Alþýðublaðið - 19.05.1995, Qupperneq 1
Hlllögur Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um lausn á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á
landsbyggðinni fá slæmar undirtektir
Málið er einfaldlega algjört klúður
- segir Bjami Arthúrsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands.
„Heilbrigðisráðherra hefur sent
okkur boltann til baka en við fáum
engin svör um það hvernig á að
leysa málið. Ráðherrann segir að
það eigi að gera með samningum en
fjármálaráðuneytið segir að við
megum ekki gera nýja samninga.
Málið er einfaldlega algjört klúð-
ur,“ sagði Bjami Arthúrsson fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður-
lands í samtali við Alþýðublaðið.
Um 200 hjúkrunarfræðingar á
landsbyggðinni hætta störfum þann
1. júní næst komandi ef ekki tekst
að ná samningum um einstaklings-
bundin ráðningarkjör þeirra. Heil-
brigðisráðherra hefur sent stjórn-
endum sjúkrastofnana bréf þar sem
tilkynnt er að þeir fái úthlutað
nokkru fjármagni til að gera nýja
samninga við hjúkrunarfræðinga.
Þar segir einnig að fullt samræmi
eigi að vera í launasetningu sjúkra-
stofnana.
Bjarni Arthúrsson segist ekki
skilja þetta bréf. Fjármálaráðuneyt-
ið sé yfir launamálunum og það
banni nýja samninga við hjúkrun-
arfræðinga. Ráðuneytin gangi því
ekki í takt og það sé erfitt að stjóma
ríkisstofnun þar sem gefin séu ein
fyrirmæli í dag og önnur á morgun.
„Þetta hefur skapað Ieiðinlegan
Skil ekki bréf Ingibjargar, segir
Bjarni.
móral og tortryggni milli stjórn-
enda og starfsfólks. Ég veit ekki
hvort við eigum að hækka alla aðra
til samræmis við hjúkrunarfræð-
inga eða lækka aðra starfsmenn til
samræmis við hjúkrunarfræðinga,“
segir Bjami Arthúrsson.
- Siá viðtal á baksíðu.
■ Einkavæðingarnefnd vill selja fleiri fyrirtæki
Ráðherrar hafa
gefið ríkisfyrirtæki
- segir Guðni Ágústsson alþingismaður
„Ég samþykki ekki þennan lista
einkavæðingarnefndar. Það kemur
ekki til. Svo er það nú stórmál - ef
menn gera eitthvað í þessu - að gefa
ekki fyrirtækin. Ráðherrum hefur Uð-
ist að gefa fyrirtæki rikisins eins og fs-
landsbanka og Sfldarverksmiðjur rík-
isins,“ sagði Guðni Agústsson.
Framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu hefur sent frá sér skýrslu um
helstu verkefni nefndarinnar. Þar er
einnig að frnna Usta yfir íyrirtæki sem
nefndin telur brýnt að einkavæða. Þar
á meðal eru ríkisbankamir tveir, Húsa-
meistari ríkisins, Stofhiánadeiid land-
búnaðarins, Rafmagnsveitur ríkisins,
Sementsverksmiðjan, íslenskir aðal-
verktakar, Áburðarverksmiðjan og
Póst- og símamálastofhunin.
„Ég hef áður svarað til um einka-
væðingu ríkisbankanna. Það er skýrt
og klárt að ekkert Uggur fyrir í þeim
efnum. Framsóknarflokkurinn hefur
ekki leyfi til annars en viðhalda afla
vega einum ríkisbanka. Hans æðsta
Guðni: Ég samþykki ekki þennan
lista einkavæðingarnefndar. Það
kemur ekki til.
stofnun hefur markað þá stefnu,“
sagði Guðni.
„Svo er aftur spurning um það
ffammi fyrir hveiju menn standa. Nú
sjáum við ÁTYR og blekkingartalið í
ÉES-samningum. Við höfum skrifað
undir Rómarsáttmála og verðum að
gefa áfengisinnflutninginn frjálsan.
Það á raunar eftir að skoða það dæmi
betur. Og eins og ég benti á áðan:
Eiga ráðherrar að hafa vald til að gefa
fyrirtæki fólksins?", sagði Guðni Ág-
ústsson.
í inngangi að skýrslu formanns
Framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu segir formaður nefndarinnar,
Hreinn LofLsson,, meðal annars:
,Með tilkomu framkvæmdanefndar
um einkavæðingu hefur í fyrsta sinn
verið reynt að samhæfa vinnubrögð
við einkavæðingu og hafa yfirumsjón
með henni á ákveðnum stað í stjóm-
kerfinu. Er þá öðru fremur átt við
söluþáttinn. Settar hafa verið sérstakar
reglur um framkvæmdina sem taka
mið af reynslunni. Samhæfingin hefur
reynst vandaverk í ljósi þess að ein-
stakir ráðherrar og ráðuneyti hafa
ógjarnan viljað sleppa hendinni af
framkvæmdinni. Dæmi um þetta er
salan á SR-mjöli hf. sem aðeins að
hluta til var á vegum nefhdarinnar."
Tvær konur og ellefu aldir Þjóðminjasafhið var í
gær opnað almenningi eftir að hafa verið lokað í nærfellt ár vegna viðgerða á
húsinu. Enn er mikið endurreisnarstarf eftir áður en flaggskipi íslenskrar menn-
ingar verður komið í skikkanlegt horf. Þegar ljósmyndari Alþýðublaðsins leit
við í gær var verið að pússa og bóna áðuren fyrstu gestir kæmu. í sýningarglugg-
anum er kuml frá 9. öld þarsem óþekkt vflcingaaldarkona var lögð til hinstu
hvflu. A-mynd: E.Ól.
■ Eldhúsdagur á Alþingi
Botninn norður á Höllustöðum
-sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins um stefnu ríkisstjórnarinnar.
„Forsætisráðherra treysti sér ekki til
í ræðu sinni hér áðan að skýra stefhu
ríkisstjómarinnar í meginmálum nema
í hálfkveðnum vísum. Hann tæpti á
nokkmm fyrripörtum; en botnamir em
upp í Borgarfirði - eða í þessu tilviki
ef til vill norður á Höliustöðum,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins í ræðu sinni
við eldhúsdagsumræðurnar í gær-
kvöldi.
„Orðfærið er slétt og fellt - inntakið
vantar. Og hvar ern stjómarfrumvörp-
in um breytingar á stjómun fiskveiða
og framkvæmd GATT-samningsins,
sem þetta þing á að fást við? Þau em
hvergi sjáanleg. Hvað dvelur nú Orm-
inn langa, Einar Oddur? Aldrei,
aldrei, sagðir þú Vestfirðingum fyrir
kosningar, myndir þú styðja ríkis-
stjóm, sem héldi fram óbreyttri sjávar-
útvegsstefnu Þorsteins Pálssonar og
Halldórs Ásgrímssonar," sagði Jón
Baldvin.
Formaður Alþýðuflokksins þakkaði
þeim 19 þúsund kjósendum sem veittu
Alþýðuflokknum og málefnum hans
brautargengi í kosningunum. En afl
atkvæðanna hafi ekki verið nóg til að
tryggja að stefna jafnaðarmanna yrði
áfram mótandi afl í stjóm landsins.
„Það er ekki við ykkur að sakast.
Kosningaúrslitin sýna ótvírætt, að
hefðu forystumenn okkar borið gæfu
til að varðveita samstöðu hreyfingar
okkar jafnaðarmanna, þá hefði Al-
þýðuflokkurinn styrkt stöðu sína í
kosningunum; og vafalaust verið
áfram við völd - í aðdraganda nýrrar
aldar. Heimilisbölið er því þyngra en
támm taki. Fyrir vikið em jafnaðar-
menn án afgerandi áhrifa á stjórn
landsins. Fyrir vikið var Framsóknar-
flokknum afhent lyklavöldin í stjóm-
arráðinu og Páli Péturssyni félags-
málaráðuneytið.
Fyrir vikið var forðagæslumönnum
framsóknarkerfisins gefið tækifæri til
að renna saman í nýja helmingaskipta-
stjóm; um varðveislu sérhagsmuna og
óbreytt ástand. Þeir kjósendur sem
létu telja sér trú um að leiðin til að
Jón Baldvin: Ríkisstjórn dauflyndra
kerfisflokka.
sameina jafnaðarmenn væri að sundra
þeim, hljóta nú að naga sig í handar-
bökin. Ékki vantaði að við vömðum
við því í kosningabaráttunni að ein-
mitt þetta yrði lfldegasta niðurstaðan,
ef Alþýðuflokkurinn bæri skarðan hlut
frá borði í kosningunum. Þetta em
dýrkeypt mistök. Það mun koma í ljós
á þessu kjörtímabili, hvort við getum
sameiginlega látið okkur mistökin að
kenningu verða og gert það sem
skyldan býður til að bæta fýrir þau,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Formaður Alþýðuflokksins minnti á
að innri veikleiki og óleyst vandamál
blasa við þegar horft er til framtíðar
og sagði:
„Lausnir á þessum vandamálum
kalla á langtímahugsun, áræði og um-
bótavilja ffammi fýrir varðstöðu kerfi-
slægra sérhagsmuna. Og það er ein-
mitt slflca langtímahugsun, stefhufestu
og framtíðarsýn sem hvergi er að
finna, hvorki í svokallaðri stefnuyfir-
lýsingu stjómarflokkanna né heldur í
ræðu forsætisráðherra hér í kvöld. Það
er það sem vantar. Og það er það sem
vekur ugg í bijóstum fijálslyndra og
umbótasinnaðra Islendinga, þegar þeir
hugleiða hlutskipti þjóðarinnar undir
stjóm þessara dauflyndu kerfisflokka
- allt til aldamóta," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
■ Alþýðublaðið
Þröstur Þórhallsson
skrifar um skák
Alþýðublaðinu hefur bæst góður
liðsauki þarsem er Þröstur Þór-
hallsson skákmeistari. Hann mun á
næstunni skrifa vikulega pistla í
blaðið. Þröstur, sem er fæddur
1969, er alþjóðlegur meistari í skák,
og vantar aðeins einn áfanga til að
ná stórmeistaratitli.
í dag skrifar Þröstur um glæsileg-
an árangur íslensku skáksveitarinn-
ar á Ólympíumóti 15 ára og yngri.
- Siá blaðsíðu 7.