst þakkir skyldar fyrir þátt sinn og þjóðhollustu í þessu máli. Þessir kjarasamningar og stuðn- ingsaðgerðir stjómvalda einkennast af hvoru tveggja í senn: Réttlæti og raunsæi. Ymsir hafa látið í ljós ugg um að niðurstaða kjarasamninganna og framlag ríkisstjómarinnar til að greiða fyrir þeim geti stofnað megin- markmiðinu um stöðugleika, lága verðbólgu og lækkandi vexti í voða. Þeir sem þannig hugsa þurfa að íhuga, hvetjar afleiðingamar hefðu orðið, ef kjarasamningar hefðu ekki tekist á þessum nótum? Stjórnar- flokkunum er hins vegar báðum ljóst, eins og fram kemur í yfirlýs- ingunni, að útgjaldavanda ríkissjóðs verður að mæta „með auknum tekj- um og/eða niðurskurði útgjalda". Fjármagnstekjuskattur Framhaldið mun meðal annars ráðast af því, hvon samstaða tekst um leiðir við álagningu fjármagns- tekjuskatts, sem taka á gildi um næstu áramót, samkvæmt stefnuyfir- lýsingu stjórnarflokkanna. Stjórnar- andstöðufíokkunum og aðilum vinnumarkaðarins hefur nú verið boðið til samstarfs í vinnuhópi um framkvæmd þess máls. Hér eru um Pallbo^ðið „Framhaldið mun meðal annars ráðast af því, hvort samstaða tekst um leiðir við álagningu fjármagnstekjuskatts, sem taka á gildi um næstu áramót, samkvæmt stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Stjórnarandstöðuflokkunum og aðilum vinnumarkaðarins hefur nú verið boðið til samstarfs í vinnu- hópi um framkvæmd þess máls. Hér eru um að ræða réttlætis- mál, auk þess sem tekjuöflun af þessum skattstofni getur styrkt stöðu ríkissjóðs og þar með stöðugleikann til fram- búðar. Það væri viðeigandi framlag til kjarajöfnunar.“ að ræða réttlætismál, auk þess sem tekjuöflun af þessum skattstofni get- ur styrkt stöðu ríkissjóðs og þar með stöðugleikann til frambúðar. Það væri viðeigandi framlag til kjara- jöfnunar. Með þessum aðgerðum hefur óvissu unt framtíðina verið eytt. Fyr- irtækin hafa beðið með ákvarðanir um ný útgjöld og fjárfestingar. Nú þurfa þau ekki að bíða lengur. Fram- undan er því nýtt vaxtaskeið sem mun tryggja öllum vinnufúsum höndum verk að vinna og útrýma at- vinnuleysinu. Höfundur er utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. Hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson. 1994 firWorks Inc 'Dts! by Universal Pr«s Syrdicaif Blæjubíll! Blæjubíll! ÞÍL listinn á Vestfjörð- um hefur nú loks ver- ið lagður fram. Þar er Sigurður Pétursson sagnfræð- ingur í 1. sæti einsog við var búist. Næst koma þau Brynhild- ur Barðadóttir félagsmála- stjóri á ísafirði, Júlíus Ól- afsson verkamaður í Súða- vík, Sólrún Ósk Gests- dóttir húsmóðir á Reykhól- um og Kristín Hannes- dóttir húsmóðir á Bíldudal. Þarmeð em komnir fram listar Þjóðvaka í þremur kjördæmum: Á Vestfjörð- um, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Skipan efstu sæta liggur fyrir í Reykjavík og á Reykjanesi en allt er á huldu í þremur kjördæmum: Suðurlandi, Austljörðum og Vestur- landi. Allt gengur þetta nokkuð brösulega, ekki síst þegar haft er í huga að á stofnfundi Þjóð- vaka var boðað að allir listar yrðu lagðir fram á landsfundi í janúar- lok... Eitt best geymda leyndarmál ís- lenskrar tónlistar er hljómsveitin Spaðar. Þrátt fyrir áralanga starf- semi koma Spaðar ekki fram opinberlega utan á ár- legum stórdansleik sínum í Flatey. Tónlist sveitarinnar hefur verið lýst sem svo að það sé einsog „að hlusta á íjómm sinnum hundrað metra boðsund“. Hvað sviðsframkomu varðar, þá hefur hún fengið þá um- sögn að sjaldgæft sé að sjá svo marga þungbúna karl- menn á sviði og jafn „ger- sneydda kynþokka“. Til að forðast hugsanlega málsókn er rétt að taka fram að þess- ar yfirlýsingar em teknar þráðbeint uppúr fréttatil- kynningu Spaða. En Spað- amir ætla semsagt að halda tónleika í Listaklúbbi Leik- húskjallarans á mánudags- kvöldið. Tónlistin er úr ýmsum áttum: Mörg lag- anna em fmmsamin, en önnur em gamlir húsgangar bandarískra blökkumanna, balkanskir þjóðdansar eru fyrirferðarmiklir, svo og svoköiluð „klezmer-tónlist" gyðinga. Greina má í tónlist Spaða áhrif frá tónskáldum á borð við Johan Strauss, Sigvalda Kaldalóns, Piaz- olla, Gylfa Ægisson og Rossini. Og hverjir em svo þessir Spaðar, sem „spila hraðar“? Jú: Sigurður Val- geirsson, Þorbjörn Magn- ússon, Gunnar Helgi Kristinsson, Eiríkur Stephensen, Helgi Guð- mundsson, Aðalgeir Ara- son, Guðmundur Guð- mundsson, Magnús Har- aldsson, Guðmundur Ing- ólfsson og síðast en ekki síst vikupiltur Alþýðublaðs- ins Guðmundur Andri Thorsson. Hann syngur og leikur á - skeiðar... Bikarsmokkur dagsins Hversu vel þekkirðu nátt- úmna? Hér er lauflétt próf úr splunkunýrri og upplýsandi bók Gunnars Jónssonar sem hann kallar Orðakver - Fiskar hvalir, selir, hryggleysingjar. Viðdrepum niður í kaflanum um hryggleys- ingja og spyrjum: Hverja þekk- irðu? Agnsmokkur, armfætlur, axar- rækja, berbúi, bikarsmokkur, blekfiskur, burstaormar, eggskel, fjörudoppa, flæðarmús, gadd- þvari, hafdiskur, hjartaskel. hrossarækja, jakobsdiskur, kettu- krabbi, kraki, marígull, poka- smokkar, purpurakoppur, risa- diskur, skeggormar, slöngu- stjörnur, spámannskrabbi, sælilj- ur... Þetta er nú barasta einsog Ijóð eftir félaga Sjón. Fimm á förnum vegi Ætlar þú að sjá einhverja leiki á HM ’95? Gísli Ásmundsson, sölumaður: Alla vega úrslitaleikinn ísland - Sví- þjóð. Aðalbjörg Bjarnadóttir, hár- greiðslusveinn: Já, hugsanlega, en ég er ekki farin að hugsa svo langt. Davíð Aron Guðnason af- greiðslumaður: Já, sem flesta. Eiríkur Rúnarsson, nemi: Já, maður reynir að sjá sem flesta með Islendingunum. Sturlaugur Ásbjörnsson, nemi: Alla með fslenska liðinu ef ég get. Isaac Asimov's Book ofFacts

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.