Alþýðublaðið - 12.04.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 S k o ð a n i r UIYBIMiHB 20904. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Mistök Olafs Ragnars Eftir fjögurra ára harða stjómarandstöðu átti Alþýðubandalag- ið mikla möguleika á fylgisaukningu. Kosningabarátta flokksins lofaði enda góðu í upphafi. Ólafur Ragnar Grímsson gerði hins- vegar þau reginmistök, að róa til vinstri, samtímis því að gefa sterklega í skyn að hann stefndi á ríkisstjóm með Sjálfstæðis- flokknum. Þetta bauð Þjóðvaka, sem var í sámm eftir misheppn- aðan landsfund, uppá þann óvænta leik að skapa ótvíræðan vinstri valkost, með því að leggjast afdráttarlaust gegn stjóm með Sjálfstæðisflokki. Útspilið stöðvaði fylgishrun Þjóðvaka um tíma. En Ólafur Ragnar virtist tapa áttum við þennan leik Jóhönnu, einsog sást glöggt af slælegri ffammistöðu hans í íjölmiðlum. Svar hans, seint og um síðir, fólst í drögum að samstarfsyfirlýsingu „vinstri“ stjómar, sem þjóðin vissi þó að hann hafði ekki áhuga á. Þetta reyndust enn ein mistökin hjá Ólafi Ragnari. Yfírlýsing- una kynnti hann með hefðbundinni flugeldasýningu á blaða- mannafundi, þarsem það vakti helst athygli fréttamanna að skyndilega vom horfin loforðin góðu um miklar kauphækkanir til hinna lægst launuðu, auk þess sem þar mátti fínna hugmynd- ir alþýðuflokksmanna um veiðigjald. Forystumenn annarra flokka gerðu heldur ekki meira en að brosa út í annað að tilburð- um formanns Alþýðubandalagsins, sem vikum saman hafði ekki viljað útiloka stjóm með Sjálfstæðisflokki. Halldór Ás- grímsson vísaði þannig Ólafí Ragnari kurteislega á bug, Kvenn- alistakonum fannst „stjómarsáttmálinn“ ófúllnægjandi og Þjóð- vakafólk gerði grín að Ólafi. Taugaveiklunarkennt útspil Ólafs gerði því ekki annað en undirstrika enn frekar ótrúverðugleika hans og Alþýðubandalagsins. Þessi mistök Ólafs Ragnars í kosningabaráttunni komu í veg fyrir vemlega sókn Alþýðubandalagsins. En að líkindum fólu þau líka í sér lífgjöf Þjóðvaka. Hefði Ólafur haldið rétt á spilum og sagt frá upphafi að hann stefndi að vinstri stjóm, þá hefði Þjóðvaki ekki fengið færi til að stöðva fylgishrunið sem byijaði eftir landsfund hreyfingarinnar. Alþýðubandalagið hefði að öll- um líkindum fengið vemlegan hluta af fylgi Þjóðvaka. Þjóðvaki getur því þakkað Ólafi Ragnari flesta þeirra fjögurra þingmanna sem flokkurinn fékk að lokum. Alþýðubandalagsins bíður það hinsvegar að skipta um formann við fyrsta tækifæri. Vargöld Nú þegar snjóa leysir á Balkanskaga bendir allt til þess að alls- herjar stríð sé yfirvofandi. Stjóm Tudjmans í Króatíu vill losna við friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og heija sókn á hendur Serbum sem ráða þriðjungi króatískra landsvæða. Bardagar em að hefjast aftur í Bosníu-Herzegóvinu, í Kosovo er vopnaður friður og ástandið í Makedóníu verður sífellt ótryggara. Ef bardagar blossa upp í Kosovo og Makedóníu em allar líkur á því að nágrannalöndin dragist með beinum hætti inn í átökin. Albanía, Búlgaría, Serbía og Grikkland telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta í Makedónfu, og Albanir fylgjast grannt með afdrifum frænda sinna þar og í Kosovo. Eina leiðin til að hindra að blóðbaðið haldi áfram á Balkan- skaga felst í því að setja stjómum Króatíu og Serbíu afdráttar- lausa úrslitakosti. Báðum ríkjum er stjómað af þjóðemisofstæk- ismönnum sem hafa litla ást á lýðræðinu og svífast einskis í valdabrölti og útþenslustefnu. Linkind alþjóðasamfélagsins gagnvart stríðsglæpamönnum fyrmm Júgóslavíu hefur þegar kostað stórkostlegar mannfómir. Saga síðustu ára segir okkur því miður að lítil ástæða sé til bjartsýni. Leggjum niður fjórflokkinn - Endurreisum fjórflokkakerfið Hver skyldi hafa fundið upp glós- una um fjórjlokkinnl Vilmundur? Sennilega, því hugsunin að baki er upphaflega róttæk og frumleg - í henni er sprengiafl og óþol, en um leið fylgir henni hamagangur og ruglandi og hún leiðir svo sem ekki til neins. Þetta er hugsunin um að sami rassinn sé undir þeim öllum, sem má vissulega til sanns vegar Vikupiltar Guðmundur ( Andri 1 |W % Thorsson \ /Áá 6 skrifar „Alþýðuflokkurinn er einhentur. Og það sem verra er: hann vill vera ein- hentur. Um leið og vex fram vinstri stúfur er hann höggvinn af - kratar hafa tekið full alvarlega boð Krists: Ef hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af." færa, en þá gleymist að stjómmála- menn gæta ákaflega ólíkra hags- muna. Þeim er veitt aðhald úr ólíkum áttum. Við eigum til allrar hamingju fáa stjómmálamenn á borð við Dav- íð Oddsson sem einkum er upptek- inn af því að byggja forógnarmikla minnisvarða um stórhug sinn eins og kemur ágætlega fram í lýsingu Hrafns Gunnlaugssonar í nýlegri ævisögu á því þegar þeir stóðu tveir og fylgdust með vígslu Perlunnar og Hrafn skildi að Davíð var í stjóm- málum sem listamaður að láta drauma rætast, en skildi ekki að þama var Davíð Oddsson að henda ómældu almannafé í að reisa prest- vígðan helgidóm án guðs, galtómt tákn án táknmiðs, gullkálftnn sem snýst um sjálfan sig og vísar á sjálfan sig - og stórhug Davíðs. Því að Dav- íð lítur á kjósendur sem þegna og hefur það helst ffam að færa í land- búnaðar-, sjávarútvegs- og Evrópu- málum - stjómmálum - að fólk skuli bara treysta því að hans ákvörðun verði rétt og sanngjöm þegar hann sé búinn að hlýða á málflutning okkar þegnana. Yfirleitt em nútfmastjóm- málamenn hættir að líta á okkur sem þegna. Hver er þessi fjórflokkur sem allir klifa á? Flokkamir sem voru hér við iýði áður en Samtök fijálslyndra og vinstri manna vom stofnuð? Var það slæmt flokkakerfi? Þá var að minnsta kosti auðveldara fyrir okkur kjósendur að gera upp hug okkar... Eftir þær sálarkvalir sem ég leið í kjörklefanum hugsaði ég: ekki gera mér þetta aftur kæm vinir. Eg gat tekið undir með Shady Owens: Eg elska alla... Og það rann upp fyrir mér að við eigum að afnema fjór- flokkinn en endurreisa fjórflokka- kerfíð. Fjórflokkurinn sem ber að af- nema er þessi: Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag, Kvennalisti og Þjóð- vaki. Þetta em þeir flokkar sem eiga samleið af öllum ástæðum. Málið snýst í rauninni einungis um það að vinstri armur Alþýðuflokksins snúi aftur heim - að Héðinn komi heim úr fimmtfu og sjö ára herleiðingu, hann er búinn að vera lengur þama úti en Móses - að þið Alþýðuflokksmenn sættið ykkur við Héðin, en flæmið hann ekki burt jafnóðum og hann endurfæðist. Herinn og Nató skiptir ekki lengur máli - hins vegar verður að vera vinstri armur í öllum jafnað- armannaflokkum. Alþýðuflokkurinn er einhentur. Og það sem verra er: Hh hann vill vera einhentur. Um leið og vex fram vinstri stúfur er hann höggvinn af - kratar hafa tekið full alvarlega boð Krists: Ef hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af... Sem örvhentur maður særi ég krata til að láta vinstri stúfínn nú vaxa. Fyrr verður hér ekki stór og öflugur jafnaðarmannaflokkur á evrópska vísu sem reistur er í senn á Erasmusi frá Rotterdam, Jóni Sigurðssyni og Karli Marx með endurbótum Bern- steins og Kautskís og öðrum evr- ópskum og íslenskum mannúðar- hugsuðum. Niðurstaðan af þessum kosning- um er sú að kjósendur höfnuðu þess- um fjórflokki, þessum fjórskipta jafnaðarmannaflokki og sendu þar með ómeðvitað þau skilaboð að hér ættu Sjálfstæðismenn og Framsókn- armenn að fara með völd. Þeim væri treystandi, þar væri ekki hver höndin upp á móti annarri. Þeir kusu það sem þeir þekkja. Þeir kusu fjór- flokkakerfið gamla. Ég legg til að vinstri menn hætti að stofna aftur og aitur Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Málin sem sundruðu þeim - hin raunveru- legu málefni sem ágreiningur var um - eru útrædd. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru gæsluflokkar fyrir áframhaldandi fjáraustur til fyrir- tækja um allt land, hafa þá hugsjón að skattborgarar skuli standa undir jeppakaupum og annarri græjudellu svonefndra athafnamanna. Fjór- flokkurinn til vinstri er hins vegar betur til þess fallinn að gæta al- mannahagsmuna, standa vörð um velferðarkerfið eins og það er kallað. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og víður og umburðarlyndur Krata- flokkur - hvað er þá eftir? Villta vinstrið sem þarf að endurreisa. Yst á kantinum þarf að vera altematífur og grænn Ilokkur sem veitir stórum krataflokki aðhald frá vinstri og er miklu hreinlífari og um leið frjórri í afstöðu sinni til þjóðmála en Al- þýðubandalagið sem veit ekkert hvað það á að gera við sjálft sig. Slíkur flokkur á ekki að vera í ríkis- stjómum. Hann á að vera andstöðu- hluti kerfisins. Hann á ekki að gera samsekan. Hann á ekki að vera íjöldafiokkur heldur hugmynda- banki. Þar yrði samankomið allt skrýtna og skemmtilega fólkið, það fólk sem hefur efasemdir um hag- vöxtinn, er á móti karlveldinu, vill nota lífrænan áburð á jörð og samfé- lag; hefur sýn ljóðsins á mannfélag- ið. Sjálfur myndi ég kannski kjósa slíkan flokk vegna þess að hann væri nauðsynlegt afí - en það myndi ég einungis gera sæll og glaður ef ég vissi af stóram og öflugum krata- flokki við hliðina, sem myndi sjá um þetta allt saman. a t a I Atburdir dagsins 1540 Prentun lýkur á þýðingu Nýja testa- mentisins í þýðingu Odds Gottskálksson- ar. Fyrsta bókin sem prentuð var á ís- landi. 1919 18 létu lffið í snjóflóðum við Siglufjörð. 1945 Franklin D. Roosevelt, farsæll forseti Bandaríkjanna á árum kreppunnar miklu og seinna stríðs, deyr. 1961 Rússar senda mannað geimfar á braut um jörðu, og Júrí Gagarín verður þannig fyrsti maðurinn sem ferðast um geiminn. 1989 Boxmeistarinn Sugar Ray Robinson deyr. Afmælisbörn dagsins Lionel Hampton bandarískur jazzisti, 1913. Maria Callas grísk ópemsöng- kona, 1923. Bobby Moore bresk fót- boltahetja, lék 108 landsleiki fyrir Eng- land, 1941. Annálsbrot dagsins Það vor (annan dag hvítasunnu), vom 1 2 . drepnir ræningjar á Patreksfirði af Eng- elskum og Islenzkum, og tekið þeirra skip, höfðu verið dmkknir og ætlað að ræna landið. Ballarannáll, 1617. Lokaord dagsins Elsku Gerda, ég þakka þér hvem dag sem við höfum verið saman. Hinstu orð ítalska píanóleikarans og tónskáldsins Ferruccios Busoni, 1866-1924, við konu sína. Málsháttur dagsins Oft man ég Grím með betra bragði. Ord dagsins Þótt haldir þú um hálan stig, hataður og snauður, allir lofa og elska þig, er þú liggur dauður. Kristján Guðlaugsson. Bylting dagsins Stofnuðum um þetta leyti [1922], fáeinir „áhugamenn" vísi að leynifélagi til að undirbúa byltingu í Reykjavík. Samdi ég þar ásamt öðmm skolli genialt plan, er lagt var fyrir einn leynifundinn, og fjall- aði um skipulagningu á töku bæjarins á einni nóttu og þar með valdatöku eða stjómarbyltingu að morgni. Steindór Sigurðsson rithöfundur og Iffsnautnamaður; IVIenn og kynni. Skák dagsins Skák dagsins var tefld í Vín, borginni sem eitt sinn fóstraði marga af helstu skákmeistumm veraldarinnar. Savc- henko hefur hvítt og á leik gegn Alcxsei Ivanov. Hvítur vinnur lið með snoturri fléttu og í örfáum leikjum hrynur svarta staðan til gmnna. 1. Hxf7+! Rxf7 2. Re6+ Ke8 3. Bxb5+ Hxb5 4.Rxc7+ Kd7 5. Rxb5 Hb8 6. a4 Kc6 7. Hc3+ Hér fékk Ivanov loks nóg og lagði niður vopn. Faxmynd: HH

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.