Alþýðublaðið - 01.08.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1.ÁGÚST 1995 m e n n i n ■ Nýútkomin ævisaga franska listmálarans Paul Gauguin hefur vakið harðar deilur í listaheiminum. Bókin greinir ítarlega frá tilkomumiklu og skrautlegu lífi manns sem brenndi bókstaflega allar brýr að baki sér svo honum væri unnt að framfylgja köllun sinni í lífinu. Fórnarkostnaðurinn var hár „Hann var ótrúr, sviksamur og sýfilissjúkur níðingur sem lagðist á börn" Paul Gauguin í raun og sann einn af alerfidustu viðskiptavinum Lífs- ins og eyðir þannig gjörvöllum síðari hluta bókarinnar í að deyja á afskap- iega langdreginn hátt sem algjörlega umhverfður hitasóttar- og sýfilis- sjúklingur með tvær lífshættulega ávanabindandi fíknir í farteskinu: stúlk- ur og morfín. (Sjálfsmynd listamannsins frá 1893) - skrifar óvæginn David Sweetman um viðfangsefni sitt á fyrstu blaðsíðu bókarinn- ar Paul Gauguin: A Complete Life. Waldemar Januszcak, einn af gagnrýnendum stór- blaðsins The Sunday Times, neyðist til að viðurkenna hinn óþægilega mikilfengleik bókar- innar en ekki án alvarlegra at- hugasemda. Hörmuleg eru þau örlög listmálar- ans Paul Gauguin, að í heimi nútíma- mannsins þarsem allt í kringum ferða- iðnaðinn jaðrar við sálsýkislegt ástand og hver einasta hræða virðist ámátlega ósátt við að búa á sínum heimaslóð- um, eru verk hans orðin ein kunnug- legasta birtingarmynd þessarar sjálfs- tortímandi hvatar. Allavega vita guðimir einir hversu margir miðaldra bleiknefjar af karl- kyni hafa stillt kompásinn á fjarlæga heimshluta - tekið sér fyrir hendur ferðalag til einhvers skuggahorns þriðja heimsins - og ómeðvitað orðið eftirhermur og sporgöngumenn Gauguin. Leitin að dökkleitum fegurðardísum með þetta hálfdapurlega sakleysislega yfirbragð og óspilltum frumskóga- svæðum hefur haldið linnulaust áfram allt til þessa dags, einsog ævisaga David Sweetman um Paul Gauguin ber glöggt vitni um með því að leggja ríka áherslu ófáar tilvísanir í ferðasög- ur Paul Theroux. Eins mikið og hægt verður að segja um listamannslíf, hefur líf Gauguin alltaf virst skelfílega óumbreytanleg og kitsjuð ímynd sem raunverulegir hlutir eru ófullkomin eftirlíking af. „Hann var ótrúr, sviksamur og sýf- ilissjúkur níðingur sem lagðist á böm,“ er sú persónulýsing sem Sweet- man stimplar kyrfilega á viðfangsefni sitt strax á fyrstu blaðsíðu nýútkom- innar bókar sinnar: Paul Gauguin: A Complete Life. Sú staðreynd, að Sweetman skuli nota nákvæmlega þessi orð til að sníða úr frasa um lista- manninn hefur sjálfsagt þau áhrif á flesta lesendur að þeir sitja og lesa sem h'mdir væru við síðumar er á eftir fylgja. Eg brást hinsvegar þannig við, að allt frá upphafi vantreysti ég höfundi bókarinnar. Það getur nefnilega vel verið að Sweetman hafi rétt fyrir sér í því, að Gauguin hafi verið helsjúkur af sýfdis og listamaðurinn tók sér vitaskuld hverja bráðunga eiginkonuna á fætur annarri sem hann þvældist mglings- lega og á stundum tilviljanakennt um til dæmis eyjar Pólynesíu. En það er afturámóti í meira lagi vafasamt og ónákvæmt að stíga skref- ið til fulls - að hætti djarfra bersöglis- höfunda - og kalla Gauguin níðing sem lagðist á börn. Og jafnvel enn meira afvegaleiðandi er sú fullyrðing Sweetman, að Gauguin hafi verið ótrúr og sviksamur. Gauguin skildi alls ekki við málstað sinn eða sveik fyrir einhvem annan. Þvert á móti eyddi hann gjörvöllu lífi sínu í leitina að heimili - einsog þessi þykka bók greinir ítarlega frá - og af svipuðurn orsökum og flugur flögra í áttina að næsta ljósi sigldi Gauguin til Tahíti, Marqueseyja, Argentínu, Nýja- Sjálands, Bretagneskagans, Mart- inique, Astralíu, Cardiff og allra hinna staðanna sem hann heimsótti á sinni ótrúlega fjölbreyttu flökkulífsævi. Sé Gauguin borinn saman við sam- tíðarmenn sína sem kenndir era við hrífandi fallegan og myndrænan póst- impressjónismann þá kemur glögg- lega í ljós, að hann hefur að mestu leyti sloppið við athygli og eftirtekt ævisagnskrásetjara. A sama tíma og greyið hann van Gogh hefur verið ítarlega sundurli- maður, sálgreindur og rómantíseraður útfyrir öll mörk hugsanlegs og efnis- legs áþreifanleika hefur líf og tilvera Gauguins verið látið í friði og því sem næst „ó- ofanaf-flett“. Og það þó jafh- vel Toulouse-Lautrec lendi í þeim hremmingum að aðdáendur og gagn- rýnendur hans í skrfbentastétt rann- saka og kynna sér hvem einasta krók og kima hnignandi offágunarheims myndlistar og skáldskapar í París und- ir lok nítjándu aldarinnar. Ástæðan fyrir þessu afskiptaleysi er hinsvegar afar augljós. Flækingslífemi villuráfandi listamanna um skugga- hverfi Parísar og slóðir menningavit- anna við Montmartre er eitt, en íerða- lag sem bókstaflega tók manninn nokkram sinnum kringum hnöttinn og tilbaka er allt annað. Staðreyndin um gríðarleg fjárútlát mögulegra ævisagnaritara Gauguins vegna ferðakostnaðar er nefnilega jafn lítt freistandi og sú, að Gauguin hafði sjálfur tryggt goðsögnunum um sig öruggan sess í listaheiminum og ríku- legan skerf í bókmenntakreðsum með hinni forvitnilegu sjálfsævisögufantas- íu Nóa Nóa. Það er hinn þungi undirtónn í allri umfjöllun um Paul Gauguin, að lífs- saga hans sé afskaplega kunnugleg og sú tilfinning sterk að hún hafi ef til vill verið alltof oft sögð. I rauninni er ein- mitt hið gagnstæða satt og rétt. Líf hans er nefnilega aðeins kunnuglegt í þeim skilningi, að Gauguin-goðsagn- imar sem hann sjálfur ýtti á flott og treysti með eihfðarvirkandi flotholtum era þekktar í grófúm dráttum. Þarna könnumst við semsagt við hinn ágætlega velstæða verðbréfasala í París sem ákveður að gerast listmál- ari, yfirgefur þægilegt huggulegheita- lífemi millistéttarinnar, konu og fimm böm og setur stefhuna á Tahíti; siglir þangað ævintýralega glaður og reifur í leit að Paradís á Jörðu. Er hann síðan loksins kemur á staðinn uppgötvar hann sér til mikillar skelfingar, að hann er of seint á ferð þvf höggormur- inn hræðilegi - siðmenningin sjálf - er þegar kominn og farinn. Á yfirgripsmiklu ferðalaginu eyðir Gauguin karlinn meðal annars einu stykki af örlagaríkum „eyraafskurðar- vetri“ með van Gogh, bamar heilan ættbálk fyrmefndra dökkleitra fegurð- ardísa með dapurlega sakleysislega yfirbragðið og festir á léreft guðdóm- lega dýrðlegar sýnir úr Paradís með snilldarlegu handbragði. Jájá, allir þessir hlutir áttu sér sann- arlega stað í veruleikanum. En þeir voru afturámóti þéttlega samofnir við gífurlega flókið og erfitt líf sem markað var af hinni staðföstu áherslu sem maðurinn lagði á að gefa aldrei, aldrei, aldrei nokkum tíma upp vonina. Gauguin var í raun og sann einn af alerfiðústu viðskiptavinum Lífsins og eyðir þannig gjörvöllum síðari hluta bókarinnar í að deyja á afskaplega langdreginn hátt sem algjörlega um- hverfður hitasóttar- og sýfilissjúkling- ur með tvær lífshættulega ávanabind- andi ffknir í farteskinu: stúlkur og morfín. Gauguin þreyttist aldrei á að halda því fram, að hann væri runninn af ætt- legg ítölsku Borgia-eiturbyrlaranna Cesare og Lucreziu og hversu ótrú- legt sem það nú hljómar, þá reyndist það dagsatt. Og það sem meira er: flestar af þeim furðusögnum og ýkjufregnum sem Gauguin sagði af lífi sínu hafa reynst sannar þegar nánar er að gáð. Umfram allt var hann þó - einsog hann margoft lýsti yfir - villimaður frá Perú. Fyrstu uppvaxtarárunum eyddi Gauguin í Perú, nánar tiltekið í Lima, þangað sem móðir hans hafði ferðast með hann í örvæntingarfullri leit að fjölskyldurótunum - og fjölskyldu- auðnum. Það var sfðan í Perú er Gauguin uppgötvaði dásemdir hinnar óevr- ópsku listar sem spratt fram fersk og ómenguð af óevrópsku andrúmslofti. Gauguin var þannig einn þýðingar- mikilla samtíðarmanna sinna - sem flestir ef ekki allir höfðu orðið fyrir einhverjum áhrifum af framandi og óevrópskri list - um að þurfa að ekki uppgötva slíka list gegnum undir- furðulegar guðdómsbirtingar og al- sælukenndar opinberanir. Hann var fæddur í heillandi návist hennar. Þegar Paul Gauguin sneri sjö ára gamall aftur til Frakklands gat hann ekki mælt stakt orð á franska tungu. Rannsóknir David Sweetman á hjónabandi og tengslum Gauguin við Mettu, hans harðneskjulega virðulegu dönsku spúsu, leiða skrýtið samband ffamí dagsljósið þarsem Gauguin er - hversu óvænt sem það nú hljómar - í hlutverki hálfgerða munaðarleysingj- ans sem bæði vill halda og sleppa. Metta þessi var stór og mikil um sig, sífellt keðjureykjandi vindla, fata- brjálaður snobbari og yfirhöfuð háð öllum þeim þægindum sem fylgja því að skipa efri hluta millistéttarinnar. En Metta var hinsvegar sjálf einnig óttalegt rekald í lífsins ólgusjó og Gauguin hélt af sínu persónueinkenn- andi ofstæki dauðahaldi í minninguna um hana. Goðsögnin um óendanlegan hroka og oflátungshátt Gauguins gerir ekki mikið meira en svo að rétt lifa af sönnunargögnin um þrábiðjandi og væntumþykjuleg bréf hans til Mettu og kaldranaleg svarbréfm hennar. Gauguin var fullkomlega hreinlífur og trúr konu sinni um fimmtán ára skeið og hann vonaði að þau gætu not- ið hjónabandsins og Ijölskyldulífsins lengi enn til viðbótar. Gauguin stakk ekki af frá eiginkonu og afkvæmum. Það var hið hefðbundna hversdagslff sem yfirgaf hann. Seint og um síðir. Paul Gauguin var óðfluga tekinn að nálgast fertugsaldurinn þegar hann tók uppá þeim sið að kalla sjálfan sig list- málara. Tahíti var gríðarlega langan tíma á leiðinni. Það vora engin kraftbirting- araugnablik guðdómlegrar óevrópskr- ar listar eða stundir opinberunar sem kölluðu óhemjuríka gáfuna framí Gauguin. Það háttaði einfaldlega ein- hvemveginn þannig til, að allir aðrir hæfileikar hans, störf, vinir, kunningj- ar og fjölskylda þurftu að bregðast honum svo hann yrði fullkomlega og algjörlega fijáls til að upplifa sín Perú- ásköpuðu örlög. Gauguin tók ekki upp störf sem list- málari í fullu starfi fyrren atburðir í Frakklandi á heildina litið og í hjóna- bandi hans skildu við hann firrtan öll- um öðrum úrræðum. Fyrst af öllu þurfti verðbréfamárk- aðurinn í París - þarsem Gauguin sýn- ist hafa verið ótrúlega farsæll og naut mikils brautargengis sem spákaup- maður af einhverskonar tagi - að hrynja á dramatískan hátt og springa einsog loftbóla; nokkuð sem á óhugn- anlegan hátt minnir á okkar eigin sam- ti'ðarfjárhagshran í lok síðasta áramg- ar. Síðan þurfti eiginkona Gauguins að ákveða að skiljast að við mann sinn með ófáum ferðum með bömin fimm til fjölskyldu hennar í Kaupmanna- höfn. í stærstu borg Norðurlanda óx vitaskuld andúð hennar og óbeit á orð- um og æði Gauguins á fyrirsjáanlegan hátt í prýðilegu samræmi við allvera- legan tekjumissi hans. Nokkrir fýrstu kaflar bókar Sweet- mans, þarsem fjallað er um ferðasögu Gauguins, eru þeir mest upplýsandi og algjörlega troðfullir af óvæntum og dásamlegum heimsóknum á áður óheimsótta staði. Eini skugginn sem ber á þessa frá- bæru ferðasögukafla er óhrekjandi staðfesta höfundarins í þeirri viðleitni sinni að vera augljóslega (ogjafnfraiat sérkennilega) þróttmikill, djarfur og fjörugur undir lok hvers einasta kafla. Gagnstæðar ástar/haturs tilfinningar Sweetman í garð viðfangsefnis síns era ringlandi fyrir lesandann að upp- götva. Annarsvegar leggur hann margsinn- is risalykkju á leið sína til að gagnrýna og draga í efa ýmsar ásakanir sem miskunnarlaust hefur verið pundað á Gauguin gegnum tíðina; að hann hafi verið hjartalaus og egósentrískur grimmdarseggur sem á kaldrifjaðan og úthugsaðan hátt hafi varpað fjöl- skyldu sinni fyrir róða einungis til þess að gerast kynlífsferðalangur á framandi slóðum. Hinsvegar sýnist Sweetman stað- ráðinn í að koma jafnvel enn grófari og alvarlegri ásökunum á framfæri við umheiminn. Athyglisverðust ásakananna er sú, að Gauguin hafi verið níðingur sem lagðist á böm - ekki einfaldlega dóna- legur klámhundur af karlkyni með næmt auga fyrir þessi dökkleitum feg- urðardísum heldur alvöru barnaníð- ingur. Tilfmningum Gauguins í garð heitt- elskaðrar dóttur sinnar, Alice er veitt mikil eftirtekt í bókinni. Gauguin mál- aði hana liggjandi á ríími í eftirminni- lega viðkvæmnislegri portrettmynd sem í mínum augum er ómögulegt að lesa neitt úr hvað snertir vafasaman hugsanagang listamannsins. En þetta sama málverk af Alice verður þess valdandi að Sweetman geysist framá ritvöllinn af sínum hefð- bundna kaflalokaæsiþrótti og skellir fram: „Hún vakti með honum áður óþekktar tilfinningar og langanir sem seinna meir myndu verða kvíðvæn- lega áberandi..." Allar þessar vandlegu leiðréttingar og endurleiðréttingar Sweetmans hvað snertir Gauguin-goðsagnimar eru oft minna afhjúpandi eða opinberandi en reynt er að láta þær hljóma. Og sú staðreynd hefur eina alvarlega afleið- ingu fýrir bókina: svo algjörlega upp- tekinn er nefhilega höfundurinn af því að ögra fyrirframgefnum sögulínum og hugmyndum um listamanninn, að hann gefur sér ekki tíma til að staldra við og lítast staðfastlega í augu við viðfangsefnið. Hversu löng og umfangsmikil sem þessi ævisaga Paul Gauguin nú er, þá mistekst henni það ætlunarverk að færa okkur ferska og óháða svipmynd af manneskjunni Gauguin. Eini áreið- anlegi staðurinn til að uppgötva slíkan Gauguin er að sjálfsögðu í list hans. En málverkin sjálf eru hinsvegar aldrei rædd í þaula eftir atriðunum sem þar koma fram og innsýnin og/eða innblásturinn sem lesandanum .er boðið uppá inm' verkin er lítil eða í besta falli takmörkuð. Hugsið ykkur: jafnvel myndir af verkum Gauguins í bókinni eru ónákvæmlega litgreindar. í bók þessari - löngu áður en við loksins komum til Tahíti - liggja allar leiðir til aukaefnanna, bragðefnanna og kryddsins... Það er mikil synd því þama er vissulega ævisaga sem kemst óþægilega nálægt því að vera stórkost- leg. Meðferð Sweetman á gleymdum þáttum í ævi Gauguins og gleymdum heimsóknum hans er framúrskarandi góð og afar verðmæt. Paul Gauguin átti afturámóti alltaf í megnustu erfiðleikum með að skilja staðreyndir frá skáldskap. Og þau vandræði eru greinilega smitandi. É -shh / Byggt á The Sunday Times

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.