Alþýðublaðið - 13.06.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 13.06.1995, Side 8
Þriðjudagur 13. júní 1995 86. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hver keyptur miöi eflir sókn og vörri gegn krabbameini! SWAWAWMeiTfl KRABBAMEINSFELAGSINS 1995 VEITTU STUÐN|NG * VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miðar sendir körlum, á aldrinum 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á góöan málstaö og verðmæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða póstafgreiðslu fram að dráttardegi, 17. júní. Vakin er athygli á því að hægt er að bórga með greiöslukorti (Visa, Eurocard). Hringiö þá í síma 562 1414. Vinningstölur laugardaginn: 10. júní 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING HsafS 1 4.383.600 3+4af5 4 102.730 0 4af 5 123 5.760 J 3 af 5 3.940 410 Aðaltölur 8 H14 H18 BÓNUSTALA: (10J Heildarupphæð þessa viku: kr. 7.118.400 UPPIÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 6ð 15 11 LUKKUUNA »9 10 00 • TEXTAVARP 451 ■ Deilt um skylduaðild að SHI: Vaka gagnrýnir Röskvu Óverjandi að stúdentar séu neyddir til aðildar - segir Birgir Tjörvi Pétursson, formaður Vöku. Deilur hafa staðið yfir í Stúdentaráði Háskóla Islands um nokkurt skeið um það hvort skylda eigi nemendur til að greiða gjald til Stúdentaráðs eða gefa aðild að því fijálsa. Fyrir skömmu lýsti umboðsmaður Alþingis, Gaukur Jör- undsson, gjaldtöku Háskólans fyrir Stúdentaráð Háskóla íslands ólögmæta í tilefni af kvörtun stúdents yfir inn- heimtu skrásetningargjalda við HI skólaárið 1992 til 1993.1 augum Vöku er þessi niðurstaða mikill ósigur fyrir Röskvumenn sem hafa verið hlynntir skylduaðild. „Við Vökumenn teljum það grund- vallar mannréttindi að menn gerist fé- lagar í Stúdentaráði af fúsum og fijáls- um vilja,“ sagði Birgir Tjörvi Péturs- son formaður Vöku í samtali við Al- þýðublaðið. „Okkur er þó áffam um að menn séu aðilar að Stúdentaráði því við teljum að hag nemenda sé betur borgið með starffækslu þess. Þó finnst okkur ekki verjandi að stúdentar séu gerðir að félagsmönnum nauðugir vilj- ugir því við teljum að Stúdentaráð væri sterkara afla og beittara vopn í barátt- unni fyrir rétti stúdenta ef þeir stæðu einhuga að baki því.“ Hvemig útskýrirþú afstöðu Röskvu? „Rök Röskvu í málinu eru að þau treysta ekki hveijum og einum til að meta hvað gott er fyrir hann. Þau halda að fótunum verði kippt undan starfi Stúdentaráðs ef aðild verður gefin fijáls því margir muni þá sjá sér hag í því að borga ekki aðildargjöld. Þeir eru margir sem ekki sjá að sú vinna sem Stúdentaráð ynnir af hendi er til hags- bóta fyrir stúdenta einfaldlega vegna þess að þeir þekkja illa starfsemina, en ef stúdentar vita hvað fer ffam í ráðinu geta þeir auðvitað ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um aðild." Þið eruð ekkert hrœddir við flótta nemertda úr Stúdentaráði ef aðild verður gefin frjáls? „Nei, við erum ekkert hræddir við það. Við treystum okkur alveg til þess að afnema skylduaðild og reka Stúd- entaráð þannig að stúdentar geti ekki verið án þess. Það er ljóst að það geng- ur ekki að halda úti skylduaðild, því margir eru óánægðir með þá tilhögun. Hins vegar væri það stórmál ef það kæmi í ljós að menn vildu ekki gerast aðilar að Stúdentaráði. Við teljum þó engan vegin hægt að skylda menn til þess, enda lögfest ákvæði í stjórnarskránni sem mæla gegn slíkri skyldun." Heldurðu að nemendur HÍþekki illa starfsemi Ráðsins? „Það hefur komið fram í skoðana- könnunum að margir hafa ekki hug- mynd um hvað Stúdentaráð hefur upp á að bjóða. Áhuginn er lflca h'till ef tek- ið er mið af síðustu kjörsókn, en hún var aðeins 50%. Ég hef áhyggjur af þessu áhugaleysi og því hve stúdentar vita h'tið um starfsemina. Ég vil skrifa það á reikning meirihlutans. Hann stóð fyrir kynningarátaki í haust og eyddi í það 300.000 krónum, en það hefur greinilega ekki skilað sér. En Stúdenta- ráð er þarft og á að starfa, þó okkur greini á um aðferðir við Röskvu, því við treystum okkur alveg til að reka það sem hagsmunasamtök með fijálsri aðild.“ ■ Reykjavíkurlistinn hélt gríðarmikla götuhátíð í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn laugardag. Meðal dagskráratriða var kvöld-djamm á Kaffi Reykjavík þarsem ýmislegt gerði liðið til gamans sér. Langbest lukkað þótti uppboð á per- sónulegum munum úr eigu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi varaborg- arfulltrúi, stjórnaði með fyrirsjáanlegum tilþrifum. Látum Ijósmyndir Einars Ólasonarta\a sínu máli Þegar Reykjavíkurlistaliðið skemmtir sér... Meðal uppboðsgripa var forláta leð- urjakki úr klæðaskáp Alfreðs Þor- steinssonar, hins valinkunna borgar- fulltrúa Framara, sem Linda Vil- hjálmsdóttir stórskáld sýndi af stakri lipurð og íburðamiklum kynþokka - sem fáa á sér líka hér í borg. Mörður Árnason íslenskufræðingur (og Lindu-maki) gat vitaskuld ekki látið gullið tækifæri ganga sér úr greipum: hann bókstaflega varð að fá leðurjakkann góða og bauð því í flíkina hvað mest hann mátti. Kvennalista- maðurinn Bergþór hló dátt á meðan. Eftir að Merði hafði heppn- ast hið ótrúlega - að yfir- bjóða alla viðstadda - bjuggust fiestir við að hann myndi afhenda spúsu sinni gripinn þarsem hún hafði fyrr tekið sig svo vel út í honum, en onei - aldeilis ekki. Ódámurinn ætlaði Al- freðs- leðrið sjálfum sér. Það var bókstaflega tryllt fjör á Kaffi Reykjavík á laugar- dagskvöldið. Kristín Dýrfjörð fóstrumeistari, Ingibjörg Stefánsdóttir allsupplýsingafulltrúistaðar, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir stjóri og Hjörleifur Sveinbjörnsson „Kína-maður" brostu sem mest þau máttu. Forláta undirföt úr dýpstu fylgsnum nær- klæðnaðargeymslu borgarstjórahjónanna voru meðal þeirra dýrgripa sem uppboðs- stjórinn Össur Skarphéðinsson lýsti fala. Þessar munu koma úr fórum Hjörleifs og iukkulega náði Solla borgarstjóri að festa sér stykkið. ■ Vestfirðingar óttast um hag sinn Bæjarstjórn Vesturbyggð- ar mótmælir fiskveiða- frumvarpi - og smábátafélagið Eld- ing í ísafjarðarsýslu segir fyrirheit ríkisstjórnarinnar í málinu að engu orðin. Bæjarstjóm Vesturbyggðar hefur sent frá sér bréf til ráðamanna þar sem hún mótmælir því harðlega ef frum- varp um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða verður samþykkt óbreytt á Alþingi. Smábátafélagið Elding í Isa- fjarðarsýslu komst að þeirri niður- stöðu á fundi í síðustu viku, að tillögur sjávarútvegsráðherra Þorsteins Páls- sonar um breytingar á stjóm fiskveiða séu ekki til þess fallnar að uppfylla fyrirheit ríkisstjórnarinnar um at- vinnuuppbyggingu. Elding fylgir stefnu Landssamtaka smábátaeigenda í málinu. Bæjarstjóm Vesturbyggðar telur að enginn landshluti hafi orðið fyrir jafn- miklum aflasamdrætti og suðursvæði Vestfjarða á undanförnum árum. Vesturbyggð hafi nú aðeins yfir að ráða 33 prósentum af þeim aflaheim- ildum sem hún hafði þegar kvótakerf- ið var tekið upp árið 1984. Leggur bæjarstjómin til að einungis verði tek- ið upp eitt kerfi, en ekki tvö, tii að stjóma sókn smábáta, en hún telur að það afla þeirra að þakka að í þessum landshluta skuli enn haldast byggð. í tillögu bæjarstjómar Vesturbyggðar er óskað eftir því að tekið verði upp róðradagakerfi þar sem smábátaeig- endur geti valið sína róðradaga sjálfir og að sókninni verði beint á þann árs- tíma sem minnsta hættu skapar fyrir smábátasjómenn, en sama viðhorf kemur fram í ályktun þeirra samtaka. Bæjarstjóm Vesturbyggðar skorar á þingmenn að gera viðunandi breyting- ar á frumvarpinu svo ekki kom til frekari byggðaröskunar í landinu. Þá skorar hún sérstaklega á þingmenn Vestfjarða að standa við þau loforð sem smábátaeigendum vorum gefin fyrir kosningamar í vor. Smábátafélagið Elding í ísafjarðar- sýslu sér ekki fram á annað, nái frum- varpsdrög ráðherrans fram að ganga, en fleiri sjómenn verði neyddir til að velja fisk til löndunar, að stór hluti smábátaeigenda verði gjaldþrota og að þau þorp sem em háð afla smábátanna leggist í eyði og verðmæti þar verði þar með að engu gerði. Elding og Landssamband smábátaeigenda krefj- ast þess að krókaveiðar verði gefnar frjálsar, þó þau telji að hægt verði að sættast á tillögur minnihluta sjávarút- vegsnefndar Alþingis um stundar sak- ir. Elding skorar því á þingheim „að forða ríkisstjóminni lfá þeirri skömm sem tillögur ráðherra eru,“ svo vitnað sé í ályktun fyrmefnds fundar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.