Alþýðublaðið - 29.08.1995, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 ó r n m á I Bak við sjónarrönd SAMKVÆMT íslenskum sam- tímamönnum er Svavar Gestsson inn- ritaður í lagadeild Háskólans að loknu stúdentsprófi frá MR 1964-67. Hann hefur tæpast mátt vera að því að verða gegnsósa af „hinum júri- díska þankagangi", því að á sama tíma er hann blaðamaður á Þjóðvilj- anum (samstarfsmaður Magnúsar Kjartanssonar). Helstu hugmynda- fræðingar og tengiliðir gamla Sósíal- istaflokksins við Sovétríkin og Aust- ur-Evrópu hafa snemma fengið traust á hinum unga manni. En þeir hafa samt talið þörf á að búa laganemann betur undir framtíðarhlutverk sitt. Til marks um það er að Svavar er (vænt- anlega fyrir milligöngu Einars) vist- aður á flokksskóla austur-þýska kommúnistaflokksins 1967-68. Þetta er sex árum eftir byggingu Berlínar- múrsins og ári áður en Sovétríkin ráð- ast ásamt leppríkjum sínum (þar með- töldu Austur-Þýskalandi) inn í Tékkóslóvakíu til þess að uppræta „Vorið í Prag“ með vopnavaldi. Háborðið__________| 0Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Heimkominn af flokkskólanum gerist Svavar ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum 1968-71. Þegar Magnús Kjartansson verður ráðherra 1971 sest Svavar í ritstjórastól málgagnsins og situr þar til ársins 1978. Þá tekur hann sjálfur við hinu gamla þingsæti þeirra Einars og Magnúsar og ráðherra- embætti í vinstri stjóm. Seinna tekur hann við formennsku Alþýðubanda- lagsins af Lúðvík Jósepssyni og gegn- ir því í 7 ár, uns sá stóll gengur þeim félögum úr greipum í hendur Olafi Ragnari Grímssyni. A þessu hausti er að því stefnt að endurheimta for- mannsstólinn undir Steingrím J. Sig- fússon. Þessi ferill sýnir að Svavari hefur snemma verið trúað fyrir því að gæta sjálfs fjöreggsins, af áhrifamestu læri- meisturum Sósíalistaflokksins. Þráð- urinn er óslitinn frá Kommúnista- flokknum til Alþýðubandalagsins; frá Einari Olgeirssyni til Svavars Gests- sonar. Milli þeirra fór aldrei fram neitt pólitískt uppgjör. Það er ekki út í hött að Svavar Gestsson hefur verið talinn, innan flokks og utan, arftaki flokkseigendafélagsins í Alþýðu- bandalaginu, sem á rætur sínar óslitn- ar aftur í Kommúnistaflokk/Sósíal- istaflokk. Á FLOKKSSKÓLANUM í Aust- ur-Berlín gafst Svavari Gestssyni væntanlega einstakt tækifæri til þess að kynnast því af eigin raun, og innan ífá, hvemig draumsýn lærifeðra hans um hið stéttlausa fyrirmyndarríki hafði ræst. Þama var ríki þar sem hin „siðlausu" markaðslögmál höfðu ver- ið upprætt; þarna var ríki þar sem einkaeignarréttur á framleiðslutækj- unum hafði verið afnuminn. Þarna var það ríki sem þótti einna lengst á veg komið í hinum sósíalíska þriðj- ungi heimsins. í þessari landamæra- stöð austurs og vesturs gafst hinum unga manni kjörið tækifæri til að bera saman reynslu og árangur Vestur- og Austur-Þýskalands, tveggja hug- mynda- og þjóðfélagskerfa, meira en 20 ámm eftir lok seinni heimsstyij- aldarinnar. Og þama gafst Svavari Gestssyni kostur á að kynnast verð- andi forystumönnum austur-þýska kommúnistaflokksins og meta trúnað þeirra við hugsjónina. Það er mikil eftirjsá að því að Svavar skuli ekki, svo vitað sé, hafa birt almenningi á íslandi niðurstöður sínar af þessari einstæðu lífsreynslu. Tók hann kannski saman skýrslur og sendi lærifeðrum sínum eða flokksfé- lögum til upplýsingar og umhugsun- ar? Em slíkar skýrslur til? Ef svo er væri auðvitað mikill fengur að því að fá þær birtar. Að vísu lítur ekki út fyrir að Svavar „En ef við eigum nú samt að trúa því að Svavar og félagar, sem tóku við lyklavöldunum í Sósíal- istaflokknum/Alþýðubandalaginu eftir Einar og Brynjólf, hafi fyrir löngu áttað sig á því, að þjóð- félagsfyrirmynd forvera þeirra hafði snúist upp í martöð, þá er næsta spurning þessi: Hvernig b'rugðust þeir við? Hvaða ályktanir drógu þeir af þeim beiska lærdómi? Hverju breytti það um þá praktísku pólitík sem þeir ráku í nafni Alþýðubandalagsins, og varðar örlög, framtíð og lífskjör íslensku þjóðarinnar?" hafi orðið fyrir miklu ,Jcúltúrsjokki“. Ekki vantaði að það vom hæg heim- antökin að birta félögunum heima umbúðalausan sannleikann um þjóð- félagstilraunina í Austur-Þýskalandi, því að eftir heimkomuna tók Svavar til óspilltra málanna við að ritstýra Þjóðviljanum, undir leiðsögn Magn- úsar Kjartanssonar. Það lá því beint við að miðla félögunum heima af þessari reynslu. Satt að segja finnst utanaðkomandi að það hefði mátt kallast skylduverk. Meðlimir Sósíal- istaflokksins höfðu frá öndverðu ver- ið aldir upp við að framtíðarþjóðfé- lagið væri að rísa handan múrsins. Þeir áttu því rétt á að fá að njóta reynslu félagans, sem naut þeirra for- réttinda að fá að skoða þetta þjóðfélag innan frá, innan um úrvalshópinn sem átti að taka við. MÉR LEIKUR forvitni á að vita, hvort Svavar Gestsson gerði sér grein fyrir því þá þegar árið 1968 í Austur- Berlín að leiðarljós og menningarvit- ar Flokksins heima höfðu blekkt hrekklausa og trúgjama fylgismenn sína um allt sem máli skipti um hina miklu þjóðfélagsfyrirmynd. Það er spurning út af fyrir sig, hvort þeir hugsanlega vissu ekki betur og voru því berir að fáfræði og glámskyggni. Eða hvort þeir héldu í lengstu lög dauðahaldi í blekkinguna vegna þess að þá skorti kjark og andlegan heiðar- leika til þess að bera sannleikanum vitni. Það er úr því sem komið er við- fangsefni sagnfræðinganna, eins og Svavar myndi nú segja. En hvað með Svavar sjálfan? Gerði hann sér þá þegar grein fyrir því að hann var staddur í lögregluríki - Stasi-ríki - þar sem ríkti hervædd ógnarstjórn? Þar sem mannréttindi voru fótum troðin? Þar sem skoðana- kúgun flokkskerfisins var allsráð- andi? Þar sem almenningur bjó við bág kjör en spillt yfirstétt flokksgæð- inga bjó við forréttindi og munað í skjóli valdsins? Ef hinn ungi maður hefur þá þegar gert sér grein fyrir þessum staðreyndum, hvers vegna skýrði hann ekki félögum sínum og öllum almenningi á Islandi frá því þegar í stað? Hvað lærdóma dró hann af þessari reynslu? Hveiju breytti það um pólitískar hugmyndir hans og af- stöðu til mála? Ekki vantaði blaða- kostinn hjá ritstjómarfulltrúa Þjóð- viljans. Þessum sjálfsögðu spuming- um er öllum ósvarað í hinni nýút- komnu bók Sjónarrönd, þar sem Svavar birtist okkur sem meintur tals- maður jafnaðarstefnu á næstu öld. Hvers vegna? ÉG HEF ekki nokkra minnstu löngun til að gera Svavari Gestssyni upp skoðanir eða færa einhverjar sönnur á að hann sé annar en hann er. Ég hef hins vegar eðlilega áhuga á að vita hver hann er og hvemig skoðanir hans hafa þróast frá átrúnaði á hina kommúnísku þjóðfélagstilraun yfir í það að verða, að eigin áliti, einhvers konar jafnaðarmaður, í augsýn nýrrar aldar. Þetta em auðvitað ekki einka- mál Svavars. Þetta er pólitík. Þetta em einfaldar spumingar sem stjóm- málamanninum Svavari Gestssyni ber að svara, ærlega og undanbragða- laust. Satt að segja hefði hann átt að ganga hreint til verks og svara sjálf- um sér og öðmm þessum og þvílíkum spumingum fyrir meira en aldarfjórð- ungi síðan. Við umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra undir lok seinasta kjörtímabils gerði Björn Bjarnason, þáverandi formaður utanríkismála- nefndar, að umræðuefni Stasiskýrslur um íslenska námsmenn í Austur- Þýskalandi, sem þar voru margir hverjir fyrir milligöngu Sósíalista- flokksins (Einars Olgeirssonar) og hins sósíalista einingarflokks alþýðu þar í landi. Þar á meðal nefndi Bjöm að íslenskir sagnfræðingar, sem kann- að hefðu Stasiskýrslur, hefðu komist að því að skýrsla um Svavar Gestsson hefði horfið. I umræðum sem út af þessu spunnust hagaði Svavar orðum sínum þannig að ætla mátti að hann hefði átt illa ævi í Austur-Berlín; hon- um kæmi ekki á óvart, þótt Stasi hefði verið á hælum honum enda hefði hann horfið þaðan nánast ,,kal- inn á hjarta". Einmitt þess vegna hefði mátt búast við því að Svavar hefði fyllt nokkrar síður í Þjóðviljann gamla, ef hann hefði þá fengið þar inni - af trúverðugum frásögnum af hinu raunvemlega ástandi í lögreglu- ríkinu, þeim til viðvörunar sem gert höfðu sér vonir um að þar væri verið að byggja upp fyrirmyndarríkis sósí- alismans. Eins og Þjóðviljinn hafði vissulega reynt að sannfæra lesendur sína um. Það hefði vissulega verið bókartilefni, þá þegar. ÞEIR SEM MUNA þessa tíma kannast auðvitað vel við svör forystu- manna Alþýðubandalagsins, þegar þessar viðkvæmu spumingar ber á góma. Þá vilja þeir helst ekkert af for- tíð flokksins vita; láta gjaman eins og Sovétríkin og leppríki þeirra hafi aldrei komið þeim neitt við. Sögu- fölsun af því tagi byggir Iífslíkur sínar á að menn hafi stutt pólitískt minni. Þvínæst hamra þeir á þvf að eftir inn- rás Rauða hersins og herafla Varsjár- bandalagsins inn í Tékkóslóvakíu hafi Alþýðubandalagið gert samþykkt um að hætta öllum formlegum samskipt- um við fyrrverandi bræðraflokka í Austur-Evrópu. Þetta á að hafa verið punkturinn aftan við nærri hálffar ald- ar sögu samskipta íslenskra kommún- ista við bræðraflokka og ríkisstjómir í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu. Svör af þessu tagi em auðvitað ger- samlega útí hött og snerta hvergi kjama málsins. Spumingin er auðvit- að alls ekki um það hvort stjómmála- menn, hvað þá stjórnarerindrekar, hafi haft samskipti við stjórnvöld (kommúnistaflokkamir eystra voru jú allir valdhafar í eins flokks kerfi) í þessum ríkjum. Það hafa pólitískir forystumenn á Vesturlöndum að sjálf- sögðu gert fyrr og síðar. Til dæmis hafa forystumenn vestur-þýskra sósí- aldemókrata haft mikil samskipti við austur-þýsk stjómvöld (forystumenn kommúnistaflokksins), ekki bara sem fulltrúar stjómvalda í Vestur-Þýska- landi, heldur sem talsmenn sósíal- demókrataflokksins og austurstefnu hans. Málið snýst auðvitað ekki um slíka hluti. Og þar fyrir em fullyrðing- ar um samskiptaleysi ýmissa forystu- manna Alþýðubandalagsins við félag- ana í austri ekki einu sinni sannar. Þær spumingar sem snerta kjarna málsins em af allt öðrum toga. Þær em til að mynda þessar: Ef við eigum að trúa því að Svavar Gestsson (og aðrir sem dvöldust langdvölum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu og síðar urðu áhrifamenn í Sósíalista- flokki/Alþýðubandalagi) hafi sloppið kalnir á hjarta eftir reynslu sína af dvölinni undir ógnarstjóm kommún- ista, hvers vegna skýrðu þeir ekki ffá því í heyranda hljóði og undan- bragðalaust á þeim tíma? Er það vegna þess að þeir töldu að félagamir heima, sem áratugum saman höfðu búið við innrætingu flokksforystunn- ar, myndu ekki þola að heyra sann- leikann? Var það af þægð við flokks- forystuna sem þeir þögðu? Sé það svo vaknar spumingin: Hvenær em þessir menn að segja það sem þeir meina? Og hvenær em þeir að segja það eitt sem hyggindi og hagkvæmni býður? EN EF VIÐ EIGUM NÚ SAMT að trúa því að Svavar og félagar, sem tóku við lyklavöldunum í Sósíalista- flokknum/Alþýðubandalaginu eftir Einar og Brynjólf, hafi fyrir löngu átt- að sig á því, að þjóðfélagsfyrirmynd forvera þeirra hafði snúist upp í martröð, þá er næsta spuming þessi: Hvernig brugðust þeir við? Hvaða ályktanir drógu þeir af þeim beiska lærdómi? Hverju breytti það um þá praktísku pólitfk sem þeir ráku í nafni Alþýðubandalagsins, og varðar örlög, framtíð og lífskjör íslensku þjóðar- innar? Ef þeir skildu það að sósíalismi án lýðræðis og frelsis hlyti að snúast upp í andhverfu sína, var þeim þá ekki ljóst þá þegar að aðferðarfræði lýð- ræðisjafnaðarmanna í pólitfk var rétt? Hvers vegna sögðu þeir það ekki full- um fetum? Ef þeim var ljóst að sovéska nýlenduveldið var hervætt al- ræðisríki á útþensluskeiði, var þeim þá ekki ljóst að lýðræðisríkin urðu, meðal annars eftir reynsluna af nas- ismanum, að koma sér upp sameigin- legu öryggiskerfi til vemdar lýðræð- inu? Hefði það ekki átt að breyta af- stöðu þeirra í utanríkis- og vamarmál- um? Hefði það ekki átt að breyta af- stöðu þeirra til Atlantshafsbandalags- ins og vamarsamnings íslendinga við Bandaríkin? Ef þeim var þá þegar ljóst að af- tenging markaðskerfisins og ríkis- rekstur framleiðslustarfseminnar leiddi til óhagkvæmni, sólundar, og fullkominnar rányrkju náttúruauð- linda, auk lélegra lffskjara almenn- ings, var þá ekki kominn tími til að endurskoða þær kennisetningar og hafna þeim í ljósi reynslunnar? Var þá ekki þá þegar tími til kominn að fallast á það, með lýðræðisjafnaðar- mönnum, að efnahagsstarfseminni væri best fyrir komið með samkeppni í opnu markaðskerfi, bæði vegna þess að það stuðlaði að dreifingu hins efnahagslega valds og skilaði vömm og þjónustu til almennings á sem hag- kvæmustu verði? Var þá ekki kominn tími til að endurskoða afstöðuna til ríkisvaldsins og forsjár ríkisins í efna- hagsmálum? Fallast á nauðsyn Is- lendinga á að fylgja fram stefnu um fijáls viðskipti? Falla frá andstöðu við inngöngu okkar í EFTA? Stuðla að þáttöku erlends áhættufjármagns til að nýta orkulindir og byggja upp út- flutningsiðnað á Islandi? Og að end- urskoða ríkisforsjárkerfið í landbún- aði, áður en það leiddi íslenska bænd- ur inn í „skipulagða fátækt"? VAR SVAVARI og félögum ekki þá þegar ljós nauðsyn þess að gera með ærlegum hætti upp við hina kommúnísku fortíð og þá forystu- menn, sem höfðu haft alþýðu manna að fíflum í hálfa öld? Hvers vegna gerðist það aldrei? Hvers vegna var áfram siglt með líkið í lestinni? Þar með hefði seinustu hindranunum ver- ið ratt úr vegi fyrir „sameiningu jafn- aðarmanna". Þar með hefði verið bætt fyrir mistök fortíðarinnar. Þar með hefði getað hafist nýtt „pólitískt land- nám“ - sem Svavar auglýsir nú eftir í bók sinni - sem hefði hugsanlega get- að gerbreytt þjóðfélagsþróuninni á ís- landi til hins betra. Hvers vegna ekki - félagi Svavar? Hvers vegna gerðist ekkert af þessu eftir heimkomu þfna og félaga þinna ffá Austur-Evrópu? Hvers vegna var þráðurinn áfram óslitinn frá gamla Kommúnistaflokknum gegnum Sósí- alistaflokkinn og til forystu hinnar nýju kynslóðar í Alþýðubandalaginu, meira að segja undir formennsku Svavars Gestssonar? Hvers vegna var það eitt af seinustu verkum Svavars á formannsstóli að láta hylla þá Einar og Brynjólf á flokksþingi með þeim ummælum „að rauði þráðurinn væri enn óslitinn?" Og meðal annarra orða: Hvers vegna er það eins og að fara í geitarhús að leita ullar, að leita svara við þessum lykilspumingum í bók Svavars Gestssonar, sem þrátt fyrir allt vill nú kenna sig við jaftiað- arstefnu? Og hvers vegna er það að alvarlega umræðu um úrræði og vanda jafnaðarstefnunnar er heldur ekki að finna í Sjónarrönd? ■ Höfundur er alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.