Alþýðublaðið - 13.06.1995, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995
S
ALÞÝÐUBLAÐK)
á
3
5
samtakanna.
Fyrir tuttugu árum var stöðvun
slátrunar á bamungum selum miklu
brýnna úrlausnarefni heldur en - svo
tekið sé eitt dæmi - eyðing ósonlags-
ins sem þá hafði reyndar enn ekki
verið uppgötvað. Greenpeace gátu þá
notað svokallaða lostmeðferð og
sýnt viðurstyggilegar myndir af sela-
bömum sem barin vom til dauða og
þetta dugði auðvitað prýðilega til að
skelfa almenning til aðgerða.
En á þessum tuttugu ámm sem lið-
ið hafa er ósonlags- eyðingin orðin
að máli málanna þrátt fyrir að hita-
stig tilfinninganna hafi kannski um-
talsvert lækkað. Ósonlagseyðingin
kallar á flóknari og raunhæfari úr-
lausnir en áður fyrr var gripið til -
Iíktog þá að hanna og kynna óson-
vinalega kæliskápa í samvinnu við
stórfyrirtæki.
Enn ein ástæðan fyrir Greenpeace
til að breyta um starfsaðferðir er sú
staðreynd að samtökin em orðin svo
myndafræðilega umhverfísstríðinu.
Þarafleiðandi em sífellt fleiri græn-
friðungar þeirrar skoðunar að tíma-
bært sé að skipta frá starfsaðferðum
sem beinast að því að gera almenn-
ing meðvitaðri um ástand umhverfis-
mála og snúa sér að starfi sem bein-
ist að því að finna skynsamlegar
lausnir á aðkallandi vandamálum.
Og Þjóðverjinn Thilo Bode þarf
ekki að leita langt yfir skammt eftir
úrlausnarefnum f anda nýrra starfs-
aðferða sökum þess að Rheinisch-
Westfaelische Elektrizaetswerke,
stærsti raforkuframleiðandi Þýska-
lands, hefur nú fjárfest hvorki meira
né minna en 896 milljarða króna í
brúnkola-brennsluofns orkubúum.
En slíkir brennsluofnar eru einmitt
hvað síst umhverfisvinalegir af öll-
um aðferðum sem þekktar eru til
orkuframleiðslu.
Fyrir nokkrum árum hefði svar
Greenpeace-samtakanna verið að
hertaka orkubúin í beinni útsendingu
„Fyrir nokkrum árum
hefði svar Greenpeace-
samtakanna verið að
hertaka orkubúin í
beinni útsendingu fjöl-
miðla með miklum
fjölda herskárra um-
hverfisstríðsmanna,
klífa reykháfa í mikl-
um móð og hylja þá
stríðsyfirlýsingaflögg-
um og skilið það verk-
efni að finna raunhæf-
ar úrlausnir eftir fyrir
aðra til að glíma við.
En tímarnir breytast
og mennirnir með."
fjölmiðla með miklum fjölda her-
skárra umhverfisstríðsmanna, klífa
reykháfa í miklum móð og hylja þá
stríðsyfirlýsingaflöggum og skilið
það verkefni að finna raunhæfar úr-
lausnir eftir fyrir aðra til að glíma
við. En tímarnir breytast og menn-
imir með.
Nútímamaðurinn Bode er þegar
tekinn til við að fást við þetta nýtil-
orðna vandamál í bakgarði sínum og
hefur lagt til úrlausnir sem fela í sér
orkubúskap með öðrum aðferðum
sem kosta álíka mikið og brúnkola-
ofnarnir, en veita helmingi minna
magni af eiturefnum (mestmegnis
karbón-mónoxíði) útí andrúmsloftið.
f dag hvílir Rainbow Warrior á
hafsbotni - nánar tiltekið á 22 metra
dýpi skammt undan eyjunni Motuta-
pere - ekki svo ýkja langt frá staðn-
um þarsem því var sökkt fyrir áratug.
Skipið heldur áfram þeirri stöðu
gífurlega umfangsmikil. Á síðustu
tíu árum hafa samtökin þróast um-
talsvert frá þeim hópi herskárra um-
hverfisstríðsmanna sem skipuðu vel
auglýsta framvarðasveit samtakanna.
Málið er að í dag eru Greenpeace
fjölþjóðleg samtök í grunninn með
yfir fjóra og hálfa milljón félags-
gjaldagreiðandi meðlima, rúmlega
eitt þúsund starfsmenn og þraut-
skipulagða starfsemi { þrjátíu lönd-
um.
Sem krefjandi aðgerðasamtök með
kraftmikil skilaboð til samfélagsins
hafa Greenpeace vissulega efni á því
að vera yst útá róttæka kantinum, en
sigur hefur afturámóti unnist í hug-
sinni að vera minnismerki um þá
gömlu, góðu átakadaga samtakanna
þegar herskáir og fífldjarfir græn-
friðungar skutust útffá móðurskipum
sínum á viðkvæmum og hraðskreið-
um gúmmíbátum og lögðu sitt af
mörkum til að koma umhverfinu
rækilega á dagskrá um víða veröld.
Þrátt fyrir að Greenpeace muni
vitaskuld áfram um ókomna framtíð
beita sér með aðgerðum af þessu tagi
hafa fullorðnari og þroskaðri um-
hverfisstríðsmenn samtakanna sætt
sig við þá stefnu að stýra fleyjum
sínum um lygnari en þó jafn skað-
vænleg vötn meginstraumsins. ■
shh / Byggt Time
Flugeldasýning hjá
Jóhanni Hjartarsyni
Á dögunum lauk talsvert sterku
skákmóti í Málmey í Svíþjóð, þarsem
Jóhann Hjartarson hafnaði í 5. sæti
af tíu keppendum. Okkar maður var
óheppinn að ná ekki hærra sæti, enda
leiddi hann mótið lengstaf. Bosníu-
maðurinn geðþekki, Ivan Sokolov,
sigraði eftir jafna og tvísýna keppni.
Lokastaðan var þessi: Ivan Sok-
olov 6 vinninga (af 9); Ulf Anderson
Svíþjóð, Krasenkov Rússlandi, Sadl-
______________I
Þröstur
Þórhallsson
alþjóðlegur
skákmeistari
skrifar
er Englandi 5,5 vinninga; Jóhann 5,
Hellsten Svíþjóð 4,5, Hector Svíþjóð
4, Djurhuus Noregi 3, Brynell Sví-
þjóð og Vescovi Argentínu 2.
Jóhann tefldi af öryggi og yfirvegun
framanaf en lenti þó í miklum hremm-
ingum í skák við Svíann sókndjarfa,-
Jonny Hector. Svíinn fómaði drottn-
ingunni í miðtaflinu en Jóhann þorði
af einhveijum ástæðum ekki að þiggja
fórnina, og vann svo skákina eftir
mikið tímahrak.
Hvítt: Jonny Hector Svíþjóð
Svart: Jóhann Hjartarson
Sikileyjarvöm
1. e4c5
2. ROe6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rc6
5. Rc3 Dc7
6. Be3 a6
7. Bd3 b5
8.0-0 Bb7
9. Rb3 d6
Á Norðurlandamótinu sem fram fór
á Islandi í mars lék danski alþjóða-
meistarinn, Erling Mortensen, 9. Re5
gegn Hector og tapaði örugglega.
Leikur Jóhanns er án efa sá besti í
stöðunni.
10. f4 Rf6
11. Df3 Be7
12. a3 0-0
13. Dh3 g6
14. f5
Dæmigerður leikur fyrir Hector,
hann hugsar fyrst og fremst um að
sækja að kóngi andstæðingsins.
14.... exf5
15. exf5 Re5
16. Be2 Rc4
17. Bg5 d5
18. Khl Db6
19. Hadl Rxb2
Jóhann er nú orðinn peði yfir en
hvíta sóknin er býsna ógnandi á
kóngsvængnum.
20. Hd4 Hac8
21. Hdf4 d4
22. Rxd4 Hxc3
Fómar skiptamun til að bh'ðka goð-
in en Hector er ekki af baki dottinn.
23. Dxc3 Rxd5
24. fxg6!??
Er virkilega hægt að fóma drottn-
ingunni í þessari stöðu?
24.... hxg6?
Ekki er einfalt að átta sig á því
hvemig Hector hefði bmgðist við ef
Jóhann hefði drepið drottninguna en
eftir til dæmis 25. gxh7 Kxh7. 26.
Bxe7 er hvítur með hrók fýrir drottn-
inguna sem er alls ekki nóg í þessari
stöðu.
Einsog framhald skákarinnar leiðir í
ljós fær Jóhann tapaða stöðu en fær
smáhjálp frá andstæðingnum í lokin.
25. Dg3 Rxf4
26. Hxf4 Bxg5
27. Dxg5 Dd8
28. Dh6 He8
29. h3?
Hector gat gert út um skákina með
því að leika 29. Hh4 Df6.... 31. Rf5!!
og svartur er óveijandi mát.
Nú fær Jóhann afmr á móti að snúa
á Svíann í framhaldinu og vinna lið.
29.... Rc4
30. Bf3 Bxf3
31. Rxi'3 Ddl+
32. Kh2 Dd6
33. h4 He4
34. g3 He2
35. Kh3 Dd7+
36. g4 Ddl
37 Hd4 Dfl+
38. Kg3 Hg2
39. Kf4 Dcl+
40. Rd2 Hxd2
og Hector gafst upp.
Fréttir frá Rússlandi
Gary Kasparov sigraði ömgglega
á PCA-mótinu sem lauk í Novgorod í
Rússlandi á dögunum. Staða efstu
manna varð annars þessi: Kasparov
6,5 v af 9 mögulegum. Short,
Kramnik, Ivanchuk og Topalov allir
jafnir með 5,5 v.
+
Minning
María Þorsteinsdóttir
24. maí 1914-4. júní 1995
Kveðja frá Menningar- og friðarsamtökum
íslenskra kvenna.
Mannaböm eru merkileg..., segir
Nóbelsskáldið og þessi undrun og
gleði yfir lífinu minnir á Maríu Þor-
steinsdóttur og gerir hana minnis-
stæða. Hún sem átti, þrátt fyrir allt,
bjartsýni og hrifhæmi unglingsins al-
veg fram í andlátið.
María var Skagfrrðingur að ætt og
uppruna, fædd 24. maí 1914 að
Hrólfsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar
hennar voru hjónin Margrét Rögn-
valdsdóttir og Þorsteinn Bjömsson frá
Miklabæ.
Mikla ást hafði María bundið við
föðurmóður sína og sagði það hafa
verið hátíðarstundir bemsku sinnar
þegar hún heimsótti ömmuna. Þegar
María riíjaði upp þessar bemskuminn-
ingar varð mér hugsað til föðursystur
hennar, ljúflingsins og rithöfundarins,
Sigríðar Björnsdóttur, frá Miklabæ.
Þannig var einnig samband Maríu við
móður sína sem lést í hárri elli.
Ung vom þau bæði, María og Frið-
jón Stefánssoh, þegar leiðir þeirra lágu
saman í reykjavík. Hann var Austfirð-
ingur og bjó sig undir verslunarstörf,
sem varð hans aðalstarf um ævina.
Friðjón Stefánsson var merkur rit-
höfundur og liggja eftir hann skáld-
sögur og smásagnasöfn. Ég er þess
fullviss að hann er meðal þeirra höf-
unda, Oddnýjar Guðmundsdóttur,
Halldórs Stefánssonar og fleiri, sem
síðar meir verða gaumgæfðir og verk
þeirra skoðuð sem nærmyndir af þeirri
kynslóð sem var virk um miðja tuttug-
ustu öldina.
. Þau María og Friðjón eignuðust
þrjú böm, Þorstein Stefán, Herborgu
Margrét og Katrínu Guðrúnu. Auk
þess ólu þau upp sonardóttur sína
Freyju Þorsteinsdóttur. Öll vom þéssi
börn góðum gáfum gædd og María
fylgdist með námi þeirra frá upphafi
með miklum áhuga. Það mun hafa
verið laust eftir 1950 sem upp kom
mikil umræða innan Kvennréttindafé-
lags Islands um nauðsyn nánari sam-
vinnu á milli skólans og heimilanna.
Þá gengust nokkrar félagskonur fyrir
því að stofna foreldrasamtök við skóía
borgarinnar. Að þessu ftumheijastarfi
gekk María Þorsteinsdóttir af miklum
áhuga og var formaður Foreldrafélags
Laugarnesskóla um nokkurra ára
skeið.
Eins og fyrr er að vikið var eigin-
maður Maríu verslunarmaður að
menntun og staríi og var kaupfélags-
stjóri meðal annars í Vestmannaeyj-
um. Þegar þau hjónin fluttu til Reykja-
víkur hafði Friðamefnd kvenna verið
stofnuð og síðan Menningar- og frið-
arsamtök kvenna. Hún sótti þing og
fundi fyrir hönd friðarsamtakanna og
einnig Kvennaforum Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn 1980.
Á árum „kalda stríðsins" fór María
ekki varhluta af árásum herdindla og
Nató-hluthafa og gerðu þessir aðilar
sitt til þess að naín Maríu varð þjóð-
kunnugt. Af stolti bar hún einnig Len-
ín-orðuna sem henni var veitt til við-
urkenningar fyrir störf að friðarmál-
um. Bar þetta nokkuð að sama bmnni.
Það var okkur, samstarfskonum
hennar í M.F.f.K. gleðiefni að hafa
hana glaða og andlega heila á meðal
okkar á námsstefnu í Mýrdal, helgina
áður en hún lést. Við sendum öllum
afkomendum Maríu samúðarkveðjur
og vitum að andlát hennar kom á
óvart, því hún var enn svo ung í and-
anum. Heiður og þökk sé Maríu Þor-
steinsdóttur fyrir baráttu hennar fyrir
friði og jafnrétti.
Fyrir hönd M.F.Í.K.,
Þórunn Magnúsdóttir
varaformaður.