Alþýðublaðið - 12.04.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Qupperneq 1
■ Vandi landbúnaðarins og viðræður stjórnarflokkanna Ekki vid neinn í ríkisstióm- inni að sakast - segir Egill Jónsson alþingismaður en hefur áhyggjur af vanda sauðfjárbænda. „Þessar viðræður stjómarflokk- anna eru fyrir mér algjörlega af- slappað umhverfi. Þær em fullkom- lega eðlilegar og nauðsynlegur að- dragandi til frekari ákvarðana eins og allir vita,“ sagði Egill Jónsson alþingismaður í samtali við Alþýðu- blaðið. Egill var spurður hvort hann teldi að jafna mætti ágreining stjómar- flokkanna í landbúnaðarmálum í þeim viðræðum sem nú fara fram um möguleika á framhaldi stjómar- samstarfsins. „Þessi ríkisstjóm hefur tekið ýmsar mikilvægar ákvarðanir. Ég hef mestar áhyggjur af því hvemig komið er fyrir landbúnaðinum og sérstaklega sauðíjárræktinni. Þar eru gríðarleg vandamál. Hins vegar hafa þau ekki komið neitt til kasta þessarar ríkisstjómar því þar að baki er búvörusamningurinn. I þeim efnum er ekki við einn eða neinn í ríkisstjórninni að sakast. Þetta er hins vegar vandi sem mér hefur ver- ið ljóst allt kjörtímabilið að myndi koma upp og eftir fund Bændasam- takanna fyrir skömmu sjá allir hvemig horfir í þessum efnum. Ég veit ekki til þess að þar sé neitt sér- stakt ágreiningsefni milli stjómar- flokkanna," sagði Egill Jónsson. Egill Jónsson: Þessar viðræður stjórnarflokkanna eru fyrir mér algjör- lega afslappað umhverfi. A-mynd: E.ÓI. ■ Dagens Næringsliv segir Jón Baldvin Hannibalsson reka harða fiskveiðistefnu Hefur beygt Rússa og Norð- menn Spáð er samningum um kvóta í Smugunni í náinni framtíð. I grein í norska blaðinu Dagens Nœringsliv segir að Jón Baldvin Hannibalsson styðji fullum fet- um ótakmarkaðar veiðar íslend- inga í Smugunni því hann viti að Norðmenn hafi ekki stuðning til að stöðva þær veiðar. Hin harka- lega fiskveiðistefna Jóns Bald- vins hafi beygt bæði Rússa og Norðmenn. Því meira sem íslend- ingar veiði í Smugunni þeim mun betri spil hafi Jón Baldvin á hendi þegar samið verði um kvóta við Norðmenn og Rússa. Greinarhöfundur segir að vonir standi til að hægt verði að leysa fiskveiðideilu Norðmanna og Rússa við íslendinga skömmu eftir þingkosningamar á íslandi. Ekki hafi verið hægt að semja á liðnu hausti því þá hafi norski sjávarútvegsráðherrann átt nóg með að vetja sjávanítvegssamn- inginn við ESB fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Sömuleiðis hafi verið erfitt fyrir ríkisstjóm Davíðs Oddssonar að semja rétt íyrir kosningar. - Siá umfiöllun á blaðsíðu 8. |«ry«*i,m°nn f u n d a Sighvatur Björgvinsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson funduðu í gærdag og spáðu í spilin. Forystumennirnir fóru yfir stöðuna í Ijósi kosninganna og ræddu hugsanlegt áframhaldandi samstarf. í raun þurfa ekki að fara fram formlegar stjórnarmyndunarviðræður því stjórnin hélt velli í kosningunum. ■ Formannskjör nálgast í Alþýðubandalaginu „Mun gefa kost á mér við formannskjör" - segir Steingrímur J. Sigfússon, sem telur vel við hæfi að formaðurinn komi frá Norðurlandi eystra þar sem flokkurinn sé sterkastur þar. „Mér er ekkert að vanbúnaði fyrst spurt er, að segja það alveg ákveðið að ég mun gefa kost á mér við formannskjör. Norðurland eystra er orðið það kjördæmi landsins þar sem staða Alþýðu- bandalagsins er sterkust og þá sennilega ekki nema vel við hæfi að formaðurinn komi þaðan,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður í samtali við Alþýðu- blaðið. Ólafur Ragnar Grímsson mun láta af formennsku í Alþýðu- bandalaginu í haust samkvæmt reglum flokksins. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og vara- formaður flokksins hefur verið nefndur sem líklegur arftaki Ólafs Ragnars og hefur nú staðfest að hann muni gefa kost á sér. Einnig hefur Margrét Frímannsdóttir verið í umræðunni um embættið. For- maður Alþýðubandalagsins er kjörinn í allsherjaratkvæða- greiðslu flokksmanna. Steingrímur sagðist hafa bægt frá sér öllu tali um formannsmálið í kosningabaráttunni og þá beðist undan ölium spurningum þar að lútandi. En það væri ekkert í úr- slitum kosninganna nema síður væri sem mælti gegn því að hann gæfl kost á sér til formanns. Öllum væri frjálst að bjóða sig fram til þessa embættis og það yrði bara að koma daginn hvaða undirtektir framboð hans hlyti. Steingrímur: Mér er ekkert að vanbúnaði fyrst spurt er, að segja það alveg ákveðið að ég mun gefa kost á mér við formannskjör. A-mynd: E.ÓI. Ólafur Ragnar: Lætur af for- mennsku í Alþýðubandalaginu í haust samkvæmt reglum flokks- ins. Steingrímur J. og Margrét Frímanns hafa verið nefnd sem líklegustu arftakar hans. A- mynd: E.ÓI. Margrét: Hefur ekki leitt hugann að formannsframboði í Alþýðu- bandalaginu. A-mynd: E.ÓI. ■ Margrét Frímanns- dóttir í formanns- framboð? Ekki leitt hugann að því „Þú verður að bíða með að spyrja að þessu. Ég hef ekki leitt hugann að því, enda fór allur tím- inn í kosningabaráttuna,“ sagði Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður í örspjalli við Alþýðu- blaðið. Margrét var spurð hvort hún hefði í kjöifar þingkosninganna tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns í Alþýðubanda- iaginu. Fyrir nokkrum vikum kvaðst Margrét vera að íhuga slíkt framboð. I kosningabarátt- unni var því haidið á lofti af Al- þýðubandaiagsfólki á Suðurlandi að ef Margrét fengi góða kosningu styrkti það hana við formanns- framboðið. Alþýðubandalagið tapaði hins vegar 2,8% atkvæða á Suðurlandi í kosningunum. ■ lb - konan í lífi Jóhanns Sigurjónssonar „Ég elska þig og sólina!" Minning Jóhanns Sigurjónssonar skálds er sveipuð dularljóma. Hann varð að- eins 39 ára en skildi eftir sig leikrit sem halda nafni hans á loft og fáeinar ódauðleg- ar Ijóðperlur. Ingeborg, konan í lífi Jó- hanns, var harðgift skipstjórafrú þegar fund- um hennar og íslenska skáldsins bar saman en hún varð stærsta ástin hans, örlagavaldur og vemdari. Jóhann lést árið 1919 en Inge- borg lifði í 15 ár eftir það. í Alþýðublaðinu 10. desember 1934 birtust minningarorð um Ib eftir F.E. Vogel. - S já umfjöllun á blaðsíðu 9 ■ Eggert Haukdal - í viðtali um pólitíkina „Laminn niður af flokksbræðr- um mínum" Það er vissulega sjónarsviptir af Eggerti Haukdal en hann kemur ekki til með að sitja næsta þing. Þessi sunnlenski bóndi hef- ur aldrei verið sem hver önnur rolla í sjálf- stæðisréttinni heldur hefur gustað af honum enda liggur Eggert ekki á skoðunum sínum. f viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson velt- ir hann fyrir sér niðurstöðum kosninganna og vandræðamönnunum Jóni Baldvin, Steina Páls, ,Johnson ‘, Kristjáni Ragn- arssyni og Halidóri Asgrímssyni og hinum og þessum vandamálum. Eggert vísar því á bug að það sé honum að þakka að Lúðvík Bergvinsson hafi komist á þing - Þorsteinn Pálsson hafi verið arkitektinn að því. - Sjá umfjöllun á blaðsíðu 11

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.