Alþýðublaðið - 24.03.1995, Síða 6

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Síða 6
B6 FRAMTÍÐIIM MARS 1995 A-listinn á Suðurlandi Kosningamiðstöð í Vestmannaeyjum Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum er að Heiðarvegi 6. Opið frá 10-22. Alltaf heitt á könn- unni. Allir velkomnir - komið og kynnið ykkur málin. Kosningastjóri er Þorsteinn Hallgrímsson. Sími11316 & 11017. Símbréf 11007. A-listinn á Suðurlandi A-listinn á Suðurlandi Kosningamiðstöð á Selfossi Kosningamiðstöð A-listans á Selfossi er að Eyrarvegi 15. Opið tíl 22 alla daga. Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir - komið og kynnið ykkur málin. Kosningastióri er Elvar Gunnarsson. Sími 22311. A-listinn á Suðurlandi A-listinn á Suðurlandi Kosningamiðstöð í Hveragerði Kosningamiðstöð A-listans í Hveragerði er að Reykjamörk 1. Opið virka daga frá 20-22 og um helgar frá 14-18. Alltaf heitt á könnuninni. Allir velkomnir - komið og kynnið ykkur málin. Sími34043 A-listinn á Suðurlandi Hver kann að kjósa? Það ætti að vera stór stund í lífi hvers manns og hverrar konu þegar átján ára aldri er náð og einstakling- urinn öðlast rétt til að kjósa, og hafa þannig áhrif á stjóm þessa lands. Því miður frnnst mér alltof algengt að ungt fólk iítur á þessi sjálfsögðu mannréttindi sem hálfgert prump, sem ekki tekur því að hugsa um eða nýta sér. Aðrir fara á kjörskrá og setja X við stafrnn sem mamma eða pabbi segja að sé sá eini rétti, því hann hafi gengið í erfðir mann fram Kosningar I .....—___i af manni. Eg vil hvetja ungt fólk til að kynna sér stefnuskrá flokkanna (ef þeir hafa þá einhveij- ar) og hugsa að- eins um hvað er í gangi. Varist þó að láta glepjast af innantómum lof- orðum um halla- lausan ríkisrekst- ur, útrýmingu at- vinnuleysis, bættri afkomu heimilanna, hækkun lægstu launa og stóraukinni félagslegri þjónustu. Slíkar töfraformúlur geta allir samið, en við vitum ósköp vel að þessir hlutir gerast ekki á einni Margrét Ingþórsdóttir „Ég vil hvetja ungt fólk til að kynnast frambjóðendum Alþýduflokksins á Suðurlandi. Þar er ungt fólk sem ætlar sér stóra og góða hluti til að tryggja framtíð fólksins á íslandi." nóttu. Alþýðuflokkurinn hefur nokkra sérstöðu þegar kemur að utanríkis- og evrópumálum. Hann er nefnilega eini flokkurinn sem hefur einhverja stefnu á því sviði. Hvað veist þú til dæmis um EES, ESB eða EFTA? Hugsaðu þig um og skoðaðu málið, myndaðu þér þínar eigin skoðanir og ekki láta aðra segja þér fyrir verkum. Ég vil hvetja ungt fólk til að kynn- ast frambjóðendum Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Þar er ungt fólk sem ætlar sér stóra og góða hluti til að tryggja framtíð fólksins á Islandi. Vertu ánægð(ur) með sjálfa(n) þig og skoðanir þínar þegar þú merkir við í kjörklefanum 8. apríl næst komandi. Okkar er framtíðin. Höf- um áhrif á hana. Alþýðullokkurinn er flokkur með stefnu! Stjórnmál og körfubolti Sunnudagurinn 19. mars. Hæ, hér sit ég í sæti 32c um borð í Boeing 747, flugvél British Airways, á leið til Miami í Bandaríkjunum. Já, ég er enn og aft- ur kominn á flakk, nú er stefnan sett á að komast á leik í NBA-deildinni í körfubolta; nánar tiltekið leik Or- lando Magic og minna manna Phoenix Suns, sem fer fram næstkomandi þriðjudag. Nú er verið að sýna fréttir í sjón- varpinu hér í flugvélinni og þar er verið að tilkynna að Michael „Air“ Jordan er aftur byrjaður að spila, það ætti nú að gleðja suma en aðrir koma lil með að gráta endurkomu hans í NBA. Richard Dumas er kominn aftur til Phoenix eftir langt bann úr NBA fyr- ir eiturlyfjaneyslu og það er mér rnikið ánægjuefni, en mesta ánægju- efnið þessa dagana, fyrir Sunnlend- inga, er án efa þátttaka Lúðvíks Bergvinssonar fyrir hönd Alþýðu- flokksins í þessu fagra kjördæmi í komandi kosningum. Þar er á ferðinni, ungur og efnileg- ur maður, sem vert er að skoða nán- ar. Ég hvet fólk til þess að kynna sér Lúðvík og hans málefni og þá sér- staklega ungt fólk, en nánar um það síðar. Ég lofaði sjálfum mér því að skrifa um eitthvað annað en pólitík svo ég held að ég lýsi frekar flug- þjóninum sem er að þjóna hér, en annars finnst mér ég ætti að sleppa því og fjalla svo- lítið um ferðalög eða eitthvað í þá áttina. Eins og áður hefur komið fram er ég í flugvél á leiðinni frá Lond- on til Miami, þetta er níu tíma flug, úff það eru nokkrar ferðir með Her- jólfi, nerna að veðrið sé vont. Vélin er þétt setin fólki frá ýmsum löndum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til Ameríku, en samt skilst mér að Ree- book og Nike séu byrjuð að prenta boli sem á stendur Gis-go-back og eiga þeir að koma í staðinn fyrir boli sem á stendur Shaq attack. Svo ef- laust kemur út tölvuleikur sem mun heita Gis-go-back versus Shaq att- ack. Það er alltaf spennandi að koma á nýja staði sem maður hefur ekki komið á áður og í þetta skiptið er engin breyting þar á. Það skondna er að ég skil ekki hvemig fólk nennir að fara endalaust til Spánar eða eitthvað annað ár eftir ár það er að segja alltaf á santa staðinn. Það hlýtur að vera svipað og að ganga alltaf í sömu nærbuxunum árið inn og út. Nýtt umhverfi heldur manni alltaf vak- Kosningar Gísli „Foster" Hjartarson skrifar Eining Stjórnmálafundur meö ungu fólki Eining, félag ungs félagshyggjufólks, boöar til opins stjórnmálafundar með ungu fólki, sunnudaginn 26. mars klukkan 20 í Fjölbrautaskólanum. Kynniö ykkur stjórnmálin - takið afstöðu og hafið áhrif! Eining „í fyrsta skipti í langan tíma á fólk í Suðurlandskjördæmi séns á að koma ungum manni á þing. Hey, þú! Ég var ekki að tala um Eggert Haukdal! Ég meina Lúðvík Bergvinsson." andi, því augun hafa gaman að sjá eitthvað nýtt og spennandi. Ameríkanar hafa alltaf verið sagð- ir svolítið spes, allt er mest og best í henni Ameríku, er það ekki? Þetta er svipað með Islendinga, sem er mesta „egóista“-þjóð í heimi og þá er eng- inn landshluti undanskilinn, ekki einu sinni Þingeyingar. Jæja, nú að öðrum málum. í fyrsta skipti í langan tíma á fólk í Suður- landskjördæmi séns á að koma ung- um manni á þing. Hey, þú! Ég var ekki að tala um Eggert Haukdal! Ég meina Lúðvík Bergvinsson. Ég hvet fólk til að kynna sér stefnuskrá Al- þýðuflokksins og reyna að fá tæki- færi til þess að tala við Lúðvfk, ég veit að þið verðið ekki fyrir von- brigðum, skoðið vel sjávarútvegs- og Evrópumálin, sérstaklega. Við verðum að ræða við Evrópusam- bandið og sjá hvers við erum megn- ug, sfðan ákveður þjóðin hvað gera skal. Við viljum ekld verða ný Kúba með kannski Ólaf Ragnar Kastró eða eitthvað í þá áttina. Verum skynsöm og fáum ferskan mann á þing og kjósum Lúðvík, X-A. Bestu kveðjurfrá Miami. Gísli „Foster". MATVORUVERSLUN C11.M. cafe) Kaffihús með sál Eyrarvegi 15, Selfossi, sími 23535 í hádeginu og allan daginn: Ymsir smáréttir Heitt á könnunni allan daginn ásamt Ijúffengu meðlæti Sá græni er kominn á krana Lítill 300 krónur, stór 420 krónur Opið: sun. 12-01 mán. 20-24 brið.-fim. 11-01 föst.-laug. 11-03 Öðruvísi kaffihús Blautastí staðurinn íEyjum HalliReynis - alla helgina, aldrei betri Sími 11426

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.