Alþýðublaðið - 22.03.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 22.03.1995, Side 8
* -r m~ ~m~ t rnT ■r TkTTk ' % *£> *> 'V. \WREVFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 MÞYÐUBUBIÐ \WREVF/ÍZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 22. mars 1995 46. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins á fundi með fréttamönnum um kosningaáherslur flokksins Höfum greinilega sérstöðu gegn endalausu miðjumoði annarra ,Þessi sérstaða kemur meðal annarsfram í landbúnað- armálum, sjávarútvegsmálum og Evrópusambands- málum. En það má raunar segja að kosningabarátta hinna flokkanna felist einkum í því að skamma Alþýðu- flokkinn," sagði formaður Alþýðuflokksins. „Sérstaða Alþýðuflokksins kemur berlega í ljós í samanburði við þetta endalausa miðjumoð sem hinir flokkamir bjóða upp á. Þessi sérstaða kemur meðal annars fram í landbún- aðarmálum, sjávarútvegsmálum og Evrópusambandsmálum. En það má raunar segja að kosningabarátta hinna flokkanna felist einkum í því að skamma Alþýðuflokkinn," sagði Jón Baldvin Hannihalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, á fundi með fféttamönn- um. Þau Jón Baldvin, Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra og Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra kynntu kosningaáherslur Alþýðuflokksins og svöruðu spum- ingum fréttamanna á fundi í kosn- ingamiðstöð flokksins í gær. Meðal mála sem þar bar á góma var sú stefna Alþýðuflokksins að sækja um aðild að ESB og kanna með því hvort hægt væri að ná viðunandi samningum. Jón Baldvin ítrekaði þá stefnu flokksins að í samningavið- ræðum verði að tryggja áframhald- andi forræði þjóðarinnar yfir auð- lindum sjávar innan íslenskrar lög- sögu. Hann sagði furðu gegna að sumir segðu að með sérstöðu sinni í þessu máli hefði Alþýðuflokkurinn málað sig út í hom. Hann minnti á niðurstöður skoðanakönnunar Gall- up þar sem fram kæmi að meirihluti þjóðarinnar vildi kanna möguleika á aðild að ESB. Jón Baldvin spurði hvort þeir kjósendur annarra flokka sem væm þessu fylgjandi hefðu þá málað sig út í horn í sínum flokkum og yrðu að kjósa Alþýðuflokkinn. Kennaraverkfallið kom til um- ræðu og var spurt hvers vegna ríkis- stjómin leysi ekki þetta langvinna verkfall. Jón Baldvin benti á að það þyrfti tvo til að ná samningum. Bilið milli samningsaðila virtist ekki hafa mjókkað neitt. Þau boð sem samn- inganefnd ríkisins hefðu lagt fram jafngiltu samtals um 17 prósent kjarabót á tveimur ámm meðan samningar á almennum markaði hefðu verið um sjö prósent. Kennar- ar væm hins vegar enn uppi með kröfur er næmu liðlega 29 prósent hækkun og útilokað væri að semja á þeim nótum nema að kollvarpa vinnufriði og stöðugleika. Hins veg- ar væri ekki á dagskrá að höggva á hnútinn með bráðabirgðalögum. Rannveig Guðmundsdóttir minnti á að til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna legði Alþýðuflokkurinn áherslu á að vandinn verði greindur nánar eftir eðli og umfangi. Það hefði komið í Ijós að það væm ekki endilega tekjulægstu Ijölskyldumar sem skulduðu mest og ættu í mestum greiðsluerfiðleikum. Hún sagði að áður en húsnæðislánakerfinu var breytt biðu átta þúsund umsóknir um lán og biðtíminn var upp í þrjú ár. Þessi mál þyrftu hins vegar að vera í stöðugri endurskoðun. Ekki hefði náðst fram lagasetning um greiðslu- aðlögun þeirra sem verst væm stadd- ir enda hefði umfangsmikil undir- búningsvinna þurft að fara fram. Hins vegar legði hún áherslu á að það þyrfti að koma þessu máli í höftt. Þá þyrfti að endurskipuleggja félags- lega húsnæðiskerfið og tryggja Byggingasjóði verkamanna nægjan- legt fjármagn til lánveitinga í sam- ræmi við eftirspum eftir félagslegu íbúðarhúsnæði. Össur Skarphéðinsson sagði að kvótakerfið væri meingallað. Þessu kerfi hefði aldrei verið ætlað að færa fiskveiðiheimildir til örfárra sæ- greifa. Svo væri komið að þorsk- kvótinn væri nú seldur á nær sama verði og fengist fyrir veiddan þorsk á markaði. Nauðsynlegt væri að sam- eign þjóðarinnar á auðlindum sjávar yrði fest í stjómarskrá eins og flokk- urinn hefði barist fyrir. Alþýðuflokk- urinn vildi koma á veiðileyfagjaldi í áföngum og hluti af því væri raunar komið á með stofnun Þróunarsjóðs til að auðvelda úreldingu í fiskiskipa- flotanum. Össur sagði að við hefðum enn sóknarmöguleika í fiskveiðum og minnti á djúpsjávarveiðar sem hér væm að mestu ókannaður mögu- leiki. Veita þyrfti fé af veiðileyfa- gjaldi til rannsókna á þessu sviði ásamt öðmm aðkallandi rannsókna- verkefnum. Össur Skarphéðinsson sagði að tryggi þurfi stöðu króka- veiðibáta og vertfðarbáta og tak- marka veiðar togara á gmrinslóð. Einnig þurfi að tryggja það að komið sé með allan fisk að landi án þess að Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra kynna Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra: Kvótakerfið er meingallað. Nú er svo komið að þorskkvótinn er seldur á nær sama verði og fæst fyrir veiddan þorsk á markaði. Nauðsynlegt er að sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar verði fest í stjórnarskrá eins og Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir og koma á veiðileyfagjaldi í áföngum. A-mynd: E.ÓI. hafa uppi hótanir um stórfelldarrefs- sem völ er á og því brýnt að halda íngar. I kosningaáherslum Alþýðu- flokksins er meðal annars fjallað um leiðir til betri og jafnari lífskjara. Brýnasta verkefnið framundan sé að varðveita stöðugleika í efnahagsmál- um og byggja á honum nýtt fram- faraskeið. Efnahagsbatann beri að nýta til að jafna kjörin í landinu. Þar er lögð áhersla á eftirfarandi: Launahækkanir eiga að vera mest- ar hjá þeim sem lægst hafa launin. Lækka þarf matarverð með auk- inni samkeppni samfara aðild að GATT og Evrópusambandinu. Auka þarf atvinnufrelsi bænda með því að taka upp búsetustuðning í stað núverandi kerfis. Lækka þarf framfærslukostnað með lækkun á opinberri þjónustu, meðal annars þjónustu bankanna, Pósts og síma og á fleiri sviðum þar sem fákeppni eða einokun ríkir. Beita skal skattakerfinu á mark- vissan hátt til kjarajöfnunar. Mark- miðið er að tekjur til gmnnfram- færslu einstaklinga og fjölskyIdu séu í raun tekjuskattsftjálsar. Framlengja ber hátekjuskattinn og taka upp (jár- magnstekjuskatt eins fljótt og auðið er. Lágir vextir eru ein mesta kjarabót fréttamönnum kosningaáherslur Alþýðuflokksins. að sameign þjóðarinnar á fiskimið- unum verði bundin í stjómarskrá. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að umsókn um aðild og endanleg ákvörðun um aðild eru tvær aðskild- ar ákvarðanir. Takist samningar verður samningurinn lagður ffam til kynningar og umræðu og endanlegr- ar afgreiðslu í þjóðaratkvæða- greiðslu. I þessu máli er það þjóðin ein sem milliliðalaust á seinasta orð- ið um það, hvernig hagsmunir henn- ar verði best tryggðir. Aðild Islands að Evrópusamband- inu er liður í þeirri baráttu jafnaðar- manna að tryggja íslenskri alþýðu sambærileg lífskjör og velferðarríki Evrópu bjóða þegnum sínum. Nær 70% af útflutningi þjóðarinnar fer til landa ESB. Jöfn staða okkar og keppinauta okkar á þessum mikil- væga markaði getur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahagslífs. I kjöl- far aðildar að Evrópusambandinu kæmi fullur markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir og aukin fullvinnsla sjávarfangs innanlands. Almennt eftiahagsumhverfi innanlands verður sambærilegt við það sem er innan ESB, sem ætti að leiða til aukins stöðugleika og hagvaxtar. Kaupmáttur launa eykst stórlega strax frá fyrsta degi aðildar, enda mun verð landbúnaðarafurða geta lækkað um allt að 35- 45%, ef treysta má niðurstöðum skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Islands. Á næsta kjörtímabili verða ífam- lög til menntamála að hafa forgang. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyr- ir því að auka framlög ríkisins til menntamála verulega á næstu ámm. Flokkurinn vill að gerð verði skóla- áætlun til nokkurra ára þar sem skipulögð verði uppbygging í menntamálum. Tryggja þarf fastar Ijárveitingar til skóla á háskólastigi til lengri tíma en nú er. Samkeppnishæfi íslands og ann- arra þjóða ræðst í sífellt meira mæli af menntunarstigi og þróttmiklum rannsóknum og þróunarstarfi. Þetta gildir ekki síst um vaxandi samstarf Evrópuþjóða og hugsanlega inn- göngu Islands í ESB. Þátttaka í vís- inda- og þróunarstarfi ESB er rann- sóknum og vísindum hér á landi fast við núverandi stefnu í vaxtamál- um. Alþýðuflokkurinn vill að minnst einum milljarði króna á ári verði var- ið í aðgerðir gegn atvinnuleysi. Markmiðið er að enginn verði iðju- laus og óvirkur í okkar samfélagi. Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efnahagsmálum besta vopnið gegn atvinnuleysi. Reynslan hér á landi og erlendis sýnir þó að sérstakra aðgerða er þörf til að sigr- ast á vandanum. Áherslu skal leggja á starfsmenntun og endurmenntun atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum að- stæðum. Hluti aðgerðanna er stuðn- ingur við nýsköpun fyrirtækja og varanlega atvinnusköpun. Þessi við- fangsefni beinast sérstaklega að þeim sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi, en snerta líka atvinnu- þátttöku kvenna, ungs fólks og fatl- aðra. Alþýðuflokkurinn vill að ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu eins fljótt og auðið er. I samn- ingaviðræðum verður að tryggja áframhaldandi forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar innan íslenskr- ar efnahagslögsögu. Til að taka af öll tvímæli leggur Alþýðuflokkurinn til lyftistöng. Öflugt menntakerfi ásamt framsæknu vísindastarfi er lykillinn að nýsköpun í atvinnumálum og menningarlegu sjálfstæði þjóðarinn- ar. Fjölskyldan er homsteinn samfé- lagsins og uppspretta lífsgilda. Al- þýðuflokkurinn vill að ríkisvaldið marki sérstaka fjölskyldustefnu til að stuðla að betri hag fjölskyldunnar í landinu. Meðal annars þarf að skapa skilyrði til að draga úr togstreitu á milli atvinnu foreldra og fjölskyldu- lífs, tryggja að stofnanir samfélags- ins, ekki síst skólar, taki mið af þörf- um fjölskyldunnar og eigi við hana góða samvinnu; stuðla að gerð fjöl- skylduáætlana og auka ráðgjöf við fjölskyldur, meðal annars til að koma í veg fyrir upplausn þeirra; auka hlut feðra í uppeldi bama sinna og draga úr misrétti og fordómum í garð ólíkra fjölskyldugerða. Alþýðuflokkurinn vill að sett verði löggjöf um fjölskylduráð sem verði stjómvöldum til ráðgjafar í málefnum fjölskyldunnar og að stofnaður verði sérstakur fjölskyldu- sjóður. Jafn kosningaréttur óháður búsetu eru mannréttindi. Skoðun jafnaðar- manna er sú, að grundvallarregla lýðræðisins sé: einn maður - eitt at- kvæði. Besta leiðin til að leiðrétta þá mismunun sem nú ríkir í þessum efn- um er að gera landið allt að einu kjör- dæmi. Samhliða þessu þarf að sam- eina sveitarfélög og færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga, þannig að ákvarðanir færist nær fólkinu sjálfu. Alþýðuflokkurinn vill halda áfram á braut aukins fijálsræðis í atvinnu- málum. Frjáls viðskipti og sam- keppni leiða til aukinnar hagkvæmni og bættra lífskjara. Frjálst markaðs- kerfi og vestræn efnahagsstjómun em markmið sem flokkurinn mun ekki víkja frá. Örlög Færeyinga em víti til vamaðar. Atvinnugreinar næstu aldar byggja á þekkingu, hugmyndum og verkkunnáttu. Hlutverk stjómvalda er að leggja til frjósaman jarðveg og styðja með almennum hætti við þá sem vilja sá til nýrrar uppskem. Á tímum æ meiri alþjóðlegrar samkeppni og samvinnu þarf að A-mynd: E.ÓI. opna íslenskt samfélag þannig að þekking og hæfdeikar Islendinga fái notið sín. Alþýðuflokkurinn vill draga úr þeirri óhóflegu samþjöppun valds sem nú ríkir í atvinnulífinu og afnema óþarfa hömlur á atvinnu- frelsi. Gera þarf sérstakt átak til að laða erlenda fjárfestingu til landsins og aðstoða íslensk fyrirtæki við alþjóð- leg verkefni. Til að bæta stefnumótun hins op- inbera og jafna starfsskilyrði at- vinnuveganna ber að afnema úrelta skiptingu stjómarráðsins eftir at- vinnugreinum, svo og allt stuðnings- kerfi atvinnulífsins, og stofna eitt at- vinnumálaráðuneyti. Fjárfestingalánasjóðir atvinnu- veganna verði sameinaðir í einn öfl- ugan fjárfestingalánasjóð. Stofnaður verði Nýsköpunarsjóð- ur atvinnulífsins til að styðja vöm- þróun, tilraunaframleiðslu, markaðs- setningu og stofnun nýrra fyrirtækja. Sérstaka áherslu ber að leggja á stuðning við útflutning og erlend samskiptaverkefni. Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra: Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og upp- spretta lífsgilda. Alþýðuflokkur- inn vill að ríkisvaldið marki sér- staka fjölskyldustefnu til að stuðla að betri hag fjölskyldunnar í landinu. Meðal annars þarf að skapa skilyrði til að draga úr tog- streitu á milli atvinnu foreldra og fjölskyldulífs A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.