Alþýðublaðið - 30.05.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Side 2
2 S ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 n MÞMBUÐID 20925. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Blóðbað í Tuzla Á fimmtudagskvöldið slátruðu Serbar meira en 70 ungmennum í borginni Tuzla í Bosmu. Fómarlömbin voru á aldrinum 14 til 28 ára. Á sama tíma létu foringjar Bosníu-Serba birta myndir af frið- argæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem vom hlekkjaðir einsog sláturdýr á hemaðarlega mikilvægum stöðum, til að koma í veg íyrir ífekari loftárásir NATO. Þessir atburðir hafa vitanlega vakið upp holskeflu óhugs og andúðar í garð Bosníu-Serba. Það er hinsvegar fyrst og fremst til marks um ólæknandi sjálfsblekkingu alþjóðasamfélagsins að ein- hver skuli láta koma sér á óvart þegar Serbar setja ný met í villi- mennsku. Stríðið á Balkanskaga hefur nú staðið í rétt Qögur ár. Allan þann tíma hafa ráðamenn heimsins fylgst með helför sem á sér enga samsvömn í seinni tíma sögu Evrópu. Tahð er að meira en tvöhundmð þúsund manns, langmest óbreyttir borgarar, hggi í valnum. í Bosníu bjó hálf fimmta milljón þegar stríðið hófst. Með „landhreinsunum" hafa Serbar flæmt meira en tvær milljón- ir manna frá heimilum sínum: og hundmð þúsunda hafa verið í herkví, í Sarajevo, Tuzla og fleiri borgum. Serbar urðu líka fyrstir seinni tíma hermanna til að nota kerfísbundnar nauðganir sem vopn í stríði. Og fyrir tveimur ámm birtu fjölmiðlar ömurlegar myndir frá fangabúðum Serba, myndir sem virtust ættaðar rak- leitt frá útrýmingarbúðum nasista. Linkind og ráðaleysi alþjóðasamfélagsins gagnvart Serbum er óafmáanlegur smánarblettur. í kjölfar síðustu atburða hafa menn rokið til og vilja nú skyndilega setja Serbum úrslitakosti. Þetta er ekkert nýtt. Með reglulegu milhbili síðustu ljögur ár hafa 'ráða- menn gasprað í fjölmiðlum um að segja við Serba hingað og ekki lengra. Allar slíkar ráðagerðir hafa hinsvegar gufað upp í sömu mund og athygli fjölmiðla beinist að öðmm málum. Þetta vita Serbar. Þeir vita líka að póhtísk samstaða næst ekki milli voldug- ustu ríkja heims um aðgerðir. Þessvegna bera vitfirringamir sem myrtu tugi ungmenna í Tuzla ekki höfuðábyrgð á blóðbaðinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim máttlitlu og ótrúverðugu leiðtogum heimsins sem hafa leyft Serbum að ganga sífellt lengra. Pósturinn Páll og bjúg- verpillinn frá Brussel Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur í nógu að snúast þessa dagana við að opna póstinn frá Brussel. í gær var til umræðu á Alþingi stjómarffumvarp, sem félagsmálaráðherra flutti, um at- vinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðis- ins (EES). Fyrir örfáum misserum var sami Páll Pétursson fremstur í flokki málþófshðsins á Alþingi sem barðist með kjafti og klóm gegn aðild íslands að EES. Öfugmælasafn Páls Péturssonar og félaga er varðveitt í Alþing- istíðindum og verður mönnum ævarandi vitnisburður um hvemig pólitísk glámskyggni og vanþekking náðu áður óþekktum hæð- um í íslenskum stjómmálum. Hinn 25. ágúst 1992 sagði Páll Pét- ursson við umræður á Alþingi: „Með svipuðu lögmáh og vatnið rennur undan brekkunni, hlýtur atvinnuleysi hér að aukast til stórra muna og innstreymi erlends vinnuafls hlýtur að taka at- vinnu frá íslendingum og atvinnuleysisstig hér að verða svipað og annarsstaðar á svæðinu." Páll Pétursson - ráðherra atvinnumála - skuldar skýringu á því hvemig þyngdarlögmálið hefur breyst á þremur ámm. Þangað til sú skýring liggur fyrir, er hætt við að hann verði enn og aftur fómarlamb bjúgverpilsins frá Brussel. ■ „Halldór Ásgrímsson er traustur og áreidanlegur stjórnmálamaður. Hann er sá maður sem íslenska þjóðin þarf sem forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson er traustur og ábyggilegur stjórnmálamaður... Til lengdar hljómaði þetta einsog Zetor-auglýsing: traustur, áreiðanlegur, kraftmikill. Greiðslukjör við allra hæfi." Dóri Zetor spænir í stjórnarráðið Til upprifjunar fyrir Guðna vin minn og fleiri góða menn. Gott og vel: stjómmál snúast um málamiðlanir. En er samt ekki einum of mikið af því góða að þurfa að éta ofan í sig heila kosningastefnuskrá? Þetta er því miður hlutskipti stórvina minna í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson raðaði þeim á garðann í stjómarráðinu og hefur síðan alið þá á margvíslegu hnossgæti úr loforða- pakkanum sem afhentur var hæstvirt- um kjósendum fyrir örfáum vikum. Einsog gengur J Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í framboðsfundum á Suð- urlandi með Guðna Ágústssyni odd- vita Framsóknarflokksins. Guðni er maður sem ekki bifast svo léttilega og straumar tímans láta hann að mestu ósnortinn. Ræðutækni Guðna er líka um margt einstök. f púlti er hann ein- sog meitlaður í stuðlaberg, velur orðin af gætni og raðar þeim einsog gijót- garði í kringum sig. Hann er atkvæða- langur stjómmálamaður. Hann meira að segja hlær löturhægt og yfirvegað. Á fundum með Guðna komst ég ekki hjá því að heyra ýmisleg váleg tíðindi. Þannig var nefnilega mál með vexti að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar var að fara með okkur þráðbeint til helvítis. í stuttu máli: Landbúnaðar- málin voru í rúst. Húsnæðismálin vom í rúst. Menntamálin vom í rúst. At- vinnumálin vom í rúst. Sjávarútvegs- málin vom í rúst. fsland var í rúst. Rústir fyrir íslendinga. Heljarþröm Guðni Ágústsson var ekki einn um að flytja þjóðinni svartagall í kosn- ingabaráttunni. Bölmóður Framsóknar var svo yfirgengilegur að jafnvel Jóka & Ólafur Ragnar, heimsendaspámenn par exellance, urðu hjáróma og dauð- yflisleg í samanburði. Halldóri tókst að sannfæra æði marga um að Davíð og Jón Baldvin væm í þann veginn að flytja lögheimili íslensku þjóðarinnar á Heljarþröm. Maður hefði þessvegna búist við því, að þegar björgunarsveitir Fram- sóknar kæmust loksins í stjómarráðið yrði snimmendis lýst yfir neyðar- ástandi. Meðan verið væri að hrinda í framkvæmd hjálpræði Halldórs og Guðna: 12 þúsund ný störf, hærri hús- næðislán, afnám skólagjalda, eyðing ríkissjóðshalla, lægri vextir, launa- hækkanir, ný landbúnaðarstefna, skattalækkanir... muniði? (Aukþess sem nýr þingmaður Framsóknar í Reykjavík tók að sér, samkvæmt aug- lýsingu, að jafna atkvæðavægi og uppræta ofbeldi á heimilum.) Greiðslukjör við allra hæfi Og nú stjóma þessar elskur landinu. Að vísu varð Halldór ekki forsætisráð- herra einsog hann hafði lofað kjósend- um. Okkur Guðna fannst það náttúr- lega miður. Það máttu vita Halldór: í Aratungu, á Hvoli, Laugarvatni, Sel- fossi... alstaðar buldu sömu setning- amar úr munni hins einarða oddvita sunnlenskra framsóknarmanna: Hall- dór Ásgrímsson er traustur og áreiðan- legur stjórnmálamaður. Hann er sá maður sem íslenska þjóðin þarf sem forsætisráðherra. Halldór Ásgnmsson er traustur og ábyggilegur stjómmála- maður. Hann verður betri forsætisráð- herraen... Til lengdar hljómaði þetta einsog Zetor-auglýsing: traustur, áreiðanleg- ur, kraftmikill. Greiðslukjör við allra hæfi. Réttur dagsins: Loforðasúpa Já, Dóri 2fetor spændi sannarlega í stjómarráðið. En einungis til að verða húskarl hjá Davíð. Menn geta vitan- lega deilt um hvort kosturinn er rýr: kosningaloforðasúpa í hvert mál. En illa þykir mér komið fyrir grand- vörum hugsjónamanni á borð við Guðna Ágústsson. Hann trúði því sannarlega fyrir átta vikum að allt væri í rúst. Bókstaflega allt. Og nú fær hann ekkert ffarn af því sem hann lofaði kjósendum. Bókstaf- lega ekkert. Ekki einu sinni blessaða ofurtoll- ana, sem hann sór og sárt við lagði á Hvoli og í Aratungu að yrði skilyrði fyrir þátttöku Framsóknar í ríkisstjóm. Og svo ætla þeir jafnvel að einka- væða Búnaðarbankann okkar. Hvað gera bændur þá? Maðurinn lifir ekki á kosningaloforðum einum saman.. .■ a t a I 3 0. m a Atburðir dagsins 1431 Jóhanna af Örk, frelsis- hetja Frakka, brennd á báli af Englendingum í Rúðuborg. Hún var 19 ára. 1593 Enska leikskáldið Christopher Marlowe, 29 ára, drepinn á búllu í Lundúnum. 1768 Eggeit Ólafsson varalögmaður og skáld drukknar á Breiðafirði ásamt eiginkonu og sex sam- ferðamönnum. Hann var 42 ára. 1788 Franski heimspek- ingurinn Voltaire deyr. 1940 30 handteknir fyrir ólæti á knattspymuleik milli Fram og Víkings. Afmælisbörn dagsins Peter Carl Fabergé rússnesk- ur gullsmiður, kunnastur fyrir gullpáskaegg sem keisarahjón- in gáfu dætram sínum árlega, 1846. Mel Blanc maðurinn sem lagði Kalla kanínu úl rödd sína, 1908. Benny Goodman bandarískurjazzmeistari, 1909. Annálsbrot dagsins í Holtum átti 16 eða 17 vetra gamall piltur bara við karlægri konu spítelskri, sem varla var flutningsfær. Setbergsannáll, 1694. Lokaorð dagsins Ó, Rúðuborg, ég óttast að sá dagur komi að þú iðrist dauða míns. Hinstu orö Jóhönnu af Örk, sem dó á bálkesti í Rúöuborg, þennan dag fyrir 564 árum. a Byltingarmaður dagsins Hann réðst á konungsvald og auðvald og kirkjuna. Hann svf- virti þetta allt af hlæjandi fögn- uði. Hann þurrkaði með því forugt gólfið. Hann réðst á mannfélagið sjálft. Hann trúði á byltinguna miklu, sem steypir öllum nútíðarvöldum af stóli og leiðir frelsið og jafnréttið til öndvegis. Einar H. Kvaran um Þorstein Erlingsson. Málsháttur dagsins Áf útförum sést auðna seggja. Orð dagsins Hvað varðar þá um vatnið, sem vínið rauða teyga? Hvað varðar þá um jörðina, sem himininn eiga? Davíö Stefánsson frá Fagraskógi. Skák dagsins Akopjan hinn rússneski stór- meistari hefur unnið marga góða sigra. Hér sjáum við hvemig hann jarðar auðnulaus- an Stambuljan með einum einasta leik. Hvað gerir hvítur? 1. Hxg5!! Glæsilegt. Stambulj- an gafst upp: 1. ... hxg5 2. Dh5+ og mát er óumflýjanlegt. JÓN ÓSKAR

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.