Alþýðublaðið - 24.03.1995, Síða 2
B2
FRAMTÍÐIN
MARS 1995
4
/
i
■i______AðkM
IrÍKlL/Jjíii Gl/1/
MÁLGAGN UNGRA JAFNAÐARMANN Á SUÐURLANDI
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ungt fólk á að
hafa skoðanir -
og áhrif
Stjórnmálafræðinemar í Háskóla íslands
hafa að undanförnu staðiðfyrir vel heppnaðri
áróðursherferð, og hvatt ungt fólk til að
mynda sér skoðanir á stjórnmálum. Síðustu
árin hefur hreinlega ekki verið í tísku meðal
ungs fólks að hafa áhuga á pólitík. Þetta er
sem betur fer að breytast. í rauninni hefur
enginn hópur jafnmikla ástæðu til að hafa
skoðanir á pólitík og unga fólkið. Mörgum
finnst auðvitað að pólitík sé eintómt karp um
tölur og túlkanir, en í reynd snúast stjórnmál-
in um líf okkar og framtíð. En ungt fólk á ekki
bara að hafa skoðanir. Ungt fólk á að hafa
áhrif!
Ungir kjósendur ættu að skoða vandlega
hvaða flokkar treysta ungu fólki til að skipa
efstu sæti framboðslistanna.
Lúðvík á þing!
Lúðvík Bergvinsson, þrítugur lögfræðingur
úr Eyjum, er í 1. sæti á lista Alþýðuflokksins á
Suðurlandi. Hann er eini fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar sem á möguleika á þingsæti.
Meðalaldur þingmanna Suðurlands er 52 ár.
Enginn þeirra er undir fertugu. Ungt fólk þarf
að eiga kröftugan málsvara á Alþingi. Lúðvík
er maður sem ungt fólk getur treyst fyrir sín-
um málum.
„Reyndar er pabbi
minn kmti, en..."
- rætt við Elvar Gunnarsson,
kosningastjóra Alþýðuflokksins
á Suðurlandi.
„Það sem mér þykir skilja fram-
boðslista Alþýðuflokksins að frá list-
um hinna flokkanna er að efstu
menn listans eru ungir
menn sem vilja berjast
fyrir hugmyndum
nýrra tíma. Þetta er listi unga
fólksins. Sérstaklega tel ég að stefha
flokksins íEvrópumálum nái til ungs
fólks - enda er aukinn samruni Is-
lands við Evrópuþjóðir okkur til
hagsbóta. Uti í Evrópu opnast okkur
auknir möguleikar til menntunar og
eins til atvinnu. Við erum að búa til
stærra Island."
Þetta segir Elvar Gunnarsson,
kosningastjóri Alþýðuflokksins á
Suðurlandi, 22ja ára gamall málara-
nemi. Með snerpu og dugnaði veitir
hann kosningaskrifstofu Alþýðu-
flokks að Eyrarvegi I5 á Selfossi
forstöðu, en starf þetta felst að miklu
leyti í því að halda uppi tengslum við
kjósendur út um víðar byggðir Suð-
urlands. Ekkert hik er í huga Elvars
um að Alþýðuflokkurinn boði rétta
stefnu; íslensku þjóðfélagi til heilla.
Evrópumálin og boðuð stefna
flokksins um inngöngu í ESB vegur
þar þyngst.
„I samtölum mínum við ungt fólk
kemur berlega í ljós talsverð fáffæði
um Evrópumálin. Ég vil eindregið
hvetja fólk - burtséð frá því hvaða
aldri - til að kynna sér málin. Aðild
að ESB myndi færa mikil tækifæri.
Fram til aldamóta þarf að skapa hér á
landi 2.000 ný störf á ári. Slík störf
þurfa aðallega að vera fyrir vel-
menntað fólk, svosem á sviði tækni,
vísinda og rannsókna. Þau störf
verða ekki sköpuð með núverandi
stefnu okkar í utanríkismálum. Að
vísu stóð Alþýðuflokkurinn fyrir
inngöngu okkar íslendinga í EES en
engu að síður þarf að sækja um fulla
aðild að ESB. Mareir óttast_að slíkt
séu landráða, en llkast til
yrðu áhrif okkar
Islendinga innan
sambandsins tiltölu-
lega mikil - og fullt
tillit yrði tekið til
hagsmuna okkar. svo sem
í sjávarútvegsmálum," segir Elvar.
„Það þykir mörgum inn að ætla að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er svo
praktískt segir ungt fólk - en hugsar
ekki lengra. Það hugsar ekki til þess
að Alþýðuflokkurinn er sá íslenski
stjómmálaflokkur sem síst er bund-
inn af hagsmunabandalögum og get-
ur því tekið ákvarðanir sínar án þess
að vera háð þeim. Slíkt er kostur fyr-
ir stjómmálaflokka," segir Elvar og
hann bætir við; „Margt ungt fólk tek-
ur afstöðu í stjómnálum án sjálf-
stæðs mats, fyrst og síðast vegna
þess að þetta kjósa mamma og pabbi.
Reyndar er pabbi minn krati en ég
hef þó lagt mína eigin mælistiku á
hlutina og þess vegna skipa ég mér
undir merki Alþýðuflokksins."
Það var nokkur erill á skrifstofu
Alþýðuflokksins þegar þetta var tek-
ið. Reyndar voru frambjóðendumir,
þau Bergsteinn Einarsson og Katr-
ín Bjarnadóttir, rekin yfír á H.M.-
Café svo blaðamaður og Elvar gætu
spjallað saman í góðu tómi. En þá
djöflaðist síminn þess í stað af tví-
efldum þrótti og á endanum kom
þriðji frambjóðandinn, Hrafn Jök-
ulsson, í vísitasíu og þá var ákveðið
að láta staðar numið í viðtali þessu.
Er þá reyndar eftir að segja ffá
íþróttaunnandanum og tónlistar-
manninum, Elvari - sem þess utan er
í sambúð með Maríu Örlygsdóttur
- en fyrir á hún eina dóttur, Sif, 3ja
ára sem segir hverjum sem heyra vill
að hún sé krati. Þannig hefur Elvar
áhrif í störfum sínum á hina eldri -
en ekki síður unga og væntanlega
kjósendur, sem reyndar fá ekki kjör-
gengi fyrr en eftir 15 ár eða svo. En
það borgar sig að byija snemma!
Guðni þorði ekki
Að undanförnu hafa Hrafn Jök-
ulsson, 2. maður á A-lista og
Gudni Ágústsson, oddviti Fram-
sóknar á Suðurlandi, átt í nokkrum
skoðanaskiptum í fjölmiðlum. Leik-
urinn hófst í Dagskránni en barst
þaðan inn á síður Morgunbladsins.
Snerra þeirra félaga hefur vakið
talsverða athygli út fyrir kjördæm-
ið. Þannig vildu Dagsljóssmenn á
Sjónvarpinu fá Hrafn og Guðna til
að skiptast á skoðunum í sófanum
á fimmtudagskvöldið. Hrafn var
strax til í slaginn en þegar sjón-
varpsmenn höfðu samband við
Guðna kom babb í bátinn: Hann
þverneitaði að láta sjá sig í Dags-
Ijósi. Það er afar óvenjulegt að
stjórnmálamenn hafni tækifæri til
að koma fram í sjónvarpi - og lík-
lega einsdæmi í kosningabaráttu...
Frambjóðandi
unga fólksins
- á fimmtugsaldri
Framsóknarmenn auglýsa Isólf
Gylfa Pálmason grimmt um
þessar mundir, enda er hann að
hasla sér völl á sviði landsmálanna
í fyrsta skipti. Það hefur hinsvegar
vakið talsverða kátínu að ísólfur
Gylfi er auglýstur sem sérstakur
fulltrúi Félags ungra framsóknar-
manna! ísólfur Gylfi er náttúrlega á
besta aldri, fæddur 17. mars 1954.
Hann varð þannig 41 árs á dögun-
um - og við óskum hinum korn-
unga frambjóðanda á fimmtugs-
aldri auðvitað innilega til hamingju
með það...
Skringilegar
auglýsingar
sjálfstæðismanna
Sjálfstæðismenn hafa að undan-
förnu birt auglýsingar á forsíðu
Sunnlenska þar sem ungt fólk er
látið standa fyrir máli sínu og út-
skýra afhverju í veröldinni það kýs
Sjálfstæðisflokkinn. Við vitum fyrir
víst að í mörgum tilvikum eru svör-
in samin á flokkskontór sjálfstæðis-
manna, og þess eru líka dæmi að
ungt fólk hafi ekki einu sinni gefið
leyfi til þess að láta nota nafn sitt
og mynd í þessum tilgangi. Þessi
siðlausu vinnubrögð hafa eðlilega
ekki fallið í góðan jarðveg hjá ungu
fólki...
Skoðanakönnun
Haukdals
Eggert Haukdal brást hinn
versti við þegar Sunnienska frétta-
bladid bírti skoðanakönnun um
daginn, enda fannst óðalsbóndan-
um á Bergþórshvoli að „Suður-
landslistinn" fengi ekki alveg nógu
mikið fylgi. Hann lét að því liggja
að könnunin væri tómt svindl - en
það eru vitaskuld alvarlegar ásak-
anir, bæði í garð Sunnlenska og
Gallup. Eggert fékk þessvegna Fé-
lagsvísindastofnun til þess að gera
nýja könnun. Þar ætlaði Eggert
náttúrlega að fá miklu meira fylgi
og sanna ótvírætt að „rífandi gang-
ur" væri hjá Haukdælingum. Nú
liggur könnunin fyrir - en ekkert
bólar á niðurstöðunum. Sam-
kvæmt okkar heimildum gáfu þær
Eggert ekki tilefni til bjartsýni, og
nú þvertekur hann fyrir að nokkur
könnun hafi verið gerð! Vegir
Haukdals eru órannsakanlegir...