Alþýðublaðið - 03.05.1995, Síða 10
10
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995
BORGARSKJALASAFN
REYKJAVÍKUR
Skjalavörður
Staða skjalavarðar við Borgarskjalasafn Reykjavík-
ur er laus til umsóknar. Starfið felst m.a. í að veita
borgarstofnunum ráðgjöf um skjalastjórn. Óskað er
eftir starfskrafti með próf í bókasafnsfræði, sagn-
fræði eða aðra sambærilega menntun. Nánari upp-
lýsingar veitir borgarskjalavörður í síma 632370.
Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Umsóknir með
upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda
Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Skúlatúni 2, 105
Reykjavík.
ÍLEIKSKÓLAR
REYKJAVÍKURBORGAR
Leikskólastjórar
Stöður leikskólastjóra við leikskólana Holtaborg
við Sólheima og Hólaborg við Suðurhóla eru
lausartil umsóknar.
Umsóknarfrestur ertil 15. maí nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson fram-
kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir
deildarstjóri í síma 552- 7277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17,
sími 552-7277.
B- OOO **
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör á
stjórn, trúnaðarmannaráði og endurskoðendum
Félags starfsfólks í veitingahúsum eins og sagt er
fyrir í lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrif-
stofu félagsins, Ingólfsstræti 5, 5. hæð, eigi síðar en
kl. 13.00 fimmtudaginn 4. maí nk.
Kjörstjórn FSV.
Aðalfundur
Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu laugardag-
inn 6. maí kl. 13.15.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu
félagsins frá 28. apríl.
Stjórn Dagsbrúnar.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Norrænir starfs-
menntunarstyrkir
MEN NTAMÁLARÁÐ UNEYTIÐ
Styrkur til
háskólanáms
íJapan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslend-
ingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaár-
ið 1996. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskóla-
prófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. apríl 1996.
Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á
japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund
á japanska tungu a.m.k. um sex mánaða skeið.
Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sérstök um-
sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
28. aprfl 1995.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja birgðageymslu við Óseyri 9, á Akureyri.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns-
veitna ríkisins við Óseyri 9, Akureyri og Laugavegi
118, Reykjavík frá og með miðvikudeginum 3. maí
1995 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rík-
isins á Akureyri fyrir kl. 10.00, föstudaginn 19. maí
1995, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra
bjóðenda, sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu:
„RARIK-951004 Akureyri-Útboð 2".
Verkinu á að vera að fullu lokið laugardaginn 30.
september 1995.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík.
Vinnuskóli
Reykjavíkur
Skráning unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir
sumarið 1995 fer fram dagana frá 2. maí til 12. maí
nk. í afgreiðslu skólans, Engjateigi 11, 105 Reykja-
vík, jarðhæð. Opið er frá kl. 8.20-16.15, alla virka
daga.
Upplýsingum um starfsfyrirkomulag Vinnuskólans
sumarið 1995 hefur verið dreift til nemenda í 8. og
9. bekk grunnskóla í Reykjavík. Með upplýsingun-
um fylgdi skráningarblað og skrá unglingarnir sig
til vinnu með því að fylla það nákvæmlega út og
skila til Vinnuskólans.
Vinnuskóli Reykjavíkur.
■ Þjóðleikhúsið sýnir nýtt verk eftir
Guðmund Steinsson
Munu Stakkaskipti feta
ífótspor Stundarfriðar?
Sena úr Stakkaskiptum: Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Edda
Arnijótsdóttir, Árni Tryggvason og Guðrún S.
Gísladóttir í hlutverkum sínum.
Guðmundur
Steinsson er höf-
undur Stakka-
skipta, splunku-
nýs leikrits sem
Þjóðleikhúsið
frumsýnir næst-
komandi föstu-
dag, 5. maí, á
Stóra sviðinu.
Þetta er síðasta
frumsýning vetr-
arins hjá leikhús-
inu.
Stakkaskipti
fjallar um ís-
lenska nútíma-
fjölskyldu, þá sömu og sagt var
frá í öðru leikriti Guðmundar,
Stundarfriði, sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu fyrir fimmtán
árum síðan. Stundarfriður naut
á sínum tíma fádæma vinsælda
og sáu yfir fjörtíu þúsund
manns þá sýningu.
Hvað hefur orðið um þessa
fjölskyldu? Hvernig hefur
henni reitt af? Margt hefur
breyst í samfélaginu á fimmtán
árum og heilmikið gerist í lífi
einnar fjölskyldu á þeim tíma.
Við fylgjumst með stakkaskipt-
um á högum þessa fólks og fer
engin kynslóð varhluta af
harðnandi tímum. Samkvæmt
upplýsingum Þjóðleikhússins
mun leikritið vera gráglettin og
beinskeytt lýsing á nútfmafólki
á tímum samdráttar og breyttra
lrfsgilda. Guðmundur Steinsson
er í hópi okkar fremstu leik-
skálda og er þetta sjöunda verk
hans sem sýnt er í Þjóðleikhús-
inu. Þau fyrri eru Forsetaefnið,
Lúkas, Sólarferð, Stundarfrið-
ur, Garðveisla og Brúðarmynd-
in.
Leikstjóri sýningarinnar er
leikhússtjórinn sjálfur, Stefán
Baldursson, leikmynd og bún-
inga hannar Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir og lýsing er í
höndum Páls Ragnarssonar.
Leikendur eru Helgi Skúla-
son, Kristbjörg Kjeld, Guð-
rún S. Gísladóttir, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Sigurður Sigur-
jónsson, Arni Tryggvason,
Randver Þorláksson og Edda
Amljótsdóttir.
In INNKAUPASTOFNUN
II REYKJAVÍKURBORGAR
v Útboð
F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eft-
ir tilboðum í eftirfarandi verk. Verkið nefnist: Selja-
kirkja - Torg. Yfirborðsfrágangur og snjó-
bræðsla.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt u.þ.b. 1.000 m3
Fylling u.þ.b. 900 m3
Mulin grús u.þ.b. 300 m2
Snjóbræðslulagnir u.þ.b. 3.300 m
Hellulögn u.þ.b. 1.000 m2
Skiladagur verksins er 1. september 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með miðvikudeg-
inum 3. maí nk. gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
11. maí 1995, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Útboð
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Nor-
egs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1995-96
nokkra styrki handa íslendingum til náms við
fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru
einkum ætlaðirtil framhaldsnáms eftir iðnskólapróf
eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í
iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara,
svo og ýmis kpnar starfsmenntunar sem ekki er
unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku
er 19.000 k.kr., í Finnlandi 27.000 mörk, í Noregi
22.400 n.kr. og í Svíþjóð 14.000 s.kr.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina og meðmælum, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sérstök umsóknareyðu-
blöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
28. apríl 1995.
In INNKAUPASTOFNUN
1 REYKJAVÍKURBORGAR
v Útboð
F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, er
óskað eftir tilboðum í 100 m2 viðbyggingu við
leikskólann Sólborg við Vesturhlíð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
11. maí 1995, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, er
óskað eftir tilboðum í fullnaðarfrágang leikskóla
og lóð við Gullteig 19.
Helstu stærðir:
Flatarmál húss 540 m2
Rúmmál húss 2.250 m3
Flatarmál lóðar 4.739 m2
Verkinu á að vera lokið 22. apríl 1996.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með miðviku-
deginum 3. maí, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
24. maí 1995, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800