Alþýðublaðið - 03.05.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 03.05.1995, Side 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 Nýjungar í fjármálaþjónustu banka við einstaklinga, fyrirtæki - og heimilin Banka- útibú á skrifstof- ■ Búnaðarbankinn unm Utgjaldadreifxng er meginþátturinn í þjónustu Búnaðarbankans við við- skiptavini súia. Með útgjaldadreifingu gefst fólki kostur á að dreifa útgjöld- um ársins yfir á tólf jafnar mánaðar- greiðslur. Að sögn Asgerðar Kára- dóttur, fulltrúa í markaðsdeild Búnað- arbankans, lætur bankinn, sé þess óskað, millifæra mánaðarlega af launareikningi viðkomandi yfir á sér- stakan útgjaldareikning. Þar sem út- gjöld eru mismunandi frá einum mán- uði til annars kemur fyrir að viðkom- andi á ekki fyrir öllum útgjöldum við mánaðarmót. I slíkum tilfellum lánar bankinn það sem upp á vantar en við- komandi borgar skuldavexti þann tíma sem það tekur að borga skuldina til baka. A móti kemur að eigi viðkom- andi inneign eftir að hann hefur greitt gjöld sín fær hann inniánsvexti ofan á þá upphæð. Bankinn tekur einnig að sér að greiða reikninga viðskiptavina á gjald- daga og þeir fá sendar kvittanir heim í pósti í lok hvers mánaðar og ennfrem- ur yfirlit yfir þá reikninga sem greiddir hafa verið. Búnaðarbankinn býður upp á íjár- málanámskeið sem er hluti af þjónustu bankans við einstaklinga. A námskeið- inu er fólki leiðbeint um allt sem varð- ar rekstur heimilanna og þá helst hvemig lækka megi kostnaðinn. Ann- að sem tekið er fyrir er heimilisbók- hald, gerð rekstraráætlana, leiðir til spamaðar og ávöxtunarmöguleikar. ,J>að má líka segja að í þessu kerfi okkar felist sjálfvirkur sparnaður", segir Ásgerður. „Fólki er frjálst að velja sér reikning, til dæmis geta menn valið sér sérstaka spamaðarbók sem við köllum stjömubók og þá sér bank- inn um að taka ákveðna upphæð á mánuði og leggja inn á bókina. í raun- inni þarf fólk aldrei að koma inn í bankann. Það kemur í upphafi, gerir samning, fær útbúna greiðsluáætlun og síðan sjáum við um afganginn." Búnaðarbankinn hefúr upp á ýmis- legt fleira að bjóða handa kúnnum sín- um. Til dæmis hefur bankinn gert samning við Samvinnuferðir/Landsýn sem gerir viðskiptavinum bankans kleift að fá afslátt á einni sólarlanda- ferð á ári og einni haustferð. Fleiri slíkir samningar em í gildi við önnur íyrirtæki. Allt kostar peninga. Meðlimir í Heimilislínu Búnaðarbankans greiða frá eitt þúsund krónum til þijú þúsund í upphafi fyrir greiðsluáætlunina allt eftir því hversu viðamikil hún er. Kostnaður við að halda þrjá reikninga hjá bankanum hljóðar upp á fimm þús- und krónur og mánaðargjald er hundr- Þjónusta banka og sparisjóða við einstaklinga og fyrirtæki hefur á undanförnum ár- um farið vaxandi vegna aukinnar samkeppni á fjármagnsmarkaðnum. Nýjungar í fjármálaþjónustu bankanna miðast í stórum dráttum að því að bæta kostnaðar- vitund íslendinga, innræta þeim aga í fjármálum og benda á nýjar ávöxtunarleiðir en að sjálfsögðu liggur sú hugsun að baki að laða að kúnnann. Við erum að hverfa inn í heim pappírslausra viðskipta þar sem sendillinn er óþarfur en tölvan allsráð- andi. Alþýðublaðið leitaði upplýsinga um markverðustu nýjungarnar í fjármálaþjón- ustu stóru bankanna, Landsbankans, Búnaðarbankans og Islandsbankans. að og fimmtíu krónur óháð fjölda reiknínga. Bankalínan Fyrirtæki njóta sérstakrar þjónustu hjá Búnaðarbankanum líkt og einstak- lingar. Þjónustan er hliðstæð Heimilis- línunni og kallast Bankalínan. Að sögn Gunnars Más Hauksson- ar, sem líkt og Ásgerður er fulltrúi í markaðsdeild Búnaðarbankans, er Bankalínan bylting í þjónustu við fýr- irtækin því með henni geti fýrirtækin afgreitt sig sjálf, það er þau hafa sér- stakt bankaútibú á skrifstofúnni. Þetta gerir tölvutenging bankans við fyrir- tækin sem nánast öll viðskipti geta far- ið í gegnum. Fyrirtækin geta greitt gíró-seðla í gegnum tölvu, fært á milli reikninga, aflað upplýsinga, keypt gjaldeyri, borgað víxla eða skuldabréf og fengið skrá yfir vísitölur og vaxta- greiðslur svo eitthvað sé nefht. Stofngjald að Bankalínunni er tíu þúsund krónur en eftir það er tekið fimmtánhundruð króna mánaðargjald. Á móti kemur að ekki er borgað sér- staklega fýrir færslugjöld. Gunnar Már telur að með þessu sparist mikill póst- kostnaður og allur sá kostnaður sem fýlgir pappírsviimu. Að sögn Gunnars Más nýta fjöl- mörg fyrirtæki sér þessa þjónustu Búnaðarbankans. Boðið er upp á ffítt reynslutímabil í þijá mánuði og vilji menn að þeim tíma loknum ekki not- færa sér þjónustuna áfram er hægt að skila þar til gerðum búnaði til baka án kostnaðar. A-mynd: E.ÓI. „Þjónusta banka og sparisjóða við einstaklinga og - fyrirtæki hefur á undanförnum árum farið vaxandi vegna aukinnar samkeppni." haldsþjónustan gengur þannig fýrir sig að tekjur og gjöld eru flokkuð eftir bókhaldslyklum. Séð er um að upp- færa gjöld með vísitölu og reikna dráttarvexti, yfirlit yfir þjónustureikn- inga eru send mánaðarlega. Rekstar- reikningurinn er svo gerður upp í árs- lok. Fyrirtæki geta gert samning við bankann um að hann annist innheimtu reikninga. Bankinn fær þá upplýsingar á segulmiðli um nafn og kennitölu greiðandans og upphæð reiknings. Innheimtan fer annað hvort fram með beinni skuldgreiðslu sem heitir bein- greiðsla eða þá að prentaður er út greiðsluseðill. „Þessi þjónusta hentar vel stórum fyrirtækjum sem innheimta reglulega föst gjöld, svo sem eins og rafmagns- veitum, hitaveitum, ríkisútvarpinu og bæjarfélögum," segir Edvald Ragn- arsson, sérfræðings Landsbankans á markaðssviði. „Helstu kostir við þessa þjónusúi til ■ LanasoanKinn Pappírs- laus viðskipti Varðan er nafn á víðtækri fjármála- þjónustu Landsbankans og hún er hlaðin úr mörgum þjónustuþáttum. Markmiðið með Vörðunni er að veita hvetjum og einum viðskiptavini per- sónulega þjónustu með hagkvæmni og öryggi að leiðarljósi. - Vörðufélaga er veitt persónuleg ráð- gjöf og upplýsingar um til að mynda innlán, útlán, tryggingamál og annað í þeim dúr. Vörðufélagi nýtur einnig að- stoðar við gerð fjárhagsáætlunar heim- ilisins og bankinn aðstoðar hann við að fýlla út ýmis gögn eins og til dæmis umsókn til Tryggingastofnunar. Viðskiptavinir hafa greiðan aðgang að lánsfé og ef um er að ræða stærri lánveitingar eins og til dæmis vegna húsnæðisskipta hefur þjónustufulltrúi milligöngu um slíkt. Verðbréfaþjón- usta Landsbankans stendur vörðufé- lögum til boða og þeir hafa greiðan aðgang að þjónustu Landsbréfa. Landsbréf bjóða úrval erlendra ög inn- lendra verðbréfa, skuldabréf og hluta- bréf. Einn helsti þátturinn í þjónustu bankans við einstaklinga og heimili felst í aðstoð við gerð greiðsluáætlana. Viðskiptavinurinn greinir frá öllum út- gjöldum sínum og þjónustufulltrúinn gerir greiðsluáætlun. Einnig er boðið upp á greiðsluþjónustu en þá sér bank- inn um að greiða ákveðna reikninga viðskiptavinarms, reikningamir berast þá bankanum og eru millifærðir til viðkomandi banka eða fyrirtækja. Bankinn hefur samið við ýmsar veitu- stofnanir og stærri fyrirtæki um inn- heimtuþjónustu, til dæmis hefur verið komið upp beinum millifærslum til greiðslu á rafmagnsreikningum í Reykjavík. Ef um beinar millifærslur er að ræða sér tölvukerfi bankans um að greiða á réttum tíma. Félagsmenn Vörðunnar eiga kost á útgjaldadreif- ingu. Sé óskað eftir því sér bankinn um að jafna útgjaldagreiðslur yfir árið. Launareikningur viðskiptavinarins er skuldfærður fyrir fastri upphæð mán- aðarlega og bankinn sér um að greiða reikningana á réttum tíma. Sérstakur þjónustureikningur heldur utanum inn og útstreymi og staða hans sveiflast frá innistæðu til skulda tímabundið milli mánaða en inn og útborganir á árs- grundvelli standast nokkum veginn á. Félagasjóður Líkt og aðrir bankar býður Lands- bankinn upp á sérstaka þjónustu ætl- aða fyrirtækjum. Sérstökum Félaga- sjóði hefur verið komið á fót til að koma til móts við húsfélög, leigusala og lítil fyrirtæki. Félagasjóðurinn sér um að innheimta gjöld, greiða reikn- inga og halda utanum bókhaldið. Bók-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.