Alþýðublaðið - 12.04.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 S k o ð a n Að vera, eða vera ekki - í ríkisstjórn „Að sigra er að tapa, og í ósigri getur falist mikill sigur,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins, í Pallborðið Jón Þór Sturluson skrifar frægri ræða í Keflavík síðastliðið sumar. Þetta er að mörgu leyti lýs- andi fyrir úrslit kosninganna. Báðir stjórnmálaflokkarnir tapa nokkru fylgi en halda þó meirihluta sínum á þingi. Um leið vinnur Framsóknar- flokkurinn verulega á, sérstaklega á suðvesturhorninu en samt sem áður er óvíst hvort hann fái tækifæri til stjórnarþátttöku. Það er óneitanlega sigur í ósigri að ríkisstjómin geti haldið áfram árangursríku samstarfi í önnur fjögur ár, í ljósi þess að hún naut ákaflega lítilla vinsælda á meðal þjóðarinnar allt undir það síðasta á kjörtímabilinu ef marka má skoðanakannanir. Fækkun þingmanna Alþýðu- flokksins úr 9 í 7 gerir það að verk- um að valdahlutföll í endurnýjaðri viðreisn verða líklega önnur en nú em, enda hafa þingmenn Sjálfstæð- isflokksins lýst því yfir að taka beri tillit til breytts þingstyrks stjómar- flokkanna. Tæpur meirihluti á Al- þingi kallar á vel útfærðan stjómar- sáttmála. Innihald slíks stjómarsátt- mála er aðalatriðið þeirra viðræðna sem nú fara í hönd. Skipting ráðu- neyta á milli og innan flokka er aukaatriði að svo stöddu. Nýliðin kosningabarátta er að mörgu leyti sigur fyrir Alþýðu- flokkinn. Eftir erfiða tíma, klofning og spillingammræðu, tókst flokks- mönnum að ná vel saman í kosn- ingabaráttunni. Allar vangaveltur um klofning innan flokksins til- heyra fortíðinni og Alþýðuflokkur- inn kemur nú fram heilsteyptur og samstiga. Þetta er ekki síst ungu fólki að þakka. Það var áberandi hversu ungt fólk lét mikið til sín taka í kosningabaráttunni og vakti það aðra flokksmenn til dáða. Eg vil þakka félögum mínum í Sam- bandi ungra jafnaðarmanna hjartan- lega fyrir stórkostlegt og óeigin- gjarnt starf í þágu jafnaðarstefnunn- ar á undanförnum vikum og mán- uðum. Eg er viss um að ef þeirra hefði ekki notið við hefði útkoma flokksins orðið mun verri en hún var. Auk þess sem andinn í flokkn- um hefði vafalaust ekki náð að lifna eins hressilega og hann gerði ef krafta unga fólksins hefði ekki not- ið við. Alþýðuflokkurinn hefur skyldum að gegna gagnvart þessu unga fólki, og verður að taka tillit til þess í framtíðinni, ekki síst nú í stjómar- myndunarviðræðum. Af viðtölum mínum við unga jafnaðarmenn nú eftir kosningarnar er að heyra að vilji sé fyrir áframhaldandi stjómar- samstarfi. Við teljum einfaldlega að það sé þjóðinni fyrir bestu. við verðum hins vegar að tryggja að okkar helstu stefnumál komist áleiðis í stjómarsamstarfinu. Ef ekki tel ég betur heima setið. Tveir málaflokkar em ungum jafnaðarmönnum hjartfólgnastir: Evrópumál og menntamál. Við telj- um nauðsyn að fá einhverja lend- ingu í Evrópumálum í næstu ríkis- stjórn, þannig að málið komist inn í stjórnmálaumræðuna. Ein leið til þess er að ný ríkisstjóm setji í gang ítarlega athugun á áhrifum aðildar sem stýrt yrði af nefnd sem í myndu sitja fulltrúar stjómvalda, aðila vinnumarkaðarins, og sérfræðingar á sviði Evrópufræða og efnahags- mála. Hlutverk slíkrar nefndar væri „Nýlidin kosningabarátta er að mörgu leyti sigur fyrir Alþýðuflokkinn...Þetta er ekki síst ungu fólki ad þakka. Það var áberandi hversu ungt fólk lét mikið til sín taka í kosningabaráttunni og vakti það aðra flokksmenn til dáða. Ég vil þakka félögum mínum í Sambandi ungra jafnaðarmanna hjartanlega fyrir stórkostlegt og óeigin- gjarnt starf í þágu jafnaðarstefnunnar á undanförnum vikum og mánuðum." að ritstýra allri rannsóknavinnu er tengist Evrópumálum, bæði EES og ESB. Eitt mest aðkallandi verkefni nefndarinnar væri að undirbúa þátt- töku íslands í undirbúningsráð- stefnu Norðurlandaráðs fyrir ríkjar- áðstefnu Evrópusambandsins sem haldin verður á þessu ári og síðan að fylgjast grannt með framgangi ríkjaráðstefnunnar. Alþýðuflokkurinn sagði í kosn- ingaþaráttunni að nú í kjölfar auk- ins efnahagsbata væri rétt að styðja frekar við menntun í landinu. Frek- ari útgjöld til menntamála em nauð- synleg. Sömuleiðis tók flokkurinn undir með nefnd þingflokksins um Lánasjóð íslenskra námsmanna, að rétt væri að hefja aftur mánaðar- greiðslur námslána, að lækka þyrfti endurgreiðslutillit og að auka þyrfti sveigjanleika í úthlutunarreglum. Alþýðuflokkurinn verður að standa við þessi fyrirheit. Fyrsta skrefið væri að stofna alvöru viðræðunefnd með námsmannahreyfingunum um breytingar á lögum um Lánasjóð- inn. Alþýðuflokkurinn stendur fyrir ótal önnur þjóðþrifamál sem ekki er hægt að telja öll upp hér og ljóst er að nokkur andstaða er við mörg þeirra í Sjálfstæðisflokknum. Það verður því enginn leikur að smíða nýjan stjómarsáttmála. Alþýðu- flokkurinn má ekki halda áfram í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn- um nema vemlegt tillit verði tekið til umbótamálajafnaðarmanna. Við megum ekki eiga þátt í að mynda ríkisstjóm um óbreytt ástand því að Alþýðuftokkurinn hefur skyldum að gegna, bæði gagnvart framtíðar- kynslóðum fslendinga og jafnaðar- mannaflokki framtíðarinnar. Aðrir flokkar en Alþýðuflokkurinn em hæfastir til að viðhalda óbreyttu ástandi. Höfundur er hagfræðingur og formað- ur Sambands ungra jafnaðarmanna. Það hlaut að gerast: Plastprinsessan Barbie er mætt á Netið - það er að segja á Veraldarvefinn (WWW). Á netfanginu http://deeplhought. armory.com/~zenugirl/barbie.html er að finna heimasíðu bandaríska of- urbeibsins; heimasíðu sem komið var á laggimar af hálfbiluðum Bar- biesöfnurum er fræða okkur þar um allt það sem við vildum alls ekki vita um Barbie og datt ekki í hug að spyija um. Perlumar í safninu em tvær: Annarsvegar stórfróðleg grein um afhverju eymalokksútgáfan af Ken er svona hrikalega umdeild og hinsvegar Furðufuglasirkus Barbie þar sem gefur á að líta ýmsar útgáfúr af dúkkunni er seint munu lenda í búðarhillum aðgengilegum almenn- ingi: Til dæmis Barbie tölvuþijótur (heimskar ljóskur hvað!), Barbie póstmorðingi (óvæntur snúningur!) og síðan Barbie sem Nicole heitin Simpson (frekar smekklaust!). Hve- nær verður komið upp heimasíðu fyrir Gaflarann - hvers á hann að gjalda, ha... Ekki er mikil kátína innan Alþýðubandalagsins vegna kosningaúrslitanna. Flokkurinn bætti engu við sig, þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu og fengið til liðs við sig „óháða" frambjóðendur. Alþýðu- bandalagsmenn standa frammi fyrir öðru kjörtíma- bili í stjórnarandstöðu, auk þess sem Ólafur Ragnar Grímsson lætur af for- mennsku í haust. En það eru meiri sviptingar í flokkn- um. Framtíð Vikublaðsirts, málgagns Alþýðubanda- lagsins, er nú í algerri óvissu. Hildi Jónsdóttur ritstjóra var ýtt til hliðar í upphafi kosningabaráttu og Páll Vilhjálmsson settur í hennar stól. Blaðið er hins- vegar rekið með halla og á frekar örðugt uppdráttar, enda þykir það fráleitt búa yfir sömu snerpu og Þjóð- viljinn sálugi. Því gæti svo farið á næstunni að enn eitt málgagn Alþýðubandalags- ins lognaðist útaf... Liðsmenn Þjóðvaka reyna að bera sig vel í fjölmiðl- um, en innan flokksins er bullandi gremja og óánægja yfir slakri útkomu í kosningunum. Sumir kenna því um, hve alþýðubanda- lagsmenn voru áberandi á framboðslistum, en þeir leiddu lista í fimm kjör- dæmum af átta. Það voru einmitt þessirfyrrum liðs- menn Alþýðubandalagsins sem áttu frumkvæði að því að Þjóðvaki útilokaði sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Sú yfirlýsing, ásamt örsmá- um þingflokki, er ávísun á pólitíska einangrun Jó- hönnu Sigurdardóttur í pólitík. Þannig vilja hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem minnst af Þjóðvaka vita... Rokktröllið síunga Rúnar Júlíusson heldur uppá hálfrar aldar afmæli á skír- dag. Flann á að baki skraut- legan feril, bæði í fótboltan- um og rokkinu: Lék með ÍBK, Flljómum, Trúbrot, Geimsteini svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur hann spilað og sungið á mörgum tug- um hljómplatna. Nýlega lauk upptökum á nýrri plötu Rúnars og Bubba Mort- hens en þeir stofnuðu sam- an hljómsveitina GCD, sem sló í gegn fyrir örfáum ár- um. Gömlu mennirnir ætla svo að ferðast um landið í sumar og trylla lýðinn. En Rúnar heldur semsagt uppá afmælið á Hótel íslandi á fimmtudagskvöldi, og við heyrum að þar verði mesta fjör ársins... "FarSide" eftir Gary Larson. Haninn svaradi augnaráði mínu alls óhræddur og starði einbeittum augum á mig. Vald hans og sjálfsöryggi var yfirþyrmandi. Fyrir neðan staldraði hæna í gættinni á hænsnakofanum og leit varfærin í kringum sig. Ég lét kvikmyndavélina ganga áfram. Ahh... Þeir voru óviðjafn- anlegir: „Hænsnfuglarnir í mistrinu". Fimm á förnum vegi Hvaða stjórnmálaflokkar eiga að mynda næstu ríkisstjórn? Finnborg Scheving, sér- kennslufræðingur: Framsókn og íhaldið eiga að mynda næstu ríkis- stjórn. María Fjóla Pétursdóttir, hús- móðir: Eg vil hafa þetta óbreytt frá því síðast: Sjálfstæðisflokk og Al- þýðuflokk. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kvennalistaforkólfur: Ég vil sjá Kvennalistann í ríkisstjóm ásamt þeim flokkum sem styðja okkar helstu baráttumál heiíshugar. Njörður Sigurjónsson, nemi: Ég vil að Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkurinn myndi næstu ríkis- stjóm. Súsanna Stefánsdóttir, bréf- beri: Ég vil að Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi næstu ríkisstjóm. Eftir að kosningaúrslitin liggja fyrir er erfitt að sjá, að Jóhanna Sigurðardóttir eigi sér framtíð í íslenskum stjórnmálum. Víkverji Morgunblaðsins í gær. Á Ungó, húsi Leikfélags Dalvíkur, svífur Mávurinn inn í hug áhorfenda. Hann þarf ekki að elta snjóplóg. Guðbrandur Gíslason, leikdómur um sýningu Leikfélags Dalvikur. Mogginn í gær. Ég velktist ekki í vafa um að ég vildi að þessi stjórn héldi áfram og ég tel að það hafi tekist. Einar Oddur Kristjánsson, nýbakaður alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mogginn f gær. Staða Alþýðuflokksins í þeim viðræðum hlýtur að vera veik, en ekki skal þó afskrifa þann möguleika að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sitji áfram. Það er vissulega ekki í sam- ræmi við skilaboð kjósenda í kosningunum. Forystugrein Tímans f gær. Þó ég sé úr Vestmannaeyjum mun ég starfa fyrir kjördæmið allt og ekki verða eins frekar en annarra. Lúövík Bergvinsson, yngsti alþingis- maöurinn, íTímanum í gær. Niðurstaða þingkosninganna síðastliðinn laugardag er ótvíræð. Þjóðin hefur veitt Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki umboð til þess að end- urnýja stjórnarsamstarf sitt til næstu fjögurra ára. Leiðari Morgunblaðsins í gær. Skömmu fyrir miðnætti á laugardag sáu lögregiumenn 14 ára ungling á ferli í Háholti. Þar sem hann gat ekki gert grein fyrir ferðum sínum utan dyra á þessum tíma var hann færður í hendur foreldrunum. Dagbók lögreglunnar. Mogginn í gær. Bandaríski læknirinn Francis Peyton Rous hefur þurft að bíða lengst allra eftir að hljóta verðskuld- uð Nóbelsverðlaunin. Árið 1911 uppgötvaði hann vírus sem veldur ákveðinni tegund af krabbameini. Það var síðan ekki fyrr en árið 1966 - fimmtíu og fimm árum síðar! - sem þetta afrek Rous var dæmt nægilega merkilegt til að vera verð- launað af Nóbel. Vísindamaðurinn var þá enn á lífi og enn við vinnu - áttatíu og sjö ára gamall. Hann lést fjórum árum seinna og var við vinnu þangað til yfir lauk. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.