Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 JVIenning Frumsýniiig á Sögu ur vestur- bænum Þarsem götuklík- urnar ráða ríkjum* I kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu söngleikinn West Side Story, Sögu úr vesturbænum. Þessi heimsfrægi söngleikur, sem þótti marka tímamót í bandarískri söng- leikjahefð, er nú í fyrsta sihn sýndur á íslensku leiksviði. I vesturbæ New York borgar tak- ast götuklíkur á um völdin. Hver á götumar, „sannir“ Ameríkanar eða innflytjendur frá Púertó Ríkó? Ólg- andi tiífinningar leita útrásar í slags- málum og spennu, villtum dansi, heiftugu hatri - og ást. Mitt í allri hringiðunni fella ung stúlka og ung- ur maður af ólíkum uppmna hugi saman, þvert gegn vilja sinna nán- ustu. Óspillt ást þeirra má sín þó lítils gegn valdastríði og blóðhefndum. Söngleikurinn West Side Story er byggður á hugmynd bandaríska danshöfundarins Jerome Robbins, tónlistin er eftir Leonard Bernstein, söngtexta gerði Stephen Sondheim en leiktextann Arthur Laurents. Söngleikurinn var fmmsýndur í New York 1957. 'Þýðandi verksins er Karl Agúst Úlfsson, danshöfundur og dansstjómandi Ken Oldfield, tónlistar- og hljómsveitarstjóri er Jó- hann G. Jóhhnnsson og hljóðstjóri Sveinn Kjart- ansson. Lýsing er í hönd- um Björns Bergstein* Guðmundssonar,*" leik- mynd hannaði Finnui Arnar Arnarson og bún inga María Ólafsdóttir Aðstoðarleikstjóri e: Randver Þorláksson et leikstjórar em Karl Agús Úlfsson og Kenn Oldfield Leikendur em á fjórð; tug, söngvarar, dansarar oj leikarar. með hlutverk elsk endanna ungu, Tóný oj Maríu, fara Marta G. Hall dórsdóttir og Felix Bergs son, til skiptis við Valgerð G. Guðnadóttur og Garðar Thór Cortes. Foringjar götuhópanna em þeir Baltasar Kormákur og Hilmir Snær Guðnason, kæmstur jteirra em Sigrún Waage og Astrós Gunnarsdóttir. Fjölbreytt TMM Leikli'st, skáldskapur og tónlist í gær fengu lesendur Alþýðublaðs- ins dálítið sýnishorn úr hinni «tór- fróðlegu grein Einars Ólafssonar um Dag Sigurðarson sem birtíst í nýju Tímariti Máls og menningar. En það kénnir fleiri grasa í nýju TMM. Skáldskapur og greinar um bókmenntir em að vanda uppistaðan í tímaritinu en einnig er öðmm list- greinum, svosem leiklist og tónlist, helgað þar nokkurfc rúm. Þýðing' Steinunnar Sigurðardóttur á ljóði eftir Nóbelsskáldið Derek Walcott opnar tímaritið en af öðmm skáld- skap má nefna ljóð eftir Diddu, Þorra Jóhannsson, Aðalheiði Sig- urbjörnsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur. Af bókmenntagrein- um má nefna grein Péturs Gunn- arssonar sem nefnist „Samhengis- leysið’í íslenskum bóímenntum“ og grein Sigurðar A. Magnússonar um írska skáldjöfurinn . James Joyce. Leiklistin skigar óvenju veg- legan sess í TMM að þessu sinni. Arni Ibsen skrifar grein um stöðu leiklistarinnar, Ólína Þorvarðar- dóttir veltir*fyrri sér nffnninu um Galdra-Loft í gegnum tíðina og ÓI- afur Sveinsson birtir eifliáttung sem nefnist „Stolt“. Loks má nefna grein eftir skáldságnahöfundinn Miian Kundera um tékkneska tónskáldið Leos Janacek. TMM kemur út fjór- um sinnum á ári og kostar ársáskrift 3300 krónur. Pétur Gunnarsson veltir fyrir sér samhengisleysi ísienskra bók- mennta. Borgarleikhúsið Dökku fiðrildin taka flugið Á laugardaginn fmm- sýnir Leikfélag Reykja- víkur nýtt finnskt leikrit, gert eftir sögu Leenu Lander sem út kom hjá Forlaginu nú í vikunni. Leikritið Heimur dökku fiðrildanna var nýlega fmmsýnt í Finnlandi við mjög góðar undirtektir. Það ljallar um ástir, framhjáhald, afbrýði, morð. Juhani Juhansson er ungur fjármálamaður sem vinnur hjá byggingafyrirtæki og á von um stöðuhækkun. Hann hugs- ar til æskuáranna, um tildrög þess að þeir bræður vom teknir frá foreldr- um sínum, og kemst síðan að æ meiru um fortíð föður síns sem var efnavísindamaður en aðgerðir hans ollu undarlegum atburðum, til dæm- is vegna mengunar. Þetta er leikrit um leyndarmál liðins tíma. í sárri endurminningu blandast saman spenningur og ógn, ást og hatur, mis- kunnarleysi þess sterka og hjálpar- leysi fómarlambsins. Leikgerðin er unnin af Páli Baldvin Baldvinssyni en þýðandi er Hjörtur Pálsson. HYLJODPI Leikstjóm er í höndun Eija-Elina Bergholm Margir leikarar koma fram sýningunni: Ari Matthías son, Benedikt Erlingsson Eyjólfur Kári Friðþjófs son, Guðmundur Ölafs son, Hanna María Karls dóttir, Jón Hjartarson Jakob Þór Einarsson Margrét Viihjálmsdóttii Magnús Jónsson, Sigrúi Edda Björnsdóttir, Sig urður Karlsson, Stefái Sturla Sigurjónssor Steinunn Olafsdóttii Theodór Júlíusson o; Þröstur Leó Gunnarsson Samískur leikhúss- galdur á Akureyri Fjöldi atriða á norrænu menningarhátíðinni Sól- stöfum er fluttur á Akureyri og ber þar hæst sýningu samíska þjóðleikhússins Beaivvás Sámi Teáhter á leikritinu Þótt hundrað þursar.... Verk þetta - sem aðeins verður sett upp á Ak- ureyri - gefur á að líta og heyra í íþróttaskemmunni á Akureyri næstkomandi laugardag, 4. mars, klukkan 20:30. í sýningunni er rakin hin magnaða saga samískr- ar menningar í gegnum ald- irnar og allar þær hættur sem henni hefur staðið ógn af. Nokkrar rætur hefur Beaivvás Sámi Teáhter til Íslands því leik- hússtjóri þess er íslendingurinn Haukur Gunnarsson sem nú ferðast til landsins að kynna okkur samískan leikhússgaldur i gegnum leik, söng, dans, slagverksspil og látbragð. Enginn þarf að óttast tungumálaerfiðleika því sýningin er sérstaklega unnin fyrir þá sem ekki gerðu heimadæmin sín t samísku í barna- skóla... 949.000 kr. á götuna Gerðu samanburð Ódýrasti bíllinn í sínum flokki 3ja dyra HYUNDAI ACCENT VW G0LF T0Y0TA C0R0LLA NISSAN SUNNY RÚMTAK VÉLAR 1341 CC 1391 CC 1331 CC 1397 CC HESTÖFL 84 60 90 89 LENGD/mm 4103 4020 4095 3975 BREIDD/mm 1620 1695 1685 1690 HJÓLHAF/mm 2400 2475 2465 2430 ÞYNGD 960 1075 1020 995 VERÐ 949.000 1.149.000 1.199.000 1.059.000 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum og fjölda annarra þæginda ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Hafiö samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.