Alþýðublaðið - 24.03.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Side 5
MARS 1995 FRAMTÍÐIN B5 ■ Kosningabaráttan er komin á fullt skrið en Sæmundi Guðvinssynitókst engu að síður með lagni að króa Lúðvík Bergvinsson af í önnum dagsins. Lúðvík skipar 1. sæti framboðslista Alþýðuflokksins á Suðurlandi Lúðvík: Ég hef ekki áhyggjur af meintu áhugaleysi ungs fólks á pólitík því það er bara kjaftæði. En ég hef áhyggjur af framtíð þessa fólks ef við nýtum ekki þau tækifæri sem eru í augsýn. A-mynd: E.ÓI. - segir Lúðvík og bendir á að unga fólkið hugsi mikið til framtíðarinnar. „Það er athyglisvert hvað ungt fólk hefur sýnt baráttumálum Al- þýðuflokksins mikinn áhuga. Þvert á það sem margir halda fram hugsar unga fólkið mikið um framtíðina og fylgist með því hvaða framtíð flokk- amir boða. Eftir að hafa rætt við mikinn fjölda ungs fólks hef ég sann- færst um að það horfir mjög til þátt- töku Islands í Evrópusambandinu og þá möguleikar sem það mun gefa okkur í framtíðinni,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, sem skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi, í viðtali við Alþýðublaðið. Kosningabaráttan nú er frumraun Lúðvíks á hinum pólitíska baráttu- velli og hann fór strax í eldlínuna með því að leiða Alþýðuflokkinn í Suðurlandskjördæmi. Lúðvík sagði að þetta væri skemmtilegur tími, miklar annir frá morgni til kvölds og baráttan væri komin á vemlegt skrið. „Eg er eins og margir aðrir Eyja- menn þannig skapi farinn að ég kann illa við lognmollu. Við viljum láta gusta svolítið í kringum okkur og það gefst svo sannarlega tækifæri til þess núna. En við verðum að vera snöggir með þetta viðtal því vélin til Eyja fer eftir klukkutíma,“ sagði Lúðvík glaðbeittur og hagræddi sér í sófanum. „Það eru mörg mál sem ber á góma þegar rætt er við kjósendur. Evrópusambandið og hugsanleg að- ild okkar að því er mörgum ofarlega í huga og þá ekki síst unga fólkinu. Það er ekki haldið sömu tortryggni gagnvart nánu samstarfi við Evrópu- þjóðir og sumir hinna eldri sem hafa annan bakgmnn. Unga fólkið veit að þær þjóðir sem hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu halda sínu sjálf- stæði. Það þarf ekki að fara lengra en til Danmerkur til að sjá hvað efna- hagurinn hefur blómstrað á síðustu ámm og atvinnulífið eflst. Viðhorf unga fólksins til Evrópusambandsins mótast líka af þeirri staðreynd að það gerir sér grein fyrir að það þarf að fá störf á vinnumarkaði. Við verðum að lifa af fleiru en sjávarútvegi og til þess að geta komið hér á ýmis konar iðnaði sem byggir á tækni og þekk- ingu þurfum við að geta komið fram- leiðsluna á markað við sömu skilyrði og keppninautar okkar,“ sagði Lúð- vík og bauð upp á kók. Andstaeðingar ESB fullyrða að yfirráðin yfir fiskimiðunum færist tii Brussel ef við göngum í Evrópu- sambandið. Varla tækju Vest- mannaeyingar þegjandi? „Ertu alveg frá þér. Ég vil nú í fyrsta lagi taka fram að Alþýðu- flokkurinn vill sækja um aðild til að kanna hvaða samningum við getum náð. í öðm lagi vil ég undirstrika að flokkurinn leggur á það megin- áherslu að við slíka samningagerð verði yfirráð okkar yfir auðlindinni tryggð. Ef það tekst ekki þá er aðild að ESB ekki til umræðu af okkar hálfu. Það er best að hafa þetta alveg á hreinu. ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu sem tengist fyrst og fremst stjómun á sameiginlegum fiskistofnun aðildarríkjanna. íslensk efnahagslögsaga er alveg aðskilin frá efnahagslögsögu ESB og engir fiski- stofnar nýttir sameiginlega með ríkj- um ESB. Sérstaða íslandsmiða er því skýr og þessi hræðsluáróður um að það þýði ekkert að sækja um aðild vegna þess að á okkur verði ekki hlustað er úti í bláinn." Lúðvík verður tfðrætt um sjávar- útvegsmálin eins og vera ber af Vest- mannaeyingi og talar sig heitan. Hann minnir á nauðsyn þess að binda sameign þjóðarinnar á fiski- miðunum í stjómarskrá eins og Al- þýðuflokkurinn berst fyrir. Það gangi ekki lengur að þessi sameign sé að færast yfir á hendur fárra ein- staklinga. Og það er fleira sem brennur á frambjóðandanum í sjáv- arútvegsmálum. Hnefinn skellur á sófaborðinu: „Það kerfi sem er til kerfisins vegna en ekki vegna fólksins er kerfi sem verður að breyta. Það hreinlega gengur ekki lengur að hér skuli það tíðkast að henda veiddum fiski fyrir borð í stað þess að koma með hann að landi. Ég berst ótrauður gegn því kerfi sem kemur mönnum til að henda afla í stað þess að nýta hann. Slíkt kerfi er hreinlega mannskemm- andi. Þessu verður ekki breytt með því að hóta fésektum eða tugthúsi. Menn mega ekki tapa á því að korna með allan afla að landi.“ Eftir að hafa rætt áfram um sjávar- útveg fram og til baka og Lúðvík hafði róast nokkuð vendum við okk- ar kvæði kross og tökum landbúnað- inn á dagskrá. Þá er Lúðvík ekki lengi upp aftur og ég fer að hafa áhyggjur af sófaborðinu. „Sjáðu bara hvemig þetta land- búnaðarkerfi hefur farið með bænd- ur. Hver á fætur lýsa þeir því yfir að þeir séu komnir í þrot og ekki blasi annað við en gjaldþrot og uppgjöf. Og framsóknarmenn allra flokkar krefjast þess að bændur krjúpi á kné og kyssi vöndinn. Auðvitað er þetta út í bláinn. Bændur geta ekki lengur látið blekkja sig svona enda finna þeir hvar eldurinn brennur heitast. Við viljum afnema þetta kvótakerfi sem átti að bjarga hag bænda en hef- ur keyrt þá í þrot. Við viljum að bændur fái beingreiðslur í formi bú- setustuðnings en ekki að þessar greiðslur knýi þá til að framleiða og framleiða dilkakjöt sem safnast upp í birgðum sem nema á annað þúsund tonnum. Með því að gefa bændum frelsi og gera starfslokasamning við þá sem vilja hætta er hægt að koma á eðlilegum vinnubrögðum í þessari grein sem um leið gefur bændum færi á að búa með reisn." Það var ýmislegt fleira sem Lúð- vík vildi ræða varðandi landbúnað- inn en komst ekki upp með það. En í framhaldi af því er við hæfi að víkja að umhverfismálum, ekki síst í við- tali við yfirlögfræðing umhverfis- ráðuneytisins. Hvað brennur þar heitast á honum þessa dagana? „Þar má nefna framkvæmdir á sviði fráveitumála en þær fram- kvæmdir eru mjög brýnar í ýmsum sveitarfélögum á Suðurlandi eins og víðar á landinu. A næstu tíu árum þarf að koma fráveitum landsins í viðunandi horf. Þetta er mikið verk- efni sem er áætlað að kosti um tíu milljarða króna. Alþingi samþykkti á síðasta degi sínum lög sem heimila ríkinu að veita sveitarfélögunum Ijárhagsaðstoð sem getur numið allt að 200 milljónum króna á ári næsta áratug. Þetta átak er mjög mikilvægt fyrir matvælaiðnaðinn og einnig ferða- þjónustuna. Þessar greinar byggja á ímynd Islands sem hreins og ómeng- að lands. Við þurfum að vinna af al- efli að náttúruvernd og bæta aðstöð- una á helstu ferðamannastöðum landsins. Þar þarf einnig að bæta um- gengnina með auknu eftirliti og fræðslu. Það er mjög mikilvægt að stefnumótun í skipulags- og um- hverfismálum verði tengd saman um allt land. Gerð svæðaskipulaga er mikilvæg til að ná því markmiði. Við þurfum að líta til miðhálendisins og gera þar skipulags- og landnýtingar- áætlun. Þama þarf að samræma sjón- armið umhverfisvemdar og framtíð- amýtingu svæðisins vegna aukinnar ferðaþjónustu og útivistar." Lúðvík Bergvinsson segir að þrátt fyrir að þessari ríkisstjóm hafi tekist að koma hér á stöðugleika þýði það ekki að menn geti bara setið með hendur í skauti og treyst því að allt rúlli þetta áfram af sjálfu sér. „Ef við höldum ekki áfram að sækja fram verður hér afturför. Al- þýðuflokkurinn vill að minnst einum milljarði króna verði varið á ári í að- gerðir gegn atvinnuleysi. Hér á eng- inn að þurfa að ganga um iðjulaus. Lykilatriði í atvinnustefnu flokksins er að auka þátttöku íslendinga í við- skiptum á alþjóðavettvangi. Eg nefni þ;u- til fullvinnslu á sjávarafurðum til útfiutnings, ferðaþjónustu, heilsu- þjónustu, tækniþróun, hugbúnaðar- gerð og orkufrekan iðnað, svo dæmi séu tekin. Það gengur ekki að slá er- lend lán til allra helstu framkvæmda í atvinnusköpun. Við verðum að fá erlend fyrirtæki til að Ijárfesta hér á landi og að því þurfum við að vinna. Hingað hefur ekki komið nein erlend íjárfesting í ein tuttugu ár eða síðan Jámblendiverksmiðjan á Gmndar- tanga var reist. Skammsýnir menn börðust raunar gegn þeirri verk- smiðju en í dag er enginn sem viil hana burt. Fyrst þú ert farinn í frakkann og vélin að fara vil ég bara segja hér í gættinni að í mínum huga snýst þessi kosningabarátta um fólk og framtíð þess. Ég hef ekki áhyggjur af meintu áhugaleysi ungmenna á pólitík því það er bara kjaftæði. Én ég hef áhyggjur af því að þessu unga fólki verði ekki búin nægilega góð framtíð í landinu vegna þess að aðrir flokkar en Alþýðufiokkurinn þora ekki að nýta þau tækifæri sem em í augsýn til að tryggja þessu fólki störf og góða afkonui,“ sagði Lúðvík Berg- vinsson og var þá kominn út á tröpp- urnar. Örn Einarsson framleiðslustjóri, Selfossi Alþýðuflokkurinn þorir að hafa skoðanir og taka ákvarðanir. Orri Smárason Selfossi Alþýðuflokkurinn er rót- tækur umbótaflokkur. — Gudjón Æ. Sigurjónsson laganemi, Selfossi Raunhæfar leiðir að skyn- samlegum markmiðum. Margrét Ingþórsdóttir bankastarfsmaður, Selfossi Alþýðuflokkurinn er flokk- ur með stefnu! I„Eg berst ótrauður gegn því kerfi sem kemur mönnum til að henda afla í stað þess að nýta hann. Slíkt kerfi er hreinlega mannskemmandi." „Aðrir flokkar en Alþýðuflokkurinn þora ekki að nýta þau tækifæri sem eru í augsýn til að tryggja þessu fólki störf og góða afkomu." A-listinn á Suðurlandi I S I f r a m t f d i Opinn stjórnmálafundur á Hótel Selfoss á sunnudaginn klukkan 14. Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og formaður Alþýðuflokksins Lúðvík Bergvinsson lögfræðingur og 1. maður A-lista Hrafn Jökulsson ritstjóri og 2. maður A-lista Katrín Bjarnadóttir hárgreiðslumeistari og 4. maður A-lista Bergsteinn Einarsson iðnrekandi og 7. maður A-lista Fundarstjóri verðurÁrni Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ og fyrrverandi alþingismaður Evrópumálin, sjávarútvegurinn, land- búnaðurinn, menntamálin, ríkisstjórn arsamstarfið og meira til. Þaö er kosiö um framtíðina! Alþýðuflokkurinn á Suðurlandi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.