Alþýðublaðið - 19.05.1995, Síða 5
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
■ Einar Bragi rithöfundur hefur unnið stórvirki. Hann hefur gefið
Ibsens en hann skrifaði 22 leikrit um dagana. Einar Bragi var rúm
Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við hann um lömuð útgáfumál á
með þýðingar og sjálfumgleði leikstjóra
út þýðingar sínar á 12 leikritum
þrjú ár að vinna verkið og
Islandi, hringlandahátt
Það er ekki gróðavænlegt að gefa út
leikrit á íslandi og Einar Bragi rithöf-
undur hefur orðið var við það. Forlög
hafa ekki treyst sér til að taka hin
miklu verk hans, þýðingar á leikritum
Strindbergs og nú Ibsen, tveggja höf-
uðskálda norrænnar leikritunar, til út-
gáfu. Einar Bragi hefur því gripið til
þess ráðs að gefa þau út sjálfur. Hann
segir aðspurður að sum leikrit séu
gagngert samin fyrir bók og þar af
mörg bestu og þekktustu verk Ibsens
sem síðar hafa verið sviðsett um allan
heim svo sem Brandur og Pétur Gaut-
ur. Þegar þau eru samin var
öldin önnur. Þá voru leikrit
gefm út og seldust í tugþús-
unda eintaka áður en þau
voru sett á svið.
„Áður fyrr las fólk leikrit
sér að fullu gagni og til mik-
illar ánægju og ég skil ekki
hvers vegna svo ætti ekki að
vera enn í dag. Það er sann-
færing mín að það sé erfitt að
fá alvöru leiklist til að ná
fullum blóma ef klassískar
leikbókmenntir heimsins eru
ekki til á tungum viðkom-
andi þjóða. Eins hlýtur það
að vera örðugt að ala upp
unga leikara ef þeir eiga ekki
aðgang að þeim á sinni eigin
tungu því þeir auðvitað
munu vinna sitt verk hér á
landi og miða allan flutning
við að hann fari fram á ís-
lensku."
Útgáfa í uggvæn-
legum sporum
Einar Bragi segir útgáfú á
íslandi háskalega illa á vegi
stadda í dag og nefnir um tug
forlaga sem hafa gefið upp
öndina. Ekkert sambærilegt
hafi komið í staðinn hann tel-
ur það hreinlega vega að
andlegu ffelsi manna að ekki
séu nokkur forlög á landinu
sem eru sæmilega á vegi
stödd og geti keppt hvert við
annað.
,Það er helvítis ólán þegar maður er
kominn með svona stór verk og verður
að horfast í augu við það að útgefend-
ur þora ekki að leggja í útgáfu af ótta
við að verða fyrir margmilljóna tapi.
Ég býst við að sýna megi það með út-
reikningum á þennan venjubundna
máta að þetta sé óvinnandi verk. Ég
man mjög vel eftir setningu sem Hall-
dór Guðmundsson hjá Máli og
menningu sagði. Það voru greinilega
vomur á honum. Honum þótti ekkert
gott að þurfa að neita að gefa út
Strindberg og skammaðist sín fyrir
það undir niðri býst ég við. Hann er
afskaplega þenkjandi og segir: Ef við
ekki gerum það þá gerir það enginn."
Sem var afskaplega eðlileg ályktun.
En þama kom fram sá ljóður að eiga
bágt með að hugsa eftir óvenjulegum
leiðum. Og af því að þetta var óvenju-
legt verkefni varð að hugsa á annan
máta og finna aðra leið.“
Finnst þér þá metnaðarleysi ein-
kenna útgáfu á íslandi?
,JÉg veit ekki hvað á að segja. Hún
er einhvem veginn að lyppast niður.
Þetta er hræðilegt ástand í íslenskri
bókaútgáfu. Nú er svo komið að að-
eins eitt forlag gnæfir yfir öll hin og er
orðið svo fyrirferðarmikið að ég tel
það stórhættulegt. Þar á ég við Mál og
menningu. Að eitt forlag sé svona
yfirgnæfandi á markaðnum er mjög
viðsjárvert."
Hrokafullir leikstjórar
Leikrit era í æ minna mæli miðuð
við að vera lesin. Með aukinni tækni í
leikhúsi hefur texti orðið takmarkaðari
þáttur í leiksýningum. Einar segir þetta
kost og geri mönnum kleift að fá í sýn-
ingu það sem gömlu skáldin dreymdi
um. En þama er ákveðin hætta.
„Kannski hefur þetta átt sinn þátt í
að valda ákveðnu virðingarleysi fýrir
textanum," segir Einar Bragi. „Mér
finnst þess gæta á seinni árum að leik-
stjórar séu allt of frakkir og frekir í
meðferð sinni á texta, jaftivel klassísk-
um texta, og líta svo á að þeir geti far-
ið með hann eftir eigin geðþótta. Mér
finnst þetta afskaplega hvimleitt og
einhver leiðinleg sjálfumgleði í því
fólgin að halda að menn geti bætt um
fyrir skáldum. Það er ekki á hvers
manns færi og menn ættu að fara var-
lega í það.“
Ástæðulaust að hrófla
við Matthíasi og Einari Ben.
Það leikrit Ibsens sem hefur haft
einna mest áhrif á Einar Braga, en
hann sá uppfærslu á því leikriti í
Stokkhólmi fyrir um 40 árum, er
Brandur. Brand hefur Einar Bragi hins
vegar ekki þýtt.
„Nei það fannst mér út í bláinn úr
því að hún er til prentuð í þýðingu
Matthíasar Jochumssonar. En hefði
farið svo eins og gerst hefur um marg-
ar aðrar þýðingar, að hún hefði legið
einhvers staðar og rykfallið í handriti,
þá hefði það komið til áhta. Eins með
Pétur Gaut sem Einar Benediktsson
hefur þýtt með ágætum, þýðing sem er
klassísk í sjálfu sér, heftir verið gefið
út oftar ein einu sinni og menn eiga
aðgang að.
Mér finnst reyndar skaði að ýmsar
þýðingar skuh ekki hafa verið geftiar
út. Ég tek sem dæmi þýðingu Hall-
dórs Laxness á Villiöndinni, eða Önd-
inni villtu eins og hann kallaði sína
þýðingu. Hann þýddi þetta verk fyrir
Þjóðleikhúsið fyrir um 40 árum. Af
einhveiju ástæðum hefur hann aldrei
gefið það út. Hvort þama hafi verið
einhver fyrirstaða hjá útgefendum? Ég
veit ekkert hvemig á þessu stendur?
Og margir góðir þýðendur hafa þýtt
leikrit Ibsen, menn eins og Bjami frá
Vogi og Indriði Einarsson og Ámi
Guðnason, en þetta hefur legið ára-
tugum saman í skúffum og ég veit
ekki hvar. Sumum hefur kannski ftmd-
ist að það mætti sanka þessum verkum
saman og gefa út safti þeirra í þýðing-
um ýmissa en það er aðferð sem ég
aðhylhst ekki.
Hringlandaháttur
og ósamræmi í þýðingum
„Ég las sem ungur maður kver sem
Alexander Jóhannesson prófessor
tók saman,“ segir Einar Bragi.
„Þar mátti finna 18 þýðingar
jafti margra þýðenda á ljóðum
Heine. Elstur er Jónas Hall-
grímsson og sá yngsti Árni
Ola sem lengi var blaðamað-
ur við Mogga. Ég var alveg
grallaralaus og hugsaði sem
svo: Voðalega hefur hann ver-
ið einkennilegt skáld þessi
Heine. Ég var reyndar ekki
svo vitlaus að ég vissi ekki að
þetta var harla gott skáld. En
þegar aUtaf breytti um tungu-
tak við hverja nýja þýðingu
var þetta eins og að hlusta á
bókmenntalegan búktalara
sem sífellt breytti um rödd.
Mér fannst þetta svo hroðaleg
meðferð á stórskáldi að ég hef
aldrei getað gleymt því.
Sfðar hefur svoldið verið
gert af þessu líka. Ég fékk
hingað stóra bók heim með
verkum Astrid Lindgren
sem Mál og menning gaf út.
Þar var sinn þýðandinn að
hverju verkinu. Margar þess-
ara þýðinga vora mjög góðar
hver um sig en þegar bókin
var lesin og aUtaf breytti um
málfar þá leyst mér ekki á
blikuna. Þess vegna er ég
miklu hlynntari þvf vinnulagi
sem menn eins og Helgi Hálf-
danarson hafa haft sem þýðir
allan Shakespeare. Það er
mjög gott og þarft verk. Eða
Þorgeir Þorgeirson sem þýðir megin-
hlutann af skáldsögum Williams
Heinesens. Nú, Jón Sigurðsson frá
Kaldaðamesi, þýddi flestar skáldsögur
Knut Hamsun. Svona þarf þetta helst
að vera. Það er ekki góð meðferð á
góðum skáldum að ótal margir séu að
grauta í þeim jafnvel þó hver um sig
geti verið góður þýðandi. En karmski
er ekki aUtaf auðvelt að fá góðan þýð-
anda til að taka höftind í fóstur. Nú er
þetta að gerast með góða skáldkonu,
Isabelle Allende. Fyrsta bókin eftir
hana kom út fyrir nokkrum árum í
þýðingu Thors Vilhjálmssonar, fín
saga og vel þýdd, Hús andanna. Síðan
er búið að gefa út nokkrar skáldsögur
eftir hana og aUtaf breytt um þýðanda:
Tómas R. Einarsson og Berglind
Gunnarsdóttir... ágætir þýðendur en
mér lýst ekki á aðferðina.
En gæti þá ekki farið svo að tveir
menn tækju sama skáldið í fóstur og
færu að bítast um það?
,Já, það auðvitað gæti vUjað svo iUa
til. Og þó þeir væra ekkert að bítast
um það, rithöfundar vinna oftast í
kyrrþey, þá gæti farið svo að tveir
menn væra óvUjandi að fást við sama
höfundinn samtfmis. Ég hef orðið fyrir
því einu sinni að ég þýddi skáldsögu
eftir Hans Kirk og hafði skriflegt
leyfi hans til þess. Svo sest ég við og
þýði bókina, hún heitir Þrællinn, en þá
vill ekki betur til en svo að Kristinn
E. Andrésson hitti Kirk síðar og biður
um sama leyfið. Kirk veitir honum
það búinn að gleyma hinu. Svoleiðis
að við voram tveir að þýða sömu bók-
ina. Pálmi H. Jónsson ætlaði að gefa
út þýðingu mína en þeir hjá MáU og
menningu urðu á undan. Þetta var svo
gert upp þannig í sátt að Hans Kirk
skrifaði mér og baðst fyrirgefningar,
honum hafði bara orðið á gleymska,
og tók sjálftir á sig að greiða þýðingar-
launin. Handritið liggur vísast ein-
hversstaðar í dánarbúi Pálma H. Jóns-
sonar. Ég hef aldrei séð það síðan.
Talmálið endist illa
Einar Bragi segir ólíkt að þýða
skáldsögu og leikrit einkum vegna
þess að leikrit byggist eingöngu á sam-
tölum. „Maður þarf alltaf að hafa í
huga hvemig þetta hljómar í eyrum
áheyrenda. Einnig að það sé sæmilegt
fyrir leikarann að koma því út úr sér.
Skáldsaga byggist meira á lýsingum
og óbeinni ræðu. Menn era stundum
verið að fetta fingur út í þýðingar á
leikritum og segja þær of bókmálsleg-
ar. Þama er margt að athuga. Höfund-
ar eins og Strindberg og Ibsen sömdu
ekki leikrit á venjulegu talmáli. Þeir
hafa sitt eigið tungutak og ég efast um
að maður gæti nokkurs staðar heyrt
sænsku eða norsku talaða á þann hátt
sem þeir skriftiðu verk sín. Þetta era
auðvitað bókmálsverk á vissan máta
og sum meira að segja ekki samin með
sviðsetningu í huga.“
Nú virðist manni skilja á milli tal-
máls og ritmáls, meðan talmálið
rokkar til og frá heldur ritmálið
sínu striki? Og sé texti manns eins
og Guðmundar Kamban skoðaður
þá eldist hann illa með hliðsjón af
nútíma talmáli?
,Já, það er kannski vegna þess að
hann hafi farið of mikið að þessum
óskum manna að skrifa það sem þeir
kölluðu þá eðlilegt talmál. Það getur
einmitt enst mjög illa. Það þarf enginn
að ímynda sér það að höftindur eins og
Strindberg eða Ibsen hafi verið að
skrifa eitthvað sem gæti kallast eðli-
legt götumál í Reykjavík árið 1995.
Mér dytti auðvitað aldrei í hug að
þýða verkin þeirra á slrkt mál, þó ég
gæti, sem ég get reyndar alls ekki.“
Margar þýðingar Einars Braga hafa
verið færðar á svið.
Hvernig er samskiptum Einars
Braga háttað við Ieikstjóra?
„Yfirleitt fara leikstjórar ffam á það
að ég sé með á fyrsta samlestri og ef
óskir koma fram um lagfæringu á ein-
hverju sem mönnum finnst stirt þá
reyni ég ævinlega að bæta úr því.
Strindberg sagði oft við leikstjóra:
Hvers vegna í andskotanum strikið þið
þetta ekki út? ef eitthvað var að þvæl-
ast fyrir þeim. Ég er ekki heldur púrít-
anskur í þeim skilningi."
Styrkir til framhalds-
náms í dönsku
Danska menntamálaráðuneytið veitir á skólaárinu 1995-96
íslenskum dönskukennurum þrjá styrki til framhaldsnáms
eða rannsókna við háskóla í Danmörku. Styrkirnir verða
veittir:
1. Starfandi dönskukennurum í grunn- og framhaldsskól-
um, sem lokið hafa að minnsta kosti BA-prófi í dönsku eða
BEd-prófi með dönsku sem valgrein.
2. Háskólastúdentum sem lokið hafa því námi sem tilgreint
er í lið 1. hér að framan og vilja búa sig undir dönsku-
kennslu með frekara námi.
Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavistar í háskóla-
stofnunum í Danmörku, en danska menntamálaráðuneytið
mun að einhverju leyti geta haft milligöngu um að útvega
styrkþegum skólavist. Fái styrkþegi ekki skólavist skólaárið
1995/96 er honum heimilt að nota styrkinn á skólaárinu
1996/97.
Hver styrkur er að upphæð 50.000 danskar krónur, og skal
notaður til að greiða ferðakostnað, uppihald og annan
kostnað í Danmörku.
Umsóknum um styrkina fyrir skólaárið 1995/1996 sendist
fyrir 12. júní 1995 til:
Dansk-islandsk Fond
Skt. Annæplads 5
DK-1250 Kpbenhavn K
Umsóknunum skulu fylgja upplýsingar um fyrra nám og
störf umsækjenda. Jafnframt skal gerð grein fyrir fyrirhug-
uðu námi eða rannsóknum.
Nánari upplýsingar veitir formaður Dansk-islandsk Fond:
Professor Hans Bekker-Nielsen
Odense Universitet
Center for Nordiske Studier
Sími (0045) 6615 8600
Einar Bragi. „Það er helvítis ólán þegar maður er kom-
inn með svona stór verk og verður að horfast í augu við
það að útgefendur þora ekki að leggja i útgáfu."