Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Ingibjörg Haraldsdóttir er ágætt Ijóðskáld fyrir utan það að vera einn mikilhæfasti þýðandi sem við íslendingar getum státað af (Dostojevskí, Búlgakov, Neruda og Scorza). Auk þessa er hún formaður Rithöfundasambands íslands. Þetta er kona sem á sér merkilega sögu; bjó meðal annars í sex ár í Rússlandi og sex ár til viðbótar á Kúbu. Stefán Hrafn Hagalín fékk fyrir stuttu „Höfuð konunnar' nýja Ijóðabók Ingibjargar, í hendurnar og hringdi af því tilefni í skáldið í gærkvöldi og reyndi að ná henni á flug... tuttugu ár síðan ég kom heim. Ef maður ætlaði að segja eitthvað til um þetta tímabil í stuttu viðtali er ég hrædd um að það yrði dálítið langt mál.“ Er langt síðan þú gerðir þetta tímabil upp við sjálfa þig? „Nei.“ Finnst þér kannski engin ástæða til þess? „Ég skil nú ekki alveg þetta upp- gjörstal í fólki og hef ekki náð sam- bandi við það. Ég veit eiginlega ekki við hvað er átt. Maður reynir einfald- lega að lifa sínu lífi.“ Þarna voru samtsem áður ljótir hlutir að gerast. Hafa ekki kerfin, sem þessi lönd byggðu allt sitt á, gjörsamlega brugðist? „Það em allsstaðar ljótir hlutir að Ingibjörg, hver er þessi fallega stúlka sem prýðir bókarkápuna? „Þetta er undirrituð og myndin er tekin fyrir um það bil þrjátíu árum. Þá var ég bara rúmlega tvítug skóla- stelpa. Myndin er tekin í Moskvu, - nánar tiltekið á stúdentagarði kvik- myndaskólans þar sem ég var við nám.“ Þú varst lengi í Kússlandi, eða hvað? „I sex ár.“ Það er iangur tími, varstu heit- trúaður kommúnisti? „Þetta voru námsár mín og já, ég var nokkuð trúuð á kommúnismann og allt það, en ekki endilega það sem var að gerast þama í Sovéúíkjunum á þessum tíma.“ Hvað var það sem heillaði þig af þessu landi? , j3g var bara námsmaður og vildi klára mitt nám.“ Ég sé á kápunni að þú sefur á spænsk-rússneskri orðabók. Hvað rak þig til þess að læra þessi mál? „Það sést nú ekki eins vel í hinar bækumar sem em þama í staflanum, en það eru íslensk-rússnesk orðabók og eitthvað álíka. Þetta var svona orðabókabunki sem ég svaf þama á. „Þetta er undirrituð og myndin er tekin fyrir um það bil þrjátíu ár- um. Þá var ég bara rúmlega tvítug skóla- .. >J stelpa. Myndin er tek- in í Moskvu, nánar tiltekið á stúdentagarði kvikmyndaskólans þar sem ég var við nám...Þetta var svona orðabókabunki sem ég svaf þarna á. Við sem vorum við nám í kvikmyndaskólanum vorum alltaf að taka myndir, stilla upp, framkalla, stækka og þess háttar. Rússneskan kom annars að til vegna námsins, en spænskan vegna þess að sá sem tók myndina var Kúbani sem seinna varð maðurinn minn.“ Við sem vomm við nám í kvik- myndaskólanum vomm alltaf að taka myndir, stilla upp, framkalla, stækka og þess háttar. Rússneskan kom ann- ars að sjálfsögðu til vegna námsins, en spænskan vegna þess að sá sem tók myndina var Kúbani sem seinna varð maðurinn minn.“ Og þú dvaldir lengi í landi félaga Kastró... „Ég bjó þar í sex ár ásamt mannin- unt mínum.“ Þetta eru athyglisverð lönd til að eyða tólf árum ævi sinnar í; sýnist þér ekki svona eftirá að byltingin hafi borðað börnin sín? „Það er nú varla hægt að segja til um það í stuttu máli. Þetta var svo rosaiega langur tími sem ég dvaldi þama, tólf eða fjórtán ár var ég í út- löndum allt í allt. Þar að auki em yfir gerast og ekki vom þeir fegurri þar en annarsstaðar. Það er alveg satt.“ En hvað var að gerast hjá þér; þetta voru tólf ár - tólf ár sem þú dvaldir í skelfilegum löndum? „Ég bjó sex ár í Moskvu og sex ár í Havana. Lffið er náttúrlega miklu meira en einhverjar kenningar og spurningin um hvort maður tmir á þær eða ekki. Það er ýmislegt sem gerist á svo löngum tíma.“ Ertu jafn róttæk og áður - er ekki kommúnisminn vel og kyrfi- lega dauður? „Nei, nei, hann er það vitaskuld ekki. Kommúnisminn hefur að vísu hlotið ansi slæma áverka - afar ljóta. Hvort hann lifnar aftur við - það er eitthvað sem ég veit ekki. Það er auð- vilað búið að leysa ýmis vandamál í dag sem áður átti að leysa með kommúnismanum, en það er ennj: fyrir hendi margt það sem varð t þess að kommúnisminn var búinn ti Það eru ekki góðar aðstæður sei verða til þess að kenningar á borð vi kommúnismann em skapaðar; all: konar misrétti og ójöfnuður er vi lýði í þjóðfélaginu; misrétti sem virc ist ekkert að lagast.“ Sýnist þér þá enn að kommúi isminn bjóði uppá iausnir við þes: um vandamálum? „Hann hefur ekki haft þessar lausi ir hingað til. Hvað kemur í staðir fyrir kommúnismann er eitthvað sei ég veit ekki - ffekar en svo mar] annað. Það sem ég er að segja, er £ þessar spurningar em ennþá á kreii og við þeim hefur ekki fundist viðhlí andi svar.“ Kynslóðin þín, sem kennd er vi árið 1968, fóstraði fagrar hugsjón og ætlaði að breyta heiminum... „Nei, nei, nei. Ég erjiokkuð eld en það fólk alltsaman. Ég missti eij inlega af öllu þessu tímabili. 1968 v ég uppi í fjöllum á Kúbu. Ég vis engu að síður af þessari bylgju c kom annaðslagið heim á þessum á um og fylgdist þá með litla bróði mínum og vinum hans. Ég var ei hvemveginn bara alltaf utan við þet og kynntist þessu ekkert að ráði fy en ég kom heim árið 1975. Þá v rauðsokkahreyftngin uppá sitt bes og svo framvegis." Hvað varð þess valdandi að [ snerir aftur heim til íslands? „Ég bara skildi við manninn mir og fór heim.“ Það hefur búið í þér mikil útþrá - hefurðu verið kyrr hérna á ís- landi frá þessum tíma? „Svona að mestu leyti. Ég hef farið öðm hverju eitthvað út og ferðast." Er gott að búa á íslandi? ,Já, já. Er það ekki? Allt í lagi og allavega." Ég ætla að færa mig frá þessum uppgjörum öllum saniah og yfir í skáldskapinn. Þú yrkir á mjög per- sónulegan og innhverfan hátt. Ljóðin þín eru - ef svo má að orði komast - mjög ljóðræn. Notarðu Ijóðin einsog afgangurinn af heim- inum notast við sálfræðinga? „Ég veit ekki hvort hægt er að segja, að ég noti þau. En það getur vel verið að þau leiki eitthvað slíkt hlut- verk. Ég veit það ekki. Ég hef svo litla reynslu af sálfræðingum." Er mikið uppgjör á ferðinni í bókinni? , Já, og það sést glöggt ef lesendur leita vel. Enginn vandi að sjá það. Fortíð mín og uppgjörið við hana em þama að einhveiju leyti, en það er voðalega erfitt ací tala um sín eigin ljóð. Eg læt bókmenntafræðingana u m það.“ Hvenær urðu ljóðin í þessari bók til? „Þetta em allt Ijóð sem ég hef gert frá því að ég gaf út síðustu ljóðabók rnína, þannig að þetta em ljóð frá síð- ustu fjómm ámm.“ Það er austur-evrópsk lykt af þessari bók; grá dagsbirta, mikil Áleiðis Með fullar hendur frelsis illa fengins flekkaða sál og margbrotið hjarta leggur hún enn á brattann lífsins. Það er ljóst. Mótunarárin og allt það. Líka kemur þama til þýðing á ljóði eftir Marínu Tsvetajevu aftast í bókinni sem setur ákveðinn svip á hana. Austur-evrópskan svip? Getur verið. Já.“ „Mannshöfúð er nokkuð þungt...“ hefur þú eftir Sigfúsi Daðasyni í upphafi bókarinnar... „Allavega var hausinn á Agli Skallagrímssyni mjög þungur.“ „Höfuð konunnar er mjallhvítur dúnmjúkur hnoðri“, segirðu á öðr- um stað í bókinni. Er þitt höfuð og höfuð annarra kvcnna svona létt? , Já, það held ég. Mig minnir hins- vegar að ég hafi ort þetta ljóð á með- an mér var mjög illt í höfðinu." Fylgir léttleikatilfinning þínum höfuðverkjum? „Það hlýtur bara að vera.“ Það er talsvert kjarr og barr í Ijóðum þínuni - og fyrrnefnd moldin. Ertu náttúrubarn? ,JNei, alls ekki. Ég hef meira að segja ort Ijóð sem hefst svona: Ég er ekki bam náttúmnnar. Það er gam- alt.“ mold, drungi og þunglyndi virðast hvfla yfir öllu og sífellt vagnhjóla- skrölt á milli blaðsíðna. Ertu að losa þig við æskuárin á einu bretti - festa þau í bók? , Já. Kannski er það svo og kannski em þetta þau menningaráhrif sem ég hlýt að hafa orðið fyrir á meðan á dvöl minni á þessum slóðum fyrir austan stóð. Þama em líka miklar pælingar um tímann, hvar maður sé staddur í tímanum og hvort maður sé yfirhöfuð staddur á réttum stað í tímanum.“ Sitja kommúnistaárin ekki djúpt í þér? ,JEg var þama úti á milli tvítugs og þrítugs og þau ár em mikilvægustu ár Ertu þá barn sem þrífst best í malbikshirtu borgarinnar? „Eilthvað svoleiðis. Ég vildi meina það.“ A einum stað í Ijóðabókinni seg- irðu frá stúlku sem leggur á bratt- ann „Með fullar hendur - frelsis - illa fengins flekkaða sál - og - margbrotið - hjarta“. Er þetta ekki þú? Nýturðu illa fengins frelsis? „Á þetta ekki við okkur öll? Emm við ekki öll með flekkaða sál og margbrotið hjarta?" Er þetta konubók? „Þetta er vitaskuld mín bók og ég er kona. Ég er nú að vona að þelta sé ekki eitthvað kjaftæði, heldur nái lengra en að vera bara konubók. Það sem er svo skemmtilegt við ljóð er að þau em einkaleg - einkamál - og ná svo til annarra í gegnutn útgáfu og verða stundum þeima einkamál - en þá á allt öðmm forsendum. Enginn verður jafn hissa og skáldið þegar það heyrir hvað öðmm finnst um þessi ljóð.“ Hallgríntur Helgason rilhöfundur sagði í Alþýðublaðimi í síðustu viku, að ljóðið sé fast í sinni „opnu gröf ‘ - og að starfsheitið „ljóðskáld“ veki fremur samúð fólks en aðdáun. Er þetta ekki hárrétt hjá Hallgrími? „Nei, það held ég ekki - annars veit égekki. Hmmm.“ Það eru nú engir risar í IjóðlLst- inni í dag og meðalmennskunioðið virðist öllu tröllríða... Alein Morgun einn vaknaði konan alein í grárri birtu fann enga jörð undir fótum sér sá engan himin yfir höfði sér heyrði ekki neitt nema djúpan nið þagnarinnar Vissi að nú var hún loksins frjáls „Finnst þér það? Ég hélt við væmm öll svo frábær. Það em kannski bara svo margir góðir - góðskáldin em mörg á Islandi." En miðað við ástandið fyrir Ijör- tíu árum..„ hvað finnst þér í alvör- unni? „Það getur enginn sagt til um svonalagað nema tím- inn sjálfur sem vinsar úr...“ Og vatnið? , Já, eigum við ekki að segja það. Mér finnst persónulega mikið ort af góðum ljóðum; bæði hjá þeim sem em komnir á virðulegan aldur og líka þeim sem yngri em. En ég vil ekki nefna nein nöfn. Mér finnst alltaf öðm hvom koma einhver ljóðskáld upp með bækur sem gleðja mann.“ Hvemig skrif- arðu; er til einhver formúla? „Nei. Þetta er afar persónubundið. Hjá mér kemur þetta af sjálfu sér og aldrei planlagt. Er misjafnt eftir tímabilum og hvemig maður er upp- lagður. Stundum líður langur tími og ekkert gerist, en allt í einu gerist eitthvað á hvetj- um degi. Það stendur síðan yfir í dálítinn tíma. Hverfur ávallt að lokum. Þetta er ekki eitthvað sem maður getur meðvitað stjórnað. Ég fmn enga þörf til að skapa ákveðna stemmningu í kringum mig til að yrkja ljóð. Oftast kemur þetta yfir mig í göngutúmm eða þeg- ar ég er að dunda mér við einhverja iðju. A-mynd: E.OI. fgr ejtthvað að umla í hausnum á manni og síðan vinn ég úr þessu þegar nóg er komið.“ Hvað ertu annars að gera þessa dagana? „Ég er nú aðallega að reyna stjóma Rithöfundasambandi Islands og það tekur mikinn tíma frá manni. Svo er ég alltaf með einhver þýðingaverk- efni, en kemst því miður of lítið til þeirra. Nú er ég að glíma við Minn- ingar úr undirdjúpunum eftir Fjodor Dostojevskí; bók sem mig minnir, að sé írá seinna tímabili hans; bók sem ljallar um bijálaðan mann.“ Kunnugleg efnistök hjá Dostojevskí, heyrist mér... , Já, það má segja sem svo. Þetta er eintal manns sem segir sögu sína og ræðir um hvað allir em vondir við hann. Hún er ekki mjög löng; svipuð og Tvífarinn sem ég þýddi síð- ast.“ Hvaða bók rússneska jöfursins er í uppáhaldi hjá þér? „Ég held nú alltaf mest uppá Glœp og refsingu, svei mér þá. Það var fyrsta bókin sem ég þýddi eftir hann og það er eitthvað við hana sent mér fmnst mjög gott.“ Ertu ekkert að þýða úr spænsku? „Nei, ekki í augnablikinu. Ég hef ekki séð ástæðu til að þýða mikið úr spænsku því svo margir aðrir geta gert það á meðan við erum örfá sem þýðum úr íússnesku og gnægð verk- efna þar að finna.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.