Alþýðublaðið - 06.07.1995, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Með puttann ígatinu... „Ég trúi því ekki fyrr en tekið er á að hinn þingeyski sómadrengur Guðmundur Bjarnason ætii sér að verða síðasti varðhundur fullkom- lega úrelts landbúnaðarkerfis hvort sem litið er til frumframleiðslu, vinnslu eða dreifingar. Honum mun ekki duga að bregða sér í hlut- verk litla drengsins hollenska sem um árið stakk puttanum í gatið á sjávarvarnargarðin- um og bjargaði þannig byggð sinni." í fyrradag áttu sér stað merkileg tíðindi í sögu þjóðarinnar.Til lands- ins bárust fyrstu landbúnaðarafurð- irnar sem leyfilegt er að flytja til landsins samkvæmt svokölluðu GATT-samkomulagi. Stöð 2 birti ít- arlega frétt um málið og fylgdi henni eftir með örstuttum spjallþætti þar sem Jóhannes í Bónus, Vilhjálmur Egilsson og Jón Baldvin Hannibals- son leiddu saman hesta sína. Veltu menn þar fyrir sér hvort hér væru á ferðinni tímamót fyrir íslenska neyt- endur og kannski ekki sfður íslensk- an landbúnað og afleiddar greinar Pallborðið Arnór ■PtP Benonýsson skrifar hans. Sýndist sitt hverjum sem von var, en erfiðast átti framkvæmda- stjóri Verslunarráðs (málsvari frelsis og framfara) með að koma hugsun sinni og viðhorfum til skila. Enda þurfti hann að þessu sinni að tjá sínar eigin skoðanir en ekki aðeins að leggja út af orðum Davíðs formanns. Nóg um það. En merkilegast þótti mér í þessum tíðindum að bændafyrirtækið Slátur- félag Suðurlands reið á vaðið með innflutningi á mjólkurís frá Bret- landi. Því eins og markaðsstjóri fyir- tækisins sagði: ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar. Auðvitað var óþarfi að undrast. Þetta ágæta fyrirtæki hefur nú um nokkurt skeið flutt inn sósur og jukk, sem í bland við örlítið magn af ís- lensku kjöti verður að skyndimat - sem síðan er markaðssettur undir for- merkjum þjóðernishyggju, 1944: matur fyrir sjálfstæða Islendinga. Kannski má þannig búast við að ísinn breski verði kynntur undir slag orðinu: 1882-ís fyrir sanna sam- vinnumenn. Þetta var nú útúrdúr. En það eru teikn á lofti. Talið er að ostar, jógúrt og mjólkurís munu verða þær landbúnaðarafurðir sem helst geti keppt við innlenda fram- leiðslu í verði eftir þá spennitreyju sem stjórn völd hnepptu GATT- samninginn í. Og auðvitað verður tryggður lámarksaðgangur að ís- lenska markaðnum fyrir erlenda framleiðslu. Menn standa jú við gerða samn- inga. Einokunarfyrirtækið Osta- og smjörsalan mun flytja inn osta. Mjólkursamsalan jógúrt og SS sér um ísinn. Þannig munu þessir aðilar halda áfram að ríkja yfir markaðnum og í krafti einokunaraðstöðu sinnar halda áfram að stjórna neyslunni; beina henni í réttan farveg - sjálfum sér til hagsbóta. En ekki síður haldið hugsanlegri samkeppni niðri. Þetta eru aðferðir sem samvinnuíhaldið hefur beitt um allt land áratugum saman. Hver man ekki Baulu, KEA og Bónus á Akur- eyri og nú síðast afgreiðslu Guð- mundar Bjarnasonar á málefnum Mjólkursamlags Borgarness - svo tekin séu nýleg dæmi? í það minnsta er afar athyglisvert að sama dag og SS renndi í hlað með útlenska ísinn sinn var Jóhannes í Bónus stöðvaður í Tollinum með soðin kalkúnalæri. Tilviljun eða hvað? Ég trúi því ekki fyrr en tekið er á að hinn þingeyski sómadrengur Guð- mundur Bjamason ætli sér að verða síðasti varðhundur fullkomlega úrelts landbúnaðarkerfis hvort sem litið er til frumframleiðslu, vinnslu eða dreifingar. Honum mun ekki duga að bregða sér í hlutverk litla drengsins hollenska sem um árið stakk puttan- um í gatið á sjávarvamargarðinum og bjargaði þannig byggð sinni. Því und- irstöður þessa varnargarðs eru morknar og ekki spuming um hvort, heldur hvenær hann brestur og flóðið hrífur drenginn unga með sér. Það er einföld krafa bæði neytenda og bænda að stjórnvöld hafi frum- kvæði að því að losa landbúnaðar- framleiðsluna úr klafa ofstýringar og einokunar. Það dugir ekki lengur að beita aðferðum Bakkabræðra og bera myrkrið út í húfunum sínum. Þjóðin er upplýstari en svo. Höfundur er leikari og situr í fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins. Einn af fjölmörgum góð- kunningjum Alþýðu- blaðsins innan Kvennalist- ans er Þórunn Svein- bjarnardóttir, stjórnmála- fræðingurinn skeleggi, sem skipaði 3. sæti listans í Reykjavík fyrir síðustu al- þingiskosningar - sællar minningar. Hún hefurverið starfskona Kvennalistans um nokkurra ára skeið og lét nýverið hressilega til sín taka í Evrópusamtökun- um sem Olafur Þ. Steph- ensen Moggablaðamaður stýrir af röggsemi (og skemmtilegu virðingarleysi gagnvart rómantíska þjóð- ernissinnanum Davíð Qddssyní og forystu Sjálf- stæðisflokksins). Þær fréttir bárust okkur hinsvegar til eyrna fyrir skemmstu að Þórunn hefur sagt starfi sínu hjá Kvennalistanum lausu - „ætli hún hafi ekki bara fengið sinn skammt í bili," sagði heimildarkona innan listans - og í sumar- fríinu íhugar hún nú í ró- legheitunum næstu skref í lífi sínu. Við starfi hennar hefur tekið Áslaug Thorl- acius sem áður vann hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og býr svo vel að vera með próf frá Myndlista- og handíða- skóla íslands og bæði BA- próf í rússnesku og bók- menntum. Velkomin til starfa Áslaug - og bless Þórunn... Mál og menning hefur verið með mynd- skreytt Ijóðasafn í pípunum um nokkurt skeið. Það er Árni Sigurjónsson sem feðrar verkið, en það mun innihalda safn íslenskra Ijóða frá fyrri tímum til þessa dags sem ýmsir and- ans jöfrar hafa þýtt yfir á engilsaxnesku og mynd- skreytt eru með fagurleg- um Islandsmyndum. Það var snilldarljósmyndarinn og „hestaáhugamaðurinn" Lárus Karl Ingason sem sá um að taka myndirnar sérstaklega fyrir bókina og áætlað er að hún verði 120 til 130 blaðsíður. Bókinni er vitaskuld stefnt inná ferða- mannamarkaðinn og einn- ig til þeirra fjölmörgu er gjarnan vilja gefa ættingj- um, kunningjum og við- skiptavinum á erlendri grundu eitthvað ógurlega menningarlegt til menja um sjálfa sögueyjuna. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins innan Máls og menningar stóð til að gefa bókina út á þessu ári (innihald hennar er tilbúið og bíður aðeins frágangs og prentunar) en útgáfunni var hinsvegar nýlega frest- að framá næsta ár. Reikn- að er með að bókin komi þannig út i janúar 1996. Meginástæðan mun vera sá mikli kostnaður er fylgir útgáfu verks af þessu tagi - og ennfremur sú að hent- ugra þótti að ná í upphaf næsta ferðamannatímabils frekar en í skottið á því er stendur nú sem hæst... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. „Fyrirgefðu, herra minn, en þú ert nú kominn að landamær- um Bandaríkjanna og Mexíkó og hér i guðs eigin landi höld- um við uppi öllu stífari lögum og reglu en þarna yfir í landi tortilla-ætanna. Ég verð þarafleiðandi því miður að biðja þig og gjörvalla fjölskylduna að stíga útúr bílnum. Það er sem mér sýnist að eitthvað sé bogið við andlit ykkar... Þórunn Guðnadóttir, sjón- þjálfi: Nei, en mér fmnst þetta gott framtak með hag neytenda í huga. Þóra Ingóifsdóttir, skrif- Bjarki Bragason, nemi: stofumaður: Nei. Þetta er Nei, en ég ætla svo sannarlega tóm vitleysa. Annað hvort leyf- að prófa hann. um við allar búvörur inn í land- ’ ið eða engar. Hanna Guðmundsdóttir, kennari: Nei, og mér finnst ekkert upp úr því að hafa. Edda Árnadóttir, skrif- stofumaður: Nei. Mér finnst fslenskur ís það góður að ég hef ekki áhuga., v i t i m e n n Ég var bara að sinna starfi mínu. Ég skrifaði bara það sem hún sagði mér. Tævanska blaðakonan Yui-hu Chen um viðtal sitt við forseta íslands. Vigdís segir að rangt sé eftir sér haft í mikilvægum atriðum. Mogginn í gær. Bláedrú í banastuði. Fyrirsögn í Tímanum af Staðarfellshátíð SÁÁ. Skólakerfið þarfnast endurnýjunar. í stað fúsks og leikja líðandi stundar þarf að koma hagnýt kennsla, þarsem nemendum er kennt að vera neytendur, eigendur, fjárfestar, skattgreiðendur og kjósendur. ’ Þessum mikilvægu hlutverkum sinnir skólakerfið nánast ekki. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Sagði brandara þegar félagarnir komu á slysstaðinn. Fyrirsögn fréttar í Mogganum um svifdrekamann sem fótbrotnaði í lendingu. Af um 160 einstaklingum, sem sóttu námskeið gegn reykingum hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur veturinn 1992/1993, voru 15% „sprungnir“ eftir tvær vikur, 70% eftir þrjá mánuði og aðeins 17% voru ennþá reyklausir eftir árið. Hér er miðað við þá sem héldu algert reykbindindi frá fyrsta degi námskeiðsins, það er höfðu ekki einu sinni tekið einn „smók“. 17 prósent reyklausir þætti nú fjandi gott hlutfall á ritstjórn Alþýðublaðsins. Tíminn greindi frá á forsíðu. Ofurtollar hefta frjálsa samkeppni. Fyrirsögn forystugreinar Morgunblaðsins. íslenskar landbúnaðarvörur eru gæðavörur og hafa sterka hefð á markaðnum, einsog gefur að skilja, þarsem hann hefúr verið verndaður. Úr forystugrein Tímans í gær. Skuldir ríkis og sveitarfélaga vaxa jafnt og þétt: Stefna hraðbyri í 247 milljarða. Jafngildir því að hver fjögurra manna Ijölskylda skuldi 2,7 milljónir. Fyrirsögn í DV í gær. í öllu þessu umróti og hlutverkaskiptingum pólitíkusanna er þó einn eðlisþáttur sem stendur upp úr í hafnfirskum stjórnmálum. Það er vantrúin á reykvíska leið- sögn; nánast afneitun á því að eitthvað sem talið er gilda í Reykjavík geti gilt í Hafnarfirði. Garri í tímískum heimspekihugleiðingum í gær. Að iokum velviljuð hvatning: Gróur allra landa sameinist! I Surtsey! Lárus Már Björnsson, kjallaragrein í DV í gær. Nú er fokið í flest skjól hjá aðdáendum leikkonunnar Pamelu Anderson. Ljóst er að stúlkan er ekki hrein mey, eins og margir vonuðu. Hún er nefnilega komin fjóra mánuði á leið. Sökudólgurinn er eiginmaður hennar, Tommy Lee. Nú hefur leiðarahöfundum og Víkverjaskríbentum Moggans bæst óvæntur liðsauki í skoðanamótun lesenda. Umsjónar- maður/kona Fólks í fréttum er nefnilega farin(n) að láta vaða á súðum í persónulegum skætingi útí eina af stórbrotnustu karakterleikkonum samtímans (P. Anderson). veröld ísaks Allt framtil ársins 1834 státaði Canton-borg af einu höfninni í Kína þarsem útlenskum skipum var náðar- samlegast leyft að kasta landfestum. Fijálslyndi stjómenda borgarinnar vom þó nokkur takmörk sett og þann- ig var engum konum heimilaður að- gangur að höfhinni. Engum. Kínverj- amir lét þannig Bandaríkjamenn komast að því fullkeyptu og settu þá í algjört hafnbann þegar þeir uppgötv- uðu sér til mikillar skelfmgar, að hressileg stúlkukind frá Salem í Massachusetts- fylki hafði dulbúið sig og laumast inní tollafgreiðsluna í karlmannsklæðum. Jújú, einhversstaðar verður maður að draga mörkin... Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.