Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 MÞMBLMII9 20882. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Norden er i orden! Þingi Norðurlandaráðs lauk í gær. Öðrum þræði var það sögulegt þing, enda hið fyrsta sem haldið var eftir að þjóðarat- kvæðagreiðslumar á Norðurlöndunum sem lyktaði með því að Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. Þar með era þrjú Norðurlandanna orðin fullgildir meðlimir í ESB, og öll fimm eiga aðild að evrópska efnahagssvæðinu. Mikilvægasta málið sem lá fyrir þinginu varðaði í raun sjálfa framtíð Norðurlandasamstarfsins. Víða á Norðurlöndum hafa verið uppi raddir um að ráðið yrði í framtíðinni veikara, jafnvel óþarft, eftir að sjónir Norðurlandanna beinast í æ ríkari mæli að samstarfi á vettvangi Evrópusambandsins. Á sjálfu þinginu komu fram raddir í þá veru; einkum úr röðum forystumanna hægri flokka á ýmsum hinna norðurlandanna. Frá því er hins vegar skemmst að segja, að slíkar hugmyndir voru kveðnar í kútinn. Hin sameiginlega niðurstaða varð sú, að í ljósi breyttra aðstæðna yrði í framtíðinni enn meiri þörf á sam- ráðsvettvangi fyrir þjóðir Norðurlandanna, en hingað til. Ekki síst yrði ráðið hentugur vettvangur til að móta sameiginlega stefnu í mikilvægum málum, sem á næstu árum kunna að koma upp innan Evrópusambandsins, og hafa mikil áhrif á stöðu Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Hins vegar var afráðið að einfalda og breyta starfsháttum ráðsins; í stað þess að hafa til dæmis tvö þing á ári hverju eins og hingað til, verður nú ein- ungis haldið eitt. Jafnframt verður nefndaskipun ráðsins ein- földuð. Þessi breyting er mjög þörf. Norðurlandaráð hefur verið þungt í vöfum, en auk þeirra breytinga, sem framan eru taldar, þá verður í framtíðinni lögð áhersla á að halda skemmri og mun smærri fundi um einstök mál. Þetta gerir ráðinu kleift að bregð- ast skjótt við aðstæðum sem kunna að koma upp, og Norður- löndin þurfa að taka samræmda afstöðu til. Jafnffamt hefur sérstakur endurskoðunarhópur lagt fram hug- myndir um hvaða málasvið Norðurlandaráð eigi í framtíðinni að láta einkum til sín taka, og forsætisráðherrar landanna hafa gert þær að sínum. í hugmyndunum eru lögð til þijú áherslu- svið. í fyrsta iagi hin hefðbundnu norrænu áhersluatriði, sem snúast að menntun, menningu og varðveislu sameiginlegs menningararfs; í öðru lagi evrópsk samskipti, og í þriðja lagi samstarf við grenndarsvæði Norðurlandanna, svo sem löndin sem liggja að Eystrasalti og Rússland. Samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherra frá 29. janúar fellur norðurhjarinn undir grenndarsvæðin, en löndin hafa haft frumkvæði um mengunar- vamir og varðveislu náttúru á heimskautasvæðunum. Framtíð samstarfsins á Norðurlöndum er því trygg, og sam- starfið mun falla í gleggri og skilvirkari farvegum en hingað til. Þessi niðurstaða er einkar hagfelld fyrir Islendinga. Við erum lítil þjóð, tiltölulega einangruð, og breytingamar í Evrópu leggja okkur í enn meiri einangrunarhættu en áður. I gegnum samstarfið við hin Norðurlöndin hafa áhrif okkar hins vegar orðið miklu umfangsmeiri, en ef við rerum ein á báti. Það er þess vegna afar mikilvægt fyrir ísland, að hafa sem nánast og mest samstarf við frændþjóðimar á hinum Norðurlöndunum. íslendingar geta óhikað tekið undir lokaorð Einars Más Guð- mundssonar í ræðunni sem hann flutti er honum vom afhent bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Þjóðleikhúsinu fyrr í vikunni: Norden er í orden! % WACL6arMU« 2.3 Þitt sakleysi það er týndur gripur Vikupiltar Mér fannst Pulp fiction ágæt. Mér fannst hún að vísu ekki það snilldarverk sem ég átti von á eftir ummæli og dóma, en - ágæt. Prýði- leg alveg, fín. Og fúrðugóð eiginlega miðað við það hversu þreytandi þær eru þessar am- erísku manndrápa- myndir um það hvemig ameríski draumurinn hefur snúist upp í and- hverfu sína, þessar Guðmundur Andri armenn ráði upp til hópa ekki við að skapa spennandi sögu með dýna- mískum atvikum og skemmtilegum samræðum skemmtilegra karaktera - ^^^sögulegra manna - og menn leiðist þá í hálfgerðu ráðleysi út í það að láta menn drepa næsta mann með sem mestum hávaða. myndir sem eiga að afhjúpa ein- hverja hugmyndafræði en snúast þegar öllu er á botninn hvolft bara um illa innrætta bjána; málhalta hálfvita; geðvillta lúðulaka: aigerlega ósögu- lega menn. Þessar myndir sem allar eru eftir þennan Oliver Stone og eru fyrst og ffemst bara gríðarlegur há- vaði. Eg veit að ég á að hugsa með sjálfum mér: Aha! svo eiturlyfjasalar og morðingjar eru eftir allt ekki glæsimenni og það er rangt að skjóta fólk...en nesjamennska mín er slík að mér finnst ég ekki þurfa að láta margsegja mér að ofbeldi sé tilgangs- laust. Allra síst af mönnum sem eru alltaf að búa til myndir um það og veita því tilgang þannig. Thorsson Kannski er erf- iðara að af- _______________hjúpa hugmynda- fræði í kvikmynd en á bók. Hug- myndafræði byggir á orðum, í bíó- myndum eru ímyndir, týpur. Kvik- myndin sýnir okkur beint það sem skáldsagan segir og gefur í skyn. Skáldsagan er stafur punktur komma strik - hún er litabók og kláraðu myndina sjálfur. Kvikmyndin gerir það fyrir þig og fyllir allan flötinn - allan. Kvikmyndin er afdráttarlaus. Skáldsagan hikar og í hikinu býr merking hennar. Kvikmyndin hefur þá merkingu sem býr í andliti. Skáld- sagan hefur það andlit sem býr í merkingu. Kvikmyndin hefur fasta merkingu - sú merking er á floti í skáldsögum. Það er eins og amerískar kvik- myndir ráði enn ekki alveg við af- hjúpanir af þessu tagi - afhjúpanir á heimskulegri hetjuhugsjón eins og til dæmis don Kíkóti og Grettla og Þetta er allt að koma eru - myndimar verða svolítið grunnfæmislegar, þær em sjálfar svo kjánalegar, að minnsta kosti myndir Olivers Stone. Það er eins og bandarískir kvikmyndagerð- En mér fannst Pulp fiction ágæt. Menn taka svo sannarlega afleið- ingum gjörða sinna í þeirri mynd - hún er nánast upp úr garnla testa- mentinu í þeim efnum. Og það var gaman að sjá John Travolta svona feitan. Samræðumar vom fyndnar. Tíðarandinn var negldur niður, aldar- lokin með allri sinni fylu - og kitsuð költmúsíkin óvenju skemmtileg, þessi fína surf-músík sem ég hafði alltaf haldið að væri bara breimið í Beach boys. Og sennilega hefði ég gleymt mér yfir henni og skemmt mér konunglega ef ekki hefði setið við hliðina á mér sjö eða átta ára strákur. Sjö eða átta ára strákur. Hann var á bíó með pabba sínum. Pabbi hans hafði ákveðið að hafa ofan af fyrir sjö eða átta ára syni sínum með því að fara með hann - af öllum myndum - á Pulp fiction. Ann- aðhvort taldi þessi maður að það væri vænlegt lyrir þroska bamsins að sjá stúlkukind soga sig rænulausa af kókaíni, sjá hana lífgaða við með því að rekin var nál af alefii í bijóst henni, sjá byssukúlur tæta í sundur líkami, sjá heilaslettur út um allan bíl, sjá karlmanni nauðgað af öðmm karlmanni, sjá tilgangslaust, kæm- leysislegt og fyndið ofbeldi - annað- hvort var þetta sem sé liður í uppeldi bamsins eða þessi maður var bara ósköp einfaldlega asni. Eg hallaðist fremur að hinu síðara þar sem ég sat og reyndi að horfa á Pulp fiction með baminu. Drengurinn hló í fyrstu átján skipt- in sem hann heyrði orðin shit og fuck, en þegar líða tók á fór ég að verða var við þögn hans og hvemig hann eins og seig í sæti sfnu. Mér fannst eins og hann kipptist við ein- hvem tímann en samt get ég ekki ver- ið viss. Eg get ekki verið viss um neitt - kannski var allt ofbeldið bara eins og hver annar tommiogjenni í hans augum með þeim bónus að menn shit og fúckuðu hver sem betur gat. Kannski var þetta það þel sem draumar hans munu spinnast úr næstu árin. Hvað veit ég? Sjálfur er ég frá haftaámnum, við- reisnarbam. Mér finnst ég stund- um saklaus, einfaldur og hrekklaus eins og gamalt bítlalag. Eg venst því aldrei að horfa á morð. Ég ræð ekki við meira ofbeldi en er í Agöthu Christie sögum. En ég velti því stundúm fyrir mér þegar ég sé þessa krakka kjaga um laugaveginn og em með húfur á hausunum sínum sem fremur em skilaboð frá Harlem um húfu en eymaskjól: þau hafa séð svo margt. Þau hafa á skjánum séð vandamálamyndir um allar þær beyglur sem eitt manntötur getur komið sér í, þau hafa á skjánum séð allar þær útfærslur á manndrápum sem hugsanlegar em á vídeóum, þau hafa á skjánum séð grátandi, svelt- andi, öskrandi, veinandi, harmandi fólk. Á skjánum hafa þau séð lífið í sínum ömurlegu myndum og þau vita allt um það hve andstyggilegt það getur orðið. En hvað hafa þau reynt? Vissulega em til undantekn- ingar en yfirleitt er það ekki nokkur skapaður hlutur. Þau hafa þessa dýr- keyptu visku í augunum undir húfun- um, en þau hafa aldrei misst neinn, þau hafa aldrei orðið gjaldþrota, þau hafa aldrei þurft að borga af húsnæð- isláni, þau hafa ekki ekið bíl, þau hafa ekki hlotið menntun, þau hafa ekki eignast bam, þau hafa ekki ekki eignast bam. En þau hafa séð fieira af hliðum lífsins en flest okkar sem fúll- orðin emm. Okkur hefur tekist að ræna frá þeim sakleysinu; okkur ætl- ar sennilega Iíka að takast að hafa af þeim sjálfa lífsreynsluna. Dagatal 3. mars Atburdir dagsins 1200 Bein Jóns biskups Ögmunds- sonar tekin upp. Jónsmessa Hóla- biskups á föstu er til minningar um þetta.1857 Bretar og Frakkar lýsa stríði á hendur Kína í kjölfar morðs á trúboða. 1950 Alaska verður 49. fylki Bandaríkjanna. 1983 Ung- verski rithöfundurinn Arthur Köstler og kona hans fremja sjáifsmorð. 1984 Kvikmyndin Atómstöðin fmm- sýn. Afmælisbörn dagsins Alexander Graham Bell skoskur uppfinningamaður talsímans, 1847. Jón Þorláksson forsætisráðherra, borgarstjóri og fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins, 1877. Jean Harlow bandarísk leikkona og kyntákn, 1911. Ari Gísli Bragason skáld, 1968. Málsháttur dagsins Svo brennir netla vin sem óvin. Ord dagsins Hún kom sem fiskifluga með fagran sumarheim, og sveif svo burt einsog svanur með söngvum í ókunnan heim. Þórbergur Þórðarson. Annálsbrot dagsins í Álftafirði austur datt piltungur af hestbaki, en taumurinn festist um hans handlegg, á hverjum hesturinn, sem fældist, dró hann um stund, af hvetju tilefni pilturinn síðan missti allan framhandlegginn og varð að vonum mjög þrekaður, en komst samt aftur til heilsu og vann vonum framar þar eftir með handleggsstúfn- um og þeirri heilu hönd, bæði á sjó og landi, giftist síðan, þá hann var orðinn fulltíða, vel fjáðri ekkju og varð góður bóndi. Ketilsstaðaannáll, 1768. Vargur dagsins Austan Héraðsvatna var hann eins og vargur í véum, og aldrei heyrði ég jafn illa talað um nokkum mann í Skagafirði og Hjálmar. Indriði Einarsson um Bólu-Hjálmar. Skák dagsins Simen Agdestein er skærasta stjama Norðmanna í skáklistinni. Hann er ungur að ámm, en síðustu misseri hefur hann verið illa krankur og um skeið óttuðust menn að glæsilegum ferli væri lokið. Agdestein er ekki einhamur: hann var einn efnilegasti knattspymumaður Noregs en lagði skóna á hillu fyrir aldur fram. í skák dagsins hefur hann hvi'tt og á leik gegn sterkum Sergei Dolmatov. Hvíti riddarinn er álappalegur að sjá úti á kanti en Agdestein snýr vöm í sókn með óvæntum en eitursnjöllum leik. Hvað gerir hvítur? 1. h4!! Dxa4 2. Be2! Agdestein heldur ískaldri ró og innbyrðir vinn- inginn af stakri einurð. 2.... Da3 3. h5+ Kh6 Aðrir leikir em engu skárri. 4. Dxf6+ Kh7 5. De7+ Kh6 6. De6+ Dolmatov gafst upp. FAXMYND:HH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.